Morgunblaðið - 14.04.1940, Blaðsíða 3
3
SunnudagUT 14. aprfl 1940.
*
M © RGUNBLAÐIÐ
Narvíkurf jörðurinn, þar sem sjóorustan var háð í gær
Til vinstri á myndinni (í hvítri umgerð) eru hinar miklu
hryggjur, þar sem framskipun járngrýtisins fer fram. Mynd-
in er tekin í vetur og tók myndasmiðurinn það sjerstaklega
fraan, að við bryggjuna lá hreskt flutningaskip, en þýskt
máhnflutningaskip er á siglingu áti á firðinum (til hægri á
myndinni). Þarna mættust Þjóðverjar og Bretar á friðsam-
an hátt í hlutlausu landi, eftir að styrjöldin var þó byrjuð.
En öðru máli var að gegna þar í gær, eins og fregnirnar
bera með sjer, seirl birtar eru á öðrum sjað hjer í blaðinu.
Síðasti dagur Finn-
landstyrjaldarinnar
Sveinn Björnsson ogB
P. Munch utanríkis-
málaráðherra á fundi
Danakonungs
Sannaður akst-
ur einkabfla
í Danmörku
Helstu fregnir, sem hingað
þárust frá Danmörku í
gær, voru þessar:
Skýra frá aðgerðum .
Alþingis
SVEINN BJÖRNSSON sendiherra og P. Munch
utanríkismálaráðherra Dana gengu í gær á
fund Kristjáns konungs X. og skýrðu honum
frá ákvörðunum þeim, er Alþingi tók þ. 10. þ. m.
Segir svo í F. Ú.-fregn, að þeir hafi skýrt konunginum
frá að Alþingi hafi ákveðið að taka utanríkismálin og land-
helgisgæsluna að öllu leyti í sínar hendur og hafi þéir talið;
það eðlilegt skref af hálfu Islendinga eftir það, sem gerst hefði.
Allur akstur einkabifreiða í
landinu er bannaður, nema sjer-
stakt leyfi sje til þess gefið.
Fá Danir nú olíu og bensín
frá Þýskalandi, en þai' er nú
ekki afgangur af þeirri vöru.
Fjársöfnuninni til handa Finn-
um hefir verið hætt þar í landi.
Landamærunum milli Dan.
merkur og Þýskalands í Suður-
Jótlandi er algerlega lokað fyr-
ir öllum þéim, sem ekki hafa
sjerstakt vegabrjef eða stjórn-
arleyfi að komast þá leið úr
landi.
UMTAL UM VERND.
I fregninni, sem Ríkisútvarpið birti frá Stokkhólmi segir
ennfremur, að stjórnir Bretlands og Frakklands sjeu að yfir-
vega það, að taka Island undir vernd sína og sje sagt, að þær
standi í sambandi við stjórn Islands í Reykjavík um það mál.
EINKENNILEGUR
FRJETTAFLUTNINGUR
Ekki er blaðinu kunnugt um
hvort Ríkisútvarpið hefir borið
þenna hluta Stokkhólmfregnar-
innar undir ríkisstjórnina áður
en hún var tilkynt hlustendum,
en að óreyndu þykir það ólík-
legt, að ríkisstjórnin hjer hafi
ekki fundið ástæðu til að mót-
mæla því, sem fregnin gefur
í skyn, að hún sje í sambandi
við bresku og frönsku stjórnina,
að yfirvega vernd þá, er talað
er um í fregninni, því óhætt er
að fullyrða að fyrir því er eng-
inn fótur.
Eý næsta óviðkunnanlegt, að
Ríki|útvarpið skuli telja sjer
fært að flytja slíkar fregnir um
máléfni landsins, án þéss að at-
huga saiihleiksgildi þeifra.
Alvörumál fyrir
Bandaríkin.
Breska útvarpið skýrði frá því í
gær, að blað eitt í Baltimore í
Bandaríkjunum hafi birt grein nm
afstöðuna í Norður-Evrópu.
Hafði útvarpið það eftir hlað-
inu, að ísland og Grænland værn
þau lönd, sem hefðu mesta 'þýð-
ingu fyrir Ameríkumenn, vegna
legu sinnar, og var gefið í skyn,
að Bandáríkjamönnum gæti ekki
gilt einu, hver hefði þar yfirráðin.
