Morgunblaðið - 03.07.1940, Síða 4

Morgunblaðið - 03.07.1940, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. júlí 19401, KVENDIÓÐIH OG HEIMILIH niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiii — £3 Sumarkjólliiin Verjið Svartur útikjóll úr tafti, bryddur hvítum stímum iDiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii. Að vera vel til fara Pað hefir viðrað óveniu illa á garðana, það sem af er þessu sumri, enda er víða ljótt um að litast í görðum. Engar framfarir hafa orðið á ýmsum mat- jurtum í mánaðartíma eða svo, vegna storma og ó- veðra. Ef hinsvegar hlýindi færi að koma, gætu matjurtirnar náð sje'r aftur. Er því áríðandi, að fólk geri nú alt sem í þess valdi stendur, til þess að varðveita plönturnar fyrir ýmsum kvill* um, sem nú fara að gera vart við sig, ef ekkert er aðhafst. Til þess að fólk viti hvað gera skal, hefir Morgunblaðið snúið sjer til Matthíasar Ás- geirssonar, garðyrkjuráðunauts bæjarins og fengið hjá honum eftirfarandi leiðbeiningar: KÁLPLÖNTURNAR Nú er kominn tími til að verja þær fyrir kállirfunni. — Hún er að vísu með minna móti nú, vegna kuldanna, en þó hef- ir hennar orðið vart í görðúm. Varnarmeðalið gegn lirfunni er Suplimat-upplausn. — Efnið fæst í lyfjabúðum, gegn ávísun frá garðyrkjuráðunaut bæiar- ins. Notkunarreglur: 1. gr. upp- leyst í einum lítra af vatni. — Nægir til að vökva 10 plöntur. Vökvist inn við stofninni, við garðana fyrir óþrifum Ráðleggingár, sem hver einasti garðeigandi veiður að fara eftir Að vera yel til fara, er ekki eingöngu undir því komið, að hafa nóg fje handa n?illi til að endurnýja stöðugt fötin sín. Fjöldi kvenna hefir takmörkuð peningaráð og lítur þó æfinlega vel út í klæðaburði. En það er, að xniklu leyti, undir því komið, að fara vel með fötin sín. Það borgar sig líka, að eiga minna, en reyna, að vanda til þess. J?að er, að vísu, gaman, að breyta til. En samt er einn, góður, sjald- hafnarkjóll betri en tveir úr hald- litlu efni, sem undir eins verða þvældir og snjáðir. Oft er líka hægt ,að gera upp gamlar flíkur •og nota þaer nran lengur, hafi efn- ið verið gott. Blúsur og pils eru sígildur og hentugur búningur og þar er gott tækifæri, til að breyta til í klæða- burðinum, án þess, að það háfi mikinn kostnað í för með sjer. ■Geti maður á annað borð komið sjer upp dragt, er sjálfsagt, að eiga tvö pils við sama jakkattn og nota þau til skiftis. Með því móti, «r hægt að ganga í henni árum saraan. Aríðandi er, að bursta fötin vel og viðra. áður en þau eru hengd ínn í skáp, sjerstaklega yfirhafn- arföt. Þeir, sem reykja mikið, þurfa einnig að gæta þess, að viðra fötin oftar en hinir. Góo regla er, að ganga sem best frá hverri flík um leið og farið er úr .henni. Þá er hún aðgengilegri, þegar grípa þarf til hennar næst. Það er gott ráð til stundvísi, að reyna að hafa fötin sín í lagi og sem ílesta hluti, þeim tilheyr- andi, á vísum stað. Hengið fötin á herðatrje, en ekki, eins og fyrir kemur, á háísmálslykkjunni. Vinkona mín saumaði, eitt sinn, á mig frakka. „Jeg set ekki í hann lykkju, vegna þess, að getir þú ekki hengt hann á herðatrje, þá áttu heldur að leggja hann frá þ.jer. snyrtilega samanbrotinn“, sagði hún. En gott er að athuga, að herðatrjen sjeu mátuleg — ekki of löng nje of stutt. Það aflagar fötin. Pilsin á að láta liggja á þverslá, eða hafa á þeim glemmu, ekki hengja þau upp á lykkju eða haldinu. Svo eru hinir mörgu smámunir — hattur, glófar, fótabúnaður og annað slíkt. Þeir þurfa ekki endi- lega að vera af dýrustu gerð, eða ótal af hverju tagi. En þeir þurfa að vera í samræmi við önnur föt, og s.je snyrtimensku og hreinlætis gætt í þeim efnum, þá ertu vel til fara, þó að kjóllinn eða káp- an sje ekki spáný. NINON LeOurbelti í öllum litum. Mikið úrval af hvítum. rótina. Þar eru eggin. Varist að vökva sjálfar plönturnar (blöð- in). Vökva skal þrisvar með 8 daga millibili. Einnig má nota Carbo-krimp sem fæst hjá garðyrkjumönnum. 2 gr. í 1 lítra af vatni. Nægir á 10—15 plöntur. Vökvist þrisv- ar á sama hátt og Suplimat- upplausnin. GULRÓFUR Þær þarf einnig að verja gegn óþrifum. Best að nota á þær Carbo-krimp, í sömu upp- lausn og hlutföllum og getið var. Líterinn nægir á 15—20 plöntur. Vökvist á sama hátt og kálplönturnar. Varist að vökva yfir plönturnar sjálfar. KARTÖFLURNAR Nú er tími til kominn að fara að hlúa að kartöflugrasinu, hreykja upp með því og gefa áburðarskamt, ef þörf krefur. Einnig er nauðsynlegt að uppræta alt illgresi úr görðun- um, svo að það eti ekki næring- una frá nytjajurtinni. Enginn getur vænst góðrar uppskeru, ef hann hirðir ekki garðinn vel og sjer um, að illgresið fái þar engan frið. Svo þegar kemur fram í miðjn. an þennan mánuð, þarf að fara að sprauta garðana, til varnar kartöflumyglunni. Enginn má vanrækja að sprauta; það getur hefnt sín grimmilega og eyði- lagt alla uppskeru, hversu fall- egt sem kartöflugrasið kann að vera, til að byrja með. Kobar-sódi er notaður til þess að sprauta garðana; fæst í verslunum. Nauðsynlegt að sprauta tvisvar; öðru sinni eft- ir 3 vikur frá fyrri sprautun. Einnig má nota Bordoux- vökva við sprautun; fæst í lyfja búðum. Sje hann notaður, þurfa garðyrkjumenn að segja til um notkunina. TRJEN Þau eru víða illa farin, vegna kulda og storma, einkum þar sem lítið er um skjól. Til þess að eyða lirfu og lús, sem vill ásælast trjen, þarf að sprauta á þau. En þar er ekki gott við að eiga, því að efnið sem nota þarf, er ófáanlegt. En reyndandi er fyrir fólk, að leita ráða hjá garðyrkjumönnum, því verið getur að þeir finni einhver ráð til að bjarga trjánum. Sumarfrakki Bankastræti Sníðum 09 mátum allan kvenna- og barna- fatnað. Saumastofa Guðrúnar Arngríms- dóttur, Bankastræti 11. Sími 2725. iiiiiiniiRHiinnnniiiiinnniiinnnniiiniiiiiiiiiiiRiinRnii AUGAÐ hvílist *| með gleraugum frá 1 HIEt E Sportpils og blússur allar stærðir. Bankastræti 7 Svartur frakki, opinn að framan með laufaskurði á börm.unum. Kjóllinn er ljósblár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.