Morgunblaðið - 26.05.1940, Síða 3

Morgunblaðið - 26.05.1940, Síða 3
Sunnudagur 26. maí 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 KORNRÆKTIN ALDREI MEIRI EN NÚ í ÁR Lækka kolin bráðjega ? Farmgjöld lækkandi Hinar margþættu tilraunir á Sámstöðum Allar líkur benda til þess, að kolaverðið geti Iækkað til muna á næstunni. Stafar það af því, að farmgjöldin virðast hafa lækkað verulega. Skýrðí einn af skipamiðlurum í bænum Morgunblaðinu svo frá í gær, að tilboð væru komin í tvo kolafarma í Englandi, og væri farmgjöld þar stórum mun lægri en verið hefir. Nemur lækkunin alt að 40%. Að vísu verður ekki af þessu ráðið, sagði skipamiðlar- inn, hvort hjer er um að ræða sjerstök tilfelli, t. d. vegna þess að þessir skipsfarmar hafi átt að fara til annara stað, en ekki komist þngað. En skipamiðlar- inn bætti við, að alt benti til þess, að framboð væri nú svo mikið á skipum í Englandi, að farmgjöld væru verulega lækk- andi. Kolaverslanir í bænum hafa nú fyrirliggjandi mjög litlar kolabirgðir, svo að verðlækkun- in, vegna lækkandi farmgjalda ætti að geta komið almenningi til góða, í lækkuðu kolaverði. Varla þarf að gera ráð fyrir því, að stjómarvöldin eða hin- ar opinberu stofnanir leggi hindranir í vegi þess, að hingað fáist ódýr kol. En sjálfsagt er, að fylgjast vel með öllu, sem gert verður í þessu efni. Reykjavíknrinófið: Valur og K, R. í dag Fram og Víkingur á morgun Reykjavíkurmótið heldur á- fram í kvöld og keppa Valur og K. R. Hefst leikurinn klukkan 8.30. Það er ekki vafi á því, að þetta verður skemtilegur leikur, því ekki aðeins þurfa K. R.-ingar að berjast fyrir að sigra Yal, heldur og möguleikunum á að sigra á sjálfu mótinu, því tapi þeir í kvöld, eru lítil líkindi fyrir þá til sigurs. Annað kvöld keppa Fram og Víkingur. Einnig er búist við skemtilegum leik þá, því samkv. gömlum vana má búast við hörð- um leik milli þessara fjelaga. Klemens Kristjánsson segir frá KORNRÆKTIN verður nú í ár með langmesta móti, ef ekkert óvænt óhapp kemur fyrir. Mun láta nærri, að útsæðið, sem sáð var nú á öllu landinu, hafi verið um 25 tonn, á móti 12—15 tonn- um í fyrra. Þetta sagði Klemens Kristjánsson kornræktarfræð- ingur tíðindamanni Morgunblaðsins í gær. Hann skýrði einnig frá ýmsu í sambandi við tilraunir hans á Sámstöð- um og víðar og fer hjer á eftir aðalefnið úr frásögn hans. Vorið, sem af er, var mun kaldara en í fyrra, segir Klem- ens. Þessvegna var nú ekki unt að byrja kornsáningu fyr en 24. apríl, en undanfarin 13 ár hefir altaf verið hægt að sá 20. apríl. Frostkastið, sem kom nú viku fyrir sumarmál var orsök þessa. Klakalagið í jörðu var á fimta þumlung og var jörð ekki nægii lega þýð til sáningar fyr en 24. apríl. Var sáningu lokið 8. maí. KORNRÆKTIN Á SÁMSSTÖÐUM -— Hvaða korni var nú sáð á Sámsétöðum? -— Það var sáð hafrategund- um til þroskunar í tæpa 4 há«, einnig tví- og sex-raða býg'gi í 4,6 ha. Alls ér því kornlandið á Sámsstöðum um 8,6 ha., en var 8,2 ha. í fyrra. Þá var nú einnig sáð jafnhliða bygg- og hafrategundunum vor. rúgi og vor-hveiti, sem þroskað- ist s.l. sumar. Sáð varí800 ferm. hveiti og 400 ferm. rúgi og eru þetta tilraunir með ýms afbrigði þessara