Hjúskapur. í . dag voru gefin
'|aman ;hjá lögmanni Aðalheiður
J ónsdóttir, Eiríkssonar múrara-
meistara, Urðarstíg 15 og Krist-
ján. 0. Thorlaeius, sonur Ó. Thor-
laciús læknis. Heimili þeirra er á
TTrðarsfíg 15.
Færeyingur
greip til
byssunnar
ýskar frjettir skýra svo frá,
að þegar Bretar tóku Fær-
eyjar hafi þeir mætt mótspyrnu
á Sandey.
Er enskt herskip lagðist upp að
bryggju, sagði þulurinn í Berlín-
arútvarpinu, mætti skothríð
ensku sjóliðunum. Skothríðin kom
frá gömlum bónda og er bondinn
hafði verið tekinn fastur, var
hann spurður að því, livað þessi
mótspyrna ætti að þýða.
Bóndinn svaraði:
,,,Færevjai' hafa verið undir.
danskri stjórn síðan 1380. Eng-
lendingar mega gjarna vera í
stríði fyrir mjer, en jeg vil ekki
að ’ Færeyjum sje blandað inn í
þann óf’rið“.
Hvernig Rússar
skildu við
Brjef frá íslenskum herlækni
S
NORRI HALLGRÍMSSON hefir verið herlækn-
ir við.fyrstu deild sænsku sjálfboðaliðanna í
Finnlandi nú í vetur.
Brjef það, er fer hjer á eftir, hefir hann ritað kunningja sínum
hjer, og er það. fyrsta brjefið, sem borist. hefir frá honum frá Finn-
landi, eftir áð hann for á vígstöðvarnar.
Skeyti frá Oslo:
w
Islendingum
líður vel
[ gærkvöldi barst hingað skeyti
til ríkisstjórnarinnar frá Vil-
hjálmi Finsen sendisveitarfulltrúa
íslands í Osló.
Skeytið kom frá Stokkhólmi
hingað og var sent frá Osló á
fimtudag.
Þar segir, að öllum íslendingunr,
sem þar eru í borginni, líði vel.
Slys á trillubát
á Eyjafirði
O íðdegis í fyrradag varð það
slys á litlum vjelbát, sem var
á heimleið frá Aknreyri til Dag-
verðareyrar, að einn maðurinn af
þremur, Kristján Kristjánsson
bóndi að Gæsum í Glæsibæjar-
hreþþi,' leiiti með vinstri fót í
gangvjel bátsins.
Skemdust tærnar og ristin svo,
að fótinn varð að taka af frarn-
ari við öklalið.
Kristjáni liggur nú á sjrúkrahús-
lnu á Akureyri og er líðan hans
eftir vonum.
(Kafli úr brjefi.)
Norðurvígstöðvar, Finnlandi,
15. mars ’40.
,,. . . Þá er nú aftur kominn
friður, síðan kl. 11 í fyrradag.
Daginn áður hafði flogið fyrir
orðrómur hjer á vígstöðvunum
um það, að friðarumleitanir
væru á ferðinni. Menn hugðu
samt, að vikur eða jafnvel mán-
uðir mundu líða, þar til friður
kæmist á. Þann dag var alt
fremur rólegt, aðeins nokkur
stórskotahríð og flugvjelaárásir,
að venju. En klukkan 5 að
morgni hins 13. mars, vöknuðu
menn við ákafa stórskotahríð
frá Rússum, meiri en nokkurn
tíma fyr. I fyrstu sprungu kúl-
urnar nokkrum kílómetrum
framan en við, það er að segja,
sjúkraliðið, en við heyrðum
hvernig sprengjurnar færðust
nær og nær og um kl. 7 heyrð-
um við hvernig. skeytin flugu
hvæsandi yfir okkur og sprengj-
urnar ui’ðu óþægilega nærri
okkur. Á sama tíma hófst loft-
árás á okkur, flugvjelar vörp-
uðu á okkur sprengjum, lækk.
uðu flugið og skutu af vjel-
byssum á tjald okkar. Þeir voru
afar djarfir og leiknir og tóku
ekkert tillit til loftvarna okkar
liðs, enda reyndust loftvarnirn-
ar ljelegar í þetta sinn. — Það
er næsta einkennileg sjón, að
sjá þessa fögru óvætti koma
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.