Morgunblaðið - 26.05.1940, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. maí 1940.
Fimtán frönskum hers-
höfðingjum vikið frá
Þjáðverjar svaraj1 «* brey«ng„n„i
L 9 | á yfirlierstjorminoi, er
Bretakanungt '
Dr. Dietrich, umsjónarmaður
þýskra blaða í umboði út-
breiðslumálaráðuneytisins, hefir
birt opið brjef til Georgs VI.
Bretakonungs í tilefni af ræðu
þeirri, er hann hjelt í útvarpið
breska í gær.
dr. Dietrich segir í brjefi
sínu:
Þjer Georg VI. dirfist þess
á því augnabliki sem þjer eruð
farinn að titra af ótta við það,
að Þjóðverjar muni endurgjalda
glæpi stjórnar yðar, að láta frá
yður fara hin óskaplegustu
smánaryrði um Þýskaland, sem
nokkru sinni hafa fram gengið
af munni konungs. Ræða yðar
var ekki konungleg heldur ves-
almannleg.
Ef þjer væruð maður, þá
mynduð þjer standa við verk
yðar á vígvellinum í stað þess
að skjóta yður á bak við hat-
ursfullar siðferðisprjedikanir.
Þegar þjer dirfist þess að tala
um hugsjónir Bretaveldis, frelsi,
rjettlæti og frið. Verðum vjer
þá að minna þjóðirnar í heimin-
um á að Bretar hafa látið koma
ofbeldi í stað hugsjóna, kúgun
í stað rjettlætis og grimd í stað
friðar.
Þjer segist hafa hreina sam-
visku, þjer vesæli hræsnari.
Hver var það, sem egndi Pól-
land út í styrjöld ? England! Hver
var það, sem ljet) sjer ekki klýja
við því að æsa Norómenn, Hol-
lendinga og Belgi út í stríð með
loforðum um stuðning? England!
Hver var það, sjötti Georg, sem
sagði Þjóðverjum stríð á hendur,
þótt hann þættist vilja forða hon-
um frá ófriði? England! Hver var
1 það, sem bauð frið ? Þýskaland!
Hver var það, sem lofaði að á-
byrgjast landamæri Frakklands?
Þýskaland! Hver var það, sem
rjetti Englandi hendina til sám-
komulags og var jafnvel staðráð-
inn í að ábyrgjast breska heims-
veldið ? Þýskaland! Hver var það,
sem hratt frá sjer friðartilboði
Þjoðverja ? England! Hver hefir
það á samviskunni að stríðið
hófst? Ekki Þýskaland, heldur
England, ekki við heldur þjer.
r ,
Þrátt fyrir það hafið þjer, Ge-
org VI., brjóstheilindi til að
segja þjóð yðar, að Þýskaland hafi
rsent hana friðnum. Þjer, sem eruð
.konungur, lútið svo lágt að ráðast
gegn heiðri okkar. Hvílíkt djúp
auðvirðilegs hugarfars kemur hjer
fram, er þjóðir okkar heyja stríð,
hve. líkí Englandi.
Hin þýsku vopn munu veita yð-
ur, Georg af Englandi, það svar,
sem þjer verðskuldið.
Gamelin var Iálinn fara
ÞAÐ VAR TILKYNT frá skrifstofu Reynauds
forsætisráðherra Frakka í gær, að 15 hátt-
settum foringjum í franska hernum hefði
verið vikið frá. í tilkynningunni segir að ráðstöfun þessi
hafi verið gerð í framhaldi af þeim hernaðaraðgerðum,
sem hófust með því að Weygand hershöfðingja var falin
yfirherstjórnin yfir öllum hersveitum Frakka, Breta og
Belga.
Herforingjarnir, sem vikið hefir verið frá, eru for-
ingjar hersveita (army og army corps) og herdeilda (di-
visions) og nokkrir mönn, sem hafa haft yfir að ráða
mannmörgum sveitum.
