Morgunblaðið - 03.07.1940, Page 5
rW'n- figfgíU’ilifii
Miðvikudagur 3. júlí 1940,
Útget.: H.í. Arrakur, Reykjavtk.
Rltstjórar:
Jðn Kjartanaeon,
Valtýr Stefáneeon (ábyrgBarm.).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjðrn, aug-lýsingar or afrreltisla:
Austurstrœti 8. — Si»i 1800.
JLskriftargjald: kr. 8,80 á. mánuTil
lnnanlands, kr. 4,00 utaniands.
1 lausasölu: 20 aura eintaklB,
25 aura meti Lesbðk.
Afleiðingarnar
Pví hefir verið haldið fram
hjer í blaðinu, að brýn nauð-
nyn væri á því að hraða sein mest
endurskoðun skattalöggjafarinnar,
þæði þeirrar, sem að ríkissjóði
snýr og einnig hinnar, er snýr
að bæjar- og sveitarfjelögunum.
Rökin fyrir þessari kröfu hafa
verið almenn og sjerstök. Almennu
rökin eru þau, að beinu skattarnir
hjá okkur (ttfekjuskattur og út-
svar) eru langsamlega hærri en
í nokkru öðru landi, miðað við
_,,normalt“ ástand. Skattar þessir
■eru komnir á það stig hjá, okltur,
að þeir eru fullkomið skattarán.
ZELíb sjerstöku rök fyrir kröfunni
eru, að Alþingi hefir undanfarið
neyðst til að fara út á óheppilega
braut í skattamálunum, þá braut,
;áð veita einstökum fyrirtækjum
• og stjettum undanþágu og íviln-
anir frá skatti og útsvari. Þessi
braut er varhugaverð sakir þess,
.að hún getur-haft þær afleiðing-
ar, að áhugi þings og stjórnar,
fyrir endurskoðun skattamálanna,
■ dofni. En þetta væri háskalegt,
sakir þess, að hinir ranglátu
skattar bitna á öðrum þegnum
[þjóðfjelagsins.
Alþýðublaðið lítur hinsvegar
svo á, að ekkert samband sje á
:milli endurskoðun skattalöggjafar-
innar og afnámi undanþágunnar
og ívilnunarinnar.
Það eru tvær stjettir þjóðfje-
lagsins, sem ívilnunar njóta nú,
se,m, sje sjómenn og útger’ðarmenn.
Athugum fyrst, hverjar afleiðing-
ar það hefði fyrir sjómennina, að
afnumin yrðu þeirra hlunnindi.
Helmingur af stríðsáhættuþóknun
þeirra er nú undanþegin skatti og
útsvari. Yæri þessari stíflu snögg-
lega kipt í burtu, yrði afleiðingin
sú, að öll áhættuþóknunin værí
tekin af sjómönnum, í skatt og út-
svar. Myndi sjómönnum þykja
glæsilegt, að hætta lífi sínu í sigl-
ingum upp á slík kjörf
Lítum svo á iitgerðarfjelögin.
.Alþýðublaðið hefir látið mikið af
gróða þeirra undanfarið. M. a.
ihefir blaðið nefnt eitt fjelag, sem
á einn togara. Þetta fjelag hefði
greitt að fullu andvirði skipsins
og ætti nú um 500 þús. í sjóði.
Lögin mæla svo fyrir, að þessu
fje skuli varið til þess, að koma
fótum undir útgerðina.
Ef nú skattfrelsið væri afnum-
ið, án þess neitt kæmi í staðinn,
hverjar yrðu afleiðingarnar ? Þær,
að hver einasti eyrir af hagnaðin-
um færi í skatt og útsvar. Út-
gerðarfjelagið væri jafn snautt
eftir sem áður.
Hvaða framtíð getur útgerð átt
hjer á landi, með svona skatta-
löggjöf ?
Nei, það verður ekki komist
undan því, að bót fæst ekki á
ástandinu, nema fram fari endur-
skoðun s'kattalöggjafarinnar.
