Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. maí 1940. KVCflDJÓÐlN OQ MElMILm Vandamá! húsmæðranna jiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiimimmimmmmmiiiimimiiiimiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiimiiiiiimmimiiiiiiiiiiiniiHr a Laglegur eftirmiðdagskjóll j Hálfsíður kjóll úr svörtu þykkusilki, prýddur hvítum knipplingum. Nokkrar ráðleggingar Síðast benti jeg á, að við yrð- um að breyta á margan hátt venjum okkar í mataræð- inu, vegna þeirra aðflutnings- erfiðleika sem fyrirsjáanlegir eru. Mun því spurning margra húsipæðra vera: Á hvern hátt :get jeg breytt máltíðum dags- ins og hvað get jeg borið á borð, svo jeg noti sem mest innlend efni? Morgundrykkurinn. Morgundrykkurinn er fyrsta máltíð dagsins. Þá er víðast venja að hafa kaffi með smurðu rúgbrauði og hveitibrauði, og sumstaðar munu börnin fá það sama og fullorðna fólkið. Er mjer óskiljanlegt vegna heilsu barnanna, að nokkur móðir gefi barni sínu kaffi og jafnvel sætabrauð, á fastandi maga. 1 raun rjettri ættu hvorki full- ■orðnir nje börn að drekka kaffi að morgni dags. Á öðrum heim- ilum er drukkið te eða kókó. Auðvitað er kókóið kollast, þar sem mjólk er notuð í það. — Kaffi, te og kókó er aðflutt efni, sem eru dýr og næringar- laus. Sykurinn sem í þessa drykki þarf og brauðið, sem borðað er með, er alt útlend efni. Nú verðum við að breyta af venjum okkar og borða skyr eða skyrhræring með mjólk út á í fyrstu máltíð dagsins. Skólafólk og aðrir, er fara til vinnu kl. 8—9 er mjög vel satt og líður vel eftir að hafa borðað skyr- hræringinn. En sje aðeins borð- aður heitur hafragrautur með mjólk, verður fólk mikið fyr svangt. Fullorðið fólk, sem lítið þarf að vinna fyrir hádegi, kemst vel af með að drekka heita eða kalda mjólk. Miðdegisverður. Næsta máltíð dagsins er mið- degismaturinn. Það er mjög auðvelt að skamta fjölbreytta rjetti. úr íslenskum efnum í þá máltíð. Hjer í Reykjavík er, sjálfsagt að borða fisk til mið- -degisverðar fimm sinnum í viku. Með öllum fiskirjettum er nauð- synlegt, hollustunnar vegna, að borða mikið af nýsoðnum og vel heitum kartöflum. Tvisvar í viku ætti að borða kjöt. Má búa til fjölda marga rjetti úr söltuðu eða nýju kjöti, sem eru J)ó algerlega íslenskir. En marg- Sr verða þeir Ijúffengari sje haft í þá lítið eitt af útlendum efn- um, til bragðbætis; t. d. þykir betra að hafa sósu, en í hana þarf hveiti. Væri ekkert hveiti lil í landinu mætti búa til sósur |úr kartöflum, rjóma, smjöri eða eggjum. Sósur, sem búnar eru til úr smjöri og rjóma, eru auð- vitað dýrar, en mjög góðar. Víðast munu vera borðaðar súpur eða grautar, sem grjón þurfa út á. En grjónin má drýgja mjög mikið, t. d. út á kjötsúpu, með því að sjóða flysjaðar kartöflur í súpunni. Og á sumrin þegar nóg græn- meti er til, má alveg sleppa grjónunum út á allar kjöt- og kálsúpur. Það má nota fjalla- grös í stað grjóna bæði í mjólk- ursúpur og grauta; t. d. er á- gætt að sjóða fjallagrasagraut án grjóna og hræra hann síðan saman við skyr. Þá er öllum kunnugt, að súp- ur og grautar þykkna af því að jafna með eggjarauðu, en það er dýr aðferð og meðan við höf- um nægilegt af grjónum, og eggin eru dýr, notum við grjón- in; þau eru ódýrari. Fjöldi húsmæðra eru í vand- ræðum með hvaða spónamat þær eigi að hafa þegar ekki er til sykur í sætar súpur. Það er auðvelt. Skamtið kartöflusúpu minst einu sinni í viku, og soð- súpur þrisvar til fjórum sinnum, og svo grasamjólk, skyr, eggja- mjólk og margt mætti telja fleira, sem lítinn eða engan s;, k- ur þarf í. Eftirmiðdagsdrykkur. Þá kemur eftirmiðdagsdrykk- urinn. Meðan skamturinn leyfir er sjálfsagt að fullorðna fólkið drekki kaffi eða te, með brauði. En sjálfsagt er þá að drýgja mjölið og hveitið eins mikið og hægt er með kartöflum. Kart- öflubrauð er mjög ljúffengt, en í það þarf mikið minni sykur eða oft engan. Þó svo fari, að ekki sje korn- matur til í brauð með eftir- miðdagsdrykknum, tel jeg það ekki saka, því að rjettu má sleppa þeirri máltíð