Morgunblaðið - 23.07.1940, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.07.1940, Qupperneq 5
Þriðjudagur 23. júlí 1940. * Útgef.: H.f. Árrakur, Baykjavlk. Bltatjðrar: Jön KJartanason, Valtýr Stefánaaon (ábyretJarm.). Auglýsingar: ÁrUi Óia. Bitatjörn, augrlýslngar o( afrrslOsla: Austurstrœtl 8. — Slsal 1800. Áskriftargjald: kr. S,E0 á. ntknuOl lnnanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 lausasölu: 20 aura eintaklö, 26 aura meV L>esbök. Hörmuleg kjör rj'yrir hálfum mánuði kom. það fyrir, að skrifað var hjer í klaðið um grein er birtist í múl- gagni kommúnista hjer í bæ. Dag- :inn eftir birtist löng grein í kommúnistablaðinu, þar sem gleði ritstjórans varð ekki dulin yfir því, að hann skyldi í þessu til- Æelli hafa verið virtur svars. Og enn hleypur á snærið fyrir ritstjóra Þjóðviljans. Hjer er blað "hans aftur gert að umtalsefni. Bn hætt er við að eftir því sem 'lesendum Þjóðviljans fækkar og fylgismenn kommúnista, sem áður voru, snúi fleiri baki við hinni irússnesku „línu“, verði það sjaldn- ;ar, sem íslensk blöð telji það ó- maksins vert að minnast á nokkuð það, sem í Þjóðviljanum stendur. Því Þjóðviljinn er ekki lengur 'áslenskt blað, þó hann sje gefinn iít á íslensku. Blaðið ber ekki ís- ‘lenska hagsmuni fyrir brjósti. Stefna blaðsins er frá Moskva. Þaðan taka forráðamenn blaðsins við fyrirmælum um, hvernig þeir •eigi að hugsa, hvernig að skrifa og hvernig vinna verk sín í þágu hins rússneska undirróðurs, sem ■ Stalin vill að hjer sje rekinn. Ein fyrirskipunn virðist vera ;um það, að blað þeirra geri að umtalsefni og leiði í ljós með sem .gleggstum orðum hverskyns vand- iræði sem steðja að almenningi í þessu landi. í grein einni í blaði þessu fyrir mokkrum dögum er talað um hin -stórfeldu vandræði sem reykvísk- ur verkalýður hefir ratað í ú þessu ■sumri. Svo mikið kveður að hung- urvofu atvinnuleysisins hjer í hænum, að því er kommúnista- 'hlaðið segir, að dæmi eru til þess •að fólk hafi þurft að grípa til ’þeirra örþrifaráða, að ráða sig í kaupavinnu. En slíka neyð telur Þjóðviljinn augsýnilega vera há- mark neyðarástandsins í hinu ís- lenska þjóðfjelagi. Að fólk, bæði karlar og konur, um hásumarið rþurfa að taka sig upp hjeðan af mölinni, til að vinna í sveit að heyskap fyrir kaup og fæði, í stað þess að segja sig til sveitar í Rcykjavík, eftir að Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn hafa tekið sanian um að íþyngja Reykja- víkurbæ sem allra mest með því að stefna hingað sveitarómögum af öllu landinu eftir frekustu getu. Það er orðið hreint neyðarúr- ræði í augum Þjóðviljans, að full- vinnandi fólk skuli þurfa að neyð- ast til þess að vinna að annari aðalframleiðslugrein þjóðarinnar um hábjargræðistímann. Menn, sem harma það að verka- fólk úr Reykjavík komist tii heyskapar vinnu á sumrin, þeir þurfa allmikið að læra, til þess þeir að rjettu lagi geti talist ís- lendingar. En máske kæra þeir sig ekkert um að bera það þjóðernis- merki. s i Fjárhagsafkoma sveifar- fjelaganna 1938 [Morgunblaðið hefir farið þess á leit við Jónas Guðmundsson, að hann skrifaði fyrir blaðið yfirlits- grein uift hag sveitarfjelaga, og hefir hann orðið við þessum tilmælum. Birtist hjer fyrri