Morgunblaðið - 02.08.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ F'östudagur 2. ágúst 1940. Sambúðin við Þfóðverfa og Italft góð, við Breta og Bandarifeftn „ekki góðM Molotoff lýsir afstöðu Rússa til annara þjóða Styrföldin milli Þfóðverfa og Itala — og Breta og Bandarfikf- anna um það bil að heffast Graf Spee vandamál i Braziliu Það er að koma upp samskonar vandamál út af breska hjálp- arbeitiskipinu, sem laskaðist í viðureign við þýskt hjálparbeiti- skip í Suður-Atlantshafi í' fyrra- d.ag, eins og reis út af þýska or- ustuskipinu „Graf Spee“ í vetur. Breska hjálparbeitiskipið er nú komið til hafnar í Rio de Jan- eiro (Brasilíu), þar sem fara á fram á því viðgerð. Breska stjórnin hefir farið þess á leit við stjórnina í Brasilíu, að skipið fai að vera í höfninni í 4 daga á meðan viðgerðin fer frarn, en samkvæ'mt alþjóða-hlutieysis- lögum mega herskip ekki dvelja í höfnum hlutlausra þjóða nema einn sólarhring. Bkki er kunnugt hvaða afstöðu stjórnin í Brasilíu ætlar að taka til málaleitunar Breta. En það er í fersku minni, að þýska or- ustuskipið „Graf Spee“ varð að láta úr höfn fná Montevideo í TJruguav í vetur, áður en viðgerð á skipinu var lokið, vegna þess áð stjórnin í Urugay hjelt fast við la'gabókstafinn um hlutleysi þjóðarinnar. En „Graf Spee“ fekk þó að vera 72 klst. í höfn í Monte- vdeo. Það er nú kunnugt að viður- eignin milli hjálparbeitiskipanna, hins breska og hins þýska, var sbamt undan Rio de Janeiro. — Breska beitisbipið hæfði þýska skipið á 5V2 mílna færi. Sjálft hlaut breska skipið þrjár fall- byssukúlur. Þjóðverjar tilkyntu í gær, að þýska hjálparbeitiskipjð hefði tekið upp sjóliernaðaraðgerðir gínar að nýju. En Bretar segja, að þar með sje þó sagan sennilega ekki sögð öll, því að brdsk herskip sjeu að leita að hinu þýska skipi. Roosevelt á ráðstefnu Afstaðan til Finna MOLOTOFF, forsætisráðherra og utanríkis- hálaráðherra Rússa, sagði í ræðu, sera hann flutti á 7. fundi æðsta ráðs Sovjet-ríkjanna í gær, „að nýr þáttur heimsvaldastyrjaldar vesturþjóðanna væri um það bil að hefjast, þar sem annarsvegar myndu standa Þjóðverjar og ítalar, en hinsvegar Bretar, sem myndu njóta aðstoðar Bandaríkjanna“. Molotoff lýsti yfir því að Sovjetríkin myndu standa utan við þessa styrjöld. Fundur æðsta-ráðsins hafði verið boðaður til þess að taka ákvörðun um „umsókn“ Eystrasaltsríkjanna um upp- töku í sovjetríkjasambandið, og um innlimun Bessarabíi1 og Norður-Bukovínu í Sovjet-Rússland. Bæði þessi mál voru sett í nefnd. En Molotoff notaði tækifærið til að gera grein fyrir af- stöðu Sovjetríkjanna í utanríkismálum og til hvers einstaks ríkis sjerstaklega sem viðskifti hefðu við Rússa. Hann talaði fyrst um afstöðuna til Þjóðverja. Sambúð Rússp. og Þjóðverja er góð, sagði hann. Það hefir sannast, að þýzk-rússneski samningurinn, sem gerður var í októher síðastliðnum hefir orðið til gagns fyrir báða aðila. Hann gerði okkur kleift að gera nauðsynlegar ráðstafanir á vesturlandamærum okkar, og