Morgunblaðið - 09.04.1940, Síða 8

Morgunblaðið - 09.04.1940, Síða 8
 Þriðjudagur 9. apríl 194(L ÓFRÍÐA STÚLKAN 25 Jeg var nærri búin að gleyma J>ví, að Lilian hafði troðið ást sinni á Plumberger. Pabbi og mamma höfðu heimtað að fá að yita, hversvegna hann hringdi til min og Inga hafði grátið. Jeg svaraði með kjánalegasta svarinu, sem til var. „Já, það er ekkert sjerstakt að segja. Við Claudio röbbuðum saman eins og við erum vön“. Stúlkurnar litu hver á aðra og Trude sagði: „Það lítur út fyrir að þú hafir þekt Pauls í mörg ár. Aldrei hef- ir þú minst á þetta við okkur“. Mig langaði til að segja stúlk- unum, að það væri vegna þess að þær hefðu aldrei talað við mig um einkamál mín. Það hefði verið gott tækifæri til að segja þeim það nú. Kannske hefðu þær þá ekki oftar farið með mig eins og aðskotadýr. En mjer var ómögu- legt að segja eitt einasta orð. Jeg skammaðist mín fyrir að láta þær vita að mjer hefði þótt þetta leið- inlegt. Jeg flýtti mjer að fást eitt- hvað við peningakassann þó jeg hefði ekkert þar að gera í augna- blikinu. Þær sneru sjer frá mjer, Trude %rst og hinar á eftir ,og jeg fann á mjer að þeim var ennþá ver við mig nú en nokkru sinni áður. Þar sem jeg sat á láa stólnum minum við peningakassann fanst mjer jeg vera einmana eins og jeg væri á eyðieyju. í hádegisverðarhljeinu flýtti jeg mjer til litlu vínstofunnar. Jeg varð að ná í Clau og segja hon- um að jeg syrgði með honum. Og svo fann jeg ómótstæðilega löng- nn til að spyrja hann að nokkru —• sem jeg hafði verið að hugsa um áður en jeg sofnaði. Clau — ætlaði jeg að segja — Clau, hvern- ig stendur á því að þjer eruð svona góður við mig? Alt var öðru vísi en jeg átti að venjast á litlu vínstofunni. Við stóra borðið í horninu, þar sem venjulega sat fjöldi fólks — Lili- an, Clau, Plumberger og margir aðrir — voru nú bara Szekely og Eftir ANNEMAKIE SELINKO Mopp. Þessir tveir, sem ávalt voru tryggustu fyligsveinar Clau, sátu nú þögulir í hægindastólunum. Szekely tugði hugsi vindil og Mopp boraði í nefið á sjer. Þetta var sannarlega sorgleg sjón. Jeg gekk til þeirra og ætlaði að spyrja um Clau. Án þess að mæla eitt einasta orð bentu þeir með augunum á vínborðið. Clau sat við vínborðið. Það var annar, gjörbreyttur Clau, heldur en sá er jeg þekti. Hann sat á háum stól við vín- borðið og lá fram á hendur sjer. Ósjálfrátt gekk jeg nær honum, en hann tók ekki eftir mjer. Fyr- ir framan hann á borðinu stóð stórt koníaksglas; í hendinni hjelt hann á spilateningum. Nú tók þjónninn teningana. Claudio var að spila við manninn í hvíta jakk- anum. „Jeg vann og á að fá.tvö koní- aksglös“, sagði Pauls. Röddin var óskýr. Hann hreyfði varla var- irnar. Þetta var í fyrsta skifti, sem jeg sá Claudio illa til fara. Honum' var of heitt og hann hafðí losað um hálslínið. Hárið lá niður í augu. Andlitið var enn fölara en venjulega og svitadropar voru á enni hans. Jeg gekk aftur að borðinu. „Herra Szekely — Clau er svo skrítinn í dag“, hvíslaði jeg. Szekely færði kæruleysislega vindilinn yfir í hitt munnvikið. „Hvað eigið þjer við með því að hann sje skrítinn? Hann er bara drukkinn“. „Hann vildi sjálfur að það færi svona. Það er líka best fyrir hann“, muldraði jeg. „Herra Szekely, hann getur ekki hafa elskað Lilian mjög mikið?