Morgunblaðið - 03.07.1940, Síða 7

Morgunblaðið - 03.07.1940, Síða 7
Wiðvikudagur 3. júlí 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Hættur, sem steðja að Bandarfkiunum Hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykti í gær með 14 atkvæðum gegn 3 skipun Henry Stimsons í embætti .hermálaráðherra. Stimson er eins og kunnugt er úr flokki repuhli- kana. í skýrslu, serrn Stimson gaf, sagði 'hann m. a., að hann myndi leggja fyrir þingið tillögu um hálfgerða herskyldu. Hann var þá spurður, hvort hann myndi leggja til að herinn .yrði sendur til hjálpar Bretum. ■Stimson svaraði, að hann teldi það mál ekki á döfinni eins og -sakir stæðu. Hann kvaðst efast um að möguleikar væru á því, að ■ setja herlið frá Bandaríkjunum á -lánd í Evrópu. En hann kvaðst leggja ,til, að Bandaríkin veittu Bretum alla þá hjálp, sem þau gætu, aðra en að senda hermenn. Hann sagði, að þeir gerðu það ekki fyrir Breta, heldur fyrir sjálfa sig, því að meðan Bretar gætu varist, gætu Bandaríkin haldið áfram að víg- húast, og búa sig undir að mæta þéim hættum, sem að þeim steðja. „I>að þýðir ekki að loka augun- um fyrir þessum hættum“, sagði Stimson. jHj Hann kvaðst ætla að leggja til, ; að sett yrði hálfgerð herskylda, meðframi til þess, að augu' almenn ings í Bandaríkjunum opnuðust, fyrir þessum hættum. Hermálaiiefndin fjelst á tillö ur Stimsons. Þjóðverjar við- urkenna ioft- árásina á Kiel Dagbók Þýska herstjórnin tilkynnir: x ann 30. júní og 1. júlí tóku þýskar flugvjelar með skyndiáhlaupi ensku Ermar- sundseyjarnar Jersey og Guerns ey; síðan fullkomnuðu flota- deildir og landher hernámið. Loftárásir hafa verið gerðar á Wick í Skotlandi og staði hjá Bristolflóa, og komu upp eldar víða. í nótt gerðu Bretar loftárásir á ýmsa staði í Norður- og Vest- ur-Þýskalandi, meðal annars á Kiel, án þess að tjón yrði mik- ið, en nokkrir óbreyttir borgar- ar biðu bana. Fimm þessara flugvjela voru skotnar niður með loftvarnabyssum á landi og tvær með loftvarnabyssum herskipa, sem lágu í Kiel. HTíílögur danskra nazísta Jpritz Clausen, foringi dönsku * nazistanna og Hartell, þing- maður bændaflokksins (Bonde- portiet) lögðu fram tillögu í danska þinginu í gær um, að 1) Danir segðu sig úr Þjóða- þandalaginu, 2) Danska stjórnin kallaði heim sendiherra sinn í London, 4 MII-JÓNIR HERMANl^A SKRÁSETTAR í ENG- LANDI. PRAMH. AP ANNARI SÍDU um það rætt að taugaóstýrkur og hræðsla hafi gripið Breta. 1 London er sú skýring gefin á þessum þýsku fregnum, að með því sje verið að örva þýsku þjóðina, með því að telja henni trú um að Bretar sjeu í raun og veru nú þegar sigraðir. Mr. Eden, hermálaráðþerra Breta, upplýsti í gær, að 4 milj.- manna hefðu nú þegar verið skrásettar til herþjónustu, og að búið væri að kalla til herþjón- ustu mestan hluta þessara manna. Hann sagði, að í júlí myndi verða búið að skrásetja til her- þjónustu alla menn á aldrinum 18—33 ára. Horfurnar á Balkanskaga FRAMH. AP ANNARI SÍÐU. mærum sínnm og átt það á hættu að annað ríki rjeðist að haki þeim. Stjómin hefði því valið þann kostinn að láta undan. Hann sagði, að eftir að Rúm- enar hefðu nú afsalað sjer ábyrgð Breta og Erakka, byrjaði nýr þáttur í utanríkismálum þeirra. í London er sú skoðun látin i ljós, að hjeðan af muni það vera Þjóðverjar og ítalir, semi ráði ut- anríkishiálastefnu Rúmena. Fregnir hafa borist um, að Ungverjar og Rúmenar hafi dregið hersveitir sínar, sem staðið hafa gegnt hvor annari, nokkurn spöl frá landamærun um, til að forðast árekstra. Þykir þetta benda til þýsk- ítalskrar íhlutunar. Popoff, utanríkismálaráðherra Búlgara, átti í gær langt samtal við sendiherra sRússa, Laverenzia. Er talið, að þeir hafi rætt um landakröfur Búlgara á hendur Rúmenum. Næturlæknir er í nótt Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 67. Sími 5204. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Lágafellskirkja. Messað verður næstkomandi sunnudag 7. júlí kl. 12.30. Sr. Raguar Benediktsson prjedikar. