Morgunblaðið - 14.04.1940, Side 8
s
Sunnudagur 14. aprfl 1340»
ÓFRÍÐA STÚLKAN 30
„Klukkustund áSur en þjer fcoinuð
var sent hingað umslag meS pen-
ingum og þar vár sagt að þetta
væri greiðsla fyrir stúLku sem
kœmi í dag eða einhvern næstu
daga i«.tíð meðmæli frá frú Ray-
mo»d“.
Jeg hristi höfuðið .„Jeg skil
þetta alls ekki. Þetta hlýtur að
vera á misskilningi bygt“.
Herra Franoois kaliáði á aðal-
vitnið í þessu máli, frú Thilisch.
Hún endurtók ummæli Francois.
Það hafði komið sendill með um-
slag sem í voru 50 krónur.
„Já, það er alveg rjett; það
hafði fylgt brjef með til ungfrú-
arinnar. Augnablik“, sagði frú
Thilisch.
Hún kom með lítið umslag,
sem nafn mitt var skrifað á. Jeg
reif brjefið upp. Á litlu korti stóð
ef tirfarandi;
„Enn einu sinni hjartanlega til
hamingju. Blóm og konfekt er
einskis virði á móti permanent-
hárliðun. Kær kveðja frá C. P.“.
.... Frá C. P. Jeg sat sem
steini lostín með kortið, í hend-
inni og rankaði ekki við mjer
fyr en frú Thilisch mælti: „Snúið
kortinu við, ungfrú; nafnið stend-
ur prentað hinum megin á því“.
Gáfuð kona þessi frú Thilisch.
Jeg sneri kostinu við. C. P. var
Claudio Pauls.
Mjer vöknaði um augu. Svona
var Cian góður! Þó að hann væri
í sorg og hefði drukkið mikið af
koníaki hugsaði hann um mig.
Blóm og konfekt var einskisvirði.
Clau gaf mjer permanentliðun í
afmælisgjöf!
Jeg bi'á ekki svip. Frú Thiliseh
og Francois urðu bæði undrandi á
svipinn. Það gat ekki verið, að þau
hefðu lesið á kortið, því þau stóðu
fjarri mjer á meðan jeg las það.
„Það er alveg rjett; nú man jeg
það“, sagði jeg eins kæruleysis-
lega og mjer var unt.
Klukkan var orðin rúmlega 7.
Til allrar hamingju var laugar-
dagur og hárgreiðslustofurnar
voru opnar til 8.
„Verðið þjer mikið lengur“, vog-
aði jeg mjer að segja við Francois
og hann sagði að það tæki tölu-
verðan tíma í viðbót. Með hálfum
huga bað jeg um að fá að síma
og hinn strangi Francois leyfði að
Efflir ANNEMARIE SELINKO
jeg stæði upp í tvær mínútur og
fylgdi mjer að símanum.
Jeg hringdi heimj og sagði að
jeg myndi koma seint til kv@ltl-
verðar. „Það er verið að perma-
nentliða hárið á mjer“, sagði jeg.
Síðan flýtti jeg mjer að hringja
af, kærði mig ekki um að heyra
hverju Inga svaraði.
Francois hjelt áfram með lista-
verkið sitt. Jeg get ekki lýst því
nákvæmlega, sem skeði þarna á
hárgreiðslustofunni, en það skeði
margt. Það var settur fjöldinn
allur af pinnum í hár mitt og
þeir voru allir í sambandi við raf-
magn. Það var sjálfsagt verið að
hlaða hár mitt rafmagni. Jeg sat
með lokuð augu og beið þess þol-
inmóð að þesSu yrði lokið.
„Þetta er einskonar rafmagns-
stóll“, sagði jeg við Francois er
hann kom inn í herbergið, eftir að
hafa látið mig vera eina um stund,
Hann var altaf að koma og fara
og í hvert skifti, sem hann kom
inn, athugaði hann hvort alt væri
í lagi .
Á meðan verið var að perma-
nentliða hár mitt hugsaði jeg
um Claudio Pauls. Mjer flaug ekki
eitt augnablik í hug að það væri
neitt ljótt við það að taka á móti
gjöf hans. Jeg hafði að vísu heyrt
að fínar dömur hefðu það fyrir
aðalreglu að taka ekki við öðr-
um gjöfum en konfekti og blóm-
um frá karlmönnum. Ef að svo
stendur á, er einnig hægt að
þigg-ja skartgripi. Jeg býst við að
ákaflega fínar dömur myndu fitja
upp á trýnið, ef karlmaður byðist
til að gefa þeim permanenthár-
liðun. En í fyrsta lagi var karl-
maðurinn í þessu tilfelli Claudio
Pauls og í öðru lagi var Claudio
besti vinur minn. Jeg reyndi að
gleyma atburðunum, sem skeð
höfðu í litlu vínstofunni þenna
sama dag. Reyndi.að gleyma hin-
um ástsjíika Mopp, og Ijóshærðu
og dökkhærðu kvenmönnunum. Og
eínnig reyndi jeg að hugsa ekki
um Claudio í galsaskapi hans. Jeg
hugsaði um að hann hafði kyst
mig, og að ef kossinn hefði lent á
vörum mjer í staðinn fyrir á enni,
þá hefði verið koníaksbragð að
kossinum þeim. En nú fann jeg
aðeins fyrir köldum vörum Clau-
dios á enni mjer. Aðeins eitt
augnablik að vísu, en það hlaut
að vera yndisiegt að kyssa Claudio
í al'vöru.