“ Þjónninn setti tvo full koníaks- glös fyrir Claudio. „Það er áttunda og níunda glas- ið“, sagði Mopp og var ákaflega sorgbitinn á svipinn. „Þetta Mar- kovsky-dýr“, hvíslaði hann. „Þetta hefir sært hann“, sagði Mopp rólega. „Yitanlega vildi hann sjálfur hafa það svona. Hann telur sjer bara trú um að hann elski frú Markovsky og vill ekki viðurkenna að hann var fyrir von- brigðum með hana. Þegar hann kyntist* henni taldi hann sjer trú um að hún væri sú kona, sem hann hefði þráð alt sitt líf. Ann- að hvert ár kynnist hann kven- manni, sem hann er viss um að sje sú eina rjetta. Og hann hjelt það sama um Lilian. Það var ekki nóg með að hann teldi henni trú um þetta, heldur líka sjálfum sjer. Skiljið þjer ? Og nú drekkur hann sig fullan af því að hann telur sjer trú um að hann sje óhamingjusamur' ‘. „Þjer sitjið þarna og skáldið framhaldssögu, Mopp“, tók Szeke- ly fram í fyrir honum. „Alt þetta slúður ættuð þjer að geyma þar í aukablaðið. Pauls telur sjer alls ekki trú um neitt. Hann er verulega sorgbitinn". Claudio Pauls sorgbitinn. Jeg stóð á fætur og gekk að vínborðinu og settist á háan stól við hliðina á Clau. Það var ekki svo auðvelt að setjast á þessa háu stóla og jeg var næstum dottin er jeg hallaði mjer fram. „Gættu að þjer, litla mín — dettu ekki af stólnum!“ hrópaði Mopp. Clauio heyrði þetta, leit upp og kom auga á mig. Hann horfði á mig með undar- legu augnaráði. Hann er drukk- inn, hugsáði jeg. Jeg er venju- lega hrædd við menn, sem hafa drukkið of mikið, en jeg var ekki hrædd við Clau. Jeg liefði meira að segja getað faðmað hann að mjer, eða strokið hárið frá enni hans. Mig langaði líka til að binda slifsi hans. En jeg þorði ekki að gera neitt af þessu. Jeg bar alt of mikla virðingu fyrir Claudio Pauls, jafnvel þótt hann hefði drukkið of mikið koníak. Jeg ætlaði að reyna að fá hann til að hætta að spila. Hinn frægi Claudio Pauls spilaði við þjón. 'TwuJ o Agöturn Sydneyborgar gekk nýlega maður og bauð sterlingspundsseðla fyrir 10 shill- inga. Þetta þótti einkennilegt tiltæki, sem og það var þegar tekið er tillit til þess að 20 shillingar eru í einu sterlingspundi. En það voru ekki margir sem vildu versla við manninn. Hinsvegar voru nokkrir sem fóru til lögreglunnar og kröfð- ust rannsóknar á þessu tiltæki mannsins og hjeldu því fram, að seðlarnir, sgm hann seldi, hlytu að vera falskir. Lögreglan rannsakaði málið og kom þá í Ijós, að það var alt í lagi með pundsseðlana. Maðurinn sem seldi þá sagðist gera þetta að gamni sínu í sambandi við veð- mál. Vitanlega fór maðurinn frjáls ferða sinna og hjelt áfram hinni einkennilegu verslun sinni með að selja pund fyrir hálfvirði. Fjöldi fólks fór til lögreglunnar og spurði hvort óhætt væri að kaupa af manninum og lögreglan svar- aði að þetta væri ekki svindlari, heldur hálfvitlaus sjervitringur. En það leið ekki á löngu þar til fóru að berast kvartanir, og er lögreglan fór í heimsókn til punda- salans í annað sinn var hann horf- inn, því hann hafði selt fölsk pund alt frá því lögreglan fór að gefa honum meðmæli. ★ — Hvað var þig að dreyma í nótt? spurði ung kona mann sinn. Þú sagðir oft „Rósa“ upp úr svefninum.. — Æ já, sagði bóndi, það var gott að þú mintir mig á það. Hjer hefir þú 250 krónur. Jeg vann 500 á að veðja á „Rósu“ í gær og var búinn að lofa þjer helm- ingnum af vinningnum. Frúin varð vitanlega harla glöð, en nokkru seinna, er maður henn- ar kom heim úr ferðalagi, var hún í afar leiðu skapi. — Hvað er að, vina mín? spurði hann. — He — hesturinn hefir skrifað til þín! Dómarinn: Skiljið þjer þýðingu eiðsins? Vitnið: Já, jeg verð að segja sannleikann. — Og ef þjer segið ekki sann- leikann, hvernig fer þá? — Þá vinnum við málið. ★ — Ef þú vei^ður ekki þægur skal jeg lcalla á lögregluna. — Já, gerðu það, þá skal jeg segja lögreglunni að þú geymir sykurkassa uppi á lofti! ★ — Fekstu margar gjafir á af- mælinu þínu? — Já, svo margar, að jeg gat ekki haft þær á mjer allar í einu. — Jæja, hvað fekstu. — Tvö hálsbindi. Jufiað-furuUð KARLMANNSARMBANDSÚR með gullarmbandi tapaðist á götunum í gærkvöldi. Afreiðslan 'vísar á. Ef Pauls vann fjekk hann tvö koníaksglös, en ef hann tapaði varð hann að borga þau. Mjer þótti leiðinlegt