Morgunblaðið - 20.07.1940, Síða 4

Morgunblaðið - 20.07.1940, Síða 4
4 i. u | Láðs og lagar | skriðdrekar | 'imiiiiiiiiimiiiiimiiimitiMiiiiiiiiiiiiiiiimi mmmmmmmmmmmmmmmmmii essa dagana er auðvitað um ekkert meir rætt en um ]^að, á hvern hátt Þjóð- verjar ætla að gera innrás- ina í England. En hvergi er þó meir um þetta rætt en einmitt í Eng;landi. í „Daily Telegraph“ var ný- lega, 1 þessu sambandi, minst á nýtt vopn — sem þó ekki er nýtt — svokallaðan „skrið- dreka láðs og lagar“. í greininni segir m. a: Bresku þjóðinni hættir til að gera ráð fyrir að andstæðingarnir geri það sem „líklegt er. Okkur hættir einnig til, þegar verið er að gera tilraunir með ýmsar nýjungar, að kasta þeim á glæ, ef árangurinn reynist ekki góð- ur, þegar frá byrjun. Þetta verð ur augljóst, þegar á það er lit- ið, hvað við gerðum við stóru skriðdrekana, og e. t. v. hafa Þjóðverjar gefið láðs og lagar skriðdrekunum meiri gaum, en við höfum gert---- En jafnvel þótt engir láðs og lagar skriðdrekar hafi verið gerðir, sem eru nógu vel bryn- varðir til þess að hægt sje að nota þá alment, nje til þess að rjettlæta það, að þeir sjeu fram leiddir í stórum stíl, þá getur notkun slíkra skriðdreka reynst ákaflega notadrjúg fyrir inn- rásarher, til þess að ná byrjun- ar-fótfestu. Þjóðverjar hafa enn fremur sýnt það, að þeir eru afburða leiknir í brúar og bryggjusmíðum, og öruggast • *<XXX1‘OOC>ooooo<x>ooc Betamon | í pökkum og glösum. a Flöskur, Tappar, Flösku- C lakk. a vi>m Laugaveg 1. 9 Útbú: Fjölnisveg: 2. 0 <xxxxxxx>oooo<xx>ooc KOLASALAN S.f Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. mun vera að ganga út frá því, að þeir hafi fundið upp útbún- að til þess að reisa í skyndi bryggjur, strax og þeir hafa náð fótfestu. Herafli, sem settur yrði á land á þenna hátt, og sem hefði bifhjólasveitir í fylgd með sjer, myndi geta gert skyndiárásir á stóru svæði, og þess vegna myndi það ekki vera jafn mikil- vægt og það virðist við fyrstu sýn, að lendingarstaðirnir sjeu nálægt þeim stöðum, sem inn- rásarherjunum er falið að ná á sitt vald“. Þannig segist Charles Gwynn frá í „Daily Telegrapt“. Grein, sem birtist í Lundúna- blaðinu „Spectator“, hefir vak- ið mikla athygli. Höfundur greinarinnar, sem er skriðdreka sjerfræðingur, ræðir möguleik- ana á innrás Þjóðverja með láðs og lagar skriðdrekum. Þessir skriðdrekar, sem ganga fyrir skrúfum, geta farið undir vatn, og eru reyndar ensk upp- finning — þeir voru fyrst smíð- aðir til reynslu hjá Vickers Arm-Strong hergagnaverksmiðj unni 1931 — og það má gera ráð fyrir því, að Bretum sje fullkunnugt um hvernig þetta vopn er og hvernig það er not- ( að. Höfundurinn í „Spectator“ kemst að þeirri niðurstöðu, að slíkir láðs og lagar skriðdrekar 1 sjeu ljettir og litlir og að þó það heppnaðist að lenda þeim á ströndum Englands, væri auð velt að verjast þeim með varnar skriðdrekum. Höfundurinn stingur upp á því, að ljettir varnarskriðdrek- ar verði ekki hafðir í stórum hópum meðfram ströndinni, heldur verði þeim dreift með fram ströndinni. Hann gerir ráð fyrir, að láðs og lagar skriðdrekum verði ekki lent í stórum hópum, þar sem að enskum herskipum væri með því gert auðveldara fyrir að ráðast á þá og eyðileggja. Sjerleyfisleiðin Reykjavík - Keflavfk - Garður -Sandgerði Tvær ferðir á dag alla daga. ÞJÓÐFRÆGAR