Morgunblaðið - 20.07.1940, Page 8
Laugardagur 20. júlí 1940.-
8
8KEMTISAMKOMA
Templara verður að Jaðri á
morgun og hefst kl. 2% e. hád
Glímusýning, reipdráttur, frjáls
ar íþróttir, ræða söngur o. fl
Kaffi, gosdrykkir o. fl. til sölu
á staðnum — Ferðir frá Templ
arahúsinu frá kl. 10 árd. —
Templarar, fjölmennum!
wwww
BLÓM OG GRÆNMETI.
Bæjarins lægsta verð. Blóma
verslun Sigurðar Guðmundsson-
ar, Laugaveg 8. Sími 5284.
Búðarfólkið
FLÖSKUVERSLUNIN
á Kalkofnsvegi (við Vörubíla
stöðina) kaupir altaf tómar
flöskur og glös. Sækjum sam-
stundis. Sími 5333.
KAUPUM
allskonar húsgögn, skófatnað
og karlmannaföt. Staðgreiðsla.
Nýja fornsalan, Kirkjustræti 4.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga
vegs Apótek.
SPARTA-DRENGJAFÖT
^ugaveg 10 — við allra hæfL
H ARÐFISKSAL AN
Þvergötu, selur góðan saltfisk
Sími 3448.
KAUPI GULL OG SILFUR
Sigurþór, Hafnarstræti 4.
TVÆR 2ja HERBERGJA
íbúðir óskast 1. okt. Tvent og
þrent fullorðið í heimili. Föst
atvinna. Sími 5726 (eftir kl. 7)
HAFNARFJÖRÐUR
2. herbergja íbúð, með þægind-
um, óskast 1. október. Uppl. í
síma 9023 í dag til hádegis og
á mánudag.
SI&íynMÍtupw
HAFNFIRÐINGAR.
Vanti yður leigubifreið, þá
hringið í síma 9084. Á kvöldin
í síma 9141. Tuminn.
tna
REYKHÚSIÐ,
Grettisgötu 50 B tekur Lax,
fisk og aðrar vörur til reyking-
ar eins og að undanförnu.
41. dagur
„Já, jeg þarf að komast tá hár-
greiðslustofu, sem: er opin eftir
klukkan 19. Jeg er að verða of
sein. Við hittumst þá kl. 23“.
Erik horfði á eftir henni. Feg-
urri kvenlíkama h<\Cði hann ekki
sjeð. Allir í salnum litu á eftir
henni. Hún var af þeirri tegund,
sem meira að segja í regnkápu var
að sjá sem klæðalaus. Þegar hún
hafði lokað á eftir sjer, kveikti
hann í nýrri eigarettu og sat enn
um stund yfir kaffibollanum.
Þjónninn kom, þerraði af borðinu
og vildi tala ítölsku, en til þess
hafði Erik e»ga löngun. Ekki
nenti hann heldur að fara að taka
til í silkideildinni. Hann hafði
ekki einu sinni löngun til að ljúka
við málverkið, og honum stóð ná-
kvæmlega á sama hvort hann ynni
verðlaunin eða ekki. Hann sat í
hugleiðingum; og teiknaði lauslega
á borðplötuna og þurkaði það svo
út með fingrunum. Hann sat enn
dálitla stund hreyfingarlaus og
starði fram fyrir sig. Að lokum
stóð hann upp og borgaði.
Ein mynd varð eftir óútþurkuð
á borðinu. Ekki mynd af Lillian,
heldur af Nínu.
Lillian gekk hratt í gegnum 41.
götu út í 8. Avenue. Græn bifreið
stóð fyrir utan gistihús. Lillian
fór inn í hana. Bílstjórinn var
laglegur ungur maður með svart
hrokkið 'hðr.
„Keyrðu í snatri, Kid, það er
framorðið“, sagði hún. Þau óku af
stað. „Er Bill kominnf' spurði
hún.
„Þeir hafa beðið síðan klukkau
19. Er eitthvað á seyðif‘
„Haltu þjer saman drengur og
haltu áfram‘ „ sagði Lillian. Hún
kveikti í nýrri cigarettu og stakk
henni hálfreyktri upp í Kid. Hann
þakkaði fyrir brosandi. Bifreiðin
þaut áfram og fór á 2 hjólum
fyrir horn. .
