Morgunblaðið - 23.07.1940, Side 7

Morgunblaðið - 23.07.1940, Side 7
Þriðjudagur 23. júlí 1940. MORGUNBLAÐIÐ Rœða Halifax Heimsyfirráðadraumur Hitlers mun stranda ð breska eyvirkinu PRAMH. AP ANNARI SÍÐU Fyrir Hitler er valdið hin' æðsta kenning. Þjóðverjar hafa valdið, þess vegna egii Þjóðverj .ar að ákveða það, hvernig aðrar þjóðir lifa lífi sínu. Hann lít- ur á mennina sem volaðar ver* ur, gerðar til þess að hlýða yf- irboðara sínum. Hin gamla virðing fypir lof- orðum er hjá honum álitin veik- leikamerki, sem ekki er samboð- in einvaldsherra, en grimd og glæpir sjeu orðinnl rjettur, ef Hitler hefir skipað svo fyrir. HÓLMGÖNGUÁSKORUN. Þetta er fullkomin hólmgöngu- áskorun Anti-Krists, sem okkur - ber skylda að berjast gegn, sem annunT sannleika, rjettlæti og frelsi. Breska þjóðin og þjóðir breska heimsveldisins munu aldrei fallast á þessar kenninar hans. Við viljum frjálsa menn, en ekki þræla, frjálsar þjóðir, en ekki undirokaðar, og þjóðir sepi vinna. í bræðralagi fvrir velferð mannkynsins. Jeg vona að þjóð minni muni takast að bægja frá heiminum þeim ægilegu hörmungum sem skella yfir hann ef Hitler sigrar. Við getum verið vongóðir, því draumur Hitiers um heimsyfirráð er bygður á sandi, ef honum tekst ekki að sigra Bretland. Allar þæf þjóðir, sem hann hef- ir sigrað, bölva honum í hjarta sínu og biðja þess að ofríki hans verði veitt viðnám á eyvirki voru og líði undir lok. Þessar þjóðir bíða eftir því að við brjótumst fram og veitum honum makleg málagjöld. Sá dagur mun koma er brjálaðar fyrirætlanir hans verða rústaðar. .Voldugar þjóðir handan við haf- ið iíta á verk þessa manns með vaxandi fyrirlitningu. Bandaríkja- menn eru sífelt að sannfærast meira og meira um það, að kenn- ing hans er kenning hatursins. Bandaríkjaþjóðin liefir ekki skap- að sjer ný heimili til þess að framselja þau til Hitlers; þeir -óska þess, biðja þess innilega að þessi illviljaði maður og fyrirætl- anir hans verði sigraður. Þeir trúa á Guð eins og við. Á GUÐS VEGUM. Utvarpsræða konungs vors á síð- ustu jólum fekk sömu undirtektir hjá þeim eins og okkur. Konung- urinn fól málstað okkar Guði. Ekki vitum við hvert hann leið- i Betamon í pökkum ok glösúm. Korktappar, Flöskulakk. ^ííin Laugaveg 1. Útbú: Fjölnisveg 2. oooooooooooooooooc ir okkur, en sú leið verður okkur ekki auðveld. Því það er ekki venja Guðs, að láta mennin^ kom- ast hjá örðugleikunum. Síðan talaði ræðumaður um boð- skap Krists og þann frið sem mest riði á, og það væri friður sálar- innar. Ekki eru það allir sem geta tek- ið þátt í hervömum landsins. En allar stjettir, konur og karlar, ungir og gamlir ,geta beðið til. Guðs. Nú, þegar svo mikið er talað um 5. herdeildina, er rjett að minn- ast hjer á það, sem. maður einn benti mjer á nýlega, starf þeirra, sem kalla mætti 6. herdeildina, sem á hverjum degi í nokkrar mínútur biðjast fyrir í Gnðshúsi. Við munum vitanlega biðja til Guðs, að hann verndi þá sem okk- ur eru kærastir. Sú bæn mun gefa okkur traust, því við viturn, að við berjumst gegn stefnu sem er á móti Guðs vilja. En þegar við biðjum, þá biðjum við ekki að- eins um að óskir oklcar rætist, heldur munum við í bæninni læra að treysta Guði. Og þá getum við öruggir falið málefni okkar í hans