Morgunblaðið - 26.05.1940, Side 5
<aóii
Sunnutlagur 26. maí 1940,
5
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjórar:
Jðn Kjartansscn,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Auglýslngar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýslngar og afgreiSsia:
Austurstræti 8. — Simi 1609.
Áskriftargjald-: kr. 3,60 á mánuBl
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
t iausasölu: 20 aura eintakiB,
26 aura meö Lesbök.
Reykjauíkurbrief
Mæðrablómið
ÞAÐ hefir lengi verið á-
hyggjuefni fjölda mæðra í
JReykjavík, að þurfa að láta
börnin alast upp hjer á götunni,
oft meira eða minna sjálfala og
umhirðulaus.
Með margskonarhjálparstarf-
semi hefir verið reynt að ráða
bót á þessu og hafa ýmsir á-
hugasamir einstaklingar unnið
þar mikið og gott starf. Stór-
virkust hefir þar verið starf-
■semi barnavinafjelagsins Sum-
-argjöf, sem hefir í mörg undan-
farin ár rekið hjer í bænum
dvalarheimili fyrir börn yfir
sumarmánuðina. Hefir þetta
verið ómetanleg stoð fjölda
heimila.
En nú er ástandið þannig í
•okkar bæjarfjelagi, að alt kapp
verður á það að leggja, að koma
sem fLestum börnum til dval-
Æir utan bæjar — upp í sveit.
I>arf engra skýringa á því, hvað
þessu veldur; þær eru í vitund
allra.
Af þessum ástæðum munu
bæjarbúar telja skyldu sína, að
styrkja að þessu sinni betur en
nokkru sinni áður, sjerhverja
þá viðleitni, sem gengur út á
það, að koma börnum til dvalar
í sveit, hvort heldur það er um
Jengri eða skemri tíma. Það er
skylda allra Reykvíkinga, að
örfa þessa viðleitni, styrkja
hana og efla.
1 dag fer fram hjer í bænum
almenn fjársöfnun í þessu skyni.
Mæðrablómið verður selt á göt-
unum. Það er Mæðrastyrks-
nefndin, sem gengst fyrir fjár-
söfnuninni á sama hátt og áð-
ur, en hún hefir að undanförnu
haft forgöngu í því, að koma
mæðrum og börnum höfuðborg-
arinnar til dvalar í sveit á
, sumrum.
Það þarf vonandi ekki að
minna Reykvíkinga á skylduna
;í dag, eða endranær, þegar til
þeirra er leitað í sama augna-
miði. En nauðsynin hefir aldrei
verið brýnni en nú. Ekki getur
það dregið úr ánægjunni, við
að styrkja viðleitni Mæðra-
styrksnefndar, að þreyttar
mæður fá að fara með börn-
unum, til hressingar og hvíldar
:í svéit.
Erfiðleikarnir hafa verið
margir og miklir hjá fjölda
mæðrum í Reykjavík undanfar-,
ið, vegna atvinnuleysis og sí-
vaxandi dýrtíðar. Ofan á þessa
erfiðleika bætast nú áhygg.i-
urnar út af barnahópnum, sem
eiga engan annan dvalarstað
utan húss, en götuna.
Hjálpumst öll til þess, kæru
Reykvíkingar, að barnahópur-
inn, sem kemst til dvalar í sveit
í sumar, verði stærri en nokkru
sinni áður. Látum ekkert tæki-
færi ónotað, til þess að þetta
megi verða.
í Norður-Frakklandi.
Síðustu viku hafa stórtíðindin
gert í Norður-Frakklandi og
vestanverðri Belgíu. Þar hefir
hinn þýski her sótt fram með
hraða sem mönnum hefir komið á
óvart. Á þriðjudag voru fram-
hersveitir komnar alt vestm- að
mynni Somme-fljóts, og var þýsk-
ur her þá kominn á þrjá vegu
umhverfis her Bandamanna, sem
þar var fyrir norðan. Síðan hafa
þýskar hersveitir fikað sig áfram
norður með Ermarsundsströnd til
Calais. En herdeildum Banda-
manna, sem umluktar eru fjand-
mannaher, hefir ekki tekist enn
að loka leiðinni að baki þessa
framsóknarhers Þjóðveria með því
að loka hliðinu sem Þjóðverjar
gerðu í varnarlínu Bandamanna,
en það er á milli borganna Arras
og Amiens.
Samanburður.