Hin „gullnu tækifæri
££
fjað er furðu ótrúlep4 að
Japanar ætli að hefja
ný landvinningastríð nú, er
þeir hafa enn fult í fanpp
með að koma Kínverjum á
knje. En það er til máltæki,
sem segir að tækifærið skani
þjófinn, og nú segja jap-
önsku herforingjarnir, að
hið „gullna tækifæri“ sje
komið.
Hugsanlegt er, að hinn nýi
stríðshugur, sem gripið hefir
.Japana síðustu dagana, stefni
aðeins að því. að hindra mnð
ofbeldi, ef svo ber undir, að
stjórn Chiang Kai Sheks, sem
stöðugt situr í Tschungking,
berist hergögn og koma með
því í v.\g fyrir að h'.m geti hald-
ið striðmu gegn -Japönum á-
fram. Japönum hefir þegar orð-
ið nokkuð ágengt um þetta, því
að þeir hafa kúgað Frakka til
að stöðva hergagnaflutninga um
Indo-Kína til Tschungking.
En þeir gerðu sömu kröfu á
hendur Bretum, að þeir hindr-
uðu hergagnaflutninga um
Burma til Tschungking. —
Bretar hafa ekki virt þessa
kröfu svars, en bresk blöð hafa'
vísað til þess, ekki alveg án ögr-
unar, að Japanar hafa enga
kröfu gert á hendur Rússuum
um að þeir hættu að selja Chi-
ang Kai Shek vopn. Bretar eru
þó ekki alveg vissir um að
Japanar láti ógna sjer, án þess
að grípa til vopna, og þess-
vegna hafa þeir ákveðið að
flytja óvopnaða borgara, fyrst
og fremst konur og börn úr ný-
lendu sinni í Austur-Asíu, Hong
Kong.
Japana:
Japanskur hershðfðingi
ræðir mðguleikana á
innrás i Baadarikflo
að sækja það með vopnum, því
að þrátt fyrir þrengingar sínar
heima fyrir, virðast Bretar
ætla að láta hart mæta hörðu
í löndum sínum í Austurálfu.
En það er líka annar aðili,
sem Japanar verða að taka til-í
lit til. Þeir, sem fylgjast með
atburðum, sem gerast úti um
heim, munu hafa veitt því atj
hygli, að í hvert skifti, sem
vígbliku hefir dregið á loft í
Austur-Asíu — og það hefir
ekki gerst síðasta áratuginn,
nema þegar Japanar hafa bitið
í skjaldarrendur — þá hefir
floti Bandaríkjanna jafnan
fundið tilefni til að færa sig úr
stað, til þess að minna á tilveru
Það skiftir ekki máli af hverju
það sprettur, eða hver á frum-
kvæði þess eða er í sókn eða vörn,
alveg án tillits til þess hlýtur
Mawaii að verða einn hinn hern-
aðarlega mikilvægasti staður í
slíku stríði milli Bandaríkjanna og
Japan.
Sigur eða ósigur í baráttunni
um þennan hernaðarlega punkt
mun reynast. að hafa úrslitaþýð-
ingu.
Með því að hafa Hawaii, sem
aðsetursstað, gætu Bandaríkin
varpað sprengjum yfir Tokio eða
Osaka án mikilla örðugleika.
Meðan að Hawaii væri undir
amerískum yfirráðum væru Jap-
En það cr líka hugsanlegt
að Japanar telji, að ,,hin gullnu
að staðurinn, sem flotinn hefir
valið sjer, hefir verið í miðju
Kyrrahafi, í Honolulu.
Japanar fjellust á það 1922
að leyfa að Bretar og Banda-
ríkjamenn smíðuðu fimm skip
á meðan Japanar smíðuðu að-
eins þrjú af sömu stærð. En
sína. Og það hefir ekki brugðist, anar knúðir tJl Þess að vera 1
vormnm.
En aftur á móti ef Japan hefði
yfirráðin, væri floti hans ekki að-
eins fær um að taka. upp sókn,
heldur og hefðu þá skapast mögu-
leikar til árása á borgirnar á vest-
urströnd Ameríku.
