Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 8. maí 1940, 6 MORGUNBLAÐIÐ -----------1 Deilan í kaopskipa- fiotanum leyst mHH. AT ÞRmiU SÍÐD. daga þá að þeim fresti liönum að segja bonum npp með 14 daga fyrirvara að því er snertir þau svið, þar sem nefndin telur að veruleg breyting hafi orðið. Ef hvorugur aðili hefir sagt upp samn- ingi þessum fyrir 15. desember næst- komandi heldur hann áfram að gilda þar til honum er sagt upp með 14 daga fyrirvara. 4. gr. Ákvæði samnings þessa skulu gilda frá og með 21. apríl s.l. Að öðru leyti en hjer er fram tekið framlengist aamningurinn frá 7. okt. 1939 óbreytt- ar“. Til skýring-ar þykir rjett að taka þetta fram: 1 1. gr. er tekinn hluti af áhættusvæðinu, sem ákveðið var í samningnum 7. október og lítilsháttar auknaáhættuþóknun greidd á því svæði. Þetta auka- áhættusvæði hefst skamt fyrir sunnan Vestmannaeyjar og hef- ir raunverulega þýðingu fyrir siglingar til Englands. Auka- þóknunin á þessu svæði er kr. 4.00 á sólarhring til allra skips- manna. Greiðist auka-þóknunin aðeins meðan skipið er á sigl- ingu og mun láta nærri, að hún nái til 6 daga siglingu, til og frá Englandi. Ef skip er mánuð í ferðinni, verður uppbótin um 24 kr. á mánuði til hvers skip- verja. — Engin breyting var gerð á áhættuþóknuninni í Ameríkuferðunum. í 2. gr. er nýtt ákvæði, sem snertir siglingar við strendur norður Noregs. Þetta ákvæði hefir ekki raunhæfa þýðingu eins og stendur, en ef siglingar tækjust til hafna í Norður- Noregi, kæmu ákvæði 2. gr. til framkvæmda. Hinsvegar þarf ekki að fara inn á þetta áhættu- svæði þótt siglt sje til hafna í Norður.Finnlandi eða til Rúss- lands að norðan; þá má fara fyrir norðan áhættusvæðið, sem aðeins fylgir strandlengju Nor- egs. Það nýmæli er í 3. grein, að verði breytingar á áhætt- unni, má taka til endurskoðun- ar viss svið áhættunnar, án þess að samningurinn í heild raskist. Nefnd, sem báðir aðilar til- nefna, ákveður hvort breyting hafi orðið á áhættunni. Snæfellsnesförin FRAMH. AF ÞRIÐJU EÍÐD. gjögrin hjá Stapa og vestur að Hellnum, gjárnar í Stapatún- inu, Sönghellir, vikumáman, Bárðarlaug, Baðstofuhelli, Sval- þúfu, Lóndranga, Malarrif og verstöðvarnar gömlu Djúpalón og Dritvík að vestan. Svo má farainn í Breiðuvík, koma að Knerri, þar sem Björn Breið- víkingakappi bjó, fara yfir Fróðárheiði til Ólafsvíkur og koma við í leiðinni hjá Fróðá, þar sem undrin gerðust forðum. Enn má og fara í Búðahraun og að Hraunhöfn. En ekki verð- ur þetta alt skoðað á tveimur dögum. Þeir, sem kunnugir eru, munu aftur á móti fara þangað til að heilsa upp á vin sinn Snæfells- jökul, og leika sjer á skíðum á kolli hans. Varnarræða Chamberlaiiis FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Bandamenn hefðu eflt flota sinn í Miðjarðarhafi, hefði verið þjóðunum í Norður-Afríku og Litlu-Asíu hvatning og uppörv- un. En í Svíþjóð hefðu dómar manna verið harðari en annars staðar, og kvaðst Mr. Cham- berlain skilja, hvað valdið hefði vonbrigðum Svía. En hann kvaðst harma nokkur ummæli, sem komið hefðu fram í Sví- þjóð, og sagði að þau myndu hvorki geta komið Svíum eða Bandamönnum að gagni. Mr. Chamberlain sagði, að ef sænska þjóðin og sænska stjórn- in ætluðu vegna ógnana að halda áfram hlutleysisstefnu sinni, þá kvaðst hann vona, að hlutleysis yrði gætt jafnt gagn- vart báðum ófriðaraðilum, svo að á