hluti greinar hans]. Síðan jeg tók við starfi mínu sem eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, hef- ir einn meginþátturinn í því verið sá, að afla sem glegst yfirlits yfir fjárhagsafkomu hinna einstöku sveitarf jelaga með því að safna saman og inna úr gögnum þeim, sem til eru um fjárhag sveitar- f jelaganna og afkomu þeirra ★ Hefir nú verið -— í samráði við milliþinganefndina, er starfar í tolla- og skattamálum — gert heildaryfirlit yfir afkomu allra sveitarfjelaga í landinu árin 1936, 1937 og 1938. Nú í ár, þegar gögn öll hafa borist um árið 1939 verð- ur því bætt við og síðan haldið áfram árlega svo safnast geti fyrir sem fullkomnast heildaryfirlit yfir hag og rekstur sveitarfjelaganna. Þar sem slíkt yfirlit hefir aldrei fyr verið gert og vegna þeirra mörgu manna, sem beint og óbeint hafa afskifti af málefnum sveit- arfjelaganna, tel jeg rjett að fyrir almenningssjónir komi megin at- riði yfirlits þessa fyrir árið 1938 og að síðar verði slík yfirlit 'gefin árlega. Því miður vantar enn reikninga eins stærsta sveitarfjelagsins — Yestmannaeyja — fyrir 1938, en í þessu yfirliti hafa reikningar þess fyrir 1937 verið notaðir, en þar sem vitað er, að árin 1937 og 1938 voru lík hvað afkomu bæjarsjóðs Vestmannaeyja snerti, breytir þetta ekki miklu. Auðvitað verður þetta lagfærf þegar reikningar Vestmannaeyja berast og nýtt heildaryfirlit þá gert. Eitt er rjett að taka fram1 til að fyrirbyygja misskilning og það er, að í grein þessari er orðið „sveitarfjelag“ notað um kaup- staði jafnt sem hreppa. Er það sameiginlegt heiti þeirra og ætti að taka upp þá notkun orðsins. Jafnvel löggjöfin er farin að láta orðið „sveitarfjelag“ tákna ein- ungis hreppsfjelag, en það er rangt. (Samanber Jöfnunarsjóð- ur bæjar og sveitarfjelaga). Hjer á landi eru til hreppar og kaup- staðir og er sameiginlegt heiti þeirra: sveitarfjelög (Kommune). TEKJUR SVEITARFJELAGANNA Á árinu 1938 námu tekjur sveit- /arfjelaganna og fyrirtækja þeirra reikningslega rúmlega 24 miljón- um króna. Af þessum tekjum voru 3.5 miljónir „eftirstöðvar frá fyrri árum“, en 2.3 milj. „lán tekin á ,árinu“, svo raunverulegar tekjur ársins eru um 18,2 milj. króna. Þessar tekjur skiftast þannig: 1. Tekjur af atvinnufyrir- tækjum sveitarfjel. .. 5,996,831 2. Skattar: a. Útsvör .... 7,899,236 h. Fasteign.sk. 967,160 e. Hreppsv.gj. 53,931 d. Hundask ... 13,264 e. Hlut' af.... sýsluvegask. . . 5.566 f. Hluti áf.... tekjusk. .. og aðrir. ... skattar .... 289,657 -----------9.228.814 3. Tekjur af fasteignum 555,715 4. Vextir af peningum og verðbrjefum'........... 147,845 5. Endurgr. fátækraf je .. 950.696 6. Tillag Tryggingarstofn. unar ríkisins til elli- og örorkubóta ............. 283,538 7. Atvinnubótafje frá rík- , issjóði ................ 215,774 8. Skólabyggingarstyrkir 37,767 9. Ymsar tekjur og færsl- ur ..................... 535,484 lO.Seldar eignir ......... 