Morgunblaðið - 03.07.1940, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
OOOOOOOOOCXXXXXXXX)
ÚR DAGLEGA
LlFINU
OOOOOCX ooooocx
I ameríska tímaritiim Times birtist
nú nýlega smágrein um Island
Er ekki laust við að sú lýsing á land-
inu og þjóðarhögum sje smáskrítin.
Eru hjer týndir til nokkrir staðir úr
nefndri grein.
,,fsland hefir engan her, engan flota,
engar áætlunarflugvjelar, engar jám-
brautir, enga svínarækt og engar ríkis-
skuldir.
- Trjágróður er þar varla nokkur eða
matjurtarækt, en ágæt beitilönd og
6 sauðkindur á hvem íbúa landsins.
En gnægð fiskjar hefir forsjónin sent
hinni iðjusömu víkingaþjóð, sem land-
ið byggir“.
★
Þá er lauslega minst á afstöðu ís-
■‘'"íendinga til Dana og þá atburði, sem
gerðust/ 10- apríl, er Alþingi fól rík-
isgtjóm Islaimtmeðferð konungsvalds-
ins og lýsti þ^yfir að utanríkismálin
yrðu tekin í hendur landsmanna.
f því sambandi segir í greininni:
„ísland neitaði að ganga í Þjóða-
bandalagíð á sínum tíma vegna þess að
Tianir voru meðlimir í því. Þó verður
varla sagt, að um óvináttu sje að ræða
willi Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar. íslendingar segja, að Kristján
konungur sje ,,minna óvinsæll á ís-
landi“ en nokkur Danakonungur hafi
verið“.
’ Þá er rætt um ýmsar ráðagerðir,
gem Þjóðverjar hafi haft um fsland og
meðal annaTs þetta sagt:
j,; „Síðastl. ár vom auðsæ merki þess
að Þjóðverjar hugðu á að geta tekíð
á einni nóttu þetta litla konungsríki.
Við strendur landsins var hópur af
þýskum svokölluðum togurum við fisk-
veiðar, en móðurskip þeirra var þýska
beitiskipið Emden“.
í þessu sambandi er og talað um
landfræðirannsóknir Þjóðverja á ís-
jandi myndun og starfsemi íslensks
1 nazistaflokks og samband hans við er-
lend öfl og jafnvel undirbúning af hans
hálfu til byltingar.
Um íslenska forsætisráðherrann er
sagt að hann hafi verið „King o£
Glima“ og sje maður mikill á velli og
rammur að afli.
Það fyrsta, sem íslendingar segi við
útlendinga sje þetta:
„Gerið svo vel að gera yður þess
grein, að við erum ekki Eskimóar“.
Breskir flugmemi, að leggja af stað í flugleiðangur. Bretar hal da því fram, að flugmeim þeirra
hafi hlotið betri þjálfun en flugmenn Þjóðverja.
t SjiijAJty
OJjuCyblfiiyrLrCjfGJi*
tyJjoJi. ó
JttaraunblaJtí)
(y<f "bajufZJMxclufcrúfi,
‘kxymcu '&XX/rrUÁ, cfr.ry
Meinieysi hóf-
drykkjunnar?
Bindindismenn hafa löngum átt
í höggi við hófdrykkjupost-
ulana, og skoðað þá jafnframt
sem sína verstu andstæðinga. V7ís-
indin snúast stöðugt fneira og
meira gegn þeim.
Frægur finskur sjerfræðingur í
barnasjúkdómum, dr. Laiteman,
segir; „að yfirgripsmikil rannsókn
hafi leitt í ljós, að dánartala ung-
barna meðal bindindismanna sje
16.45 af 1000, meðal hófdrykkju-
manna 21.17 af 1000, og 32.02 af
*
1000 meðal drykkjumanna“.
Maðurinn seiu drepur annan
mann ti] þess að ná peningum
hans, er talinn glæpamaður, og
honum refsað þunglega. Ilvað eig-
um vjer að kajla hófdrykkjumann-
inn, sem vitándi vits og næstum
allsgáður eykur á ungbarnadauð-
ann með fávíslegri náutnasýki
sinni, en gefur auk þæss hið skað-
legasta fordæmi sem hugsast get-
ur. Menning, sýkt og eitruð af
sjálfselsku, hlýtur að fá þungan
dóm, og nú gengur sá dómur yfir
þjóðirnar.
