Morgunblaðið - 20.07.1940, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. júlí 1940.
Hítler „skírskotar tíl skynsemínnar“ í 96 míniítna ræðti
í þýska ríkísþíngíntí, en
Bretar segja „ekkert nýtt4í
1
triðaráeggj an Hitlers
Churchill hefir þegar
markað stefnuna
„Öðru hvoru rikinu breska
heimsveldinu eða Þýskalandi
verður tortímt ef stríðið
heldur áfram“ — ségir Uillcr
HITLER skýrði þýska ríkisþinginu frá því í
gær, að hann ætlaði að skírskota í síðasta
skifti til skynseminnar í þeirri von, að Bret-
ar fengjust til að hætta stríðinu. „Jeg sje enga ástæðu til
að halda stríðinu áfram“, sagði Hitler.
Hitler kvaðst þó ekki gera ráð fyrir að Mr. Churchill
hlýddi þessu kalli. En ef svo skyldi fara að skelt yrði við
því skollaeyrunum, þá hefi jeg“, sagði Hitler, „ljett á sam-
visku sinni gagnvart atburðum þeim, sem í vændum eru“.
Undirtektir þær, sem ræða Hitlers fjekk í London í gær-
kveldi, benda til þess, að árangurinn af ræðu Hitlers, verði
ekki annar en sá, aðAhann hafi getað ljett á samvisku sinni.
Sú skoðun er látin í ljós, að ekkert nýtt sje í ræðunni og að
hún breyti á angan hátt afstöðu Breta, sem Mr. Churchill hefir
markað hvað eftir annað í ræðum sínum.
Hitler kom ekki fram, í ræðu sinni, með neinar
sundurliðaðar friðartillögur, eins og hann gerði 6. októ-
ber síðastliðinn, er hann gerði Bretum og Frökkum víð-
tæk friðarboð. Það verður þess vegna ekki sjeð, að svo
stöddu, hvort hann ætlar að láta sitja við áeggjan sína
eina, eða hvort friðartillögur verða bomar fyrir bresku
stjórnina aðra leið.
BOÐAÐ TIL FUNDAR.
Það var tilkynt í Berlín um miðjan dag í gær, að ríkis-
þingið hefði verið kallað saman og að Hitler ætlaði að flytja
ræðu. Tilkynningin var birt kl. 2, en þingið kom saman kl. 5.
í gærmorgun var það þegar orðið ljóst í Berlín, að ein-
hverjir stóratburðir væru í vændum, m. a. af því, að Ciano
greifi, utanríkismálaráðherra Itala, var flestum á óvart kominn
til borgarinnar. Amerískir blaðamenn í Berlín skýrðu frá því,
eftir að tilkynt hafði verið, að ríkisþingið kæmi saman, að
Hitler myndi að líkindum skýra frá því í ræðu sinni, að stríðið
gegn Englandi væri hafið. ________________
Göring fær
F ■
Þegar Göring setti þingfund-
inn, bað hann þingmenn um
að standa upp og minnast
þeirra, sem látið hefðu líf sitt
„fyrir skyldu sína og fánaeið,
foringjann og föðurlandið“. Er
þingmenn höfðu sest, bað hann
þá að standa upp aftur og minn
ast þeirra, sem fallið hefðu af
bandamönnum Þjóðverja, ítöl-
um, og minntist hann sjerstak-
lega Italos Balbos „hins inni-
lega vinar Þýskalands“.
RÆÐA HITLERS
Síðan gaf Göring Hitler orðið
Hitler hóf mál sitt á því að
skýra frá því, að hann hefði
kallað þingið saman, í miðri
orustunni fyrir frelsi Þýska-
lands, til þess að leiða þýsku
þjóðinni fyrir sjónir hina eigin-
legu þýðingu þeirra atburða,
sem væri að gerast og til þess
að gera eina tilraun einn til
að opna augu andstæðinganna.
Meginhluti ræðunnar fjallaði
síðan um atburðina, sem leiddu
til styrjaldarinnar og um stríð-
ið í Noregi og á vesturvígstöðv-
unum. Hitler talaði um Þjóða-
bandalagið, og um það hvernig
það hefði brugðist. Hann tal-
aði um að Evrópa hefði notið
mjög slæmrar forustu á árun-
um eftir stríðið, málefnum henn
‘ ar hefði verið stjórnað með
lágmarki af mannviti. Einn-
ig rjeðst Hitler á þá tilhneig-
FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU.
nyjan
og nýja orOu
HITLER tilkynti í ræðu sinni
í gær, að hann hefði til-
nefnt Hermann Göring ríkismar
skálk þýska ríkisins, í þakklæt-
isskyni fyrir starf það sem hann
hann hefði unnið fyrir þýsku
þjóðina. „Fáum dauðlegum hef-
ir orðið' þess unt að skapa úr
engu öflugasta vopn sinnar teg
undar, sem til er í heiminum,
en það hefir Göring gert. Afrek
hans eru frábær“.