Arás þýska hersins á Norður-
Frakkland er gerð með
nokkuð öðrum hætti nú en var
i'1914. En í bæði skiftin hef-
ir hún verið framkvæmd sam-
kvæmt hinu svonefnda v.
Schlieffen-plani, sem í aðalatriðum
er þetta, að á meðan vinstri arm-
ur hersins lætur sjer nægja að
veita viðnám er stórkostlep árás
gerð með hægra arminum að norð-
anverðu inn yfir Beigíu og þaðan
suður yfir Frakkland, með það
fyrir augum að sópa liði Frakka
á undan sjer inn yfir landið til
suðurs og síðar suðaustur alla
leið til svissnesku landamæranna.
Hin hraða innrás Þjóðverja
1914 var stöðvuð rjett áður en
hún náði til Parísar og var það
orustan við Marne sem rjeði iir-
slitum þá, og í raun og veru úr-
slitum ófriðarins, þó væru ekki
iögð niður fyrri en rúmlega 4 ár-
unx síðar.
Marne 1914.
Von Moltke, sem var yfirhers-
höfðingi Þjóðverja árið 1914,
er sakaður um að hafa „útvatn-
að“ Schlieffen-planið með því að
látá hægra arminn ekki sækja
fram eins langt til vesturs og gert
hafði verið ráð fyrir, og gera
j Frökkum á þann, hátt mögulegt
* að ráðast á þýsku hersveitirnar
, frá hliðinni að vestan. En þetta
var það, sem franski herinn und-
ir stjórn Joffres gerði hjá Marne.
Innrásin snerist snögglegi
í undanhald. Þýskur liðs-
afli, sem lengst var kominn,
varð skyndilega að snúa við og
eftir það undanhald kom meiri
stöðvun á víglínuna, sem hjelst
tiltölulega óbreytt alt þangað til
Þjóðverjar gerðu örvæntingar-
árás sína í lok ófriðarins og
Bandamenn gerðu síðan gagnárás,
sem rjeði úrslituifi.
I þetta sinn,
TTln nú fóru Þjóðverjar öðru-
^ vísi að. Nú fylgja þeir
„endurbættu1 ‘ Sshlieffen-planina
með því að sækja alla leið vest-
ur til strandar og slá með því
tvær flugur í einu höggi.
Þeir girða með því fyrir, að
franskur her komist noi’ður milli
þeirra og sjávar, og ógni þeim
baka til. Og nú er talið að þeir
hugsi til árásar beina leið yfir
Ermarsund, að fordæmi Vilhjálms
bastarðar er sigraði Breta heima-
fyrir 1066.
Jafnframt vinna þeir það, við
að komast til Ermarsundshafn-
anna, að alt samband torveldast
milli Breta og Frakka, og hætr
við, að liðstyrkur, sem Frakkar
fái frá Bretum, verði ekki svo
mikill eins og ráð var fyrir gert.
í Englandi.
Otrax í haust lieyrðist orðróm-
rómur um það, að Þjóðverjar
hugsuðu sjer að reyna innrás í
England. En um mikilsháttar ráð-
stafanir Breta, sem miðuðu að
vörnum gegn slíkri árás frjettisí
lítið. Það var ekki fyrri en í ræðu
Chamberlains fyrv. forsætisráð-
herra, þegar hann tilkynti brott-
för breska hersins úr Suður-Nor-
egi, að umheimurinn fjekk að
vita, að Bretar teldu slíka heim-
sókn líklega; þeir gerðu ráð fyrir
iienni.
En ráðstafanir Breta-stjórnar
síðustu vikurnar virðast mjög
miða að því, að búa bresku þjóð-
ina undir tilraun Þjóðverja til að
koma her yfirum til Englands.
Ilefir mjög verið hert á þeim
þessa viku, enda hefir löggjöf
Breta aldrei stigið annað eins spor
eins og nú, er pariamentið sam-
þykti skyndilega að stjórnin
skyldi, í þágu landvarnanna fá
umráðarjett yfir öllum þegnum
þjóðfjelagsins og öllum þeirra
eiguni. Svo treg er hin frjáls-
lynda breska þjóð til slíkra þving
unarráðstafana, að af fyrri styrj-
öldinni voru liðin tvö ár, áður en
Bretar lögleiddú almenna her-
skyldu. En nú eru þær gömlu
érfðavenjur svo gersamlega settar
til liliðar af illri nauðsyn, að
þjóðin öll, liver sem vetlingi get-
ur valdið, er skyldaður til að
leggja fram krafta sína og eigur,
eftir því sem stjórnarvöldin við
þurfa.
