Morgunblaðið - 06.07.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. júlí 194ÍL 60 ára: Björn Jónsson frá Ánanaustum dag er einn af hinum vel- þektu skipstjórum bæjarins 60 ára, en það er Björn Jónsson frá Ánanaustum. — Björn er fæddur 6. júlí 1880 og hefir dvalið allan sinn aldur hjer, svo að segja á sama staðnum í Vest- urbænum. Foreldrar hans Jón Björnsson og Hildur Jónsdóttir, bjuggu einnig á sama stað og var Jón talinn duglegur for- maður og sjósóknari á sínum tíma (dáinn 1917). Tók hann Bjö'rn son sinn um fermingu á sexæring sinn og kendi honum sjómensku, og mun það hafa orðið hinum unga manni sá besti skóli, sem hann hefir búið að síðan. Björn fór á Btýrimannaskól-> ann og tók próf í’stýrimanna- fræði með góðum vitnisburði ár- ið 1903. Varð hann brátt stýri- maður á kútter ,Karólínu‘ ogtók síðan við skipstjórn á kútter „Sigurfara" árið 1908, og hef- ir síðan verið óslitið skipstjóri á fiskiskipum og nú um allmörg ár á sama skipi, gufuskipinu „Sigríði“. Alla þessa tíð, yfir 30 ár, hefir Björn verið einn af aflamestu skipstjórum hjer á suðurlandi, og heftir farið sam- an hjá honum dugnaður, fram- sækni og prúðmenska í allri hans framkomu bæði á sjó og landi. Þeir menn, sem hófu sjó-< sókn á þilskipum, urðu að þola hina erfiðu reynslutíma, því farið var út til veiða síðari hluta febrúar ár hvert, en oftast 1. mars. Var þá leitað suður í Eyr- arbakkabugt og eigi farið það- an fyr en afli var fenginn. Oft fengu menn harða útivist og á- föll stór í sunnan og vestan- veðrúm. Mun þessi þilskipa- veiðj einnig hafa orðið til þess að herða þá menn er hana stunduðu. Giftur er Björn mestu ágætis- konu, önnu Pálsdóttur frá Neðradal í Biskupstungum og hafa þau eignast 13 börn og eru 12 af þeim á Iífi, öll hin mann- vænlegustu og búsett hjeríbæn- um. Er það mikið starf og veg- legt, sem eftir þau hjón liggur, að koma upp svo stórum barna- hóp, án stuðnings annarstaðar frá. Vjer vinir og kunningjar Björns, óskum honum allra heilla á þessum tímamótum æfi hans, og þökkum honum vel og dyggilega unnið starf og biðjum þess að æfi hans verði björt og fögur. Geir Sigurðsson. Nf bók Brjef frá látiram, sem lifir. Skrifað hefir Elsa Barker. Með inngangi. Þýðendur. Ktistmundur Þorleifsson, Víglundur Möller. .Útgef.: ísaföldarprentsmiðja h.f. argar eru þær bækur, sem ritaðar hafa verið ósjálf- rátt og skýra frá lífinu fyri" handan dauðans hlið, en, misjafn- aí- eru þær að sennileika og gæð- um yfirleitt. Yfirleitt verður maður að taka mest mark á þeim lýsingum handan að, sem best eru studdar sönnunum, þótt það sje að vísu ekki einhlítt. Innri senni leikur frásagnanna verður einatt að gera út uni' það, hvers virði þær teljast vera, því að það ligg- ur í augum uppi, að algerar sönn- ur verða ekki færðar á slíkar frá- sagnir • þótt á hinn bóginn sje unt að sanna berlega tilveru framhaldslífsins, þá er erfiðara að komast að því með fullri- vissu, hvers eðlis það sje. „Brjef frá látnum, sein lifir“ (Letters from a Living Dead Man) má óhikað telja með bestu bókum þeirrar tegundar, sem hjer um ræðir. Frásögnin í brjefum þessum er skemtilég og með sann- leikablæ, og Stíllinn á þeim er viðkunnanlegur, og veldur þar sjálfsagt nokkru um, að ritari brjefanna hjerna megin (Blsa Barker) er rithöfundur, því að slíkt getur haft áhrif, þó að ó- sjálfrátt sje skrifað. En aðalat- riðið er auðvitað, að samstilling sje góð milli ,,andans“ óg „rit- arans“. Hjer er því haldið frara, að ann- að líf sje meii'a hugræns eðlis, en hjer, þekkist, — en þó engan veg •inn að öllu leyti. Bnnfremur er á það bent, að guð sje íbúandi. alheiminum (sbr. „í honum erum. lifum og hrærumst vjer“), — og loks hallast höfundur brjefanna að endurholdgunarkenningunni,; sem löngum hefir verið