241.856 Samtals kr. 18.194.320 Af þessu er Ijóst, að það eru ekki neinir smávegis fjár.munir, sem sveitarstjórnum landsins er trúað fyrir að fara með og ráð- stafa og því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að árlega. sje birt yf- irlit um þessi málefni. Því miður er það svo, vegna, mismunandi bóklialds hjá hinum ýmsu sveitarfjelögum, að erfitt er að finna út hið rjetta, en jeg hefi í hyggju að reyna að fá úr þessu bætt og mun víkja að því síðar. Tekjur af fyrirtækjum sveitar- fjelaganna eru auðvitað fyrst og fremst tekjur hafnarsjóðanna, raf- stöðvanna, vatnsveitanna og ann- ara slíkra fyrirtækja, sem rekin eru í almennings þágu, en mjög lítill hluti þessara tekna er af fyr- irtækjum sem eingögnu eru rekiu til þess að afla tekna í sveitar- sjóðinn sjálfan. Á móti þessum tekjulið, sem nemur tæpum 6 milj. króna, er gjaldamegin á reikningum sveit- arfjelaganna liður, sem nefnist: „Kostnaður við atvinnurekstur“ og nemur hann rúml. 4,5 milj. Eru því hreinar tekjur af fyrirtækj- umi sveitarfjelaganna 1,5 milj. kr. Eru þær vitanlega mestmegnis af höfnunum þó nokkuð sje af vatns- veitum og raforkustöðvum. Mjög víða munu þessar umframtekjur fyrirtækjanna verða að „innieign“ hjá bæjar- og hreppssjóðunum og notast þar áriega sem eyðslueyr- ir. Eins og vænta má eru það kaup staðirnir og stærstu kauptúnin, sem aðallega reka þessi fyrirtæki. Nema tekjur af fyrirtækjum hinna átta kaupstaða samtals 5 milj. 961 þús. krónum, svo tekjur allra annara sveitarfjelaga til samans af atvinnufyrirtækjum eru ekki nema 35 þús. krónur. Af þessu kemur mest í hlut Reykja- víkur, eða rúmlega 3,8 milj. kr. Enn er ekki fyrir hendi greini- legt yfirlit um fyrirtæki sveitar- fjelaganna, en í undirbúningi e>’ að gera slíkt yfirlit, og gæti það orðið mjög fróðlegt. Skattar sveitarfjelaganna nema samtals kr. 9,228,814,00. Af þeim eru útsvörin aðal-skatturinn, eða tæpar 7,9 milj. króna, svo allir aðrir skattar samanlagt eru ekki nema 1,2 milj. kr. Af þessari, 1,2 milj. króna er fasteignaskatturinn einn saman 967 þús .krónur, svo allir aðrir skattar eru ekki nema 360 þúsund krónur. Er af þessu augljóst hversu illa er búið að sveitarfjelögunum hvað tekju- stofna snertir. Það eru útsvörin ein, sem1 sveitarfjelögin verða að lifa á, og eru þau þó rýrð á marg- víslegan hátt fyrir þeim. Mun jeg ef til vill víkja nánar að þvi síðar. g Eins og að líkum lætur er það á kaupstöðunum sem meginþungi útsvarsbyrðinnar hvílir. Nema út- svör kaupstaðanna 8 samanlagt rúml. 6 milj. króna, en allra ann- ara sveitarfjelaga til samans tæpl. 1.9 milj. króna. Reykjavík ein ber rúman lielming allra útsvarsbjuð- anna, eða á því ári rúmlega 4,5 milj. króna. Svipað er að segja um fast- eignaskattinn. Hann er alls 967 þús. krónur og af honum eru kaupstaðirnir með 934 þús. kr. og öll önnur sveitarfjelög aðeins með 33 þús. krónur. Hreppsvegagjöldin eru hinsveg- ar ekki til í kanpstöðunum ög er því sá skatttur eingöngu í hrepp- unum. Hann nemur tæpum 54 þús. kr. Svipað er um hundaskatt- inn, sem er rúmlega 13 þús. kr., að af honum eru aðeins 276 kr. greiddar í kaupstöðum. Sýsluvega- skatturinn er og eðlilega einungis tekjustofn lireppsfjelaganna og það í þeim sýslum einum, sem sýsluvegagjaldi hafa komið á hjá sjer. Aðrir skattar sveitarfjelaganna eru fáir og smáir. Munar þar mestu um þann hluta hátekju- skattsins, sem ríkissjóður endur- greiðir til kaupstaða og sýslu- sjóða. Kemur sá skatttur þvi hreppsfjelögunum. ekki nema ó- beint til góða, þ. e. í lægri