Morgunblaðið - 30.06.1940, Side 7
Sunmidagur 30. júní 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Þakkarorð.
Ykkur ölluiiri, sem við andlát og
jarðarför móður okkar, Valgerðar
Gísladóttur frá Mosfelli, heiðruð-
uð minningu hennar, með blóm-
um, krönsum og öðrum vinar-
kveðjum, sendum við okkar inni-
legasta þakklæti.
Konur í Mosfellssveit og aðrir
syeitungar, sem með vinnu og
-annari greiðasemi gerðuð okkur
kleift að minnast móður okkar á
þeim stað, er við sem börn nut-'
um umhyggju hennar, ykkur
þökkum við trýgð og innilega
þluttekningu. En sjerstaklega eig-
ið þið hjónin, Halldóra og Krist-
jnn, ábúendur að Mosfelli, þakkir
skilið fyrir alla þá miklu hjálp
er þið veittuð okkur.
Meðlimum í Skíðadeild K. R.
þökkum við göfugmannlega fram-
komu við móður okkar, bæði lífs
og liðna.
Hafið öll alúðar þakkir fyrir
auðsýnda samúð.
Systkinin frá Mosfelli.
AUGAÐ hvílist
með gleraugum frá
Smvirt branð I
fyrir stærri og minni yeislur.
Matstofan Brytinn,
Hafnarstræti 17.
Stðluli
með og án sápu.
Viíin
Laugaveg 1.
ÍTtbú: Pjölnisveg 2.
oooooooooooooooooc
KOLASALAN S.I.
Símar 4514 og 1845.
Ingólfshvoli, 2. hæð.
HANDABURSUR
mýkir og græðir.
Reynið og þjer munuð
sannfærast.
í Morgunblaðinu.
Dagbók
Helgidagslæknir er í dag Björg-
vin Fimjsson, Laufásveg 13. Sími
2415.
Næturlæknir er í nótt Gísli Páls-
son, Laugaveg 15. Sími 2474.
Næturvörður er.í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Næturakstur annast næstu nótt
Bifreiðastöðin Geysir. Sími 1633
og 1216.
Almenn ensk guðsþjónusta verð-
ur lialdin í Fríkirkjunni í dag kl.
l1/^. Hefir enski presturinn orðið
þess var, að margir muni vilja
hlýða á messu hjá honum og hefir
hann því fengið kirkjuna lánaða
til að halda þar almenna guðs-
þjónustu.
„F-orðum í Flosaporti/. Sýning
verður í kvöld kl. 8%. Nú er hver
að verða síðastur að sjá leikinn,
því sýningar -eru að hætta. Að-
göngumiðar með lækkuðu verði
eftir kl. 1 í dag.
50 ára stúdentsafmæli eiga í dag
þessir núlifanai menn: Síra Vii-
hjálmur Breiem, Beykjavík; Arni
Thorsteinsson cand. phil., Reykja-
vík; Theodór Jensen eand. phiL,
Reykjavík; síra Ófeigur Vigfús-
son, Fellsmfila; síra Einar Páls-
son fyrv. prestur í Reykholti; síra
Kjartan Kjartansson fyrv. prestur
á Staðarstað; Skúli Árnason fyrv.
læknir í Skálholti.
Börnin, sem fara að Laugum og
á lieimili í Þingeyjarsýsluna á
vegum Rauða Krossins, eiga að
mæta við. Mjólkurfjelagshúsið kl.
7 á þriðjudagsmorguninn. Aðstand
endur eru ámintir um að þúa veí
um farangur barnanna og merkja
hann greinilega. Börnin þurfa að
hafa með sjer skömtunarseðla og
stofninn með nafni barnsins verð-
ur að fylgja. Börn, sem eiga
sundföt, ættu að hafa þau með.
Nesti er óþarfi að hafa.
Sólstöðuvísur heitir kvæði það,
er birtist í Lesbókinni í dag, eftir
Jakob Thorarensen, og hann orti
fyrir Vestmannadaginn fyrra
sunnudagf. Fyrirsögnin er rang-
prentuð í Lesbókinni.