Hvar er eigingirnin og nautna-
sýkin mest áberandi? Hjá upp-
lýstasta og efnaðasta fólkinu. Dá-
laglegur ,menningarávöxtur. í
hinni stórmerkilegu grein, sem 2.
he.fti „Jarðar“ flytur eftir dr.
Alexis Carrel — Nobelsverðlauna-
manninn — segír :„Meðal efnaðra
fólks eru 90% af börnum svifi
móðurmjólkinni af einskærri eig-
ingirni“. Þar er einnig bent á, að
sumstaðar sje dánartalan tíu sinn-
um hærri hjá pelabörnum, en
brjóstmylkingum. Hinar meinleys-
islegu syndir manna geta oft ver-
ið býsna afleiðingaríkar fýrir vel-
ferð þjóðanna.
Ungar konur og konuefni. Lesið
greinina í „Jörð“: „Brjóstið eða
pelimú'. Þessi grein er perlan í
ritinu, og gefur því þar með mik-
ið gildi. Þeir eiga þakkir skilið,
sem leiðbeina fólki á svo heil-
brigðan hátt.
Pjetur Sigurðsson.
Forðum í Flosaporti verður
leikið annað kvöld kl. SVz- — Er
þetta allra síðasta sýningin
75 ára:
Síra OfeiQur Vigíússon
prúfastur
C íra Ófeigur Vigfússon pró-
^ fastur að Fellsmúla er 75
ára í dag.
Hann hefir þjónað Landpresta-
kalli í nærfelt 40 ár; vígður þang
að 24. nóv. 1900. Prófastur hefir
hann verið nokkur síðustu árin.
Síra Ófeigur er einn af ágæt-
jistu mönnum íslensku kirkjunn-
ar, elskaður og virtur af sókn
arbörnum sínum, enda eru mann-
kostir hans slíkir, að hver sem
hann umgengst, verður betri mað-
ur eftir.
Heimilið að Fellsmúla er þjóð-
kunnugt fyrir gestrisni og mýnd-
arskap. Kona síra Ofeigs var
Ólafía Ólafsdóttir frá Lækjarkoti
í Reykjavík. Hún andaðist á síð-
astliðnu ári, nær 77 ára að aldrj.
Margir m.unu í dag minnast
prófastsins á FellsmúlA og árna
honum heilla pff blessunar.
Samningar
í Wiesbaden
amninganefnd Frakka og
Þjóðverja, sem á að sjá um
framkvæmd vopnahljessamn-
inganna, heldur fundi sína í
Wiesbaden. Nefndin kom sam-
|an á fund í gær, og er talið
! að rætt hafi verið um afvopnun
;franska hersins
„Scharnhorst“
laskast enn!
í loftárás á Kiel
C'' jórar sprengjur hæfðu þýsk;
orustuskipið „Scharnhorst"
í loftárásum, sem breskar hernað
arflugvjelar gerðu á skipakví
Kiel í fyrrakvöld. Þetta er
fjórða skiftið, sem „Scharnhorst'
laskast af völdum Breta.
í fyrsta skiftið í apríl laskað
ist skipið í viðureign við bresk;
orustuskipið „Renown". í byrjur
júní hæfði bresk flugvjelasprengj;
það, er það var statt í Þránd
heimsfirði. Viku síðar laskaðisi
skipið í viðureign við breskar
kafbát og breskar flugvjelar, o«
hafði nú verið flutt til Kiel ti
viðgerðar.
Bresku flugvjelarnar, seir
gerðu árásina í fyrrakvöld, flugr
mjög hátt óg gátu því komii'
Þjóðverjum’ á óvart. Fvrsta flug
vjelin steypti sjer úr mikilli hæ?
yfir skipið, og hæfði 'fyrstí
sprengjan skipakvína, en síðai
]irjár sprengjur sjálft skipið
Gaus þegar í stað upp mikill eld
ur bæði í skipinu og umhverfis
það.