gjöld- um til sýslusjóðs. Hverjum sem hlutdrægnislaust lítur á þetta yfirlit hlýtur að verða það ljóst, að sveitarfjelögin eiga ,ekki margs úrkosta í tekjuöflun sinni. Útsvörin og aftur útsvörin eru það, sem þau verða að lifa á livað mikils sem af þeim er kraf- ist. Á síðari árum' hefir sífelt sótt í það horf að fleiri og fleiri fyrir- tæki eru með lögum undanþegin útsvari. Þannig eru t. d. allir sparisjóðir og bankar á landinu undanþegnir útsvari af gróða sín- um. Slíkt þekkist hvergi nema hjer, nema um þjóðbankana. Sam- yinnufjelögin eru, sem kunnugt er, undanþegin útsvari af við- ,skiftum fjelagsmanna sinna, en eru látin greiða í þess stað eins- konar fasteignaskatt sem er ekki nema brot af því sem þau yrðu að greiða ef sömu ál agniu garregl u væri fylgt með þau eins og með önnur fyrirtæki. Ríkiseinkasölur greiða ekki út- svör, en aðeins lágan söluskatt, og svipað er um ríkisfyrirtækin. Eim- skipafjelagið, Sölusambandið, Mjólkursamsalan o. s. frv. eru einnig undanþegin útsvari. Og nú að síðustu hefir togaraútgerðin verið svo að kalla undanþegin út- svarsgreiðslu. Hvar endar með þennan eina tekjustofn sveitarfjelaganna ef svona verður haldið áfram f ★ Að öðrum tekjustofnum sveitar- fjelaganna er rjett að víkja lítil- lega. Tekjur af fasteignum eru sam- tals 555 þús. kr. Af þeim koma 455 þús. á kaupstaðina, en 100 þús. kr. á önnur sveitarfjelög. Tekjur þessar eru mestmegnis leigur eftir hús og lóðir í kaup- stöðum og kauptúnum, en leigur eftir jarðeignir í sveitum. Hafa þessar tekjur aukist um tæpar 120 þús. krónur frá því 1936, og er sú aukning aðallega í kaupstöðunum. Endurgreitt fátækrafje er tæp 1 milj. króna. Ber þar að athuga að þar í er talin hjálp sú, sem ríkið veitir sveitarfjelögunum með framkvæmd fátækrajöfnunarinn- ar. Nemur það fje um 700 þús. krónum og er því ekki um raun- verulega endurgreiðslu á fátækra- fje frá þurfamönnum sjálfum að ræða nema sem svarar tæpum 300 þús. krónum, eða tæplega 10% af fátækraframsærslunni allri í land- inu það ár. Tillaga Tryggingarstofnunar rík isins til elli- og örorkubóta er í reikningum sveitarfjelaganna fyr- ir árið 1938 talið vera 283 þús. krónur, en er raunverulega um 360 þús. krónur. Stafar þessi mismun- ur af því ,að á érinu 1938 var breytt til um úthlutunarárið svo nokkur hluti þess sem greitt var fyrir árið 1938 kom á reikninga hreppanna 1937. Atvinnubótafje frá ríkissjóði kemur heldur ekki fram í reikn- ingum sveitárfjelaganna að fullu. Telja þau fram rúml. 215 þús. kr,, en alls nam atvinnubótafjeð 500 þús. krónum. Stafar þetta af því að Reykjavíkurkaupstaður telur það atvinnubótafje sem hann fær ekki í reikningum bæjarins. Það nam á 'árinu 1938 um 290 þús. krónum. Skólabyggingastyrkirnir eru og tillag frá ríkissjóði. Af þeim hafa rúml. 26 þús. krónur runnið til kaupstaðanna, en 11 þús. til ann- ara sveitarfjelaga. Þeir tveir liðirnir sem eftir eru þurfa' ekki sjerstakra skýringa, enda efitt í stuttu máli að til- greina alt það, sem þar undir fell- ar. Aðeins er rjett að benda á að á móti hinum. seldu eignum (eigna- rýrnuninni) kemur á árinu eigna- aukning sem nemur samtals rúm- lega 1 miljón króna. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.