„Þú bíður fyrir utan“, sagði
Lillian um leið og hún steig út úr
bifreiðinni. Gistihúsið sem Bill
hafði komið henni fyrir í hafði
yfir sjer borgarablæ. Eftirlíking-
ar á austurlenskum teppum voru í
anddyrinu, stúlkan í dyravarðar-
klefanum var með einglyrni og
lítill Filippseyjadrengur gætti
lyftunnar. Hann dró annað augað
saman þegar Lillian fór upp.
„Hjerna, þakka þjer fyrir,
Eftir VICKI BAUM
Pedro“, sagði hún með óþolin-
mæði.
Það var opnað fyrir útvarpið í
íbúð hennar.
„Jæja —“ sagði Bill letilega,
um leið og Lillian kom inn. Loftið
í herberginu var eins og vanalega
kafþykt af reyk; það stóðu flösk-
ur, glös og ísmolar á borðinu. Það
leit út fyrir að eitt glasið hefði
oltið yfir borðdúkinn og vínið lak
hægt niður á gólfið.
Lillian gekk gegnum stofuna
inn í svefnherbergið. „Halló“ var
það eina sem hún sagði. Hún tók
ofan grænu húfuna og leit í speg-
ilinn. Hún var náföl undir andlits-
farðanum1. Jeg er ekki fallin til
þessa starfs, hugsaði hún. Með-
fram nösunum voru bláhvítir
taumar af hræðslu.
Bill teygði iir sjer og fór á eftir
henni inn í svefnherbergið.
„Hvernig tókst þjer,“, spurði
hann. Hún dró lyklana upp úr
töskunni.
„Gjörðu svo vel“, sagði hún og
fekk honum þá. Bill hló, en ljet
lyklana liggja. Ilún tók þá aftur
og fór inn í stofuna. Big Paw
hringaði sig í hægindastólnum;
Maxine sat í kjöltu hans, en hún
stóð rösklega á fætur þegar Bill
kom inn. Hún var ljóshærð, föl-
leit og með dansmeyjarvöxt. Lilli-
an sá að Bill var undir áhrifum
kokains. Hann hafði einu sinni
sagt henni frá því í trúnaði, að
hann notaði altaf kokain áður en
hann gæfi sig að einhverju mikil-
vægu verki. Augu hans gljáðu.
Enn einn nýr meðlimur var með í
sendlaeinkennisfötum. Grænu klæð
isfötin fjellu eins og steypt um
vöðvamiklar axlir hans.
Bill dró upp úr vasa sínum
skartgrip. Hann ljet hylkið opn-
ast og setti það fyrir framan Lilli-
an á mitt borðið undir ljósinu.
Það var nál með stórum smaragð.
„Finst ykkur vinnan vera
prýðileg? Yið höfum reyndar tap-
að 2 karötum við slípinguna, en
nú getur enginn þekt þennan stein
aftur“, sagði hann ánægður. Lilli-
an greip í ntálina. Hún vár verðið
sent Lillian hafði selt Erik fyrir.
„Hjerna“, sagði hún og lagði á
borðið í flýti gerða teikningu.
„Sleppið mjer við að fara með.
Takið Maxine — og svo er jeg
laus við ykkur, sltiljið þið?“
„Hún lagði lyklana við hliðina
á teikningunni á borðið ofan í
whisky-blettinn og hendin á henni
var undarlega smá að sjá við hlið-
ina á karlmannahnefunum,, sem
teygðu sig eftir lyklunum..
„Jæja, svo þú vilt vera laus við
okkur? En við erum ekki alveg
búnir að segja skilið þið þig“,
sagði Bill.
Big Paw varð alt í einu kurt-
eisin sjálf.
„Láttu hana vera“, tautaði
hann. „Hún liefir svei mjer gert
sitti til“.
Lillian leit á þá eins og hún
væri að vakna af syefni.. Ókunn-
ug ándlit, ókunnugar hendur,
smaragðinn.
„Þið verðið að hypja ykkur
strax, klukkan níu kemur1 Gor-
illanu að sækja mig“, sagði hún.
Bill hló aftur og sljettaði sitt
sljetta hár enn betur. „Góða
skemtun“, sagði hann.
„Þakka þjer fyrir“, svaraði
Lillian hugsunarlaust.
Bill kom að henni, studdi fringr-
inum á öxl henni. „Ef það geng-
ur vel, færðu eitthvað fallegt hjá
mjer“. Alt í einu beygði hann sig
yfir hana og þrýsti rauðu vörun-
um sínum að hennar. Maxine stóð
við hliðina á og horfði reiðilega á.
