Morgunblaðið - 26.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. maí 1940.. Agætur árangur af sundviku Blaða- mannaf j elagsins SUNDVIKU Blaðamannafjelagsins lauk í gær og voru bæði nemendur og kennarar sammála um að betri árangur hefði náðst á þessu námskeiði en hægt var að gera sjer vonir um, á ekki lengri tíma. Á fimta hundrað manns tóku. þátt í námskeiðinu. Nokkrir, sem höfðu látið skrá sig gengu úr á síðustu stundu. Samstarf kennaranna og nemenda var með ágætum. Hafa sundkennar- arnir, ungfrú Sigríður Sigurjónsdóttir og Jón Pálsson sýnt frá- baBran dugnað og áhuga fyrir starfi sínu. Kennararnir sögðu mjer, að best hafi verið að kenna ung- lingum á aldrinum 10—14 ára og hafi þessum aldursflokki miðað einna lengst áfram í sun- kunnáttu. Allir, sem byrjuðu námskeið- ið ósyndir, kunna nú sundtökin á landi og margir geta fleytt sjer og kunna til fullnustu fót- tökin í vatninu. Allir hafa van- ist vatninu og fengið nausyn- legustu undirstöðu undir frek- ara nám. SKRIÐSUNDIÐ í skriðsundi hefir náðst ágæt- ur árangur. í flokki, sem 1 voru í syntu 8 í gærmorgun 25 m. skriðsund. Enginn þeirra kunni nema bringusund í byrjun nám- skeiðsins. Nú er um að gera fyrír þá, sem byrjað hafa á þessu nám- skeiði að hætta nú ekki, heldur halda áfram sundnáminu og sundiðkunum. Sundhöllin hefir sent öllum þáttakendum námskeiðsins eft- irfarandi brjef: BRJEF SUNDHALLAR. FORSTJÓRANS Kæri sundnemandi. Nú hafið þjer, sem þátttakandi í wSundviku Blaðamannaf jelagsins“ , lært undirsteðuatriði sundíþróttar- innar og fengið tækifæri til að venj- ast því að vera í vatni, allflestir kunna orðið mjög vel við sig í því. . En sundíþróttin er list, sem ekki er hægt að tileinka sjer fyrirhafnarlaust, ; það þarf æfingu og áhuga til að ná góðum árangri. Vjer viljum leyfa oss, nú þegar námskeiði þessu er lokið, að ráð- leggja yður að hætta nú ekki, þó þjer hafið náð góðum árangri á „S'und- tyikunni“ — heldur halda áfram að æfa og iðka sundíþróttina. Óhætt er að segja að námskeið þetta hafi tekist ágætlega, framar öllum vonum, og hefír veríð ánægjulegt að sjá þann . mikla áhuga er þáttakendgr hafa sýnt. Að sjálfsögðu verður það ávalt mis- jafnt hvað fólk þarf mikla tilsögn í sundi. Almenn sundnámskeið standa yfir árið um kring í Sundhöllinni, og er hægt að taka þátt í þeim um lengri eða skemri tíma, þá hefir sú nýbreytni verið tekin upp, að hafa sundkennara til leiðbeininga á fimtudagskvöldum kl. 8—9, fyrir þá baðgesti er þess óska, og er sú kensla ókeypis. Þetta hefir orðið mjög svo vinsælt hjá bæj- arbúum. Vafalaust hafið þjer nú, kæri sund- nemandi fundið hve hressandi og á- nægjuleg sundíþróttin er. Væri oss) kær að sjá yður sem oftast í Sund- j höllinni. Munið að það mun veita yð- j ur aukið öryggi, er einhver hin besta . heilsuvemd sem völ er á og mun gefa yður margar ánægjustundir, ef þjer kunnið og iðkið sundíþróttina. Vinsamlegast, Forstjóri Sundhallarinnar. Ath. Upplýsnigar um sundkenslu fást alla virka daga kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. á skrifstófu Sundhallarinn- ar, sími 4059. Kornræktin FRAMH. AF ÞRIÐJTT 3ÍÐU um o. fl. einærum belgjurtum, sem ætlað er að undirbúa sand- inn fyrir komandi grasfrærækt, kornyrkju og