Athugasemd. Guðm. Hlíðdal,
póst- og símamálastjóri, hefir beð-
ið blaðið að geta þess, að frásögn
blaðsins í gær, senr eftir honum
var höfð, um það,- að líkum fall-
inna þýskra hermanna í Guð-
brandsdal, hafi verið rent út á ís-
inn á ánni, megi ekki skilja svo,
að líkin hafi ekki síðar verið' tek-
in þaðan og flutt; til grafar, því
svo muni það hafa verið. Hanii
vill ennfremur taka það sjerstak-
lega fram, að þær tölur, sem
nefndar voru um. það, hve mikill
hluti af hinu liði, er flutt var frá
Þýskalandi sjóveg til Noregs
fyrstu dagana eftir 9. apríl, hafi
komist heilu og höldnu leiðar sinn-
ar, eða um það hve miklum her-
skipastól Þjóðverja hafi í upp-
hafi Noregsstyrjaldar verið sökt í
Oslófirði, megi ekki skoða sem
Kans álit á þessu. Því hjer yar
aðeins um að ræða lausafregnir
eða umtal manna á milli í Noregi,
sem.hann veit ékki við hvaða rök
hafa að styðjast, enda hafa engar
staðfestingar fengist.
Eggert Stefánsson söngvari, sem
er á söngferð um Austurland, er
staddur á Norðfirði þessa ‘dagana
og mun bráðlega halda þar söng-
skemtun.
Sjúklingar á Vífilsstöðum biðja
Morgunblaðið að færa þeim Gunn
ari Pálssyni, Fritz ’Weisshappel
og Rö^nvaldi Sjgurjónssyni kær-
ar þakkir fyrir komúnaiog skeint-''
unina föstudaginu annan eu vap.-.
Ferðaf j elag f|slands ráðgeiú’, að
fara gönguför ., á Ármai>nsfell ,.og-
; : I ‘
víðar um Mosfellssveitina í dag.
Lagt verður af stað kl. l1/^ frá
Steindórsstöð.
íþróttaskólinn Álafossi. For-
eldrar bariianna, sem hafa verið^
á námskeiðinu þar að uiídau-;
förnu, eru boðnir á sýningu barn-
anna í dag kl. 4 á Álafossi.
Aukabíll fer þangað upp eftir frá
B. S. R. kl. 3V2.
Til sumardvalar barna (afhenr
skrifstofu R. K. í.): T. G. 1000
kr. Alliance 300 kr. Eimskip 100
kr. Níels Karlsson 100 kr. Magn-
ús Benjamínsson 100 kr. Kolasal-
an s.f. 50 kr. Júlíus Guðmundsson
50 kr. N. N. 50 kr. Friðrik Bert-
elsen 30 kr. Jón & Steingrímur
20 kr. A. A. 10 kr. G. O. S. 20
kr. A. & B. 10 kr. Lárus Fjeldsted
25 kr. Samtals kr. 1865.00. Áður
afhent kr. 4862.00. Alls kr. 6727.00.
Kvittast fyrir með besta þakklæti.
Framkvæmdastjórnin.
Ctvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra
Árni Sigurðsson).
19.30 Illjómplötur: Rósabrúðurin,
tónverk eftir Gretry.
20.00 Frjettir.
20.30 Danshljómsveit Bjarna Böðv
arssonar leiltur og syngur.
21.00 Erindi: Járnið, sem barist
var um í Narvík (Jón Magnús-
son fil. kand.).
21.25 Einsöngur (frú Annie Cha-
loupek-Þórðarson) : Lög eftir
Pál ísólfsson, Robert Franz,
Schumann og Brahms.
21.50 Frjettir.
Loftárás á París sýnú
i Gamla Bíð
u • r . ;.;; '
Oamla Bíó hefir nýlega fengið
frjettakvikmynd, sem tekin
var snemira í júnímánuði 0g sýnir
m. a. loftárás á París, loftorustur
milli þýskra og enskra flugvjela
og fleira, sem gerst hefir fyrir
stuttum tíma.