hendur. Þetta er sá andi, sem. sameinar okkur í krossferð okkar fyrir kristindóminum. Við munum berj- ast í öruggri vissu gegn hinum illu öflum. Við munum ganga braut okkar og horfast í augu við hættuna á vegi okkar, en styrktir í Guði munum við bera sigur úr býtum. Frá Hjeraðsmóti Sjálf- stæðismanna á Strönd FJÁRHAGSAFKOMA SVEITARFJELAG- ANNA 1938 FRAJffH. A7 FIMTU SÍÐU Af yfirliti þessu um tekjur sveitarfjelaganna er augljóst, að sú stefna sem fylgt liefir verið að undanförnu í sveitarstjórnamálun um — ef þá er liægt að segja að um nokkra stefnu sje að ræða - er sú, að vegna þess hve sífelt hef- ir verið þrengt að hinum eina tekjustofni sveitarf jelaganna útsvörunum — er nú lagt inn á þá braut að láta ríkissjóð greiða nokkurn hluta af kostnaðinum, sem sveitafjelögin eiga að bera. í jöfnunarsjóðsframlagi, í atvinnu bótafje og tillagi Tryggingarstofn unarinnar greiðir ríkissjóður yfii 1.5 milj. króna á ári til þeirra. Það er því fullkomin þörf á að teltnakerfi sveitarfjelaganna verði tekið til gagngerðrar endursk.oð- nuar og traustari grundvöllur evrði lagður undir tekjuöflun I næstp grein mun jeg víkja að útgjöldum sveitai'fjelaganna árið 1938. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Garð- ari Svavarssyni ungfrú Gunnhild- ur Sesselja Jónsdóttir og Guð- mundur Pjetursson, Ytri-Njarð- víkum. Fjelag ungra sjálfstæðis- manna, Fjölnir, og hiS al- menna. fjelag Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu hjelt hjer- aðsmót á sunnudaginn að Strönd. 800—900 manns sóttu mótið og er það með fjölmennustu mótum, sem haldið hefir verið að Strönd. Mótið setti og stjórnaði Guð- mundur Erlendssonv bóndi að Núpi. Gunnar Thoroddsen málaflutningsmaður og Jón ýjartansson ritstjóri mættu á mótinu fýrir hönd mðistjórnar Sjálfstæðisflokksins. Auk fyr- nefndra inanna tók til máls Björn Jónsson frá Bakka, sem fíutti ávarp og hvatningarorð frá Fjelagi ungra Sjálfstæðis- manna. Ljek Sigfús Halldórs son nokkur lög á orgel og söng en Bragi Hlíðberg ljek á har moniku. Um kvöldið var svo dansleikur. Veður var hið á-< kjósanlegasta og fór skemtunin íið besta fram. Mótið fór fram í svonefndri Rangæingabúð stóru tjaldi, sem notað var á A1 hngishátíðinni 1930. Til Suður- Ameríku MCorbin, fyrverandi sendi- ♦ herra Frakka í London lagði af stað frá Englandi í gær áleiðis til Suður-Ameríku. Ekkert hefir verið gert upp-> skátt um hverjar fyrirætlanir hans sjeu. 0 • ■ • • — __ _ _ Rússnesku flöskuskeytin Vegna frjettar í blöðunum, að flöskuskeyti hafi fundist A Ytri-Hjalteyri, vill Veðurstofu- stjóri geta þess, að á síðari árum hafi fundist allmörg flöskuskeyti einkum rússnesk, og hafi þau ver- io send Veðurstofunni af finnend- um. Veðurstofan skrásetur skeyt in og sendir þau svo áleiðis tii rjettra hlutaðeigenda. Flest af flöskuskeytum þessum hafa verið sett í sjóinn, til þess að fá frekari fræðslu um yfir borðsstrauma hafanna. Vegna þess a.