tegunda. Sáð var og nú, nýrri jurt, sem ekki hefir áður verið reynd hjer á landi. Það er svonefnd sætlupin. Þetta er afbrigði, sem er laus við þau eiturefni, sem er í venjulegum lupinum. Jeg fekk jurt þessa frá Danmörku, en þangað er hún komin frá Þýskalandi og var fundin þar með kynbætum. Þetta er belg- jiírt' og því prýðilegt fóður; getur orðið 60—80 cm. á hæð. Henni var sáð til grænfóðurs með höfrum og einnig sjer, til þess að vita hvort hún getur náð þroska hjer. En auk hinnar venjulegu korn yrkju, hefir ‘verið sáð margs- konar tilraunum með sáðtíma byggs og hafra, svo og tilraunir með ýmiskonar kornafbrigði, sáðmagn, inniræktun vorhveitis og gróðursetningu þess úti, er hlýnar í veðri. KARTÖFLUR OG RÓFUR Þá er einnig í þann veginn lokið sáningu kartafla í l1/^ ha. og gulrófna o. fl. teg. græn- metís í i/2 ha. Tilraunirnir í kartöflurækt eru aðallega með ýms afbrigði og eru þau nú 25 talsins. — Einnig ýmiskonar áburðartil- raunir í sambandi við kartöflu- ræktina og loks tilraunir með yaxandi kalí og tröllamjöl. GRASFRÆRÆKTIN — En hvað er að segja um grasfræræktina ? — Hún tekur nú um þriggja ha. lands og auk þess er sáð í vor í % ha. Hjér eru sömu tegundir og áður hafa borið fræ, svo sem túnvingull, hávingull, háliða- gras, rýgresi og mjúkfax og ýmsar aðrar tegundir í smáum stíl. Einnig er sá smáragras- fræblöndu í ca. 1 ha. Eru það að mestu leyti tilraunir með sáð- tíma Aænjulegra fræblöndu og smárablöndu. Og auk þess til- raunir með ýmsa stofna af rauð og hvítsmára. í túnræktinni eru gerðar( margvíslegar tilraunir með inn- lendar og erlendar fræplöntur,; áburð þeirra o. m. fl. ÁSÖNDUNUM Á RANGÁRVÖLLUM Byrjað er á nýjum tilraununa, þar sem sáð hefir verið í sand- inn vestan við Eystri-Rangá. Til- gangurinn með þessum tilraun- um er sá, að komast að raun um hvort unt er að rækta sand- inn með þeim nytjajurtum, sem þroskast vel annarstaðar við venjuleg skilyrði. Hefir vepið girt þarna 42 ha. land, en að þessu sinni var sáð í 3600 ferm. Þarna var sáð 5 grastegund- um til fræræktar, byggi og höfrum til þroskunar, sætlup- inu til þroskunar og grænfóð- urs, norskum baunum til þrosk- unar og grænfóðurs, með höfr- FR'AMH. Á SJÖTTTJ SÖ>U. Vestur-íslend- ingum fagnað Árdegisveisla að Hótel Borg T gær efndi Þjóðræknisfjelag fs- lands til árdegisveislu að Hót- el Borg. Þangað var þeim merku Vestur-íslendingum boðið, sem hjer eru nú staddir, þejin Gunn- ari Björnssyni. Ásmundi Jóhanns- syni, Árna Eggertssyni og Sófón- íasi Þorkelssyni. -fTOH Þar var ríkisstjórnin og niargt manna. Jónas Jónsson stýrði hóf- inu fyrir höud st jórnaj- Þjóðrækn- iffjelagsins, og, bauð gestina vel- kpnina, en Thor Thors; sem er fyrsti hvatamaðnr að stofnun Þjóðræknisfjelagsins hjer, flutti ræðn fyrir minni heiðursgestanna. Þeir tóku allir fjórir til máls, Ásmundur Jóhannsso^; er m. a. mintist starfs Þjóðræknisfjelagsinfe vestra og lýsti gleði sinni yfir því, að starfið væri hafið hjer heima, til þess að mink%f jarlægð- ina yfir hafið. Gunnar Björnsson hjelt ræðu, sem mönnum verður niinnisstæð, þar sem haun fljett- aði saman græskulaust gaman og þunga alvöru., Ilaun Jrap á hve fjai’lægur hann hefði