Þjóðverjum hefir hann trygt frið á austur- landamærum sínum. Molotoff talaði fyrirlitlega um tilraunir þær, sem gerðar hefðu verið undanfarið til að spilla sambúð Rússa og Þjóðverja. „Síðustu atburðirnir hafa ekki gert annað- en að undirstrika mikilvægi þýzk-rússneska samningsins“, sagði hann. Molotoff lagði áherslu á, á sama hátt og Hitler gerði í síðustu ræðu sinni, að í samningi þessum fælist viðurkenning á hagsmunasvæðum beggja þjóða. Það kendi margra grasa hjá Molotoff er hann talaði um afstöðu Rússa til ítala. Hann sagði að sambúð þessara þjóða hefði batnað undanfarið og að opnast hefðu möguleikar til aukinnar samvinnu milli þeirra „í utanríkismálum. og til auk- innar verzlunarviðskifta á milli þeirra“. En öðru máli gegnir um sambúð Rússa við Breta. Þar hefði engin breyting gerst undanfarið, og hann kvað litlar líkur til að sambúðin batnaði á næstunni, „þótt útnefning Sir Stafford Cripps tíl sendiherra í Moskva, gæti bent til þess, að Bretar hefðu hug á að koma á betra samkomulagi“. Loftðrðsir fireta á skip við Holland og Þýskaland aosevelt kallaði á ráðstefnu til sín í gær aðstoðarutan- málaráðherra sinn, Mr. ler Welles, yfirmann amer- hersins, Mr. Marshall og aann flota,ns, Mr. Stark. Eins kvaðst Molotoff ekkert gott geta sagt um sambúð Band- ríkjanna við Rússa. Ýmsar ráð- stafanir hefðu verið gerðar vest- anbafs. sem sýndu litla velvild í garð Rússa, „en Rússum er sama“, ‘sagði' nann. (Það er sjerstaklega sú ráð- stöfun Bandaríkjanna að ,,frysta“ ugll Eystrasaltsríkjanna í ame- rískum bönkum, sem vekur gremju Rússa). f Molotoff kvað það hafa kornið í Ijós undanfarið, að Japanar vildu bæta sarnbúð sína við Rússa og möguleikarnir til þess væru fyrir hendi. En þó hefði hin nýja stjórn ekki gert nægilega grein fyrir af- stöðu sinni til þessa máls. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Mannffall Hollendinga Bretar tilkynna að flugvjel-" ar þeirra hafi í gaer gert loftárásir á skip við strendur Hollands og Þýzkalands. Með- al annars voru gerðar árásir á skip í Zuidersee. Bretar segjast einnig hafa varpað sprengjum yfir tvö þýzk birgðaskip. En bæði í tilkynningum Þjóð- verja otg tilkynningum Breta er talað um að slæmt veður hamli hernaðaraðgerðum flug- vjelanna. í tilkyriningu brezka flug- málaráðuneytisins er skýrt frá loftárásum, aem einstakar þýzk- ar flugvjelar hafi gert á borgir í Suð-austur Englandi. Á einj um stað varð nokkuð tjón á jrksmiðjum og eins nokkuð manntjón. Yfir annari borg lækkaði 'þýzk flugvjel flugið og skaut af vjelbyssum á götur borgar- j innar. f Loftárás var gerð á Thamesár- mynni og Bristolflóa. Frá því að loftárásir iiófnst 18. júní, segja Bretar að 366 óbreyttir borgargr hafi farist og 476 særst. í tilkynningu þýsku herstjórnar- innar segir, að í nánd við Dover hafi komið til loftorustu í gær milli enskra Spitfireflugvjela og þýskra Messerschmidtflugvjela, og voru 5 hinna ensku skotnar nið- ur, en Þjóðverjar mistu eina. — Enskar flugvjelar vörjmðu í gær nokkrum sprengjum vfir ýmsa staði í Noregi, Danmörku og Hol- landi, og voru 3 flugvjelar þeirra skotnar niður á þessum stöðum. Samkvæmt þýzkum heimild- um nam tala fallina hol- lenskra hermanna í styrjöldinni við Þjóðverja 2890. — Tale særðra manna 6889. 