kartöflurækt. — Ennfremur er þarna sáð smára- fræblöndu og venjulegri gras- fræblöndu í nýunninn sandinn. Er ætlast til, að forræktun belg- jurtategundanna geti næsta ár haft hagkvæm áhrif á þessa tvenskonar túnrækt, er sáð verð- ur næsta ár. STÓRFELD AUKNING KORNRÆKTAR — Hvað búist þjer við, að kornrsektin verði mikil í ár? — Frá Sámsstöðum hafa alls verið seld 8 tonn af byggi og höfrum til þroskunar, um 3 tonn frá Birtingaholti, og vitað er að selt hefir verið útsæði frá Kauf í Eyjafirði og rækt- unarstöð Ræktunarf jelags Norð urlands. Hefir aldrei verið sáð jafnmiklu korni, síðan þessar tilraunir hófust. Jeg geri ráð fyrir, sem Klemens að lokum, að útsæði það, sem sáð var nú í vor á öllu landinu sje um 25 tonn; í fyrra var sáð um 12—15 tonnum. Vestur-Islending- um fagnað FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU er flutti kvæði, er hún hafði verið beði)i að flytja til Sófóniasar Þor- kelssonar, Árni Eylands, Jónas Þorbergsson,. Arni Pálsson, er m. a. lýsti heimsókn sinni vestra 1930 og dálæti sínú á Vestur-ís- lendingum og ættjarðarást þeirra, Steingrímur Arason og Magnús Torfason. Veislan stóð fram til kl. 4 e. h. Þýsk yfirvöld í Noregi hafa nú leyft, að norskir flóttamenn, sem fóru til Svíþjóðar, komi aftur heim til Noregs. Mun hjer vera um að ræða 2500 manns. Landsbókasafnið á nú 147.835 bækur T) itaukaskrá Landsbókasafns- ins 1939 er nýkomin út. Skráin tekur yfir ritauka safnsins 1939 og er henni hag- að eins og áður. Við árslok var bókaeign safnsins 147,835 bindi og 9106 handrit. Af prentuðum bókum hefir safnið á árinu eignast 2122 bindi, þar af auk skylduein- taka, 81 gefins. Stærstur gefandi hefir hr. forlagsbóksali dr. Ejner Munks gaard verið. Handritasafnið hefir aukist um 32 bindi. Gefendur eru: Árni Þorvaldsson Mentaskóla- kennari, Akureyri (2 bindi), börn Páls Árdals, skálds (4), Elín Þorsteinsdóttir, Vestmanna eyjum (1). Háskóli íslands (1), Sigfús Sigmundsson kennari (2), cand. theol. Sigurbjarni Á. Gíslason (4 bindi). Votlorð — og skýrlng 17 rá Carl Finsen forstjóra hefir Morgunblaðinu bor. ist eftirfarandi, til birtingar: Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Carl Finsen, for- stjóri firmans Trolle & Rothe hefir gegnt starfi sínu sem sett- ur framkvæmdastjóri, Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum, með nákvæmni og samvisku semi og hefir ekkert verið út á starf hans að setja, enda hef-< ur hann verið ráðinnáfram sjer. fræðingur stofnunarinnar í tryggingarmálum. Atvinnu- og samgöngumálaráðu neytið, 24. maí 1940. v Ólafur Thors. ★ Morgunblaðið átti tal við Ól- af Thors atvinnumálaráðherra og spurði hvort hann hefði nokkru við þetta, að bæta. —• Nei, engu sjerstöku, svar- aði ráðherrann. Mjer er ánægja að láta hr. Carl Finsen í tje þetta vottorð. |Jeg tel hann í alla staði hæfan til að gegna for- stjórastarfinu í Samábyrgðinni, sakir kunnáttu og starfshæfni. En ástæðan, að jeg veitti hon. um samt ekki starfið var sú, að hann er framkvæmdastjóri fyr- ir öðru vátryggingarfjelagi, er jeg tel ekki samrýmast þessu starfi. Sama ástæða mun hafa valdið því, að fyrirrennarar mínir tveir, veittu honum ekki starfið. Sláturfjelag' Suðurlands. Það var misskilningur, sem sagt var í blaðinu í