hvorugan yrði hallað. Mr. Chamberlain sagði, að engin gagnrýni hefði komið fram á hendur stjóminni fyrir að hafa sent herlið til Narvik, og lokað hliðinu að jármálms. svæðinu, svo að sjer skildist að menn fellust á þessa ráðstöfun stjórnarinnar. NIÐARÓS Því næst hóf hann að ræða um hvers vegna tilraunin var gerð til þess að ná Niðarósi úr höndum Þjóðverja, þrátt fyrir að um mikla áhættu hefði verið að ræða, vegna betri lofthern- aðarlegrar aðstöðu Þjóðverja í Noregi, og að búast mætti við að Þjóðverjar sendú herlið til sóknar upp dalina í áttina til Niðaróss. Hann sagði, að hann ætlaði sjer ekki þá dul, að telja sig hafa sjeð alt fyrir sem ger- ast kynni, en það hefði enginn getað gert. Mr. Chamberlain sagði, að það myndi hafa orðið örðugt að neita hinum eindregnu og ítrekuðu beiðnum, sem komið hefðu frá yfirhershöfðingja Norðmanna um að reyna að taka Niðarós. Hershöfðinginn hefði bent á að nauðsynlegt væri að taka þessa borg til þess að fá þar höfn og flugvöll og aðsetur fyrir konung og rík- isstjórn. Hershöfðinginn hefði auk þess látið í veðri vaka, að ef engin hjálp kæmi frá Bandamönnum þá myndi norski herinn ekki geta • varist, og afleiðingin myndi þá hafa orðið, að Þjóð- verjar hefðu náð öllum Noregi á sitt vald þegar í stað. Mr. Chamberlain vakti enn- fremur athygli á, að ef breska stjórnin hefði neitað um hjálp- ina, þá myndi hún hafa verið sökuð um að láta sig eingöngu varða að ná málmnámunum í Svíþjóð á sitt vald, en hirða ekki um þótt smáþjóð yrði svift sjálfstæði sínu og frelsi. Hann vjek síðan að því, að áætlun hefði verið gerð um að ráðast á Þrándheim beint, af | sjó. En um tíma hefði litið svoj út, sem sóknin að norðan og sunnan myndi bera árangur, ef tekist hefði að eyðileggja brýr og vegi í tæka tíð til að hindra framsókn Þjóðverja að sunnan. En engar brýr væru sprengdar nje skemdar, nema tvær, sem breskir hermenn sprengdu í loft upp. FINNLANDS HERLIÐIÐ En vegna þess, að þessi tilraun hefði ekki verið gerð, myndi ald- rei sannast, hvað rjett hefðí ver- ið að gera. Mr. Chamberlain vjek þvínæst að þeirri gagnrýni, sem fram hefði komið vegna þess að liði því, sem senda átti til Finnlands, hefði verið dreift. Hversu mikið lið sem Banda- menn hefðu haft til taks, hefði ekki verið unt að senda það til Noregs, fyr en Nörðmenn báðu um það. Sagðist Chamberlain ekki búast við, að nokkur mundi halda \ því fram, að Bandamenn hefðu átt að ráðast inn í Noreg á und- an Þjóðverjum, sem hefðu komið sjer þar fyrir með svikabrögðum, og sent þangað herlið í skipum, sem enginn hefði ætlað að væri annað en venjuleg flutningaskip. Liðið, sem fara átti til Finn- landr, var í tveim flokku'm. Ann- ar flokkurinn var lítill og átti að fara á undan, en meginherinn síð- ar. Þegar ekki varð af því, að hera.flinn yrði sendur til Finn- lands, var meginherinn sendur til Frakklands, en hinn flokkurinn hafður til taks. Þegar ákveðið var að senda herafla til Noregs, var það gert 'rneð eins miklum' hraða og auðið var, í von um, að það lið, sem fyrst færi, gæti kom- ið sjer þar vel fyrir, en tvent yhefði aðallega gengið í móti. Það hefði ekki verið auðið að láta þessu liði í tje nægilega vernd, þar sem Bandamenn höfðu enga flugvelli í Noregi og gátu Þjóðverjar því haldið uppi stöð- i ugum loftárásum á lið Banda- manna, og ekki var auðið að koma i veg fyrir, að Þjóðverjum bær- jst