Morgunblaðið - 14.04.1940, Side 7
Sunnudagur 14. apríl 1940.
MÖBGU NBLAÐIÐ
Með djúpri virðingu . . .
Kveðja frá
Bretakonungi
til Hðkonar
Noregskonungs
T3 retakonungur sendi í gær orð-
® sendingu til Hákonar Nor-
egskonungs, þar sem hann vottaði
Hákoni mikla aðdáun sína fyrir
göfuglyndi hans, hugrekki og
staðfestu, sem hann hefði sýnt
undanfama daga.
Fullvissaði hann Hákon Nor-
egskonung um, að stjórn Breta
og allur almenningur þar í landi
l>æri hina einlægustu samúð í
brjósti með nors"ku þjóðinni, og
myndu Bretar af alhug berjast
-með Norðmönnum eftir fremsta
mættí, svo hrundið yrði þessari
síðustu fífldjörfu og svívirðilegu
árás Þjóðverja.
ÖRÐUGLEIKAR
QUISLINGS.
FBAMH. AF ANNABI SÍÐU.
sjá til þess, að norsku skipin, sem
þar eru, sigli til hafna Banda-
manna. Öll fyrirmæli frá Quisling
skuli virt vettugi.
Boosevelt forseti tók í dag á
móti norska sendiherranum í Was-
hihgton.
í Osló sjálfi’i virðist Quisling
mæta ríkri andúð, sem markað
verður af því, að útvarpið þar
hefir nú í samfleytt þrjá daga
birt aðvörun til almennings um að
sýha Þjóðverjum engan mótþróa,
og hver sá, sem- uppvís verði að
því að bera vopn, verði tafarlaust
skotinn.
dr. Lund, hægri hönd Quislings,
hefir nú snúið við honum bakinu
og er kominn til Svíþjóðar.
'"'<><><><><><><><><><>0<><><><><>©
Sunlight
Stangasápa
Vim Ræstiduft
Colmans Stivelsi
vi5in
Laugavegi 1.
Útbú: Fjölnisveg 5í
-OOOOOOOOOOOOOOOOÖ
Jeg fer hvergi . .
Hákon konungur hefir lát-
ið svo um mælt:
A meðan nokkur blettur af
norsku landi er í vorum hönd-
um mun jeg dvelja á norskri
grund. Ráðherrar mínir geta
flúið land, en jeg fer hvergi“,
sagði Hákon konungur.
Jeg hefi ekki farið úr fötum
síðan á þriðujdagsmorgun, er
jeg fór frá Osló, og mjer hefir
ekki komið dúr á auga síöan.
20 ára starfsafmæli
AtTOAÐ bvíliit
mcð gleraugum frá
THlELf
Til sumargjafa
Mikið úrval af
Barnaleikföngum.
Hárkömbum. Hárspennum.
Perslufestum. Töskum og
ýmsum hlutum úr
Kúnst Keramik.
Gamla. lága verðið á öllu.
K.Ei
Maður druknar
á Húsavikurltðfn
Pað slys vildi til á Húsavík.
urhöfn um hádegi í gær,
að trillubát hvolfdi ogeinn mað-
ur sem í honum var druknaði.
Hann hjet Halldór Ármannsson,
maður á fertugsaldri.
Hann lætur eftir sig konu og
eitt þarn.
Halldór var um borð í bátn-
um, sem lá sunnan við Húsa-
víkurbryggju. Alt í einu slitn-
uðu festar, sem báturinn var
bundinn við. Vjel bátsins var
ekki komin í gang og greip
Halldór árar, en hafði ekki að
berja á móti veðrinu.
Rak bátinn upp að landi og
kom ólag á hann sem hvoldi
honum.
Frá landi sást að Halldór
hafði náð í lóðabelg, en hann
misti takið á belgnum og sökk.
Var lík hans ófundið í gær-
kveldi.
ónas H. Jónsson á í dag 20 ára
starfsafmæli sem fasteignasali,
hefir hann stunað þá atvinnu ó-
slitið síðan 14. apríl 1920 og k-
unnið sjer hylli fjölda viðskifta-
vina, fyrir samviskusama fram-
komu í starfinu, og hafa aldrei
orðið neinir áreksti’ar eða mála-
^erli út af neinni Sölu sem hann
hefir annast uin.
Árshátíð Óðins
Málfundafjelagið Óðinn hjelt
í gærkvöldi árshátíð sína í
Oddfellowhúsinu. Hátíðina sótti
íjöldi manns og fór hún að öllu
leyti hið prýðilegasta fram und-
ir stjórn Sveins Sveinssonar
verkamanns.
Ræður fluttu: Ólafur Thors at-
viniiumálaráðþerra, Sigurður'Hall’
dórsson verkamaður, formaður
Óðins, Magnús Jónsson prófessor,
Bjarni Benediktsson prófessor og
Gunnar Thoroddsén lögfræðingur.
• Blástakkatríóið skemti . með
söng. Að lokum var stiginn dans.
45 ára verður í dag Eggert Guð-
mundsson, Asvallagötu 53.
Bankastræti 11.
Dagbók
® Helgafeli 59404167 - IV. - V.
Fyrirl. Lokaf.
Helgidagslæknir er í dag Jónas
Kristjánsson, Grettisgötu 67. Sími
5204.