í stríði við Bandaríkin verðum
árið 1934 kröfðust þeir jafn- vjer þess vegna hvað sem það
rjettis við hinar mestu flota-
þjóðir heims og þegar það fekst
ekki með samkomulagi, þá tóku
þeir rjett sinn, hvað sem hver
sagði. En síðan hafa þeir kapp-
kostað að smíða mörg og stór
herskip.
kostar, þótt vjer verðum að fórna
nokkrum skipum til þess, að ná
yfirráðum yfir Hawaii.
Fjarlægðin milli Hawaii og meg-
inlands Ameríku er nokkru minni
en fjarlægðin milli eyjarinnar og
Japan. Það þýðir það, að þegar að
og Bandaríkjanna. Báðar þjóð-
irnar reikna með þessum mögu-
leika. Bandaríkin leggja nú of->
urkapp á að smíða sem flest
og best herskip. Hvers vegna
þeir leggja kapp á þetta einmitt
tækifæri“ opni þeim breiðara!nú, stafar af eftirfarandi: —
svið, heldur en það eitt, að sigra|Ean(jarí]íin hafa getað treyst
Kínverja með því, að hindra 'því( aS breski flotinn gætti Atl-
að þeir hafi vopn til að berjast .antshafsins, og að Bandaríkja-
með. Það er hugsanlegt, að fiotinn gæti þessvegna allur ver-
markmið þeirra sje undir öllumjig j Kyrrahafi, ef til ófriðar
kringumstæðum að taka Hongjdrægi þar. Þetta er Bandaríkj-
K°n&- junum nauðsynlegt, vegna þess
En Hong Kong hefir aðeins að japanski flotinn er um það
viðskiftalega og hernaðarlega bil jafn öflugur og Bandaríkja-
Það er á engan hátt fráleitt j stypjöld brytist át milli Ameríku
að til ófriðar dragi milli Japana 0„ japan, þá gæti ameríski flot-
þýðingu fyrir Japana. Þeir fá
þar ekkert aukið landrými,
því að nýlendan er aðeins 391
fermíla, og íbúarnir eru
1.020.619! þar af eru 23,096
manns, sem ekki eru Kínverjar
(hermenn og sjóliðar ekki með-
taldir).
En nýlendan er mjög mikil-
væg viðskiftamiðstöð.
Það kann að vera, að Japanar
hugsi enn lengra, og að þeir
vilji ná undir sig eyjunn Sum-
atra, fjórðu stærstu eyjuíheimi,
og eitthvert al-frjósamasta land
veraldar. Þar fá þeir landrými,
því að eyjan er strjálbygð. —
Eyjan er nú hollensk nýlenda,
og að nokkru leyti, eftir að Hol-
land var sigrað, undir vei’nd
Bandaríkjanna.
Sumir telja jafnvel að Jap-
anar hafi augastað á Ástralíu.
En hvert svo sem takmark Jap-
ana er, þá er þó ólíklegt,' að
þeir geti náð því, nema með því
flotinn.
En ef svo skyldi nú fara, að
breski flotinn hyrfi úr sögunni,
t. d. á þann hátt, að þjóð fjand-
samleg Bandaríkjunum fengi
umráð yfir honum? þá yrðu
þeir sjálfir að Atlantshafs-
strandar sinnar og taka til þess
skip úr Kyrrahafinu. En þá gæti
floti Japana í Kyrrahafi orðið
flota Bandaríkjanna yfirsterk-
ari.
Eftirfarandi greinarkafli, sem
skrifaður er af japönskum
hershöfðingja sýnir, hve mikla
þýðingu flotar Japanaog Banda
ríkjanna hafa, ef til amerísk-
japanskrar styrjaldar skyldi
draga.
Greinin er svohljóðandi:
Fyrirfram er ekki hægt að segja
með vissu, hvar og hvenær styrj-
öld verður háð milli Bandaríkj-
anna og Japan.
inn verið fljótari til að komast
þangað en sá japanski, að því til-
skyldu að báðir væru jafn hrað-
skreiðir.
Af þessari ástæðu þarfnast floti
vor hraðskreiðari skipa en sá ame-
ríski.