dagsins, fyrir fólk, sem ekki vinnur erf- iðisvinnu. Börn og unglingar eiga auðvitað aldrei að fá ann- að en mjólk í eftirmiðdags- drykkinn. Kvöldmatur. Kvöldmaturinn er önnur aðal- máltíð dagsins. — Sú regla er víða komin á, að brauð með ofanáleggi sje aðalmaturinn í þeirri máltíð. Svo má ekki leng- ur vera. Við höfum harðfisk, hval, svið, saltaða og reykta síld, súr eða reykt hrogn, súra sundmaga, hangikjöt, saltkjöt og nýtt kjöt, blóðmör og fjölda margt fleira, algerlega íslenskt. Harðfiskinn borðum við með viðbiti, en með öllu hinu eru heitir, nýsoðnar kartöflur mjög ljúffengar. Það er einn rjettur, sem ætti að vera sameiginlegur fyrir alt landið, allan ársins hring á kvöldborðið, og það er: kartöflur, síld og smjör. Ennþá höfum við nóg af brauði í landinu, en gott er að tvera forsjáll og minka brauð- neysluna sem mest, en þess í stað að nota kartöflurnar, sem hafa að nokkru leyti sömu nær- ingarefni að geyma og brauðið. Sveitakona á stóru heimili hefir sagt mjer: Við borðum mjög lítið brauð á okkar heim- ili til kvöldverðar, og við sökn- um þess ekki, því við borðum kartöflur með öllum mat, t. d. þykir öllum mjög gott að berða mjólkurost og bræðing með heitum kartöflum. I staðinn fyrir að drekka te að kvöldinu er sjálfsagt að borða skyrhræring og mjólk. — Reykvíkingar eiga að borða skyrhræring tvisvar á dag, eins og flest sveitafólk gerir enn þann dag í dag. Helga Sigurðardóttir. Gúrkur Við höfum verið grænmetis- laus í lengri tíma, en nú er vorið og sumarið að koma með öllu sínu grænmeti. Húsmæðr- unl þykir jafnan vænt um allar fæðutegundir, sem koma nýjar á markaðinn og eru hollar. — Gúrkur, radísur og salat er orð- ið þroskað í gróðurhúsunum. — Sjerstaklega eru það þó gúrk- urnar, sem komnar eru á mark- aðinn. Þær eru framúrskarandi ljúffengar ofan á rúgbrauð. Gúrkur sem ofanálegg. Gúrkurnar eru þvegnar og þerraðar, skornar í 2 cm. þykk- ar sneiðar sem raðað er á fat með soðnum kartöflusneiðum. Borðað til kvöldverðar með rúgbrauði, salti og pipar. Gúrkusalat. Gúrkusalat er jafn ljúffengt með kjöti og fiskrjettum, hvort sem þeir eru steiktir eða soðn- ir. Gúrkurnar eru þvegnar, þerr- aðar og skornar í þunnar sneið- ar; salti stráð á þær og svo geymdar í 1—2 klst. Saltlegin- um helt af og gúrkurnar þerr- aðar. Sítrónusafa, sem í er ögn af sykri og vatni blandað í, helt yfir gúrkurnar rjett áður en þær eru borðaðar. f staðinn fyr- ir sítrónusafa má nota edik og er það venjulega gert; það er ágætt, en hollara er að hafa sí- trónusafa. H. S. Handleggimir. Til þess að haldahúðinni á handleggjunum fallegri, er gott að bursta þá daglega upp úr sápuvatni með mjúkum bursta, skola sápuna af, nudda þá með grófu handklæði á eftir og núa síðan inn í þá feitu kremi. Til þess að gera olnbogana hvíta er gott að nota tómat- safa — bursta þá fyrst vel úr sápuvatni og sofa með bakst- ur úr tómatsafa við olnbogann, og núa svo að morgninum vel inn í þá kremi. Bragðvont meðal. Ef þjer þurfið að taka inn bragðvont meðal, er gott að láta ísmola liggja á tungunni áður eða skola munninn úr ísköldu vatni. Bragðið finst síður, ef tungan er köld. Skórnir. Þegar silkiskórnir fara að trosna á tánum, er hægt að bæta þá á þann hátt, að sauma pjötlu úr kjólefninu eða í stíl við kjólinn yfir hálfan skóinn að framan. Efnið er látið liggja á ská og strengt á skóinn með títuprjónum og saumað svo nið- ur alt í kring með smáum spor- um. Bakið. 1. Byrjið strax í æsku að | temja yður rjettar hreyfingar og líkamsskorður og haldið því áfram á fullorðinsárunum. 2. Iðkið fimleikaæfingar, sem miða að því, að halda bakinu beinu og styrkja bakwðvana. 3. Sofið ekki í alt of mjúku rúmi. Hörð, flöt stangdýna er betri en undirsæng. 4. Gangið ekki að staðaldri á háum hælum. 5. Sitjið ekki samanskroppin á stólnum, þannig, að þunga- miðja líkamans hvíli á mjó- hryggnum. 6. Leitið læknis, ef þjer finn- ið til í bakinu að staðaldri. Aöeins 2 söludagar eftir i 3. flokki. 'flappdrætfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.