gær, að aðalfundur Sf. SI. hafi verið haldinn þessa dag- ana. Ákvörðunin um uppbótina á gærur Og kjöt var fyrir nokkru tekin á stjórnarfundi Sf. Sl. og uppbótin útborguð á deildarfull- trúafundi, sem haldinn var við Olfusá s.I. fimtudag. Gengið í gær: Sterlingspund 20.77 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Franskir frankar 11.76 — Svissn. frankar 145.97 Fímttigttr á morgan Eínar Jónsson, magíster Einar Jónsson magister á fim- tugsafmæli á morgun. Hann er einn af þeim mönnum, sem jafnan láta Htið yfir sjer, en þar sem hann er, þar er hann altaf heill og sannur. Hann gekk sína útmældu menta- braut og tók síðan upp kenslu- störf hjer í bænuni að magister- prófinu -loknu. Hefir hann rúmlega 2 áratugi' starfað að þýskukenslu hjer í bænum, við Verslunarskól- ann, Stýrimannaskólann, Vjel- stjóraskólann og víðar. Ilann var önnur hönd Jóns heitins Ófeigs- sonar við samning þýsk-íslensku kenslubókarinnar, og álitu margir að hann væri sjálfkjörinn eftir- maður Jóns við Mentaskólann að honum látnum. En þar starfaði Einar aðeins skamma stund. Einar er frábærlega vandaður og samviskusamur maður við hvert það verk er hann vinnur og eindreginn í skoðunum í hverju því máli ér hanri lætur sig skittft. Hann'er hinn öruggasti fjélagi í sínum hóp, og virða menn hann, mannkosti hans og hæfileika, því meir sem þeir þekkja hann betur. Um það getum við best dæmt, sem höfum þekt hann alt frá skólaárunum. Fyrir skömmu átti Einar við mikla og langvinna vanheilsu að stríða, og var um skeið jafnvel tvísýnt talið um líf hans. En þrautseigja hans og stilling mun þar sem í öðru hafa bjálpað til þess að hann yfirvann sjvikdóm- inn og er nú héill heilsu aftúr. Einar ér maður einbeittur og fylginn sjer, farsæll maður í hverju starfi, og á vonandi margt og mikið óunnið sjer og samtíð sinni ti] gagns. V. St. Nýtt veitingahús. Egill Bene diktsson veitingamaður opnar 1 kvöld veitingasalina í Oddfellow og verður þar dansað á hverju kvöldi eftirleiðis. Hljómsveit Aage Lorange leikur í veitingasölunum. Salarkynni í Oddfellow eru góð og Egill veitingamaður og frú hans Margrjet eru viðurkend og vinsæl meðal allra, er við þau skifta, sök- um lipurðar í öllum viðskiftum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í dag á Áusturvelli kl. 3^2, ef veð- ur leyfir. Stjórnandi Albert Klahn. Leikur hún m. a. K. R.- marsinn eftir Markús Kristjáns- son, Standchen eftir Schubert, Finlandia eftir Sibelíus, Aases Död úr Per Gynt eftir E Grieg, Kínverskt serenade eftir Siede, íslensk lög og Abschied der Gla- diatoren, mars eftir Fucik. Mæðradagurinn Merki dagsins seld allan dag- inn. Sölubörn komi frá klukkan 9 á þessa staði: Miðbæjarskólann (norðurdyr), Grænuborg, Vestur- borg, Þingholtsstræti 18, Laugar- nesskóla og Skildinganesskóla. Góð sölulaun. AUGAÐ hvílist TIIICl £ með gleraugum frá * KOLASALAN §1. Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. Verndið heilsu barnsins yðar. Kaupið kerrupoka frá Magna. Sólskinssápa, Radion, Rinso, Vim-ræstiduft, Lux sápuspænir. Laugaveg 1. Útbú: Fjölnisveg 2. y A A oooooooooooooooooo SKERMUM, SILKIKÖGRI LEGGINGUM Shermabúðin Laugaveg; 15. Morgunblaðið með morgunkaffinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.