Morgunblaðið - 09.04.1940, Síða 5
I»riðjudagur 9. apríl 1940,
& >
&
Útgef.: H.f. Árvakur, Rey1 Javlk.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgrTSarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. —1 Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánutii
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
í lausasölu: 20 aura eintakiö,
25 aura meb Lesbök.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuimai
! Leikhúsið |
...................................
„Stundum — og stundum
*iiiimmiiiimiiiimiiminjmimMimiimmiimimimiimiimimmiiiimmimimiiimiiiiiimiiiiiimmiiiiiimiiimiimimimiiiimit«iNiMimiimiimtiHiH«NiMiiiiiiiiiii
ekkl Gamanleikur eftir Arnold og Bacíi
iiimmmiiiiimimimiiR iiiiimiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimfiiimiiimHiuminiuiNiMimHiHiiitmiimir
Norðurlönd
PAÐ liefir verið opinbert
leyndarmál síðustu vikuna,
að Bandamenn höfðu í undirbún-
ángi einhverjar ráðstafanir gagn-
vart Norðurlöndunr. Bn hverjar
|>ær ráðstafanir yrðu varð ekki
ikunnugt fyr en í gær.
En þá kemur skyndilega tilkynn
ing frá stjórnum Bandamanna
þess efnis, að þær viðurkenni ekki
rjett Þýskalands til þess að nota
landhelgi hlutlausra þjóða á þann
ikátt, sem það hefir gert undan-
farið með flutningi á stríðshrá-
efni (málmgrjóti), en þessir flutn-
ingar hafa aðallega verið með
járnbraut frá norður Svíþjóð til
Narvík í norður Noregi. Hafa svo
þýsk skip sótt málmgrjótið til
Narvik og siglt innan landhelgi.
Þessa flutninga hafa Banda-
■menn nú ákveðið að hindra, með
þeim hætti, að þeir hafa lagt tund
urduflum á þrem stöðum innan
landhelgi Noregs, svo að skip
verða að fara út fyrir landhelgis-
línu, til þess að komast suður með
Noregi.
Þessi ákvörðun Bandamanna
getur haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir hlutleysi Norður-
landa. Með þessu er gripið sve
þatramlegá inn á valdsvið Noregs,
að mikil hætta er á að hinn ófrið-
araðilinn, Þýskaland, geri öflugar
gagnráðstafanir. En þá er heldur
ekki að vita, hversu lengi Norður-
löndum tekst að varðveita hlut-
leysi sitt.
Bandamenn rjettlæta þessar ráð
stafanir með því að segja, að
Þjóðverjar bafi að engu alþjóða-
lög. Þeir sökkvi miskunarlaust
skipum hlutlausra þjóða og hirði
ekkert um að bjarga lífi sjómann-
anna. Þeir hafi þegar sökt 150
skipum hlutlausra þjóða og hafi á
■annað þúsund sjómenn farist.
Norðmenn einir hafi mist 54 skip
og 392 sjómenn.
Bandamenn benda einnig á, að
komið hafi fyrir, að norsk herskip
hafi verið látin fylgja þýskum
skipum með ófriðarliráefni eftir
norskrí landhelgi. Hinsvegar geti
•eða geri Norðmenn ekkert, til þess
að varðveita skip sín utan land-
helgi, sem verði þó fyrir hinum
wiskunarlausu árásum Þjóðverja.
Alt bendi því til þess, að norsk
stjórnarvöld verði að lúta boði og
'banni Þjóðverja. Slíkt geti Banda
tmenn ekki þolað.
Með þessum síðasta þætti styrj-
aldarinnar hefir ný, alvarleg ó-
friðarblika færst yfir Norðurlönd.
Norðurlönd hjeldu að hættan væri
liðin hjá, er Einnar voru neyddir
lil að-semja frið við Rússa. Nú
•virðist hættan meiri en nokkru
sinni áður. Þetta sýnir hve rjett-
ur smáþjóðanna ef lítill, þegar
«tórveldin eiga í stríði.
Ef til vill verða örlög Norð-
orlanda ráðin næsta sólarhring-
ám.
T7I rumsýning á gamanleiknum
Stundum — og stundum
ekki eftir hina góðkunnu höfunda
Arnold & Bach, í staðfæringu
Bmils Thoroddsens fór fram .í
Iðnó á sunnudagskvöldið fyrir
troðfullu húsi og við mikinn fögn-
uð áhorfenda.