Þegar þau voru farin, opnaði
Lillian báða gluggana og ljet heitt
vatn renna í baðkarið, því henni
var kalt. Þegar hún kom úr því,
fanst henni hún vera hressari.
Hún fór inn í stofuna og leitaði
innan um hálftómar flöskur. Jú,
hjerna var líka Absinth. Hún bjó
sjer drykk og helti í sig; það var
sterkt kúmenbragð af honum. Um
leið fann hiín að sjer hitnaði og
kæruleysistilfinningin fór um hana
alla. Hún stóð fyrir framan fata-
skápinn, strauk nýju, verðmætu
kjólana sína og að lokum valdi
hún grænan kjól úr þykku silki,
sem sveipaðist niður með líkama
hennar. Síminn við rúmið hjá
henni hringdi. Klukkuna vantaði
fimm mínútur í 9. „Ilr. CromwelE
er kominn“, var sagt. „Hann á
að bíða í anddyrinu, jeg er alveg
að koma“, sagði Lillian. Hún hat-
aði leynilögreglumanninn o? fanst
hann broslegur. Alt í einu greip
hún hermelinskápuna úr skápn-
um og lagði hana yfir herðar sjer.
Hún fekk sjer enn í glasið og'
fann hvernig hún varð ljettlynd,.
svo hló hún hátt og setti smar-
agðnálina í hálsmálið. Aftur
hringdi síminn. „Já, jeg er að
koma“, sagði hún fokvond. Óþol-
inmæði Cromwells var brosleg.
Þegar hún stóð fyrir framan speg-
ilinn hló hvin hátt við hugsunina.
um hvað væri að gérast í Central
á meðan hún færi út að skemta.
sjer með hinum ómótstæðilega;
Cromwell.
„Hvað er þetta?“ sagði Crom-
well. Þegar hún kom út úr lyft-
unni. Hann starði steinhissa á all-
an útbúnaðinn, hermelínið og
hvítu háu hanskana. Hann hafði
farið í bestu fötin sín. Þau voru
dökkblá og fóru prýðileg, eins-
prýðilega og föt geta aðeins farið
á fyrverandi liðsforingja.
„Hvað er þetta“, sagði hann
aftur.
Lillian svaraði derringslega eft-
ir alt Absinthið sem hún hafði
helt í sig: „Þii veist víst ekki aðC'
stúlkur í minni stöðu eru dýr--
ustu dömurnar í allri New York?“
Framh.
AUGAÐ hvílist
með gleraugum frá
THIELE
Þeir, sem þurfa að ná
til blaðlesenda í sveitum
landsins og smærri
kauptúnum, auglýsa f
ísafold og Verði.
EF LOFTUR GETUR ÞAI>
EKKI-----ÞÁ HVER?
)) BfegTHm i OlsemI
^^mo^u/nfea ■■ Á/rui
Silrón
Þvottasápa
Heilsölubirgðir
Magnft fti.f.
„Finst þjer ekki erfitt að fá
stúlku, þegar }>ú býrð upp í
sveit ?“
„Nei, öðru nær, við höfum haft
19 síðustu 5 vikurnar“.
★
Móðirin: „Hvernig gekk þjer í
skólanum í dag?“
Drengurinn: „Jeg var bestur“.
Móðirin: „Sagði kennarinn
það?“
Drengurinn: „Nei, hann'tók
ekki eftir því“.
★
— f dag kom dálítið fyrir mig
sem jeg vildi ekki að kæmi fyrir
versta óvin minn“.
.— Hvað var það?
— Jeg vann hæsta vinninginn
í happdrættinu.
Læknirinn, sem er að gera hol-
skurð á negra, við hjúkrunarkonu:
— Skreppið út og kaupið svartan
tvinna.
★
— Stundum verður mjer á að
hugsa að maðurisn minn sje orð-
inn leiður á mjer.
— Af hverju dettur þjer það í
hug ?
— Ilann liefir ekki sýnt sig
heima í 3 ár.
★
Sveitapiltur kemur að manni
sem dottið hefir af baki:
— A jeg að ná í hestinn fyrir
yður ?
— Það er alveg óþarfi. Jeg er
hættur við útreiðartúrinn.
Þingvallalerðir 'í júlfmánuOi
Til Þingvalla ld. 10y2 árd., 2y2 og 7 síðd. — Frá Þingvöllum ld. 1 e,
hád., 5^2 og 8Y2 síðd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunnudaga..
Steindór, sími 1580.