Næturlæknir er í nótt Þórarinn
Sveinsson, Asvallagötu 5. Sími
2714.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki ög Lyfjábúðimii Iðunn.
Lóan er komin. S.l. fimtudag sá
og heyrði maður, sem var á gangi í
Vatnsmýrinni, lóuhóp. Voru ló-
urnar 5.
Trúlofun. Nýlega liafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Elín J.
Þórðardóttir hárgreiðslustúlka,
Brekkustíg, 14 B og Jón Þ. Arna-
son skrifstofumaður, Sóleyjar-
götu 9.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
Fjalla-Eyvind kl. 3 í dag fyrir
lækkað verð, en skopleikurinn
Stundum og stundum ekki verður
sýndur kl. 8.
Útvarpið í dag:
10.45 Mörgúntónleikar (plötur):
a) Celló-sónata í C-dúr, Op. 102,
nr. 1, eftir Beethöven. b) Píanó-
sónála iir. 3, f.moll, Op. 5, eftir
Brahms.
15.30—16.30 Miðdegistónléikar
s (plötur) : Ópera :„Peiléas og
i Melisande", eftir Debussy.
17.00 Méssa í DÖmkirkjunni (sírá
Bjarni Jónssön).
18.30 Barnatími: a) Sigurður Ein-
í arsson: Ferð um Rín. b) Gunn-
i . '
i vör Sigurðardóttir: Sagan um
Lorelei. c) Rínarlög.
19.15 Hljómplötur: Fiðlukonsert,
pftir Tartini.
70'.20 Erindi: Sál konungur (As
inundur Guðmundsson próf.).
I 21.00 Upplestur: ,Systurnar‘, saga
eftir Jóhann Sigurjónsson (ung-
frú Kristín Sigurðardóttir).
Ungur og duglegur mað-
ur getur fengið atvinnu
við bifreiðasmurningar
strax. Afgreiðsla Morg-
unblaðsins vísar á.
5
• BIFREIÐA5TÖÐ
feiwlót’5
Símar 1580, 1581, 1582,
1583, 1584.
Landsins bestu bifreiðar.
Cifróxiur
í 150 stk. og 300 stk. kössum.
Eggert^Krlsfjánsson & Co. h.f.
-- SÍMI 1400. -
Tilkynniiig
til útgerðarmanna og skipaeigenda.
Þeir útgerðanmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síld-
veiðar til söltunar næsta sumar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegs-
nefnd tölu skipanna, tilgreina nöfn þeirra, einkennistölu og stærð, og
gefa upplýsingar um hvers konar veiðarfæri (reknet, snurpunót) eigi
að notast til veiðanna. Ef fleiri en eitt skip’ ætla að ,vera saman um
eina herpinót, óskast það tekið fram sjerstaklega.
Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd, Siglufirði fyrir
1. júní n.k.
Það athugist, að skipum, sem ekki sækja um veiðileyfi fýrir þann
tíma, sem að ofan er tiltekinn (1. júní), eða ekki fullnægja þeim regl-
um og skilyrðum, sem sett kunna að verða um meðferð sfldar um horð
í skipi, verðr ekki veitt leyfi til söltunar.
, Siglufirði, 12. apríl 1940.
SÍLDARÚTVEGSNEFND.
Tilkynoiog
til útgerðarmanna og síldarsaltenda.
Þeir útgerðarmenn og síldarsalteudur, sem óska eftir löggildingu
sem síldarútflytjendur fyrir árið 1940, skulu sækja um löggildihgu
til Síldarútvegsnefndar fýrir 15. maí n.k. Umsókninni fylgi tilkynn-
ing um, hvort saltendur hafa ráðið sjerstakan eftirlitsmann með síld-
arverkuninni, hver hann sje og hvort hann hafi lokið sfldverkun-
arprófi.
Ennfremur vill Síldarútvegsnefnd vekja sjerstaka athygli út-
flytjenda á því, að enginn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis
nefndarinnar, og þurfa þeir, er ætla að gera fyrirframsamninga, að
sækja um leyfi til hennar fyrir 15. maá n.k.
Allar umsóknir þessu viðvíkjandi sendist til Síldarútveg'snefndar,
Siglufirði.
, Siglufirði, 12. apríl 1940.
SÍLDARÚTVEGSNEFND.
2 KAFBÁTUM SÖKT.
Pýsk flugvjel sökti tveimur
breskum kafbátum nálægt
Þrándheimi í gær.
I Berlín er birt fregn frá Am.
sterdam um að breska beitiskip-
inu ,,York“ hafi verið sökt.
Dóttir okkar
ÁGÚSTA FORBERG
frá Seyðisfirði, andaðist í nótt á Vífilsstaðahæli.
Beykjavik, 13. apríl 1940.
Fyrir hönd manns hennar og annara aðstandenda
Vilborg Þorgilsdóttir. Sveinn Árnason.
Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar
ÞÓRODDS BJARNASONAR
fyrverandi hæjarpósts, sem andaðist 7. apríl, fer fram mánu-
daginn 15. apríl og hefst með húskveðju á heimili hins látna,
Urðarstíg 12, kl. 1 e. hád.
Guðjónía Bjarnadóttir, höm og barnabörn.