Leikfjelag Reykjavíkur hefir
að undanförnu haft þann sið að
sýna aðeins einn gamanleik á
vetri, því að venjulega er vís að-
sókn að slíkum leikum. Vinnur
fjelagið þannig upp með gamn-
inu hallann af alvörunni, — eftir
því sem til vinst. Þannig fara öll
leikhús að, sem eiga tilveru sína
undir aðsókn og hylli fólksins —
og gera þó betur. Klassik nægir
ekki ein til þess að fylla áhorf-
endasætin alt leikárið, alvaran
eigi heldur, „uppbyggileg“ leikrit
því síður. En góðir gamanleikar
myndu endast lengi til þess. Plest-
um mönnum er svo farið, að þeir
kjósa heldur góða gamanstund
með hollum hlátri fyrir gjald sitt
en grátþrungna alvöru með áminn-
ingurn um fallvaltleik mannlegr-
ar hamingju og eigin ófullkom-
leika. Alvöruna lætur lífið sjálft
ókeypis í tje, og mannlegar sorg-
ir þarf eigi að kaupa fyrir pen-
inga. Jeg hygg það sönnu nær, að
það væri ávinningur bæði fyrir
Leikfjelagið sjálft og — áhorf-
endur þess, ef það legði meiri
rækt við gamauleika en raun er
á, bæði gamla og nýja, helst svo,
að þeiip væri ætlaður tími tii
jafns við aðrar tegundir leikrita
á ári hverju. En Leikfjelagið er
eins og feimin jómfrú, sem stöð-
ugt er hrædd um meydóim sinn.
Það lætur rjett fallerast einu
sinni á ári — af fjárhagsástæðum,
eins og gengur, en ekki af því, að
það haldi þó ekki skopleika altaf
fyrir neðan sína virðingu. Að
minsta kosti verður eklti annað I
betur sjeð. Það er alkunnugt, að
Leikfjelagið er í fjárþröng og
hefir lengi verið, og það er einn-
ig alkunnugt, að góðir gamanleik-
ai- gefa vísastan hagnað, af því
að þeir falla best í smekk fólks-
ins, eru best sóttir og vinsælastir.
Ef fjelagið vill rjetta við fjár-
hag sinn, og enginn efast um, að
það vilji }>að, hvers vegna sýnir
það þá eigi oftar gamanleika? Af
því að það er búið að telja sjer
og öðrmn trú um, að alvarlegir
leikar sjeu sú sanna list, þeir ein-
ir hafi menningarlegt og uppeld-
islegt gildi. En livað er þá að
segja urn höfunda eins og til dæm-
is Moliére og Holberg? Vissulega
hafa gaimanleikar og skopleikar
engu ómerkara hlutverk að vinna
í dapurlegum og spiltum heimi
en harmleikarnir. En það þarf
ekki að taka fram, að þeir verða
að vera innan nokkuð siðlegra
takmarka, ef þeir eiga ekki að
imissa marksins, vera í því efni
eitthvað skárri en veruleikinn
sjálfur. En það eru að vísu ekki
Puttalín stjórnarráðsritari (Brynjólfur Jóhannesson) og Gró-
mundur Karls sumarbústaðareigandi á Vatnalaugum (Lárus
Ingólfsson).
háar kröfur, því að ekkert er mörgu leikendur eru jafnan til
jafn-ósiðlegt og sjálfur veruleik-' taks á rjettum stað og á rjettum
inn. \ tíma, sannar ágæta leikstjórn.
Þótt þeir Arnold & Baeli sjeu Það er einnig eftirtektarvert, að
taldir höfundar leiks þess, sem j leikendur fóru óvenjulega jafn-
hjer um ræðir, hefir hann fengið vei mpð hlutverk sín.
ramm'-íslenskt gervi og u.mhverfi
Stærsta hlutverkið hefir Brynj-
í höndum Emils Thoroddsens.
Hann má því með fullum rjetti ólfur Jóhannesson, sem leikur
Puttalín, sem í byrjun leiksins er
aðstoðarritari í stjórnarráðinu, en
er í leikslok orðinn siðferðismála-
ráðherra. Brynjólfur leikur hlut-
verk sitt af mikilli snild. Virðast
því lítil takmörk sett, hve sá mað-
ur getur breytt sjer í mörg líki.
Pornmenn myndu hafa kallað
hann hamhleypu; „þat er leikari
at váru máli“, hefði Snorri sagt.
Þá er að nefna Auróru Halldórs-
dóttur, sem leikur Hormónu Sexi-
bil alþingiskonu, siðferðispostula
og kvenþjóðslcörung mikinn. Gervi
hennar og fas, málrómur og fram-
koma öll er mjög eðlileg og lík
því sem slíkar konur geta haft
með vaxanda aldri og áhuga á
siðferðis- og öðrum1 málum. Valur
Gíslason leikur Dag Dagsson full-
trúa í stjórnarráðinu. Leikur hans
er prýðilegur og gervið eitt út af
fyrir sig vekur ósvikinn hlátur.
Þóra Borg’ leikur Tvitti, gifta konu
Hormona Sexibil alþingiskona
(Auróra Halldórsóttir) í „ó-
siðlegu“ umhverfi á Vatna-
laug’um.