Til allrar blessunar kom Fran-
cois á því augnabliki, senf ekki
hefði verið holt fyrir mig að
hugsa nánar um þetta. Francois
tók rafmagnsstrauminn af og
brátt losnaði jeg við hjálminn.
Það var hræðilegt að sjá mig.
Höfuð mitt x^ar þakið litlum
bylgjum, sem1 stóðu beint upp í
loft. Jeg var eins og negri. En
hárið var þvegið og bylgjunar
voru lagðar í listafína lokka.
Það var búið að greiða liár mitt
samkvæmt nýjustu tísku.
„Yndislegt“, sagði frú Thilisch,
sem kom inn til þess að sjá hvað
mjer liði.
„Chik“, sagði herra Thilisch.
Anton, nýi kunninginn minn,
sagði alls ekki neitt, bara glápti
á mig með opinn munninn. Það
mátti nú segja, sú hafði tekið
stakkaskiftum.
Já, jeg hafði tekið stakkaskift-
VJELSTJÓRI
óskar eftir 2 herbergja íbúð í
nýtísku húsi. Sími 4704.
2 HERBERGI OG ELDHÚS
óskast 14. maí sem næst Mið-
bænum eða í Vesturbænum. 2—
3 í heimili. Uppl. í síma 5726.
um’. í spfiglinúto. var jeg ung og
barnsleg að sjp. Tvö eyru gægð-
ust undan lokkunum og það gladdi
mig, að minsta kosti eitthvað af
mjer var vel skapað. Og svo hafði
jeg altaf falið það eina, sem var
fallegt á mjex’, frá náttúrunnar
hexxdi, nefnilega litlu eyrun!
Framh.
J£aup&&apuc
Otsæðiskartöflur
rá Hornafirði. Garðáburður. —
Einnir ágætar valdar matar-
kartöflur og gulrófur í heilum
)okum og smásölu. Þorsteinsbúð
Grundarstíg 12, sími 3247, —
Hringbraut 61, sími 2803.
TIL SÖLU TVEIR DÍVANAR
78 cm. Annar nýr. Hinn lítið
notaður. Tækifærisverð. Uppl. í
síma 5192.
SÓLRlK
fjögra herbergja íbúð til leigu.
Jppl. Eiríksgötu 13, efst.
SÓLRÍK 3 HERBERGJA
íbúð til leigu, 14. maí. Uppl. í
síma 2745.
VINNUSTOFA
fyrir listamann óskast 14. maí.
Húsnæðismiðlarinn. Sími 5510.
IÐNAÐARPLÁSS
óskast. Tilboð „Góður staður“,
isendist blaðinu.
(rwfywri
Maður nokkur, Olem Patts að
nafni, braust inn til Clad-
wells bónda, sem bjó nálægt Was-
hington Village í Pennsylvaníu.
Hann skaut bóndann og fjekk
síðan húsfreyjunni byssuna og
skipaði henni að skjóta sig.
Frú Clad-vvell átti ekki annars
úrkostar en að hlýða, því Patts
ögraði henni með annari byssu.
Frú Cladwell særðist, er hún
reyndi að koma manni sínum til
hjálpar, en samt gekk hún 11
kílómetra með 3 börn sín ung, til
næsta bæjar, til að segja þessi
tíðindi.
★
Jensen kom seint heim til sín.
Því verður ekki mótmælt. Þegar
hann hafði læðst inn í svefnher-
bergið heyrði hann að yngsta barn-
ið grjet, og til þess að sýna að
hann væri svo sem í besta lagi
fór hann að rugga vöggunni ró-
lega, svo að hann vekti ekki kon-
una sína.
Eftir hálftíma — barnið hjelt
áfram að gráta — sagði kona
hansi, rólega:
— Svona, góði minn, farðu nú
að hátta. Barnið er hjer í rúminu
hjá mjer!
- ★
Rama V., sem einnig gekk und-
ir nafninu Chulalongkorn konung-
ur í Síam, átti 3000 eiginkonur
og 370 börn — 134 syni og 236
dætxir. Hann Ijest 1910.
★
Loroaster, hinn frægi löggjafi
Persa og upphafsmaður trúar
þeirra, borðaði ekkert annað en
ost í 50 ár.
★
í þrumuveðri í Lapleau í Frakk-
landi sló eldingu niður í fjárhóp.
Allar svörtu kindurnar í hópnum
drápust, en þær hvítu sakaði ekki.
BETANÍA
Vitnisburða samkoma í kvöld
kl. 8% og sambænir. Barna-
samkoma kl. 3.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Samkomur í dag: Kl. 11 og
8Y>. Adj. Kjæreng o. fl. —
Mánudag kl. 8l/2. Minningar-
samkoma Þórodds Bjarnasonar.