að maðurinn í hvíta jakkanum skyldi skemta sjer svona prýðilega. „Jeg er hjer með afrit af brjefi, sem jeg ætla að fara með til Hótel Imperial, herra Páuls“, sagði jeg. Claudio tók brjefið og las hátt: „Háæruverðuga frú Markovsky" — las hann. „Mjer þykir mjög miður, að jeg skyldi hegða mjer svona illa í vínstofunni í fyrra- dag. Iljer með bið jeg yður inni- lega afsökunar. Með virðingu“. Claudio fór að hlæja. HanD blátt áfram hristist af hlátri. „Með virðingu skrifar hún til þessarar manneskju“. Framh. HREINGERNING í fullum gangi. Fagmenn að verki. Hinn ein,i rjetti Guðni G. Sigurðsson, málari, Mána- götu 19. Sími 2729. Tek að mjer HREINGERNINGAR. Guðm. Holm. Sími 5133. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. HREINGERNINGAR önnumst allar hreingerningar. Jón og Guðni. Símar 5572 og 4967. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. DÖMUFRAKKAR valt fyrirliggjandi. G'uðm, luðmundsson, klæðskeri. — Cirkjuhvoli. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfuro pokum á kr. 6,50 og kr. 4,00. Sendum. Sími 1619. 4—5 HERBERGJA íbúð er til leigu 14. maí. Uppl í síma 4188. ÁGÆTT HÚSNÆÐI, hentugt fyrir saumastofu, smá- iðnað eða þess háttar, til leigu frá 14. maí næstkomandi. Fr. Hákansson, Laufásvegi 19. — Sími 3387. 1 HERBERGI OG ELDHÚS með rafmagnsvjel óskast 14. maí. Má vera í góðum kjallara Tvent í heimili. Uppl. í síma 4135 frá kl. 3—6. SKRIFTARSKÓLINN Skriftarnámskeið fyrir börn -10 ára, maí, júní. Fjögur flokk. Gjald kr. 15,00. Almenn skriftarnámskeið og snarhönd. Fagteikningarskrift. Jóhanna Ólafson. Sími 5328. Fjelagslíf Síðasti skemtifundur f je- - lagsins á þessum vetri, verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í Oddfellowhús- inu. Fundurinn er helgaður 25- ára stjórnarafmæli Erlendar Pjeturssonar formanns K. R. og hefst með sameiginlegri kaffi— drykkju. Auk ræðuhalda verð- ur til skemtunar: Swing-tríóið syngur öðru hvoru alt kvöldið. 13 ára telpa spilar og syngur. Danssýning, nemendur frú Rig- mor Hansson. MunnhörpuspiL Sjómaður steppar. Dans. Afhent verðlaun fyrir sundmót K. R. Aðgöngumiðar seldir í versluro Haraldar Árnasonar til kl. 6f síðd. í dag og kosta kr. 2,50» (kaffi innifalið). Fundurínn er~ aðeins fyrir K. R-inga. I. O. G. T. ST. VERÐANDI R. 9. Fundur í kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra fjelaga. 2. Um daginn og veginn: Pjetur- Zophoníasson. 3. Erindi: Ólafur Friðriksson. 4. Karlakórsöngur. 5. Um fingrarím: Sigurþór* Runólfsson. GÓÐUR ERL. BARNAVAGN óskast. Uppl. í síma 2654. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, wh$lffypelat. íæsta verði. Nönnugötu 5, sími 3655. Sækjum. Opið allan dag- nn. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar ðeins kr. 1,35 heilflaskan. Yi® endum. Sími 1616. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypelap, glös og bóndósir. Flöskubúðint Bergstaðastræti 10. Sími 5395- Sækjum. Opið allan daginn. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. — Við sækjum... Hringið í síma 1616. Laugaveg®- Apótek. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR og blúaur i úrvali. Saumastofaifc Uppsölum, Aðalstræti 18. — Sími 2744. SP ART A-DRENG JAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfL HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1*. 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr.. kg. Sími 3448. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina seliur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. KAUPUM tóma strigapoka, kopar, blý og" aluminium. Búðin, Bergstaða- stræti 10. FERMINGARKJÓLAEFNI Iftirmiðdagskjólaefni í mörgum litum nýkomið. Saumastofa Ó*- línu og Bjargar, Ingólfsstræti 5^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.