Nazistar hafa haldið því fram,
að hjer sje um ófrið að ræða sem
beinist gegn öllum, jafnt herliði
sem óbreyttum borgurum, ungum
sem gömlum. Eðlileg afleiðing af
því er sú, að hver einstaklingur
taki þá líka sinn virka þátt í
baráttunni fyrir lífi og tilveru
sinni og heildarinnar. Almenning-
ur í Bretlandi tekur þessum síð-
ustu ráðstöfunum styrjaldarstjórn-
ariunar með einhuga festu.
Heima og erlendis.
Enn eiga sumir menn hjer á
landi erfitt með að átta sig
á, að Island sje ekki eins og fyrr
á tímum, smáheimur útaf fyrir
sig. Að við höfurn dregist með inn
í hringiðu heimsviðburðanna. Að
þau stórtíðindi, sem eru að
gerast hafa eða geta á livaða
augnabliki sem er haft bein og
skjót áhrif á það, sem hjer er að
gerast. Og það sem hjer gerist er
þáttur, sem betur fer þó mjög smá
vægilegur, af viðureigninni miklu
í álfunni.
Frá hinu breska setuliði, sem
hjer er, er ekkert markvert að
frjetta. Það lifir hjer sínu lífi að
mestu utan við daglegt líf þjóð-
ariniiar. Er það sýnt að þessir að-
komumenn vilja láta sem minst á
sjer bera í landinu.
Alt fyrir það verða menn að
gera sjer alveg fulla grein fyrir
þeim aðstöðumun okkar sem orð-
inn er, frá því liðið kom. Enda
eru menn alveg einhuga um að
gera þær ráðstafanir sem hægt er
að gera til þess að leiðbeina og
verða almenningi til aðstoðar ef
t. d. loftárás ber að höndum. Þær
ráðstafanir ná þó aðallega til
Reykvíkinga. En ekki verður
sjeð að slíkur viðbúnaður geti
ekki eins komið til greina í sum-
urn öðrum kaupstöðum landsins.
Viðskiftasamningarnir.
]Vr ú fer tírninn ískyggilega að
' styttast til síldveiðanna, ef
úr þeim á að verða. Bíður allur
almenningur í landinu eftir því
með mikilli óþreyju, hvernig tekst
með samninga við Breta um kaup
á síldinni. Opinn er nú markaður
utan Bretlands fyrir 10% af
venjulegum saltsíldarafla og ekki
meir, en það er síldin sem seljanleg
hefir verið í Ameríku. En fyrri
markaðir fyrir síldarolíu og síld-
armjöl lokaðir að heita má með
öllu. Samninganefndin hjer vinn-
ur að því að fá niðurstöðu í þessu
mjög mikilsverða máli. Búast má
við því, að ef útgerð á að takast,
þurfi verðið á afurðunum að verða
nokkuð hátt, því kostnaður á öll-
um sviðum hefir aukist mikið.
Og svo er hitt, að tími til þess
að útvega sjer ýmsar útgerðarvör-
ur er orðinn ískyggilega stuttur,
ef úr útgerð á að verða. Má segja
,að hver dagur sje orðinn dýrmæt-
ur fyrir þann undirbúning. Út-
gerðarmenn þurfa að gera það
upp við sig, hvort þeir vilji leggja
út í útgerð með því verði, sem
fyrir afurðirnar kann að fást, og
'bankarnir að gera út um það,
hvort, lánandi sje til útgerðarinn-
ar. —
Samningamenn hafa setið fram
á nætur til að vinna að þessum
málum. En úrslitavaldið er í
London.
ísfisksalan.
I sfisksala togaranna var í fyrri
* viku hörmulega lág, en fór
hækkandi síðastliðna viku. Veru-
legur ljettir er það fyrir þá sem
gera út á ísfisk, að innflutnings-
tollinum á ísfiskinum er nú loks
afljett. Ilefir ekki verið við það
komandi að fá tilslakanir á þess-
um tolli síðan hann kom, en hann
er sprottinn af Ottawasamþykt-
þyktinni, og það er ekki síst vegna
andstöðu frá samveldislöndum
Breta, að engar ívilnanir hafa
fengist fyrr í því máli.
Togararnir hafa nú undanfarið
verið sumir í Jökuldjúpi, og veitt
misjafnt, aðrir norður á Ilala og
enn aðrir komnir norður í Reykja-
fjarðarál. Hefir afli verið þetta
sæmilegur til þess að gera á ís-
fiski.