deilumái meðal spíritista, Margur annar fróðleikur er og í bókinni, þótt hjer verði ekki upp talið, og öll meðferð efnisins er háleit og fög- ur. — •Teg hefi ekki borið þýðinguna saman við frumritið. en þýðend- ur virðast hafa leyst A-erk sitt vei af hendi. Vil jeg gefa bókinni mín eindregnustu meðmæli. Jakob Jóh. Smári. Sildin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU En í þrær gömlu verksmiðj- unnar var landað á þremur löndunarplássum um 100 mál á hvorum stað á klst. Mun því láta nærrl að lönduð hafi verið á.Raufarhöfn sennihluta dags í gær 900 málum síldar á hverri klst. Nokkur skip frá Langaness- miðunum hjeldu með afla sinn il verksmiðjanna við Eyjafjörð og til Siglufjarðar. S. R. N. hóf bræðslu í gær- kvöldi. S. R. P. var fyrsta ríkisverk- smiðjan, sem hóf bræðslu, en ekki Raufarhafnarverksmiðjan, eins og sagt var hjer í blaðinu í gær. Endurbætur á Djúpu- víkurverksmiðjunni Frá frjettaritara vorum á Djúpavík. jer við síldarverksmiðjuna hefir undanfarið verið unnið að ýmislegum undirbún- ingi undir starfrækslu í sumar. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á verksmiðjunni — meðal annars er verið að reisa annað sjálfvirkt löndunartæki til viðbótar .því, er fyrir var. Þetta löndunartæki er íslensk smíði og hefir vjelsmiðjan Hjeð- inn sjeð um smíðina. Með þeim tveim sjálfvirku löndunartækjum, sem nú eru hjer, verður hægt að „landa“ 600—80,0 málum síldar á klukkutíma. Verksmiðjan er nú tilbúin að taka til starfa hvenær sem er, en þó mun ekki verða tekið á móti síld fyrst um sinn. Síldar hefir enn hvergi orðið vart hjer í Húnaflóa. Vorið hefir verið kalt, og tún lítið sprottin ennþá. Heimssýningin FRAMH, AF ÞRIÐJU SÍÐU. við skyldum fá þenna mann til þess að annast veitingar í okk- ar skála. Hann hefir ekkert til sparað, til þess að alt yrði sem best og fullkomnast. Og hann hefir lagt í mikinn kostnað, til þess að kynna skálann. M. a. bauð hann eitt sinn blaðamönn-f um til árdegisverðar, og veitti óspart. Komu á annaÖ hundrað blaðamenn í hóf þetta. Næstu daga mátti sjá í öllum blöðum New-York-borgar vinsamleg ummæli um veitingaskála okk- ar og í mörgum blöðum birtust greinar á mjög áberandi stöð- um. Hafði Larsen fengið yfir 200 úrklippur úr ýmsum' blöð- um, um íslenskan mat og geta menn af þessu ráðið, hvaða auglýsing slíkt er fyrir okkur. — Hefir aðsókn verið góð á sýningu okkar? — Já, og ágæt, ef miðað er við aðsóknina á sýninguna í heild. — Starfa margir menn á sýn- ingunni? — Fimm, þrjár stúlkur og tveir karlmenn; alt Islendingar. — Þjer hafið góðar vonir um árangur sýningarinnar ? — Já. Jeg er þess fullviss, að sýningin í ár hefir enn meiri þýðingu fyrir okkur sem auglýs- ing og kynning, en sýningin í íyrra, og er því að þakka um- bótum þeim, sem gerðar hafa verið, ekki síst veitingaskálan- um. Ciano fil Berlánar Ciano greifi, utanríkismálaráð- herra Ítalíii leggur af stað í dag áleiðis til Berlínar. Með ráðherranum verða nokkr- ir starfsmenn í ítalska utanríkis- málaráðuneytinu, og tilkyut er að hann muni dvelja í Berlín í nokkra daga. Enn um H. G. Wells og a!da- skiftin Síðasta bók þessa mikla rit- skörungs heitir „The New World Order“: Hið nýa heims- skipulag. Jeg gæti ímyndað mjer að V. Þ. G. eða Sigurð Einarsson mundi langa til að segja útvarpshlustendum eitt- hvað af bók þessari. En það, sem jeg vildi vekja athygli á er það, hversu eindregið H. G. Wells er á sömu skoðun og jeg um þýðingu þeirra tímamóta í mannkynssög-unni, sem nú eru. Aldarfarið er að bráðbreytast segir ,Wells (s. 17—18) og svo getur farið að mannkynið líði undir lok eftir hinar ógutrleg- ustu hörmungar. Og hann var- ar með mikilli áherslu við að láta sjer koma til hugar, að hjer sje aðeins um eitthvert orða- glamur að ræða frá hans