ZION
Barnasamkoma í dag kl. 2.
Almenn samkoma kl. 8, Hafn.
arfirði, Linnetstíg 2. Samkoma
kl. 4. Allir velkomnir.
FILADELFIA
Samkoma kl. 4 á Óðinstorgi,
ef veður leyfir. KI. 8y2 á
Hverfisgötu 44. Eric Ericson og
Jónas Jakobsson tala.
FYRIRLESTUR
í Aðventkirkjunni í kvöld kl.
8,30. Efni: ,,1940 og spádómar
ritningarinnar.“ Allir velkomn-
ir. O. J. Olsen.
REIÐHESTUR GÓÐUR
til sölu. Upplýsingar gefur Sig.
Ólafsson, Akurgerði við Brá-
vallagötu.
FERMINGARKJÓLAEFNI
taft og satin, nýkomið. Einnig
hvítir sokkar. Verslunin Man-
chester, Aðalstræti 6.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
hæsta verði. Nönnugötu 5, sími
3655. Sækjum. Opið allan dag-
MYNDARLEG STÚLKA
getur fengið atvinnu á sauma-
stofu hálfan daginn. Upplýsing-
ar á Suðurgötu 2.
mn.
ÞORSKALÝSI
frá Laugavegs Apóteki kostar
.ðeins kr. 1,35 heilflaskan. Við
sendum. Sími 1616.
DAGLEGA
ýhaklcað kjöt, nýtt böglasmjör,
tólg, rúllupylsa, kæfa. Kjötbúð-
in Herðubreið, Hafnarstræti 4.
Sími 1575.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
eypt daglega. — Við sækjum.
Iringið í síma 1616. Laugavegs
\pótek.
DÖMUFRAKKAR
,valt fyrirliggjandi. Guðm.
juðmundsson, klæðskeri. —
íirkjuhvoli.
GULRÓFUR
seljum við í heilum 0g hálfuir
pokum á kr. 6,50 og kr. 4,00
Sendum. Sími 1619.
GLÆNÝR RAUÐMAGI
daglega. Sendum um altan bæ.
Símar 2761 og 5292.
VEGGALMANÖK
og mánaðarda.ga selur Slysa-
varnafjelag Islands, Hafnar-
húsinu.
ÞÚSUNDIR vita
að ævilöng gæfa fylgir trúlof-
unarhringunum frá Sigurþór,
Hafnarstræti 4.
KAUPI GULL
hæsta verði. Sigurþór, Hafnar-
stræti 4.
BESTA FERMINGARGJÖFIN
er ryk og vatnsþjettu úrin
(dömu og herra) frá Sigurþór,
Hafnarstræti 4.
^jelaqslíf
FERÐAFJELAG ÍSLANDS
heldur skemtifund að Hótel
Borg þriðjudagskvöldið 16»
apríl. Húsið opnað kl. 8%. —
Pálmi Hannesson rektor flytur
erindi um Fjallabaksveg og sýn-
ir skuggamyndir. Dansað tií kL
1. Aðgöngumiðar seldir í bóka-
verslunum Sigfúsar Eymunds-
sonar og Ssafoldarprentsmiðju á*.
þriðjudaginn til kl. 6.
I. O. G. T.
ST. FRAMTÍÐIN NR. 173.
Fundur í kvöld kl. 8Y2. -
1. Inntaka nýrra fjelaga.
2. Ýms mál.
3. Erindi: Árni Óla.
4. Upplestur.
5. Templarakórinn syngur.
BARNAST. ÆSKAN NR. 1.
Fundur í dag kl. 3l/2, skemti—
egur eins og vant er. Sýnið skír—
teini við innganginn.
TÖKUM HREINGERNINGAR
Vanir menn. Sími 5649.
Tek að mjer
HREINGERNINGAR
Guðm. Hólm. Sími 5133.
HREINGERNING
í fullum gangi. Fagmenn að
verki. Hinn eini rjetti Guðni G.
Jgurdson, málari. Mánagötu
19. Sími 2729.
HREINGERNINGAR
Pantið í tíma. Guðni og Þrá-
inn. Sími 5571.
HREINGERNINGAR
önnumst allar hreingemingar.
Jón og Guðni. Símar 5572 og:
4967.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj—
um og loftnetum.
GERI VIÐ
saumavjelar, skrár og allskonar*
heimilisvjelar. H. Sandholt,.
Klapparstíg 11. Sími 2635.
REYKHÚS
Harðfisksölunnar við ÞvergötuP.
tekur kjöt, fisk og aðrar vörur
til reykingar. Fyrsta flokks
vinna. Sími 2978.
ftapxið-fundið
TVEIR KROSSAR
á silfurfesti töpuðust fyrir"
íokkru síðan. Skilist Leifsgötw
2, 1. hæð. Fundarlaun.
HRAÐRITUNARSKÓLINN
Get bætt við nemendum. —
Helgi Tryggvason. Sími 3703.