kalla þriðja
Rómaborgar,
höfund þessarar
— Reykjavíkur,
vildi jeg sagt liafa, því að leik-
urinn gerist í sjálfu stjóruarráð-
inu hjer í Reyltjavík, að undan-
skildum. einum j>ætti, sem fer
fram, á sumarhótelinu að Vatna-
laugum. Skyndimynd af starfs-
háttum í opinberum skrifstofum,
baðgestum í helgarleyfi að Vatna-
laugum, framdrætti trúrra flokks
manna, hrossakaupum á hærri
stöðum uiri. heiður og embætti,
hjúskaparlífi gifts fólks — út á
við o. s. frv. Alt er þetta dregið
fram nokkuð miskunnarlaust, en
þó varla mikið ýkt og ekki fjær
veruleikanum en svo, að það er
lielst grunsamlegt, liversu mörg
dæmi þessarar tegundar gerast
innan svo þröngra takmarka tíma
og rúms. Léikurinn er annars af-
ar fjörugur, vel fyndinn víða, og
því bráðskemtilegur, eins og við-
'tökurnar sýndu best. Ilraðinn í
meðferðinni, þar sem. allir hipir
á góðum aldri, sem hittir blessað-
an eiginmanninn mátulega sjald-
an og er því alsæl í hjónaband-
inu. Þóra leikur þetta hlutverk af
mestu prýði, ljett, frjálslega og að
rjettum háttum jafnelskulegrar
eiginkonu. Þorsteinn Ö. Stephen-
sen leikur Barstrand, æruverðan
skrifstofustjóra í stjórnarráðinu,
nokkuð við aldur, svo að hann
ber nokkurar hærur í kolli, en er
])ó ungur í anda og framkvæmda-
samur um kvennaöflun, kurteis,
virðulegur embættism.aður af
eldra skólaiium. Þorsteinn leikur
jietta hlutverk mjög smekklega og
eðlilega, rjett eins og hann væri
fæddur skrifstofustjóri. Alda
Möller leikur hvítustu konuna í
leiknum, frú Puttalín, sem er })ó
eigi fjær gangi lífsins en það, að
hún getur látið sjer detta í hug
að nota sína kvenlegu töfra til
þess að hafa áhrif á embættisveit-
ingu til handa manni sínum með
dálitlu tillæti við skrifstofustjór-
ann. Ólafía G. Jónsdóttir leiknr
unga og fallega vjelritunarstúlku,
Jipurt og smekkvíslega, og það
fer heldur ekki hjá því, að Ævar
Kvaran, sem leikur Árna Ásfeld,
aðstoðarritara í stjórnarráðiuu,
verði ástfanginn eftir hæfilegt
samstarf við hana og skem.tiferð
með henni að Vatnalaugum', þar
sem allra vegir liggja saman.
Ferst Ævari elskhugahlutverkið
vel úr hendi. Þá má ekki gleyma
þeim heiðursmönnum Alfred And-
rjessyni, sem leikur Smart, dul-
nefndan kaupfjelagsstjóra, all-
fjölþreifinn til kvenna, síðar sið-
ferðismálaráðherra í nokkurar
mánútur, Lárusi Ingólfssyni, sem
leikur Grómund sumarbústaðar-
eiganda, skamt frá Vatnalaugum,
,og Jóni AðiLs, sem leikur Brúsa
hótelstjóra. Þessir náungar eru
allir hver öðrum skemtilegri og
vekja ósvikinn hlátur, Eru þeir
spaugilegri en orð fá lýst, hver
með sínu móti. Vilhelm NorðfjörS
leikur dyravörðinn í stjórnarráð-
inu, er Borri nefnist, skrítinn karl,
meðal annars fyrir það, að hann.
virðist vera skyldurækinn í betra
lagi. Enn fremur leika þau Ind-
riði Waage, Bjarni Bjömsson,
Gunnar Stefánsson, Sinna Hall-
grímsson, Gestur Pálsson og Hild-
ur Kalman nokkur smáhlutverk.
★
Leikstjóri er Indriði Waage,
sem hefir leyst það starf ágæta
vel af hendi, eins og áður er sagt.
Lófaklappi áhorf enda ætlaði
aldrei að linna að leikslokitm.
Voru leikendur hvað eftir annað
kallaðir fram og blómum varpað
til þeirra. Lintu menn ekki látum
fyrri en höfundurinn, sem við-
staddur var, kom fram og tók á
móti þökkum leikhúsgesta.
★
Eins og kunnugt er, gerðist sá
sögulegi viðburður um þennan
leik, að lögregluvöld Reykjavík-
ur bönnuðu frumsýningu á hon-
um, se.m átti að fara fram síðast-
liðið fimtudagskvöld. Var það gert
samkvæmt kæru nokkurra manna,
er töldu leikinn ósiðlegan, að því
er talið er. Þessum úrskurði var
þó breytt síðar og leyft að sýna
leikinn. Hjer hefir skopleikur að-
eins einu sinni verið bannaður áð-
ur, að því sem mjer er kunnugt.
Það var skopleikurinn; Alt í græn
um sjó, fyrir tæpum 30 árum.
Jafnsjaldgæfur viðburður sem
þetta er hlýtur að vekja sjerstaka
athygli á þeim leik, se.tn fyrir því
verður. Vonbrigði þeirra, sem' bann
inu ollu nú, mega því mikil vera,
þar sem þeir hafa orðið til þess
að gefa leiknum þá bestu auglýs-
ingu, sem orðið gat. Þannig fer
margt öðruvísi en ætlað er. En
hitt má telja jafnvíst, að þeir
verða ekki fyrir vonbrigðum um
góða skemtun, sem. fara að sjá
hinn „bannsetta“ gamanleik.
Guðni Jónsson.