Morgunblaðið - 30.06.1940, Blaðsíða 3
3
Sunnudagur 30. júní 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
Öxnadalsheiðarvegur.
100 þúsund-
irnar trygðar
Hvemig gengur með útvegun
lánsfjárs til Öxnadalsheið-
arvegar?, spurðun?. vjer Sigurð
Eggerz bæjarfógeta í gær.
— Ágætlega, svarar Sigurður.
Jeg vona, að búið sje að tryggja
þær 100 þúsund krónur, sem
stjórnin samþykti að unnið yrði
fyrir á þessu sumri.
Yerður þá ekki strax hafist
lianda?
— Jú, byrjað verður st-rax að'
vinna. Svo vona jeg að áfram
verði haldið af fullum' krafti næsta
sumar og áfram, uns „járnhraut-
in“ milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar er fullgerð.
Fjðlbreytt skemt
un ð Eiði i dag
Ef veður leyfir
'C’yrsta skemtun Sjálfstæðis-
^ manna að Eiði, á þessu sumri,
verður í dag. Hefst hún kl. 3 e. h.
ef veður leyfir.
Til skemtunar verða ræðuhöld.
og flytja ræður þeir Árni Jónsson
frá Múla, formaður Varðarfjelags-
ins, Ólafur Thors, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Sigurður Egg-
erz hæjarfógeti.
Þá syngur söngflokkur iir Karla
kórnum Fóstbræður. Ennfremur
verða sýndir fimleikar.
Lúðrasveitin Svanur mun og
'skemta.
Má birast við ágætri skemtun
og munn Reykvíkingar án efa
fjölmenna að Eiði ef veður leyfir.
Fyrstu börn-
in fara á
þriðjudag
C' yrsti bamahópurinn á vegum
Rauða Krossins og Bama-
vemdarráðs verður sendur hjeðan
úr bænum á þriðjudag.
Eru það börnin, sem eiga að
dvelja að Laugum' og á heimilum,
í .Suður-Þingeyjarsýslú.
Enn er hægt að ráðstafa nokkr-
um börnum (8—12 ára) á góð
heimili á Norðurlandi.
Athygli aðstandenda yngri
barna (3—7 ára) skal vakin á því,
að dagheimili Sumargjafar hjer í
bænum geta. enn tekið nokkur
börn. Heimilin éru þrjú í sumar.
'rstöðukonurnar veita allar upp-
augar.
Vjelbáturinn ,,Reynir“ slitnaðt
i> af legunni í Keflavík í gær-
aorgun og rak á land. Báturinn
ar- ekki mjög brotinn, og talið
úklegþ að hann myndi nást út,
’ veður versnaði ekki.
Brúin á Eskifjarðará sóp-
ast burt í vatnsfióði
Stótleld tjón I Eskiljarðarkaup-
túni af völdum vatnshlaups
STÓRFELDAR skemdir hafa orðið af vatnsflóð-
um í Eskifirði. Brúin - á Eskifjarðará hefir
sópast burtu. Stífla rafmagnsstöðvarinnar
sömuleiðis. Fiskreitir eyðilagst og mikið af fiski, sem á
þeim var. Kálgarðar og tún einnig.
Þessi miklu flóð byrjuðu um kl. 2 aðfaranótt laugardags og
stóðu látlaust til kl. um 10 á laugardagsmorgun. Fólk varð að
flýja úr húsum víða á Eskifirði, því að kjallarar fyltust af
vatni.
Tíðindamenn Morgunblaðsins í Eskifirði og Seyðisfirði
skýrðu þannig frá þessum flóðum.
Stórfeldar rigningar hafa ver-
ið á Austfjörðum síðustu dag-
ana. Snjór var talsverður í fjöll-
um og kom þessvegna þrátt mik-
ilT vöxtur í ár og læki.
Tjón hafa orðið víða af völd-
um flóða, en langmest í Eski-,
firði. Byrjuðu flóðin þar um kl.
2 aðfaranótt laugardags 'og
stóðu til kl. 10 á laugardags-
morgun.
Brúin á Eskifjarðará sópað-*
ist burtu. Var ekkert eftir af
brúnni nema grjótgarðarnir
beggja rnegin.
Þessi brú var fullgerð 1928.
Hún var 27,6 metrar á, lengd,
bygð úr járnbentri steypu á
stöplum.
Margar skemdir aðrar urðu á
Eskifirði.
Þannig hljóp skarð úr stíflu
rafmagnsstöðvarinnar og var
kauptúnið rafmagnslaust.
