Morgunblaðið - 09.04.1940, Page 2

Morgunblaðið - 09.04.1940, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. apríl 1940. Friðurinn á Norðurlöndum í hættu Þýsk er- f lntiiioga- skipi sftkt viö Noreg Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. TVEIM ÞÝSKUM SKIPUM var sökt við Noreg í dag. Breskir kafbátar söktu báðum skip- unum. Öðru skipinu, sem var herflutningaskip, „Rio de Jan- eiro“ frá Hamborg (5300 smál.) var sökt kl. 1 í dag rjett utan við norsku landhelgina (að því er segir í fregn frá London), milli Lillesand og Kristiansand við suðurströnd Noregs. 300 MANNS UM BORÐ. í fregn frá Oslo segir, að breskur'kafbátur hafi skotið ,að- vörunarskoti til þess, að fá skipið til að stöðva. En skipið setti þá á fulla ferð til lands. En rjett á eftir hæfði tundurskeyti frá kafbátnum skipið, og tók það þegar að sökkva. Mennirnir, sem um borð voru, sáust þyrpast á þiljur og kasta sjer í sjóinn. Fiskibátar, sem voru þarna, skunduðu til hjálpar. En rjett á eftir hæfði annað tundurskeyti skipið og varð af því ógurleg sprenging. Hvolfdi einum fiskibátnum og fórust þrír menn. Fiskimennirnir gengu rösklega fram í björgunarstarfinu. 1 kvöld var búið að bjarga í land 135 mönnum og 29 líkum. Talið er, að 150 manns hafi farist af skipinu. Allir mennirnir á skipinu voru í herklæðum, sumir í ein- kennisbúningum landhers Þjóðverja og sumir í flugmannabún- ingum. ALLIR BJÖRGUÐUST. Hitt skipið, sem sökt var, Kreta, var 2300 smálestir. Því var sökt skamt undan Oslofirði. Skipið hlýddi aðvörun um að stöðva og bjargaðist á- höfnin í bátana, áður en það var sprengt í loft upp. Skipið notaði kallmerki annars skips, sem heitir „Poseidon“ og komst því á kreik sú fregn, að þrem þýskum skipum hefði verið sökt við Norgsstrendur í dag. ___________ Hin bresku tundurdufl í landhelginni hafa króað inni 15 þýsk flutningaskip. Sjö þeirra eru í Narvik, en 8 á dreif annarstaðar við strendur Noregs. í Englandi er á það bent„ að þessi skip eigi um tvo kosti að velja, annað hvort að þræða ströndina, og eiga þá nokkurn veginn víst að rekast á tundur- dufl, eða hætta sjer út fyrir landhelgina, þar sem bresk her- skip bíða þeirra. SIGLINGAR STÖÐVAST Bretar halda því fram, að tundurduflin sjeu lögð þannig, að Norðmenn geti haldið áfram siglingum til allra hafna sinna. En síðdegis í dag var tilkynt í Oslo, að siglingar hefðu verið stöðvaðar til N.-Noregs og að fiskibátum væri bannað að fara um miðin. Ekkert siglingasamband er á. milli Suður- og Norður-Noregs. SÍÐUSTU FREGNIR. Síðustu fregnir frá Noregi herma, að útflutningur á málir- grjóti frá Noregi hafi verið stöðvaður. — Mesta frjettin — í Þýskalandi í gær: Reynt að stöðva sklpa- . leið Dðnár Tilraun Breta sem mistókst Engin þýsk herskip - I Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Berlín yar tilkynt í kvöld, að allar fregnir um að þýsk her- skip væru á leiðinni til Noregs, eða norður með ströndum Noregs, væru úr lausu lofti gripnar. Fyr í dag höfðu borist fregnir um að sjest hefði til margra þýskra herskipa (sum.ir sögðu 15, aðrir 100, af öllum stærðum frá hejti- skipum, niður í tuudurduflaskip) , á fullri ferð á leið norður Katte- j gat. I En engin skýring hefir sam.t verið gefin á því, hvernig stend- ur á ferðum þýska herflutninga- skipsins við Noreg. Því var einnig mótmælt í Ber- Jín í kvöld, að nokkur liðssam- dráttur hefði átt sjer stað í Þýska iandi norður við Eystrasalt. Frá París og Amsterdam höfðu borist fregnir um þetta. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ýsk blöð flytja í dag fregnir ■* frá Rúmeníu, sem þau veita meira rúm en fregnunum frá Noregi. Þau skýra frá því, að Bretar hafi gert lævísa tilraun til þess að stöðva skipagöngur um Dóná, og draga á þann hátt úr vöruflutningum til Þýska- lands. Skýra hin þýsku blöð frá þessu, sem hinu óskaplegasta hlutleysisbroti, sem sögur fari af, og þykjast sjá, að upphafs- maður þess geti enginn verið annar en Churchill. Hlutleysisbroti þessu lýsa blöðin þannig í stuttu máli: Flotastjórn Breta hefir gert út menn til Rúmeníu, er þang. að hafa komist með sjerrjett- iuda vegabrjefum.