Flugmaðurinn skýrir svo frá
að hann hafi strax sjeð, hvai
„Scharnhorst" lá, og hafi þess
vegna ekki þurft að nota fallhlíf-
arljós. En er hann var um það bil
að hefja árás sína, kveiktu Þjóð-
verjar á kastljósumi, sem þó vai
slökt á aftur, þar sem flugvjelun-
um tókst að forðast ljósin.
Næstu flugvjelarnar, sem á eft-
ir komu, mættu mjög ákafri skot-
hríð úr loftvarnabyssum. En þæi
vörpuðu niður sprengjum vfir
skipakvína og á ýmsar bækistöðv-
ar umhverfis hana.
Mikill eldur kom upp, svo að
flugmennirnir sáu hann úr 85
reílna fjarlægð.
Vorboðinn tilkynnir; Börn, sem
eiga að fara að Þingborg í Flóa,
mæti á fimtudaginn við Mjólkur-
fjelagshúsið. Lagt verður á stað
kl. 2% e. h.
Miðvikudagur 3. júlí 1940..
Mínning: ísleifur
Jakobsson málari
Hann ljest hjer á sjúkrahúsi
25. þ. m. eftir stutta legu.
Fæddur var hann að Vestri-Garðs-
auka í Hvolhreppi 8. nóv. 1879 og
varð því fullra 60 ára.
Foreldrar hans voru þau merk-
ishjónin Helga Böðvársdóttir og
Jakob Árnason, bæði Rangæingar,
og voru þau komin af merkum
bændaættum austur þar. Þan
fluttu að Auðsholti í Ölfusi er ís-
leifur var á ungum aldri og
bjuggu þar rausnarbúi leUgi síð-
an, eðá í 25 ár. I þann tíma, eins
og sjálfsagt enn, voru þau mörg
myndarheímilin í Árnessýslu og
var þá Auðsholtsheimilið jafnan
talið í frémstu röð, snyrtibragur
á öllu úti sem inni, ^mannmargt
og hjúsælt, ráðdeild og atorka og
mörgum athvarf ef á lá. Jakob
hafði mannaforráð og var meðal
annars lengst af hreppstjóri sveit-
ar sinnar. ísleifur lifði sína æsku
4 hinu holla umhverfi á heimili
foreldra sinna, en fór ungur til
náms á alþýðuskólann í Flens-
borg og lauk þar námi. Um þær
mundir var hánn fremur heilsu-
veill og þoldi ekki stranga vinnu
og varð því úr að hann leitaði at-
vinnu við verslunarstörf, sem hanu
vann að um stund, en fór síðan
utan og lærði málaraiðn í Dan-
mörku. Þar dvaldi hann nokkur ár
og varð þessi iðn hans æfistarf
upp frá því, en sjer til frekari
fræðslu og fullkomnunar dvaldi
,hann einnig nokkuð í Þýskalandi
og ferðaðist til Frakklands og
víðar.
Isleifur var vænn maður í orðs
þess fylstu merkingu. Hann vildi
öllum gott eitt og var trygglynd-
Ur og vinfastur um venju fram
og var vinátta hans mikill ávinn-
ingur þeim er nutu. Hann var
injög heimilisrækinn, glaður í við-
móti og börnum góður, látlaus og
hrekklaus. Þegar æfi fer að halla,
er að vonum að burtför hjeðan
geti að borið, en systur ísleifs
sál., vandamenn og vinir aðrir
minnast nú og kveðja hinn góða
mann, bróður, frænda, vin og fje-
laga, sem1 vissulega tókst svo hjer
fram að ganga, að ekki bar skugga
í vitund þeirra er af honum höfðu
kynni, og er gott slíks manns að
minnast. Sigurjón Jónsson.
MÍLÁFUJTN’INGSSIÍKIISTIIF*
Pjetnr Magnússon.
Binar B. Guðmundsson.
Guðlaugur Þorláksson.
Símar 3602, 3202, 2002
Austurstræti 7.
Skrifstofutími kl. 10 -12 og 1—5.