(Stærsta eining í her er hersveit (army), sem skipuð er
mörgum herdeildum (division), hver division er skipuð yfir 20
þúsund mönnum.
Foringjar hersveita (army) í franska hernum munu tæp-
lega vera fleiri en 12—15).
Engin skýring er gefin á þessari róttæku ráðstöfun, sem
mun eiga sjer fá dæmi um her, sem á í styrjöld upp á líf og
dauða. En tilkynning Reynauds bendir til þess að breytingarnar
á herstjórninni. standi í sambandi við brottvikning Gamelins.
AF ÁKAFA OG EINBEITNI.
Fáar fregnir hafa borist frá sjálfum vígstöðvun.
um frá London og París. Það er tilkynt að nauðsynlegt
sje að halda leyndum hernaðaraðgerðum, sem verið er
að framkvæma, og sje það gert samkvæmt tilmælum
Weygands. Er á það bent, að Þjóðverjar gætu haft gagn
af því, ef tilkynt væri um töku borga eða fall þeirra, því
að þeir gætu af því sjeð hvar framsveitir þeirra væru
staddar, en þýska herstjórnin er sögð eiga erfitt með
að halda sambandi við þær.
í herstjórnartilkynningu Frakka í gærkvöldi segir, að
ástandið sje að mestu óbreytt á norðurvígstöðvunum (í Norður
Frakklandi og Belgíu) . „Hersveitirnar berjast af ákafa og
einbeitni og valda miklu manntjóni í liði óvinanna“, segir í til-
kynningunni.
„Miklar hernaðaraðgerðir eiga sjer stað á milli Aisne og
Maas. Síðustu tvo dagana hefir okkur tekist að hafa yfirhöndina
á þessum vígstöðvum".
„Hjá Sedan höfum við getað náð aftur úr höndum Þjóð-
verja þrem svæðum, sem þeir höfðu náð á sitt vald fyrir nokkr-
um dögum“.
Syðst á vígstöðvunum, skamt frá svissnesku landamærunum
hófu Frakkar fallbyssuskothríð í fyrrinótt og stóð hún í
klukkustund, frá kl. 3—4.
ÞJÓÐVERJAR TILKYNNA SIGRA.
í herstjórnartilkynningu Þjóðverja segir, að her-
sveitir Bandamanna í Norður.Frakklandi og Belgíu sjeu
algerlega einangraðar. —- ! Berlín er talið, að hersveitir
þessar eigi sjer nú engrar bjargar von.
Þýsku hersveitirnar sem komust til Calais í fyrradag gerðu
ekki áhlaup á borgina, heldur umkringdu hana. 1 fregn frá
London í gærkvöldi segir, að Calais hafi þá verið enn í höndum
Bandamanna.
En í Belgíu halda Þjóðverjar áfram að hrekja hersveitir
Bandamanna á undan sjer til lrafs. Þeir tilkynna að þeir hafi
farið yfir fljótið Lys, en Bandamenn höfðu tekið sjer varnar-
stöðu handan við fljótið, er þeir urðu að hörfa frá Schelde.
Þjóðverjar segjast hafa tekið borgirnar Gent og Courbrai
við Lys-fljótið.
REYNA AÐ BREIKKA SKARÐIÐ.
Þjóðverjar reyna nú að breikka skarðið, sem þeir gerðu í
litlu Maginotlínu Frakka. Eftir að þeir náðu hinni víggirtu borg
Maubeuge á sitt vald, hafa jþeir hafið sókn á svæðinu frá
Valenciennes til Roubaix til þeés að breikka skraðið frá Sedan
Hervæðing á
Balkanskaga
T talir halda áfram að búa sig
T undir styrjöld. í gær var gef-
in út í Rómaborg tvö ný lög,
sem bæði miða að því, að að
efla herveldi ítölsku þjóðarinn-*
ar .