liðsauki. Mr. Chamberlain kvað það sína skoðun, að rjett hefði verið að gera tilraun til þess að hertaka Niðarós, en einnig rjett, að fyrir- skipa brottflutninginn, þegar það var gert, því að það hefði komið í ljós, að til þess að taka Niðar- ós og halda honum hefði þurft svo mikinn her og lofther, að það hefði veikt Bandamenn hernaðar- lega annarsstaðar. Mr. Chamberlain bað menn að vera ekki of fljóta á sjer að draga ályktanir af því, sem gerst hefði. Þjóðverjar befðu að vísu unnið ,á, en þeir hefðu orðið að leggja mikið í sölurnar til þess, og mik^ ill hluti Noregs væri enn í hönd- um Norðmanna. Konungur lands- jns væri enn í Noregi og ríkis- stjórnin og þjóðin hefði samein- ast í baráttunni og Bandamenn myndu hjálpa henni eins og þeir gætu. En þeir mættu ekki gleyma því, að þeir yrðu altaf að vera viðbúnir á mörgum. öðrum stöð- ♦ um. Þá vjek Chamberlain að þeirri gagnrýni, að of mikil bjartsv \ hefði komið fram í ræðum hu og annara ráðherra, og sagði, ad- fáðherrarnir hefðu jafnan reynt ^að draga úr þeim. ýktu fregnum, sem búnar hefðu verið til. En það væri örðugt að setja ritskoðun á allan orðróm, sagði Mr. Chamber- lain. A meðan Chamberlain var að flytja ræðu sína var hvað eftir annað hrópað af bekkjum stjórn- arandstæðinga: „Hitler varð af strætisvagninum“. Mr. Chamber- lain tók nú upp þenna þráð, og sagði, að hann hefði notað þessi orð í ræðu, sem hann flutti þrem dögum áður en innrásin í Noreg hófst. Ilann hefði þá átt við, að Hitler hefði látið ganga úr greip um sjer tækifæri til að ráðast á Bandatnenn, strax í haust, er þeir voru óviðbúnir. En þetta ! hefði aldrei átt við Noreg. Við getum lært eitt af hinum síðustu atburðum, sagði Mr. Chamberlain, að í styrjöldum ger- ast nú hraðar breytingar, og því hættulegt að dreifa kröftunum. Nú er kominn tími til að við snú- nm bökum saman. Hann sagði, að herforingjarnir í Bretlandi hefðu varað við að láta umræður nm. þessi mál fara fram í þinginu. En í lýðræðislandi verður að vera gagnrýni og þeir sem gagnrýnd- ir eru verða að hafa rjett til að verja sig. Allir ráðherrarnir vinna ein- huga saman, sagði hann. Þeirra meginhugsun^er að vinna að því, að sigur vinnist. Uppástungur hefðu komið fram um annað fyr- irkomulag innan stjórnarinnar, sagði hann, og þótt hann gæti ekki fallist á tillögur, sem fram hefðu komið, væri hann fús til að gera breytingar í einstökum ráðuneytum. Boðaði hann síðan hið nýja fyrirkomulag, að því er störf Winstons Churchills snerti. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stund- um ekki“ kl. 8 í kvöld. Húseigendur á núverandi hitaveituhverfi (Laugarvatnshitun). Fundur verður í Kaupþingssalnum í dag, miðviku- dag 8. apríl kl. &/2. NEFNDIN. Pípur svartar og galvaniseraðar fyrir vatnsleiðslur og hita- lagnir nýkomnar. J. Þorláksson & Norðmann Tilkynning frá bæjarslmanum. Þeir talsímanotendur, sem ætla að láta flytja síma sinn 14. maí, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það á skrifstofu Bæjarsímans, sem allra fyrst. dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður sunnudaginn 19. þ. m. kl. 5 í dómkirkjunni. Dagskrá auglýst síðar. SÓKNARNEFNDIN. Borgarnes — Dalir Ferðir í maí verða frá Borgarnesi alla föstudaga. Afgreiðsla Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. ANDRJES MAGNÚSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.