29 manna er saknað. Hollenski utanríkismálaráð- herriann tilkynti skömmu eftir uppgjöf Hollendinga að 100 þúsund manns hefðu fallið af hollenska hernum, Þjóðverjar segja, að það sje uú uppiýst að 619 manns hafi farist í loftárásunum á Rotter- dam. Yfir Atlantshaf Pað er búist við að innan skarris verði fyrstu sprengi- flugvjelunum, sem Bretar hafa keypt í Bandaríkjunum, flogið' yfir Atlaritshaf frá Kanada. Wilcoxon flugkapteinn, sá er stjórnaði tilraunaflugi Breta frá írlandi til Nyfundnalands, fyr- | ir nokkrum árum, er kominn til jKanada til að hafa yfirstjórn Atlantshafsflugsins. Stór-Austur Asía Takmark Japana Alveldi i innan- ríkismálum Matsuoku, utanríkismála- ráðherra Japana gerði í gær grein fyrir utanríkismála- stefnu hinnar nýju stjórnar í Tokio, og í sama mund var gef- in út stjórnarttlkynning, þar sem gerð var grein fyrir innan- ríkismálastefnu stjórnarinnar. , Stefnan í utanríkismálum er samkvæmt ummælum Matsuo-* kus, að stofna Stór Austur-Asíu, sem er á allan hátt sjálfri sjer nóg. En fyrsta verkefnið er að leiða hið fyrsta stríðið í Kína til lykta. Hið síðara atriðið hefir verið á stefnuskrá allra stjórpa, sem tekið hafa við völdum í Japan síðastliðin 3 ár. Matsuoku talaði um að stofna hagsmunasvæði allra þjóða í Austur-Asíu. Svæði þetta á að ná yfir hollensku Austur-Ind- landseyjarnar, Indo-Kína, og eyjarnar í Suðurhöfum, og auk þess Japan, Kína og Mands- phukuo. Þær þjóðir .sem reyndu að leggja stein í götu Japana við framkvæmd þessarar fyrir- ætlunar, myndu engrar sam- vinnu þurfa að leita í Japan. Hagsmunasvæðið, sem Japanar vilja hjer helga sjer, er ekki síð- lir hagsmunasvæði Breta ög Banda ríkjanna, en þeirra. ALVELDI I innanríkismálum er stefnan að stofna alveldi, á svipaðan hátt og í Þýskalaudi og Italíu. Ment- un í landinu á að vera miðuð' við það, að keuna að þjóna ríkinu, þingið á að verða tæki til að hjálpa keisaraknúnuniii, endur: skipuleggja þurfi hina opinheru þjónustu o. s. frv. í yfirlýsingu stjórnarinnar er talað um, að japanska þjóðin verði að horfast í augu við „hin óhjá- kvæmilegu stefhumið í verldar- sögunni“. „ÓVINSAMLEG RÁÐSTÖFUN“ Japanar ljetu ófriðlega í gær, bæði gagnvart Bandaríkjunum og Bretum. Fulltrúi japanska flota- málaráðuneytisins, sagði að bann Bandaríkjamia við útflutningi á flugvjelabensíni, væri stefnt gegn Japönum og værj óvinsamleg ráð- stöfun gaguvart -þeiin. Hann sagði að Bandar. hljóti að þafa gert sjer grein fyrir því fvrirfram, hvaða afleiðingu þetta hann mvndi hafa. í London fór sendiherra Japana á fund breska utanríkismálaráð- herrans og kráfðist skýringar á þeirri ákvörðun Breta, að ætla ,að krefjaet flotaskírteinis af öll- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.