í kauptúninu sjálfu urðu einn
ig stórfeldar skemdir.
Þrjú tún gereyðilögðust af
skriðu- og vatnshlaupi. Einnig
margir fiskreitir og mikið af
fullverkuðum fiski, sem var í
stökkum á reitunum. Margir
kálgarðar eyðilögðust einnig og
stórskemdir á öðrum.
Þá urðu einnig miklar
skemdir á götum í kauptúninu.
Eru götur víða sundurtættar og
stórfeldar gryfjur' í þeim, eftir
vatnsflóðið.
Á HJERAÐI. '
Þar varð feikna flóð í ám. 1
Grímsá varð vöxturinn svo mik-
íll, að áin flæddi langt upp á
bakka, svo að hólmar mynduð-r
ust á Vallanesinu.
Þar á nesihu var fje á beit og
var það innikróað. Enginn bát-
ur var við hendina, til þess að
bjarga fjenu og ekki viðlit að
vaða út í hólmana. Var þá bíll
sendur til Reyðarfjarðar og
þangað sóttur bátur, til þess að
bjarga fjenu. Var róið út í
hólmana og fjeð ferjað í land.
Ekki héfir heyrst um tjón
annars staðar á Austfjörðum, en
vöxtur var alls staðar mjög'
mikill í ám og lækjum. Þó urðu
einhverjar skemdir á vegum í
Neskaupstað.
ÚRKOMAN.
Samkvæmt upplýsinguni, sem
blaðið hefir fengið hjá Veður-i
stofunni mældist úrkoman já
Danatanga við Seyðisfjörð 113
mm. frá kl. 6 á föstudag til
sama tíma á laugardag.
í Öræfum gerði einig stór-i
rigningu og mældist úrkoman
þar svipuð og eystra.-Kalsa veð-,
ur var í Öræfum, aðeins 4 gr.
hiti, með rigningunni. Króknaði
margt fje í sveitinni. Hafa þeg-
ar fundist dauðar 60 ær, er
allar hafa króknað.
Nokkrar skemdir urðu einnig
á húsum. Kjallarar fyltust af
vatni og eyðilagðist mikíð af
því sem inni var. Fólk flúði úr
flestum húsum í innkauptúninu,
því að lífshætta gat verið, að
vera í þeim.
Hlaup kom á útibú Lands-
bankans og hálffylti kjallara
hússins. Varð að brjóta gat á
kjallaravegginn, til þess að
vatnið gæti fengið útrás.
Eigi var talið, að skjöl bank-
ans eða verðmæti hafi skemst.
Hjá olíustöð Shell kom mik-
ið hlaup og voru djúpir skurðir
beggja megin við stöðina, en
sjálfa sakaði hana ekki.
Ekki urðu neinar skemdir á
bryggjum. f
Heildartjónið í Eskifjarðar-,
kauptúni er gífurlegt.
Hjeraðsmót
Sjálfstæðismanna
í Borgarnesi í dag
Idag verður háð í Borgamesi
Hjeraðsmót Sjálfstæðismaima
fyrir Dalasýslu, Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu og Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu.
Á mótinu munu mæta þingmenn
flokksins fyrir þessi kjördæmi,
þeir Thor Thors, Pjetur Ottesen
og Þorsteinn Þorsteinsson.
Síðari hluta dags verður sam-
,eiginleg kaffidrykkja og að lokum
verður dansað. Einnig mun Brynj-
ólfnr Jóhannesson leikari skemta.
Lúðrasveit Reykjavíkur verður
með í förinni og mun hún leika
nm kvöldið.
Stórstúkuþingið
var sett í gær
KLUKKAN rúmlega eitt í gær söfnuðust full-
trúar á Stórstúkuþingi og aðrir Templarar
saman í Góðtemplarahúsinu, og síðan var
gengið þaðan í skrúðfylkingu út í Dómkirkjuna og hlýtt
á guðsþjónustu. Pjetur Ingjaldsson cand. theol. prjedik-
aði, en síra Garðar Svavarsson þjónaði fyrir altari.
Stórstúkúþingíð vár. síðan sett í G. T.-húsiiiu kl. 3 áf Stórtejnplar
Helgá Hélgasyni. Fóru því næst fram venjuleg undirbúningsstöff ogj
-.stígýéitmg:' Vár :stórstúkustigið veitt. 32 fjelögum.
Prestastefnunni
lokið
T okadagur prestastefnunn-
* ar var í gær.
Hann hófst með bænasam-
komu, sem síra Þorgrímur Sig-
urðsson stjórnaði.