Hitler sagði að hann ætti eng
in orð til að lýsá þakklæti sínu
til Görings. Jafnframt ríkis-
marskálkstitlinum vaf Göring
sæmdur stórkrossi járnkrossorð
unnar.
j Göring hefir fram til þessa
. verið hermarskálkur, eini her-
jmarskálkur Þjóðverja. (Sá tit-
ill hefir fram til þessa verið gef
inn aðeins einum manni í einu,
og var Hindenburg hermarskálk
ur á undan honum).
En í gær voru skipaðir fjöldi
hermarskálka (Feld-marshall)
þ. á. m. voru Brauchitsch, von
Keitel, Milch, von Reichenau o.
fl. Foringi þýska herliðsins í
Noregi, von Falkenhorst, var
gerður ofursti.
Hitler þakkaði, auk hershöfð
ingjanna, sjerstaklega Rudolf
Hess, Lutze, Himmler, dr. Ley,
dr. Todt, dr. Göbbels og von
Ribbentrop.
Ironside og Gort
hverfa úr vfir-
herstjórn Breta
r-' TÓRLEGA mikilvæg breyting hefir verið gerð á
æðstu herstjóm Breta. Ironside hershöfðingi,
sem skipaður var, fyrir stuttu, yfirmaður landvarnanna
í Englandi, hefir verið sviftur því embætti, og í hans
stað skipaður Borck(?) hershöfðingi. Ironside hefir
fengið titilinn hermarskálkur, og er það sjerstaklega
tekið fram, að hann muni halda áfram að starfa í
hernum.
Gort hershöfðingi, sem stjómaði breska hernum
í Frakklandi, hefir verið gerður að eftirlitsmanni með
þjálfun breska hersins.
Ironside og Gort, sem hafa verið, um nokkurt
skeið, kunnastir allra breskra hershöfðingja, hverfa
þar með úr yfirherstjóm Breta, um það leyti, sem
innrás Þjóðverja virðist vera yfirvofandi.
Franska sendí-
nefndín farín
frá London
O ranska sendisveitin i London
* fór þaðan í gær og var húsi
franska sendiherrans lokað.
Frakkar munu þó hafa áfram
erindreka í London (agent).
Utanríkismálaráðherra Frakka,
M. Baudoin skýrði svo frá í gær,
að Frakkar krefðust þess, að
Bretar skiluðu þegar öllum skip-
um, herskipum og öðrum skipum,
sem væru í breskum höfnum.
TJtanríkismálaráðherrann sagði,
að atburðirnir í Oran og Alex-
andríu hefðu leitt til þess, ao
Frakkar hefðu slitið stjórnmála-
sambandi við Breta.
Fínskí Raiídí kross-
inn fær 100,000
marka g}öf frá
Þíóðvcrjtim
Dað var tilkynt í Berlín í gær,
að þýski Rauði Krossinn
hefði gefið finska Rauða Krossin-
um 80.100 þúsund mörk.
A þetta að tákna vinarhug
Þjóðverja í garð Finna.
Leningrad—Helsingfors. Fyrsta
rússneska flutningaskipið, sem
kemur til Helsingfors frá því áð-
ur en styrjöld iFinna og Rússa
hófst, kom þangað í gær. Það var
tilkynt í þessu sambandi, að Rúss-
ar æfluðu að hefja reglubundnar
ferðir með skipum frá Leningrad
til Helsingfors, Stokkbólms og
Riga.
Danmörk er nú gengin úr Þjóða
bandalaginu. í yfirlýsingú, sem
danska utanríkismálaráðuneytið
hefir gefið út, er sagt, að Þjóða-
bandalagið eigi sjer ekki lengur
rautiverulega tilvist og hafi því
danska stjórnin ákveðið að segja
sig úr því og hætta að greiða
gjöld til þess.
Itðlsku beiti
skipi sðkt
Breska flotamálaráðuneytið til-
kynti 1 gær, að ástralski
tundurspillirinn Sydney hefði sökt
ítalska beitiskipinu Bartolomeo
Calleoni norðvestur af eyjunni
Krít í gærmorgun.
Breskur tundurspillir bjargaði
250 mönnum af ítalska beitiskip-
inu, sem sökt var.
Bartolomeo Colleone var 5069
smálesta skip og var smíði þess
lokið 1932. Skipið var búið 8 fall-
byssum með 6 þumlunga hlaup-
vídd. Herskip þetta var eitt af
hraðskreiðustu herskipum í heimi.
í reynsluferðinni fór það með 40.09
sjómílna hraða í 8 klukkustund-
i’’ samfleytt. Hraði skipsins var
nægur til þess að elta uppi hrað-
skreiða tundurspilla.
H. M. S. Sidney hlaut nafn ást-
ralska beitiskipsins Sidney, sem
sökti liinu fræga þýska beit’skipi
Emden við Kókós-eyjar 1914.
H. M. S. Sidney er 6730 smálestir
og var smíði þess lokið 1935. H.
M. S. Sidney var einnig búið 8
fallbyssum með 6 þuml. blaup-
vídd, en hraði skipsins var aðeins
32.05 sjómílur. Skipið er svipað að
stærð og gerð og herskipin Ajax
og Achilles, sem tóku þátt í sjó-
orustunni undan Montevideo.
Framarar. Æfing í dag kl. 4Vs>
á íþróttavellinum.