Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 5
Mðvikudagur 8. maí 1940. JfHorgv. %% it> Útfeeí.: H.f. Árvakur, Rey’ Javlk, Rltstjðrar: Jðn Tijartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrKðarm.). Anglýslngar: Árnl Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgrelBsla: Áusturstræti 8. — SImí 1600. Aakriftargjald: kr. 8,50 A n&nuBl innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakiB, 25 aura meB Lesbðk. Öfugstreymið Bæjarráð hefir farið fram á heimild ríkisstjórnarinnar til þess að bæta 500 þúsund krónum ofan á þær nálega 5.000.000 króna, sem ráðgert var að krefja bæjarbúa í út- svari á þessu ári. Verður skamt- urinn þá um miljón króna, sem útsvarsseðlarnir rjetta að bæjarbúum að þessu sinni. Hvenær skyldi sú fúlga öll verða komin í bæjarsjóðinn? Og hverjir eiga að borga fúlg- una, eins og atvinnuástandið «r í bænum nú? Ekki þarf að efa það, að bærinn þarfnast Jjessar tekjur og þó meiri væru. En það eitt er ekki nóg, að reikna út, hve miklar tekjur bærinn þarfnast og jafna síðan Jþeirri fúlgu á borgarana. Borg- ararnir þurfa að hafa einhverja maöguleika til þess að rísa und- ir byrðinni. En hvar möguleik- arnir eru fyrir því nú, eins og í pottinn er búið, að herja út •úr borgurum Reykjavíkur 5i/2 miljóna króna útsvar, er oss ihrein ráðgáta. Bæjarráð kveðst þurfa við- bótarskattinn, þú miljón króna, til þess að standast kostnað af hækkun ellitrygginga og ör- •orkubóta (samkv. ákvörðun síð- asta Alþingis), til verðlagsupp- bóta á laun starfsmanna bæj- arins, til atvinnubóta (þar sem að mestu sje upp etið það fje, sem ætlað var til atvinnubóta) og til aukins framfærslukostn- aðar. Ekki er að efa það, að þessir auknu kostnaðir, sem bæjarráð xáðgerir, verða allir fyrir hendi, ■enda þótt sumir hafi verið fyr- irsjáanlegir þegar f járhagsáætl- ainin var samin. En þegar minst er á aukna atvinnubótavinnu og aukinn íramfærslukostnað, verður ekki homist hjá að minna enn á ný á það háskalega öfugstreymi, sem ríkjandi er í okkar þjóð- fjelagi. Síðastliðinn vetur leitaði Búnaðarfjelag Islands til bænda og óskaði upplýsinga þeirra um hvað þeir gætu tekið af fólki. Bárust beiðnir frá bændum um 1200 manns, til ýmis konar vinnu í sveitunum. En ekki hefir enn tekist að ráða hjer í Reykja vík nema um 50 manns. Hvaða skýringu er hægt að gefa á þessu háttalagi? Hvern- ig stendur á því, að ómögulegt er að fá fólk til þess að vinna hin hollu sveitastörf um sum- artímann? Er fólkið að bíða eftir atvinnubótavinnunni eða framfærslustyrknum? Kýs það heldur að vera styrkþegar í Reykjavík en að vinna fyrir sjer í sveitinni? Þessa meinsemd verður að Iækna hið bráðasta. jiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimR MENN O G MÁLEFNI iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniii Sendiför Sir Neviles Hendersons til að vinna að bresk-þýsku samsíarfi 'úiimmmimmmmiimimmmmiiimiiiiimimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimiiimiiiiiiii ummiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiUlm Sir Neville Henderson hef- ir skrifað bók* *) um hina mishepnuðu sendiför sína til Þýskalands (hann var eins og: kunnugt er sendi- herra Breta í Berlín þar ti) stríðið hófst) en markmiðið með þessari sendiför var að koma á varanlegu samkomu- lagi milli Breta og Þjóð- verja. Uimi niðurstöðuna, sem Sir Ne- ville kemst að í bók siuni: „að Hitler hafi aldrei ætlast ,til að endalokin yrðu önnur en styrjöld“ verður auðvitað deilt, á sama hátt og menn skiftast í flokka eftir því hvorum þeir fylgja að mál- um Þjóðverjum eða Bretum. En það sem gerir bók þessa sjerstaklega fróðlega, eru hin- ar nákvæmu lýsingar Sir Ne- villes á tveim örlagaþrungnum tímamótum í sögu síðustu ára, í september 1938 þegar Evrópa stóð á barmi styrjaldar vegna deilu- mála Þjóðverja og Tjekka, og í ágúst 1939, þegar hún fór fram af þessum barmi. Þrátt fyrir niðurstöðu Sir Ne- villes gætir hvergi óvildar í garð Þjóðverja alment, nje nazistaleið- toganna sjerstaklega, og smnum þeirra segist harin blátt áfram hafa haft dálæti á, eins og t. d. Göring. ★ Oöring er einasti