Lausafregnir sem komust á
loft í gær um að landamærum
Júgóslafíu, sem liggja að Al-
baníu, hefði verið lokað, en
bornar til baka í Belgrad. AL
banía er eins og kunnugt er á
valdi Itala.
Síðustu dagana hafa 300 þús.
manns verið kvaddir til her-
þjónustu í Rúmeníu, til viðbót-
ar við það, sem þegar er her-
vætt.
Sú skýring er gefin á þessari
hervæðingu af hálfu þess opin-
bera í Rúmeníu, að verið sje
að æfa hermennina í notkun
nýrra vopna.
20 km. frá
Narvik
Bandamenn tilkynna að þeim
hafi orðið vel ágengt við
Narvik og sjeu þeir nú aðeins
20 kílómetra frá bænum.
Pólsk hersveit hefir unnið
Þjóðverjum mikið tjón í Kopp-
erfjallinu, sem er skamt frá
Narvik. Varð mikið mannfall í
liði Þjóðverja.
Þjóðverjar tilkynna hinsvég-
ar að þeir hafi sent liðsauka til
setuliðsins í Narvik og umhverf-
is Narvik með flugvjelum. Eru
það fjallahersveitir þýskar, er
sendar hafa verið þarna norður
eftir með flugvjelum.
Þá tilkynna Bandamenn að
sókn Þjóðverja í áttina frá Mo
til Narvik hafi verið stöðvuð
á Ranasvæðinu sem er skamt
fyrir norðan Mo.
Norskar skíðamannasveitir
hafa getið sjer góðan orðstír
í baráttunni við Þjóðverja og
valdið miklu manntjóni í liði
þeirra.
Enn nýtt
vopn
Italslra blaðið „Stampa“ birti í
gær þá fregn, að Þjóðverjar
sjeu nú um það bil að taka í notk-
un nýtt vopn.
Blaðið segir, að Þjóðverjar ætli
að setja upp í hafnarborgunum í
Frakklandi langdrægar fallbyssur
af nýrri gerð, sem sjeu stærri og
kröftugri en fallbyssur, sem þekst
hafa til þessa.
Bretar semja
við Rússa
Sir Stafford Cripps er lagður
af stað til Moskva, sem for-
maður breskrar nefndar, til þess.
að semja um viðskiftamál milli
Sovjet-Rússlands og Bretlands.
Ilefir hann í för með sjer marga
aðstoðarmenn og sjerfræðinga.
Sir Stafford Cripps hefir jafn-
an verið málsvari Stalinstjórnar-
innar í Englandi.
Qu isl i ng
lítilsvirtur
Bretar efla
landvarnirnar
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Stofnað hefir verið sjerstakt
landvarnalið í Englandi, sem
skipað verður mönnum á aldrinum
frá 18—19y2 árs.
Ilerliði þessu verður falið sjer-
stakt hlutverk. Jafnóðum og her-
mennirnir verða tvítugir, samein-
ast þeir meginhernum.
í gær voru skrásettir í breska
herinn menn á 28 ára aldri. Meðal
þessara manna mun hafa verið
tveggja miljónasti hermaðurinn í
breska hernum.
^ ænska blaðið „Östgöten“ birt-
O ir frásögn manns, sem ný-
kominn er frá Noregi, og lætur
hann svo ummælt, að áhrifa Quisl
lings. og flokks hans „Nasjonal
samling“ gæti nú ekki lengur í
stjórn Oslóborgar. Til dæmis getur
liann þess, að þýsku hernaðaryfir-
völdin sýni Quisling opinskáa lít-
ilsvirðingu, þegar hann á erindi á
Grand Hotel, þar sem þau hafa að-
setur sitt.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband ungfrú ÞÓr-
unn Egilsdóttir verslunarmær og
Asgrímur P- Lúovígsson hús-
gagnabólstrari Heimili ungu hjón
anna er á Túngötu 49.