Ef að megin-flotadeiklir ame-
ríska flotans væru á hafinu um-
hverfis Hawaii þegar stríðið bryt-
ist út, þá hlyti að koma til átaka
hans við japanska flotann din-
hversstoðar á milli eyjanna og
Yokohama.
Ef að flota vorum tækist að
koma með sigurinn úr þeirri við-
ureign, væri honum auðvelt að ná
fótfestu á Hawaii og halda henni
framvegis.
Gagnstæð niðurstaða myndi hins
vegar nevða japanska flotann til
varnarstöðu og gera honum yfir-
leitt mjög örðugt um vik.
Meginviðfangsefni Japana er
þess vegna að sjá fvrirfram að
til styrjaldar muni koma og áður
en að meginhluti ameríska flot-
ans er kominn til Hawaii verður
japanski flotinn að hafa starfað
með leifturhraða.
Baráttan um Hawaii verður
þannig fyrsti þátturinn í s^grjöld
á milli Ameríku og Japan. Að
því tilskyldu, að Hawaii væri tek-
in af flota vorum yrði næsta
hlutverk hins japaúska hers, að
eyðileggja Panamaskurðinn og
flotastyrk Ameríku.
Ef að japanska flotanum tækist
að eyðileggja ameríska flotann £
Kyrrahafi, myndi reynast tiltölu-
lega auðvelt að setja lið á land á
Kyrrahafsströnd A'meríku.
Jafnframt yrði að eyðileggjá
Panamaskurðinn, því að samgöng'-
ur gegnum hann myndu auðvelda
flutninga til ameríska flotans í
Kyrrahafi.
Árásir á skurðinn yrðu gerðar
af sterkum flugdeildum.
Eyðilegging ameríska flotans og-
skurðsins væru í sjálfu sjer hálf-
ur sigur í styrjy^fni. Með því
lyki öðrum þætti^tyrjaldarinnar.
Þriðji þáttur styrjaldarinnar
yæri' í því fólginn að hef ja land-
setningu japansks herliðs á vest-
urströnd meginlands Ameríku, og
í árásum, og eyðileggingu borga
og flotahafna vesturstrandarinn-
ar. —
Næsta skref verður svo, að
mynda varnarlínu meðfram Kletta
fjöllunum, svo að kleift sje að
setja á land meginherlið vort í
hin hernumdu hjeruð á strönd-
inni.
Þegar að þessar ráðstafanir
hefðu verið gerðar á vesturstrond-
inni, þá myndi herafli vor taka
upp sóknaraðstöðii og sækja nú
fram til austurstrandarinnar.
Hún leiddi svo til fjórða og síð-
asta þáttar stríðsins.
Sjerhver þáttur styrjaldarinnar
gæti e. t. v. staðið eitt eða tvö
ár. Þriðja og fjórða tímabilið
yrðu lengst.
Þannig gæti styrjöldin staðið
yfir a. m. k. 6—7 ár. Hún gæti
meira að segja staðið lengur.
Ef að Japanar yrðu Ameríku-
mönnum síðbúnari í því aðxtaka
Hawaii, gerði japanski flotinn
rjettast í því að forðast úrslita-
orustu við meginflota Ameríku,
þar til allur undirbúningur hefði
fai-ið fram til þess að mæta hou-
um.
Meðan á því stæði hefði strand-
lengja vor og borgir orðið fyrir
loftárásum.
Herir vorir yrðu að verja Kyrra
hafsstrandlengju voru og bægja
burtu tilraunum til landsetningar
á herliði þar.
Á meðan reyndu svo tundur-
spilla- og kafbátadeildir vorar að
vinna óvi'ninum alt hugsanlegt
tjón.
Þegar að floti vor svo væri al-
búinn myndi megin flotastyrkur
vor leggja úr höfn til úrslitaor-
ustu við óvininn.
Sigur japanska flotans hlyti þá
að leiða til töku Hawaii og ann-
ara þeirra aðgerða, sem hjer að
framan er lýst.
En hvort sem að Japanar verða
í sókn eða vörn í styrjöld við
Ameríku, þá er það víst, að slík
styrjöld myndi kosta miklar fórn-
ir, þolgæði og þrautseigju, í senu
hjá einstaklingunum og þjóðinni í
heild.