verið ís- landi, hve lítil bein kynni liann hefði haft af landinu, hann fór hjeðan á 4. ári, en hver setning, sem hann sagði, hver hugsun, sem hann lýsti bar vitni á nióti hon- um að því leyti, sem málfar hans og öll framkoma er rammísleusk Haniií sagði frá löndunuin vestra, kem lifað hafa þar áratugi, en þó aldrei í hugannm frá' íslamdi far- ið. Gunnar er eftirminnilegur maður, hvar sem hann kemur og hvar sem hann fer. Ái*ni Eggertsson talaði m. a. urú hinar miklu og ánægjulegu fram- farir, sem hjer hafa orðið frá því haun kóm hjér fýrst 1^3, en SófóbíJis Þorkelsson flutti veislu- gestum kveðju frá Þjóðræknisfje- laginu vestra og afhenti 4 við- stöddum veislugestum skírteini um það, að þeir værn kjörnir heiðursfjelagar Þjóðræknisfjelags- ins vestra, þeim frk. Halldóru Bjarnadóttnr, Ásgeir Ásgeirssyni, Jónasi Jónssyni og Thor Thors. Auk þess tóku til máls: Her- mann Jónasson forsætisráðli., frú Elinborg Lárusdóttir skáldkona, frajœh. á sjöttu séðu Furðuleg ráðstöfun O undhöllin tilkynnir hjer í blað inu í dag, að „fyrst um sinn“ verði ekki hægt að taka á móti baðgestum frá kl. 11 til 1, alla virka daga. Samkvæmt upplýsingum, sem, Morgunblaðið hefir fengið, er ástæðan sú, að nokk’ur hundruð breskra hermanna, eiga að fá þi'ifaböð í Sundhöllinni þessa tvo tíma. daglega. Þessi ráðstöfun á SundhölKnni er, furðuleg. Ef ekki befir verið komist hjá því, að leigja Sund- höílina til þessa, var vitanlega sjálfsagt, að nota til þess kvöldið, eftir hinn almenna lokunartíma. Hitt hefði líka verið skárra, að taka lireiiilega einn dag vikulega, handa hermönnunum. En að Joka Sundhöllinni þann tíma dags, sexti sól er hæst á lofti og er því best- ur til sólbaða, er svo furðuleg ráð- stöfun, að engu er ‘líkara en að óvitar hafi þessu ráðið. Verður að breyta þessu tafarlaust. Veðreiðar ,Fáks‘ I dag 17 eðreiðar „Fáks“ á Skeið. * vellinum við Elliðaár fara fram í dag og hef jast klukkan 2 síðdÁ Meðkl þeirra gæðinga, sem keppa, eru methafinn í 350 m. stökki, „protning", eign Þor- geirs jónssönar frá Varmadal og ,,Geisir“, er vann 1. verð- laun í 350 m. stökki í fyrra vor. ,,Geisir“ er nú í eign Hesta- mannafjalagsins ,,Fáks“ eg hef- ir fjelagið efnt til happdrééttis um hestinn. Verður dregið í happdrætti þessu á morgun, en happdrættismiðar verða seldir í dag. Veðþankinn verður starfrækt- ur eins og undanfarin ár. Hljóðfærasláttur og veitingar verða allan daginn. Ferðir verða með strætisvögn- unum. ,,, ot Konsert Tónlistar- skólanemenda i dag *-»að fer nú víst að fækka þeim tækifærum, sem gef- ast til þess, ^ð, hlusta á hljóm- leika. Tónlistarfjelagið hefir t. d. orðið að fresta hátíðar hljým leikunum, sem ákveðnir voru í tilefni af 10 ára afmæli Tón- listarfjelagsins. En í dag gefst mönnum þó kostur á að heyra sjerstaka hljómleika, en það er hinn ár_ legi „konsert" nemenda Tón- listarskólans. Hafa þessir hljó'm leikar alveg sjerstaka þýðingu, því að þar koma fram bestu nemendur skólans, þeir sem lík- legir eru til þess að verða fremstir hjer á landi á sviði listar sinnar, þegar fram líða stundir. Það er því sjálfsagt að sækja þessa hljómleika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.