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Guðný Hreiðaísdóttir, Bókhlöðustíg 10, og Jón Sigurðsson loftskeytamað- ur, Garðastræti 33. Hólaleiðangur prentara. Allir peh•. sem ljósmyndir tóku í Hóla- leiðangri prentara, eru vinsamlega beðnir að lána nefndinni eitt ein tak af myndum sínum. — Ætlar nefndin, ef fært þykir, að halda sýningu fyrir þátttakendur í leið- angrinum á myudum þeim, sem teknar voru. — Nánari upplýsing- ar fást hjá nefndarmömiunum og í síma 5379. Reykjavíkurmótið. í kvöld kl 8.30 keppa meistaraflokkar Yals og K. R. næst síðasta leikinn Reykjavíkurmótinu. Á þessmh leik veltur mikið fyrir bæði fje- lögin. Yinni Valur, getur hann þar með unnið mótið — ef Vík- ingur tapar fyrir Fram annað kvöld. En tapi Valur, verður K. R. jafnt Víking að stigum a. m. þar til kunnugt er um úrslit- in milli Víkings ög Fram. Eitt. e1- að mínsta kosti yíst, að Valur oí K. R. berjast um annað sætið í Reykjavíkurni.ótinu, og hvorugt fjelagið mun viija gefa hinu það eftir. Næsta spor Hitlers? PRAMH. AP ANNARI SÍÐU I Englandi er á það bent, að þegar rn.est tjón varð af völdum kafbátahernaðarins í heimsstyrj- öldinni, var skipatjónið þrisvar sinnum meira en hjer hefir orðið og þrátt fyrir skipatjónið liafí Bretar meiri kaupskipastól ei fyrir 16' mánuðnnr, því að bætt hefir verið upp fyrir tapið með nýjum skipum og skiptim, sem hertekin hafa verið. Bretar telja sig þessvegna ör- ugga, þótt Þjóðverjar reýni að herða á hafnbanninu. En þeir rnenn í Englandi, sem gera ráð fyrir að þetta sje markmið þeirra, henda á máli sínu tíl -stuðnings, að Þjóðverjar hafa nú allmiklu betri aðstöðu til að herja á kaupför Breta í Atlantshafi, er þeir hafa á valdi sínu hafnir svæðinu alla leið norðan frá Þrándh’eimi í Noregi , si;ðu*r til Cherbourg í Frakklandi. Börnin að Reykjum og Slaðarbakka og sveitaheirailum í Húnavatns- og Strandasýslu fara norður fimtudaginn 4. júlí. Þau eiga að mæta við Mjólk- urfjelagshúsið í Hafnarstræti kl. 7 að morgni. — Börnin þurfa að hafa með Sjer skömtunarseðla fyrir júlímánuð (stofninn verður að fylgja). Aðstandendur! Sameinið eftir föngum farangur barn- anna og búið vel um hann og merkið hann með númeri barnsins eða bæjarnafni, ef barnið fer á sveitaheimili. FYRIRLIGGJ ANDI Hveiti Haframjöl Hrísgrjón Rúgmjöl Kartöflumjöl Flórsykur Kókósmjöl Kanell Eggert Kristjánsson & Co. li.f. 100. sýning Leikfjelags Reykja- víkur á þessu starfsári verðjjr í kvöld, en það er 29. sýning á skoji- leiknum „S.tundum og stundum ekki‘‘ .©g síðasta sinn, sem tæki- -færi., gefst til. þess að sjá hann. — Hljómsveit Fritz WeisshappeL leikur áður en sýningin hefst og einnig á milli þátta og'til frekari tilhreýtingar' verða sungnar nýjar gamanvísur. Til sumardvalar barna, afhent skrifst. R. K. í. 2. júlí 1940: G. Helgasou & Melsted kr. 100.00. Veggfóðrarinn kr. 25.00. Garðar Þorst^insson kr. 50.00. Málarinn kr. 50,00. JúKus Scþopka kr. 100.00. II. Ben. & Co.’kr. 300.00. Jón Ásbjörnsson & Sveinbjörn Jónsson kr. 100.00. Edinborg kr. 300.00.' Alls'kr. 1025.00. Áður af- hent kr. 9.586.00. Alls. kr. 10.611.00 Kvittast. fyrir með. besta þakklæti. Framkvæmdastjórnin. Útvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 19.30 IIIjómplötur: ísl, söngvarar. 20.00 Frjettir. ' " 20.30 Utval’þssagan • Þættir úr ' ferðasiigum (V. Þ.' G ). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: L'ög éftir íslénska höfnnda. 21.20 injómplötúr: Hah'níóinkulog. 21.15 Frjénir.-' Vsrslun mfn og vinnustofa er Eokuð vegna jurðar- farar frá kl. 1-5 i dag. f-\ t ré.' r* ii* : ■ p-n Sigurþór Jón§son. ^■ t. v> 5;' 'í' s»;.? -V.1 Móðir mín SALVÖR ARADÓTTIR frá Syðstu-Fossum andaðist 2. júlí í LaJidakotssjúkrahúsi. \ Ari Gíslason. f ■ Jarðarför konu minnar, móður okkar MARÍU J. PÁLSDÓTTUR fer fram á morgun, fimtudag, frá dómkirkjunni, hefst kl. 1 e. hád. Við sjúkrahús Hvítabandsins. Árni Óla. Anna Mjöll Árnadóttir. Atli Már Ámason. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningn við andlát og jarðarför VILBORGAR EIRÍKSDÓTTUR. Einkum viljum við þakka hlutafjelaginu ,,Hreinn“ og öllu samstarfsfólki hennar - á Barónsstíg 2. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.