Sveinn Björnsson.
Með Dettifossi komu nú í vik-
unni nokkrir góðir gestir
frá New York. Þar á meðal var
Sveinn Björnsson sendiherra, er
ríkisstjórnin kvaddi hingað heim
um það leyti sem Alþingi sleit
sambandinu við Danmörku. Var
Sveinn hingað kvaddur til ráða,
sem reyndasti íslendingurinn á
sviði utanríkismálanna, nú þegar
utanríkismálin eru að öllu leyti í
okkar höndum. Um ráðagerðir rík-
isstjórnarinnar í þeim málum í
sambandi við komu sendiherrans
er ekki kunnugt enn.
25. maí
^iiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmittnimmiutr
Aðalræðismaður
Bandaríkjanna.
Með sama skipi kom hinn ný-
útnefndi aðalræðismaður
Bandaríkjanna Mr. B. E. Kuni-
holm, ásamt fjölskyldu sinni.
Hann er hinn fyrsti fulltrúi Banda
ríkjanna, sem hingað hefir verið
sendur. Er alveg sjerstök ástæða
til að fagna þeirri viðurkenning
Bandaríkjanna í okkar garð, sem
felst í útnefningu þessa manns
hingað.
Mr. Kuhniholm er af norræn-
um ættum. Hann er gerfilegur
maður og sýndi það sig strax og
hann var hingað kominn, að hann
hefir mikinn hug á að efla versl-
unarviðskifti okkar við Bandarík-
in. Má óhætt fullyrða að koma
þessa manns hingað geti orðið
merkur viðburður í viðskiftasögu
landsins. Hann hefir skýrt svo
frá, að hann teldi von um, að hægt
væri að fá markað vestra, fyrir t.
d. síldarolíu. En til þess þarf að
vinna liana betur hjer heima, en
gert hefir verið. Hefir verið um
þetta talað hjer undanfarin ár, að
hreinsa þurfi olíuna og jafnvel
herða hana. Ætti það að verða
okkur viðráðanlegt, þó eigi komi
það til mála að leggja út í nein
verksmiðjustórræði þessa stundina.
V estur-í slendingar.
Ofriðurinn og lokun skipa-
leiða vorra til meginlands
Evrópu verður ekki einasta til
þess að beina viðskiftunum vestur
á bóginn. Síðan verslunin leiddi
athygli okkar daglega þangað
vestur eftir, er hið hugræna sam-
band líka orðið meira milli okkar
hjer heima fyrir og Vestur-íslend-
inga. Ameríka er ekki lengur hin
fjarlæga heimshelft, heldur verður
alt okkur nálægar sem þar er. Og
máske á það nú eftir að rætast
betur en nokkurn hefir grunað,
að þessi framsveit fslendinga, sem
sótti yfir hafið fyrir 40—70 ár-
um síðan, eigi eftir að verða þjóð
sinni ekki aðeins til sóma í hin-
um nýju heimkynnum, heldur að
ómetanlegu gagni, þegar fslend-
ingar þurfa á því að halda að
snúa sjer af fylstu alvöru í vest-
urátt.
Þrír mætir Vestur-fslendingar
komu, sem kunnugt er, með Detti-
fossi, Árni Eggertsson,- Ásmundur
P. Jóhannsson og Gunnar Björns-
son. Þeir verða hinir fyrstu boð-
berar til landa vestra um hið
uýja ástand á íslandi, sem getur
orðið til þess að Vestur-íslend-
ingar taki virkari þátt. í hags-
munamálum íslands, en þeir áður
hafa gert eða hugsað sjer að til
mála gæti lromið.
Nýja Bíó hefir sýnt að undan-
förnu og sýnir í kvöld í síðasta
sinn frönsku stórmyndina „Beet-
hoven“. Myndin sýnir þætti úr
æfisögu tónskáldsins heimsfræga,
Ludwig van Beethoven og tildrög
þess, er helstu stórverk hans urðu
til. Hinn heimskunni franski
skapgerðarleikari Harry Baur
leikur Beethoven. Þótt hjer sje um
franska mynd að ræða, hefir hún
átt ákaflega miklum vinsældum
að fagna hjer, svo að fáum frönsk
um myndum hefir verið tekið jafn
vel. Hljómleikana annast hljóm-
sveit Parísar tónlistarskólans, und
ir stjórn Pliilippe Gaubert.