Kvikmynd þessi verður sýnd í
fyrsta skifti í kvöld, sem anka-
mynd með kvikmyndinni „Leyni-
lögreglumaðurinn“.
„Leynilögreglum aðurinu“ er
skemtileg ainerísk kvikmynd, sem
þau Melvyn Douglas og Florence
Rice leika aðalhlutverkið í.
Þetta er ein af þeim fáu kvik-
myndum, sem Gamla Bíó á eftir
að sýna og sem eru með dönskum
texta.
Dönsku blöðin liældu þessari
‘kvikmynd mjög er hún var sýnd
í Uöfn í haust og telja hana meðál
annars „fyrsta flokks kvikmynd“,
eins og t. d. „B. T.“ komst að orði.
VIÐUREIGN
ÍTALA OG BRETA
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
komið auga á þrjá ítalska túndur-
spilla og gert þreskum herskip-
um aðvart unr þá. Hafi þá tund-
úrsþillarnir lagt; á flótta og einum
hafi verið sökt á flóttanum.
Hin opinbera breska tilkynn-
ing, sem gefin var iit p,nf þetta,
segir, að ekki sjé ástæða fil að
^haída að Brétar Ijafí orðið fý'rir
jié'inu tjóní,.
'i ftálskár flúgýjéiár^, fiafa ger*
jtféka'ðar'’át'ásir á 'flotaÍiöfniiia á
,r m;'.-:'í:r; t) . '
Mjólkursamsalan tilkynnir:
M)ólburverðlagsuefnd Heflr
ákweðið að frá og með 1. fúlfi
sfeulfi úlsöluverð mf ólkur
hækka um 6 aura lHerinn.
Frá sama tima verður ikt-
söluverðið á rfóma kr. 3.15
pr. liter.
Tryggingarstofnun
ríkisins
verður lokuð á mánudaginn
SEMENT
er nú loksins komið. Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst.
J. Þorláksson & Norðmann.
Laxveiði.
• n.riöo
.. ,. ‘ I. . ••; • T: . , >i.
GLJÚFURÁ: Nokkrir dagar i júlí og ágúat með setu í
Svignaskarði, óskráðir, þrjár stengur. Fiskgengd óvanalega
mikil.
LITLA ÞVERÁ: Með aðgerðum á ánni síðastliðið hausfc
hefir fiskgengd hennar aukist mikið. Varavatn til ef þurkar
koma, Ánni fylgja 2 silungsvötn og sjerstaklega snoturt veiði-
hús með öllum þægindum ,við svonefndan Ástarhólma — 2—3
stengur. — Stórkostleg berjataka í ágúst.
Með tilliti til burtfarar minnar norður 1 land í næstu viku,
eru viðskiftavinir fjær og nær vinsamlegast beðnir að hafa.
tal af mjer ekki síðar en miðvikudag 4. júlí í síma 2400 og
síma 3244 og J)á einkum þeir, sem ekki eru búnir að fastákveða
um veru sína.
Virðingarfylst.
S. ÁRMANN, Njálsgötu 96 og Varðarhúsinu.
MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU.
Það tilkynnist vintun og ættingjum, að
MARGRJET MAGNÚSDÓTTIR,
Bergstaðastnriti 7, andaðist á Sjúkrahúsi Hvítabandsins að-
faranótt 29. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar.
: ' , . Kristín Eiríksdóttir.
Jarðarför dóttur minnar,
FRIÐRIKKU PETREU GUÐMUNDSDÓTTUR,
fer fram þriðujdaginn 2. júlí frá Dómkirkjunni. Athöfnin hefst
að heimiili hennar, Hallveigarstíg 6A, kl. 1 e. hád.
, i.= Ví-J ú,><r i! Helga Friðriksdóttir Welding.
Alúoar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og j^rðarför
l, VlLBORGAR EIRÍKSDÓTTUR.
Einkum viljum við þákka hlutafjelaginu „Hreinn‘‘ og
öllu sáiiriýtarfsföldi hennar á Barónsstíg 2.
Aðstandendur.
‘Zinya
jl'!',r:
'Tivt.Ti'R-t:.; ...