BIFREIÐAR. Steindór, sími 1580. B. S. I Símar 1540, þrjár línur. Góðir bílar. ------ Fljót afgreiðsla. MORGUNBLAÐIÐ ' Laugardagur 20. júlí 1940. Hitler lagði á ráðin um sóknina í Noregi og á vest- urvígstöðvunum FRAJVTH. AF ANNARI SÍÐU. ingu sem hann sagði að Bretar hefðu til þess að gera sig að verndara allrg, mannrjettinda. Hann kallaði þetta heimskulega ósvífni. MARKMIÐ NASISTA Markmið national-sósíalista hefði frá upphafi verið: Inn á við að leysa Þýskaland úr viðj- um Gyðinga, auðvaldssinna o. s. frv., en út á við að höggva hlekki Versalasáttmálans af Þýska ríkinu. Hann sagði að þeir hefðu getað fylgt stefnu- skrá sinni árum saman, án styrj aldar og er fundurinn í Miin- chen var haldinn, hefði rofað fyrir auknum skilning milli þjóðanna. En í stað þess að byggja áfram á þeim grund- velli,, sem reistur var í Mun- chen, þá hefði stríðsæsinga- mennirnir fengið yfirhöndina eftir þenna fund. Hitler minnt- ist ekki á Tjekkóslóvakíu, en sagði, að nú hefðu stríðsæs- ingamennirnir æst Pólverja til að rísa upp gegn Þjóðverjum. Hitler rakti síðan afstöðu Þjóð verja til Pólverja, hann hefði gert þeim kostaboð, sem engum öðrum þýskum stjórnmála- manni hefði haldist uppi að gera, en þeir hefðu svarað með ógnunum, hótað að ráðast á Berlín, setja landamæri sín við Oder og Elben o. s. frv. „Jeg ákvað nú að sprengja þessa útblásnu blöðru“, sagði Hitler. Það hefði þó enn verið tæki- færi til að koma í veg fyrir styrjöld 2. sept., er Mussolini hefði komið fram með mála- miðlunartillögu sína. En tillaga þessi hefði strandað á bresku og frönsku stríðsæsingamönn- unum. LEYNDARSKJÖL Hitler skýrði nú frá því, hvernig þýskur hermaður hefði á járnbrautarstöð einni fundið skjalapakka. Hann hefði af- hent þessa pakka yfirmönnum sínum og síðan hefði hann geng ið mann frá manni: Þannig komst þýska herstjórnin yfir skjalasafn æðsta herráðs Banda manna, sagði Hitler. Hann sagði að Churchill þýddi ekki að vjefengja skjöl- in, þau bæru undirskrift Gam- elins,, Daladiers, Weygands „og hvað þeir nú allir heita“. Hann sagði að skjöl þessi sýndu, að Bandamenn hefðu litið á allar smáþjóðir sem tæki, sem þeir ætluðu að nota sjer til fram- dráttar. Þau leiddu í ljós, ráða- gerðir þeirra um Finnland, Nor eg, Svíþjóð, um Balkanríkin og um olíulindirnar í Baku og Batum. FRIÐARBOÐI HAFNAÐ Hitler hjelt nú áfram að rekja atburðina, sem gerðust síðastliðið haust. Þjóðverjar hefðu sigrað Pólverja á 18 dög um. Hinn 6. október hefði Hitl- er flutt friðartillögur sínar, og hann kvaðst hafa gert sjer von- ir um, að a. m. k. Frakkar skoðuðu hug sinn áður en þeir vísuðu þeim á bug. Hitler kvaðst þó hafa verið á báðum áttum, er hann kom fram með tillögu sína, því að hann hefði óttast að þær myndu aðeins æsa stríðs æsingamennina. Enda hefði líka farið svo, Bretar og Frakkar hefðu ekki virt sig svars og hefðu jafnvel neitað að ræða tillöguna. Sjálfur hefði Hitler verið svívirtur persónulega, hann kallaður ragménni, Mr. Chamberlain og með honum all ur stríðsæsingahópurinn, Chur- chill, Guff Cooper, Eden, Hore Belisha, hefðu hrækt framan í sig — hin stórkapitalistiska hagsmunaklíka hefði fengið öllu að ráða. Þessu hefði verið tekið með þögn í Þýskalandi. En þótt jeg tali ekki, þá þýðir það ekki að jeg geri ekkert“, sagði Hitler. Hann sagði að Þjóðverj- ar þyrftu þess ekki með að gera úlfalda úr einni mýflugu, fimmfalda hvern hlut, áður en hann væri látinn sjá dagsins ljós. TALAÐ OG UNNIÐ Hann komst að orði á þessa leið: Á meðan þeir töluðu, þá unnum við að nauðsynlegum skipulagningamálum, til Jiess að fullkomna her okkar. 