nazistaleiS- toginn, sem Sir Neville helgar heilan kafla í bók sinni. Bókin hefst á því, er Sir Neville lagði af stað frá Buenos Ayres veturinn 1937 til þes sað takast á hendur sendiförina til Berlín, —- „sannfærður um að friðurinn í Evrópu ylti á því að samkomu- lag tækist milli Þýskalands og Bretlands' ‘. „Jeg var þess vegna staðráðinn í því“ (segir Sir Neville) „í fyrsta lagi að gera alt sem í mínu valdi stæði til þess að umgangast naz- istaleiðtogana, og ef þess væri kostur að ávinna mjer traust þeirra og jafnvel vináttu, og í öðru lagi að kynna mjer málstað Þjóðverja frá eins hlutilægu sjón- armiði og unt væri, og þar sem jeg áliti það rjettmætt, að túlka þenna málstað eins sanngjarn- lega og jeg gæti fyrir ríkisstjórn- inni. Við þessar tvær reglur ; hjel't jeg mjer þau rúmlega tvö ár, sem jeg var í Berlín“. ★ Honum tókst þó aldrei að um- gangast Hitler, að neinu ráði. En þó virðist Hitler og aðrir leiðtog- ar nazista hafa borið nokkurt traust til hans og jafnvel von Ribb entrop, sem Sir Neville er minst um gefið, óskaði honum alls góðs persónulega, er þeir kvöddust, eft- ir að Bretar höfðu sagt Þjóðverj- ur stríð á hendur. Sir Neville segist frá upphafi, *) Sir Nevile Henderson: Fail- ure of a Mission, Ilodder and • Staug’hton Ltd. Uevile Henderson. ekki hafa getað losað sig við þá hugmynd, þrátt fyrir alla við- leitni sína og allar vonir síuar, að heimurinn væri á miskunnarlausri för um blaðsíður grísks liarmleiks og stefndi óhjákvæmilega að hin- um ægilegustu endalokum. — Hann segir, að þetta gríska mótíf hafi rifjast upp fyrir sjer er hann ræddi í fyrsta skifti við Hitler, og Hitler var í æstu skapi vegna (Sprengingarinnar, sem þá hafði nýlega átt sjer stað í liinu glæsi- ,lega loftfari „Hindenburg“ og tal- in var eiga rót sína að rekja til hemdarverka. Næst þegar Sit Ne- ville ræddi viði Hitler um sambúð Breta og Þjóðverja, var Hitler í uppnámi, að sögn Sir Neviles, útaf loftárásinni, sem gerð var á þýska v asaorustuskipið „Deutschland“ undan Spánarströndum. Samtalið gat því engu komið til leiðar — hinn gríski liannleikur, segir Sii' Neville. '4r Sir Nevile bendir á sem dæmi um það, live heimurinn virtist leið- ast næs'tUm óviðráðanlega út í styrjöld, er Mr. Chamberlain sendi Hitler persónulegan boðskap í. ágúst síðastliðnu'm. Þessi boð- skapur kom e. t. v. aðeins nokkr- um dögum of seint, sagði Sir Ne- vile, til að geta komið einhverju til leiðar, því að Hitler hafði þá náð samkomulagi við Rússa. A sama hátt segir Sir Neville, að tillaga Cianos greifa, um að köll- uð yrði saman stórveldaráðstefna, til að ráða til lykta deilum Pól- verja og Þjóðverja, hafi að lík- indum komið nokkrum dögum of seint. Ciano greifi lagði þessa til- lögu fyrir von Ribbentrop um miðjan ágvist, en nokkrum dögum áður höfðu farið orðsendingar á milli pólsku og þýsku stjórnar- innar, þar sem pólska stjórnin fsagði m. a., „að litið myndi verða á hverskonar íhlutun Þjóðvérja, sem færi í bág við rjettindi Pól- verja og hagstauni þeirra í Dan- zig, sem beina, árás“. Dómur Sir Nevilles um að „aðvörun" þessi hafi orðið til þess að gera aðeins ilt verra í sambúð Pólverja og Þjóðverja kemur heim við það, sem segir í „hvítu bókinni“ (Þjóð- verja) um; samtal, sem fór fram milli von Weiszácker, skrifstofu- stjóra í þýska utanríkismálaráðu- neytinu, og M. Coulondre, sendi- herra Frakka í Berlín, von Weis- .zácker sagði, að ástandið í sambúð Þjóðv. og Pólverja hefði þá fyrst versnað, þegftr Pólverjar fóru að hafa í hótunum við öldungaráðið í Danzig (4. ágúst), og þegar orðsendingarnar, sem hjer um get- ur, fóru fram. ótt tillögu Cianos greifa, um stórveldaráðstefnu, hafi þann- ig verið vísað á bug, þá telur Sir Neville að afleiðingin af samtali ítalska utanríkismálaráðherrans og von Ribbentrops hefði orðið sú, að Italir hefðu upp frá því talið sig ekki bundna því loforði að veita Þjóðverjum þegar í stað beina aðstoð ef í odda skærist við Pól- verja. Það er ekki hvað síst nú, með tilliti til þess sem er að gerast við Miðjarðarhafið ,fróðlegt að lesa það, sem Sir Nevile segir yfir- leitt um afskifti