hendi. „Þessi veröld vor er að fara í mola“ segir hann (s. 28), og aftur og aftur kemur greini- lega fram í bókinni hversu ríkt honum er í hug að fá menn til að skilja, að vjer lifum á úrslitatímamótum.Jeg ætla ekki að fara að segja frá því hver ráð Wells telur líklegust til að bjarga mannkyninu — er þar margt ágætlega sagt, og bókin yfirleitt rituð af þeirri hug- kvæmni og því mælskufjöri, sem einkennir þenna rithöfund og lesendur hafa nú svo alment áttað sig á, að bók þessi hefir verið tvíendurprentuð í sama mánuðinum sem hún kom út (jan. þ. á.). Jeg ætla aðeins að segja, að jeg hygg að ráðin muni ekki duga. Það verður að finna eitthvað, sem vekur meiri áhuga og samhuga um alía jörð en nokkuð sem áður hefir fram komið. Wells hefir fyrir löngu og af hinni ágætustu andagift sagt frá því í skáldsögunni Halastjörnudagar (In the Days of the Comet) hvernig mann- kynið fyrir heimsatburð hefst á það stig vits og taugastyrks, að það getur farið að koma á hinu nauðsynlega framfara- skipulagi. Dálítið víðtækara yf- irlit yfir sögu heimsins en áður hefir til verið, gerir augljóst, að í sögu hvers hnattar þar sem lífið hefir hafist af slíkri byrjun sem hjer á jörðu, hlýtur að reka að þeim tímamótum, að annað hvort líði undir lok sú menning sem áunnist hefir, og mannkyn- ið sjálft, eða að mennirnir átti sig á afstöðu sinni í lífheimi og nauðsyn sambandsins við full- komnari lífstöðvar og þaðan hefjist svo öflugra, glæsilegra og að öllu fullkomnara líf á þeim hnetti en jafnvel hinir allra snjöllustu sem í stórkost- legum skáldsögum höfðu reynt til að lýsa framtíð mannkynsins -— eins og Macmillan Brown og H. G. Wells — höfðu nokkurn tíma látið sig dreyma um. 5. maí. Helgi Pjeturss. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Minningarorð umGuð- bjðrgu G. Tómasdóttur dag verður til moldar borin hjer í Reykjavík, Guðbjörg G. Tómasdóttir, fædd 1. des. 1897, dáin 28. júní 1940. Guðbjörg' sál. var fædd og upp- alin hjer í bænum og ól hjer all- an sinn aldur. Foreldrar hennar voru Tómas K. Pálsson sjómaður — Seltyrningur að uppruna — og Rannveig Gissursdóttir, fædd hjer í Reykjavík. Guðbjörg sál. hafði skaplyndí það er einkennir marga hjer á Suðurnesjum — trygglyni, hjálp- fýsi, dugnað og' ljettlyndi, enda þurfti hún seinni hluta ævinnar ,á þessu öllu að halda. Ung gift- ist hiin, og ung fjekk hún að kynnast og reyna mótlæti og erf- iðleika ,hins jarðneska lífs. Hún eignaðist í hjónabandi tvo> drengi og tvær stúlkur, stúlkurn- ar ljetust ungar, en drengirnir tveir eiga nú á bak að sjá ást- ríkri og umhyggjusamri móður, og mun hjer sannast eins og oft áður, „að enginn veit hvað átt hefir, fyr en -mist hefir“. Síðustu ár ævi sinnar bjó Guð- björg sál. með sonum sínum og aldraðri • lasburða móður sinni. Söknuður þeirra er því mestur og viðbrygðin sárust. Nii verður hún lögð til hinstu hvíldar við hliðina á föður sínum og dætrunum sínum litlu, sem hiin unni svo mjög og saknaði ávalt svo sárt. Þeir sem þektu hana, munu minnast hennar sem trygglyndrai* og hjálpfúsrar góðrar ltonu. Blessuð sje minning hennar. G. Loftárásir Breta FRAJVIH. AF ANNARI SÍDU. tjón af loftárásunum frekar venju. Bretar seg.ja að síðustu 11 daga, eða frá því Þjóðverjar hófu loftárásir sínar á England, eftir vopnahljeð við Frakka, hafi þeir mist 32 sprengjuflug- vjelar og eina árásarflugvjel. Frá því að ófriðurinn hófst segja Bretar að Þjóðverjar hafi mist 107 flugvjelar við Eng- landsstrendur. Skemtikvöld heldur knattspyrnu fjelagið Víkingur í Oddfellowhús- inu í kvöld. Er þetta skemtikvöld haldið til heiðurs Reykjavíkur- meisturunum. Verður margt til skemtunar og dans á eftir. Þess er vænst, að eldri fjelagar mæti á skemtikvöldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.