1 mars fórum við að sjá þess merki, að Bretar og Frakkar ætluðu að blanda sjer í finsk-rússneska stríðið, ekki til að hjálpa Finn- um, heldur til þess að reyna að skaða bandamenn Þjóðverja, Rússa. En er Finnar og Rússar sömdu frið, í mars, höfðu ráða- gerðir þessar farið út um þúf- ur. Þjóðverjar hefðu einnig haft fregnir af fyrirætlunum Banda manna um að kveikja ófriðar- bál á Balkan eða Svíþjóð, til þess að fá þar nýjan vígvöll gegn Þýskalandi. NOREGSSTYRJÖLDIN En nokkru síðar hefði það farið að koma skýrar í ljós, að Bandamenn ætluðu að leggja undir sig hernaðarlega mikil- væga staði í Noregi. Hitler sagði að Þjóðverjar hefðu feng- ið upplýsingar um þetta í ræð- um Churchills. Hitler ræddi síðan um inn- rásina í Noreg. Hann sagði að Bandamenn hefðu tvisvar frest að að ráðast á Noreg, er þeir loks ákváðu að gera það 8. apríl. Hann sagði að fult sam- komulag hefði verið milli Bandamanna og helstu leiðtoga Norðmanna. Bandamenn hefðu þegar dag ana 5. og 6. apríl verið búnir að setja herlið um borð í skip, sem áttu að fara til Noregs. En þegar Mr. Churchill hefði frjett um ferðir þýska flotans, hefði hann skipað mönnunum aftur upp úr skipunum, til að geta sent herskip sín til að berjast við herskip Þjóðverja. En þýsku herskipin hefðu ekki orðið vör við nema eitt her- skip, og því hefði verið sökt. (Hjer mun Hitler eiga við breska tundurspillinn „Gloh- worm“, sem Bretar sögðu að dregist hefði aftur úr, er hann var að bjarga manni er fjell fyrir borð. Þýsk herskip söktu Glohworm). I „LANDI MIÐNÆTUR SÓLAR“. 9. apríl hefðu Þjóðverjar sett her á land í Noregi, alla leið sunnan frá Oslo, norður til Nar vik ,Þetta var djarflegast afrek, sem um getur í hersögu Þjóð- verja“, sagði Hitler. Hitler ræddi mikið um örðugleikana við hernað „í landi miðnætur sólarinnar“, hann gat um óvænt áföll, sem Þjóðverjum hefði tek ist að sigrast á, hann sagði að þýski flugiherinn hefði tekið fram öllu því, sem vænst var af honum og hann talaði um norsku firðina sem grafreit fjöl margra breskra herskipa. Hitler sagði að afrek Þjóð- verja væri þeim mun meira, sem norsku hermennirnir hefðu barist mjög hraustlega, en um breska herinn í Noregi sagði hann, að hann hefði verið illa útbúinn og að honum hefði ver ið hörmulega stjórnað. Hitl^r sagði að í Narvik hefðu þýsku hersveitirnar unn- ið dásamlegt afrek. Hitler skýrði þvínæst frá þvl hverjir hefðu átt mestan þátt í orustunum í Noregi: von Fal- henhorst, Dieten (í Narvik), Carls flotaforingi o. fl. Flug- hernum stjórnuðu Milch og Geizler. Að lokum þakkaði Hitl er herforingjaráðsforingjunum sínum, von Keitel og Jodel, „sem hefðu framkvæmt fyrir- ætlanir sínar í Noregi“. Á VESTURVÍGSTÖÐV- UNUM Hitler hjelt síðan áfram: Áður en styrjöldinni í Noregi var lokið, voru farnar að ber- ast alvarlegar fregnir af vest- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Rabarbar, Atamon, Betamon, Melatin, Kandís, Púðursykur, Sýróp, Vanille, Tappar. DRÍFANDI KaplaskfólsTeg sími 9310

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.