ítala af aðdrag- andanum að styrjöldinni og að atburðunum í lok september 1938, þegar öldurnar risu hæst út af deilum Tjekka og Þjóðverja. Sir Nevile er þó fáorður um síð- ustu tilraunina, sem Mussolini gerði til að koma á stórveldaráð- stefnu 1. sept., eftir að innrás Þjóð verja í Pólland var hafin. Hann segir, að Attolico, sendiherra Itala í Berlín, hafi komið á fund sinn umi miðjan dag 1. sept. og spurt sig hvort líta bæri á orðsendingu þá, sem hann liefði afhent þýsku stjórninni þá um morguninn, sem úrslitakosti. Sir Nevile svaraði, að svo væri ekki, en hann bætti því við, að sjer skildist að Musso- lini væri að reyna að koma því til leiðar, að kölluð yrði saman stórveldaráðstefna, og ef svo væri, þá gæti hann ekki annað en látið í ljós þá skoðun sína, aS engin von væri til að breska stjórnin gengi að þessari uppástungu, nema að þýsku hersveitirnar í Póllandi yrðu kallaðar burtu um leið. Atto- lico svaraði þá, að Sir Nevile gæti ekki svarað fyrir hönd stjórnar sinnar, en reyndin varð samt sú, að því er virðist, að uppástunga Mussolinis strandaði á því, að breska stjórnin tók sömu afstöðu og Sir Neville. Hinsvegar verður ekki annað . sjeð, en að Sir Neville líti svo á ,að viðleitni Mussolinis til að koma í veg fyrir styrjöld hafi verið, einlæg, ekki aðeins í ágúst og september síðastliðnumi, heldur líka, og ekki. síður, í september í fyrra, en, þá; varð honum reyndar betur ágengt. En sá kaflinn, sem fjallar um Múnchenráðstefnuna og aðdragandann að henni, er allur mjög fróðlegur. 1 Hversu litlu munaði, að Tjekkó- jslóvakíudeilan leiddi til styrjald- ar má sjá af eftirfarandi tilvitn- un, í bók Sir Nevilles. Eftir að Mr. Chamberlain liafði verið í Berchtesgaden og 'Godesberg, og ekkert orðið ágengt, g-erði hann síðustu tilraunina til að ná sam- komulagi við Hitler með því að senda fulltrúa sinn, Sir Horace Wilson, til Berlín. Sir Horace ræddi tvisvar við Ilitler, sama dag- inn (27. sept.) og niðurstaðan og fyrra samtalinu var að Hitler sagði: „Það er tilgangslaust að halda áfram samningum“. í síð- ara skiftið flutti Sir Horace Hitler svohljóðandi boðskap frá Mr. Chamberlain: „Ef Frakkar lenda í styrjöld við Þjóðverja vegna þess að þeir þurfa að uppfylla skuldbindingar sínar, myndi breska konungsríkið álíta það skyldu sína að veita þeim aðstoð“. Þessu svaraði Hitler á þá leið, að „Ef Frakkar og Bretar hefja stríð, þá skulu þeir bara gera það. Mjer er náltvæmlega á sama um það. Jeg er við öllu búinn. Jeg get aðeins veitt því athygli hvern- ig málin standa. Núna er þriðjn- dagur, og næsta mánudag verðum við allir komnir í stríð“. ★ Tíu dögum áður hafði þó virst, sem málin ætluðu að leysast frið- samlega, eða þegar Mr. Chamber- lain hafði rætt við Hitler í Bercht- esgaden. En síðan kom Godesberg, og þá breyttist viðhorfið skyndi- lega, eins og menn muna. Sir Neville var með Mr. Ohamb- erlain í Godesberg. í Berchtes- gaden hafði Hitler skýrt Mr. Chamberlain frá því, að hann gæti ekki sætt sig við aðra lausn, en að Tjekkar ljetu Sudeten-hjeruð- in af höndum. Með þetta fór. Mr. Chamberlain til London, og fekk því þar til leiðar komið, að stjóm- ir Frakklands, Bretlands og Tjekkóslóvakíu fjellust á þessa lausn. En þegar Mr. Chamberlanin kom til Godesberg með þessa lausn og hafði gert Hitler grein fyrir henni, þá spurði Hitler, „hvort hann ætti að skilja þetta svo, að stjórnir Bretlands, Frakklands og Tjekkóslóvakíu hefðu í raun og veru fallist á að færa, Sudeten- hjeruðin undan yfirráðum Tjekka og undir yfirráð Þjóðverja. — Forsætisráðherrann svaraði: ,,Já“. Þá varð stutt þögn og Hitler virt- ist vera að taka ákvörðun með sjálfum sjer. Síðan sagði hann ákveðið: „Mjer þykir það ákaf- lega leitt, en þetta dugir ekki lenguri ‘. Sir Neville segir, að þarna hafi Hitler brugðist forsætisráðherra breska heimsveldisins og telur, að með því hafi orðið st.raumhvörf. því að þá hafi Hitler sýnt í fyrsta sinn, að hann mæti einskis að halda orð sín. En öll nótt var þó ekki úti enn — því að Munchen var eftir. (Síðari grein á morgun.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.