Að henni lokinni flutti pró-
fessor Ásmundur Guðmundsson
skýrslu um störf barnaheimilis-
nefndar þjóðkirkjunnar.
I sjóði nefndarinnar voru kr.
2500.00.
Nefndin hafði veitt styrk til
starfrækslu Barnaheimilisins Sól
heimar fyrst og fremst en einn-,
ig höfðu þessi barnaheimili not-
ið styrks frá nefndinni: Dag-'
heimilið á Siglufirði og sumar-
heimili barna að Lundi i Axar-
firði og Laufahlíð í Þingeyj-
arsýslu.
Einnig hafði nefndin og þá
einkum nefndarformaður átt
þátt í því, að dagheimili var
starfrækt fyrir börn s. 1. vetur
hjer í Reykjavík með hinum á-
nægjulegasta árangri.
Urðu nokkrar umræður um
fjárhag barnahælisins Sólheim-
ar, sem er nú afar þröngur.
Síra Guðmundur Einarsson,
sem frá upphafi hefir starfað
ákaft í barnaheimilisnefndinni,
rakti sögu barnahælisins, gat
þess m. a. að vistargjald
barnanna hefði upphaflega ver-
ið ákveðið lægra en verið hefði
í samsVarandi hælum í Dan-
mörku, þrátt fyrir meiri dýrtíð í
landinu.
Taldi hann, að ýtrasta þörf
væri nú á, að kirkjuhnar menn
legðu sig alla fram við fjársöfn-
un til hælisins, ef ekki ætti illa
að fara.
Að umræðunum .loknum var
barnaheimilisnefnd kosin fyrir
næstu 3 ár og var nefndin öll
endurkosin og vottuðu fundar-
menn nefndinni þakkir sínar
fyrir ötult starf, þegar unnið,
með því að standa upp úr sæt-
um sínum.
FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐU.
’ Framkvæmdane.fnd Stór.stúkúnn
ar bar fratn tillögu mii það.-fað
kosiu yrði nú þegar í þingbyrjun
5 manna néfnd, til þess\ a.ð. íat-
huga þau deil.umál, sem vérið hafá;
innan Regluimar hjer í He.ykja-
vík að unðanförnu, og skyldi þau
mál ekki rædd á þinginu f'ýr fen
nefndin hefði lokið stiirfum. Vár
það samþykt í einu hljóði, og-'f
nefndina kosnir: Eiríkúr. t?ignrðs-
osn, Akureyri, Jónas Tónia.ssom
ísafirði, Brynleifur Tobíassón; Ak+í
ureyri, Páll Eyjólfsson, Vestmanna
eyjum, Kristján A. Kristjánsson,
Súgandafirði.
Skýrslur framkvænulanefndar
voru því næst lagðar fram. Sjest
á þeim a.ð nú eru 67 nmlirstúkur
í landinu og 49 barnastúkur. AUs
eru templarar taldir 10.054. Með
tilliti til fólksfjölda eru þeir flest-
ir í Vestur-ísafjarðarsýslu, 18.4%d
ísafirði 17.8%, Seyðísfirði 17.8%,
Akureyri og Norðfirði 16.1% og'
Siglufirði 16%. í Reykjavík eru
3038 Templarar, en það er ekkt
nema 8.1%. Á árinu hafa verið'
stofnaðar 8 nýjar nndirstúknr.
Fjárhagur Reglunnar er nú með
besta móti. Fóru og tekjur þennar
talsvert mikið fram úr áætlun á
árinu.
I skýrslunum er skrá um áfeng-
isnotkun landsmánna, og segir svo:
um hana:
„Síðastliðið ár var talið erfitt á'
,marga lund, atvinnúleysiy dýrtíð;
og margskonar viðskiftaörðugléik-
ar, svo að telcin var upp SkÖmtún'
á nauðsynjavöru. Þetta ár hafú
landsmenn samt keypt áfengi hjá.
útsölustöðum ríkisins fyrir kr.
3.672.992.00 samtals“.
Kapplelkurlnn
í kx öl«l
að verður vafalaust mann-
mergt á íþróttavellinum í
kvöld á leiknum milli Vals og
Víkings, sem getur ráðið úrslitum
tun það, hvort Víkingur verður
Reykjavíkurmeistari í ár.
Kappleikurinn hefst kl. 8.30, en
áður en leikurinn hefst fer fram
kepni í kixluvarpi og í hljeinu
milli hálfleikja fer fram kassa-
boðhlaup kvenna.
Síðast, þegar Valur og Víkingur
keptu vann Víkingur með 4 mörk-
um gegn 1.