Þessum mönn um var ætlað að ná í skip á Dóná, hlaða þau með sprengi- efni og raska skipaleið árinnar ‘með sprengingum, svo allar skipagöngur stöðvuðust þar. Alt hefir þetta verið lævíslega undirbúið. En stjórnarvold Rú-i meníu komust að þessu í tíma og tóku skip þessi á sitt vald. Á það er bent í hinum þýsku blöðum, að breskir stjórnmála- menn hafi nú um mánaða;mótin íagt áherslu á, að bresku stjórn- inni væri það hugleikið að styrjöldin breiddist ekki út til FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Oslo í rayrkri Frá jrjettaritwra vorum. Khöfn í gær. ÝN slo var í myrkri í kvöld, samkvæmt fyrirskipun ríkisstjórnarinnar. Verður svo áfram næstu kvöld, að öll ljós skulu byrgð. Á miðnætti var gefið merki um yfirvofandi loftárásar- hættu, og var það gert í æf- ingaskyni. -Ar Norska stjórnin tilkynti í dag, að slökt myndi verða á öllum vitum í Norður-Noregi. Bretar leggja tundurduflum í norska landhelgi m Þjóðverjar boða skjófar gagn- ráðsfafanir Khöfn í gær. BRETAR hafa stofnað friðinum á Norðurlönd- um í voða með því að leggja tundurduflum á þremur stöðum innan norskrar landhelgi. Með þessu hafa þeir ekki aðeins brotið alþjóðalög á Norð- mönnurn á hinn hrapallegasta hátt, heldur er yfirvofandi að afleiðingin verði, að Noregur verði vígvöllur í styrjöld milli Breta og Þjóðverja. Að svo stöddu hefir norska stjórnin látið sjer nægja að birta „alvarleg og hátíðleg“ mótmæli, þar sem þess er krafist, að Bretar láti þegar í stað slæða tundurduflin, og að herskipin, sem sett hafa verið til að halda vörð um þau, verði kölluð í burtu. Norska stjórnin áskilur sjer ennfrem- ur rjett til að gera frekari ráðstafanir. ÞJÓÐVERJAR „BÍÐA ÁTEKTA“. En aðal athyglin snýst ekki svo mjög um það, sem Norðmenn gera, heldur um það, hvað Þjóðverjar gera. Þjóðverjar virðast hafa vitað í gærkvöldi hvað í vændum væri, því að í skeyti frá Berlín í nótt segir, að alvarleg hætta vofi yfir Norðurlöndum. 1, skeytinu segir ennfremur: Þjóðverjar óttast að Norður lönd verði vígvöllur innan nokkurra klukkustunda. I Berlín var í kvöld látið í veðri vaka að Þjóðverjar „myndu grípa til skjótra gagnráðstafana. En að svo stöddu hefir ekki frjest með neinni vissu um gagnráðstafanir af hálfu Þjóðverja. Fyr í dag hafði fulltrúi utanríkismálaráðuneytisins þýska látið svo um mælt við frjettaritara heimsblaðanna í Berlín, að Þjóð- verjar myndu bíða átekta rólegir og án þess að láta sjer bregða og sjá hvaða ráðstafanir Norðmenn myndu gera. Hinsvegar verður þegar sjeð, að Þjóðverjar ætla ekki að láta sjer nægja það, sem Norðmenn hafa þegar að gert, því að í tilkynningu, sem þýska frjettastofan birti í kvöld segir, að mótmæli Norðmanna, sjeu ekki nógu einbeitt, að þau sjeu „óljós“ og „spök“. t ... . : j , ■ ' Talið er að fyrsta spor Þjóðverja verði að krefjast þess, að tundurduflasvæðið verði hreinsað. Bretar draga enga dul á það, að þeir muni leggja tundur- duflunum aftur, ef Norðmenn hreinsa þau burtu, en ef Þjóð- verja reyni að slæða þau, þá muni breski flotinn ekki hika við að hindra þá í því, og að hann muni fagna því tæki- færí, sem þá bjóðist til þess að heyja orustu við þýska flotann. í þessu sambandi er bent á það í Noregi, að Norðmenn geti ekki slætt tundurduflin á meðan þresku herskipin halda vörð um þau. TUNDURDUFLUNUM LAGT. Engin tilraun var gerð til að hindra bresku herskipin þegar þau lögðu tundurduflunum í morgun. Tók það herskipin aðeins klukkustund að ljúka verki sínu. Norska stjórnin vissi ekkert hvað gerst hafði fyr en í morgun, á sjöunda tímanum, er sendiherrar Breta og Frakka í Oslo afhentu henni tilkynningu frá stjórnum sínum, um það hvernig komið var. „Dagbladet“ í Oslo bendir á, að með því, að tilkynna FRAMH Á SJÖTTU 8ÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.