ð stundum getur liðið langur tími, þangað til árangurinn af þeim rannsóknum, sem' byggjast á reki flasknanna, er birtur, er æski legt, og raunar sjálfsagt, að Veð urstofan fái nákvæmar upplýsing ar um þær rekflöskur og skeyta kefli, sem finnast hjer við land svo að hjer sjeu ávalt nærtæk þau gögn um sj<ávarstrauma við Island, sem fáanleg eru á þenna hát.t. Það er eigi nóg að vita, hvar o livenær rekflöskurnar liafi fund ist, heldur þarf einnig að vita hvar og hvenær þeim var varpað í sjóinn, og ef flöskuskeytið sjálft ber eigi þetta með sjer, þá m oft fá vitneskju unr það hjá þeirr Dagbók , Næturvörður er í Reykjavíkur ápóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. 50 ára hjúskaparafmæli eiga í dag frú Guðný Guðmundsdóttir og síra Matthías Eggertsson, fyrrum préstur í Grímsey. Heimili þeirra er á Freyjugötu 36. Jtvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádégisútvarp. 19.30 Hljómplötur; Lög úr tón- filmum og pperettum. >-• ■ : < 20.00- Frjettir. 20.30 Erindi: Um gildi ellinna’.’ (Björn O. Björnsson presturj. 20.55 Hljómplötur; a) Fiðlukon- stofnun, sem ljet útbúa flösku slceytin. sert eftir Spohr (nr. 8, Op. 47)> X b) Píanókonsert eftir Lfezt (A- dúr). 21.45 Frjettir. Áheit á Laugamesskirkju. 20 kr. fpá ónefndum. — Kærar þakkir. Garðar Svavarsson. Til Strandarkirkju. Kona 3 kr. Jóh. S. 10 kr. N. 5 kr. Guðný 2 kr. P. 5 kr. Þ. E. 10 kr. Ax 50 kr. II. Ó. 5 kr. K. E. 2 kr. G. Á. G. 5 kr. N. 1 kr. E. L. 10 kr. Á. S. 2 kr. Á. Á. 5 kr. F. J. (gamalt áheit) 5 kr. Ileklufarar 5 kr. A. G. i 2 kr. Grjeta 10 kr. S. J. 1 kr. S. B. 5 kr. U. B. 25. kr. ÞingvallaferOir I júlfmánuOi Til Þingvalla kl. 10% árd., 2% og 7 síðd. — Frá Þingvöllum fcl'. 1 e.! hád., 5% og 8% síðd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunnudaga. Steindór, sími 1508. , (vT. : ** .. ^ 'X... Konan mín, SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR, andaðist í gær. Guðm. Gnðmundsson og böm, Grettisgötu 45. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG HANNESDÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Sólbergi, Seltjamamesi, 21. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Stefánsdóttir. Jón B. Elíasson. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, VILBORG MAGNÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá heimili sínu, Freyjugötu 7, kl. 1 e. h- Jarðað verður frá Fríkirkjuimi. Njáll Símonarson, böm, tengdaböm og barnaböm. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnnm, að maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON, frá Krýsuvík, andaðist á heimili sínu, Jófríðarstaðaveg 8, Hafnarfirðí, hinn 20. júlí. Kristín Bjarnadóttir, böm og tengdaböm. Jarðarför móður okkar, GUÐRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni fimtndaginn 25. þ. m. Athöfnin hefst með bæn á heimili hinnar látnu, Ráðagerði við Sellands- stíg, kl. 2 e. h. María I. Einarsdóttir. Steindór Einarsson. Jarðarför drengsins okkar, EIRÍKS STEINARS, fer fram á morgun frá heiraili okkar, Langeyri, kl. 1. Anna Eiríksdóttir. Guðbjöra Þórarinsson. Hjartans þakklæti vottum við öllnm þeim, sem auðsýndu okkur hluttekningu og margskonar ónvetanlega hjálp yið and- lát og jarðarför minnar elsknlegu konu, móður og tengdamóð- ur okkar, RAGNHEIÐAR HALLDÓRSDÓTTUR. Einar Jónsson, Þórsgötu 15, böm og tengdaböm. Innilegt þakklæti til allra, er anðsýndu okknr hjálp og samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, FRIIÐRIKKU GUÐMUNDSDÓTTUR. Guðrún Sigurðardóttir. Kari Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.