Morgunblaðið - 02.08.1940, Síða 8

Morgunblaðið - 02.08.1940, Síða 8
% # 8 K. F. U. K. Konur og stúlkúr. Farið verður suður að Straumi 3. ágúst. Dvalið þar til mánu- dagskvölds og einnig vikuna út, ef þess er óskað. Allar upplýs- ingar þessu viðvíkjandi eru gefnar í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg frá kl. 8—10 á hverju kvöldi. Allar velkomnar að Straumi. SÓLRlK hriggja herbergja íbúð með stúlknaherbergi til leigu 1. okt. í rólegu húsi. — Sími 2019. 3 HERBERGJA IBÚÐ óskast í Miðbænum. Tilboð sendist í pósthólf 606. GÓÐ 3—4 HERBERGJA íbúð, með öllum þægindum, ásamt stúlknaherbergi, óskast 1. okt. Gísli Ólafsson gjaldkeri Rafmagnsveitunnar, sími 1222 og 2860. *&t£&tjnnvnqac TILKYNNING tfrá Rakarastofunni í Hafnar- Istræti 18: Til þess að viðskifta- menn mínir fái fyrsta flokks og fjjóta afgreiðslu, vinnum við altaf tveir á rakarastofunni frá 1. ágúst. — Virðingarfylst Hans Holm. ^J£aup&&(ipitc NÝSLÁTRAÐ tryppakjöt kemur í dag. Von, sími 4448. . ÁNAMAÐKAR til sölu, sími 5556. — Sendum KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35 Svaggerar, frakkar og kápur, seljast með niðursettu verði út þennan mánuð og næsta mán- uð. Ódýrar kvenleðurtöskur og kjólablóm. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ína og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR Btórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. FLÖSKUVERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- Btöðina) kaupir altaf tómar flöskur og glös. Sækjum sam- Btundis. Sími 5333. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. SUMAR KJÓLAR eftirmiðdagskjólar, blússur og pils altaf fyrirlgigjandi. Sauma- stofan Uppsölum. Sími 2744. Föstudagur 2. ágúst 1940«.. Búðarfólkið Eftir VICKI BAUM 51. daguE Lillian lá grafkyr í rúminu. Hún var hin ánægðasta. Hún fjekk enn eina sprautu og sofn- aði, raknaði við, blundaði svo aft- ur. Þegar hún lauk upp augun- um var kominn dagur. Hún var ekki alveg með skýra hugsun, en hún hafði það á tilfinningunni að hún hafði breytt rjett. Ennþá var hún þrekmikil, hjartagæska halc við illmenskuna og viljasterk. Nína hafði hleypt af. —- Lillian brosti þegar hún hugsaði um það. —- Blessaður kjáninn, hugsaði hún. Hver skyldi hafa trúað slíku um Nínu. í hugsun henuar var ekki laust við að hiin kendi í brjóstL um hana. „Jæja, hvernig líður okkur svo í dag?“ spurði hjúkrunarkonan og lyfti Lillian ofar í rúminu. Hún rann stöðugt neðar og það benti til þess að alt var ekki með feldu. „Þakka yður fyrir, ágætlega“, stundi Lillian. Þar sem hún lá var hún hin ánægðasta. Hún hafði engar kval- ir. Hjerna gat eklrert óvænt hent hana. Það suðaði í loftventlinum og einhversstaðar í húsinu var opið fyrir útvarpið. Svo heyrði hún bjölluna sem hringdi, þegar loka átti Central. Uti á ganginum stóð maður: „Jeg heiti Sanders", sagði hann. „Jeg vinn hjá Evening Star. Jeg vildi gjarnan fá leyfi til að taka mynd fyrir blað mitt af Lillian Smith. Þetta er myndasmiður minn — Pratt — komið hingað, Pratt“. „Það má enginn fara inn til ungfrii Smith“, sagði hjúkrunar- konan. „Henni líður ekki vel“. „Hættulegt?“ spurði Sanders skelkaður. Hann sá góða frjett hverfa úr höndum sjer. Hjúkr- unarkonan ypti öxlitm og gekk á burt hljóðlaust á gúmískóm. „Jeg kem þ*á seinna“, sagði Sanders. Fyrst eftir þrjár vikur náði hann tali af Ldl ian, tveimur dög- um eftir að Pliilipp gamli var jarðaður. f „Hann er hjerna enn einu sinni áleitni náunginn frá Evening Star“, sagði hjúkrunarkonan. „Látið hann koma inn — bíðið augnablik — rjettið mjer spegil- inn minn — töskuna mína — seg- ið honum að bíða í fimm mínút- ur“, sagði Lillian. Hjúkrunarkon- an fór út með geðilsku. Þegar Sanders kom inn var Lillian búin að hagræða sjer á áhrifamikinn hátt. Hún var föl með dökkrauðar varir og í gulurn náttkjól. „Jæja, loksins", sagði Sanders, „ÖH New York bíður með eftir- væntningu að. sjá mynd af yður. Þjer eigið fortíð að baki yðar og mikla möugleika í framtíðinni. — Litila mín -—- þjer skuluð trúa Sanders, sem hefir sjeð svo margar stjörnur koma fram á sjónarsvið- ið“. „Jeg er viðbúin hinu versta“, sagði Lillian brosandi. Sanders hagræddi henni svo að fegurð hennar naut sín og Pratt skaust inn með tæki sín. „Þetta er Pratt“ sagði Sanders. „í þetta skifti þarf •áreiðanlega ekki að laga myndina neitt eftir að hún kemur úr vjel- inni. Látið okkur fást við málið, litla mín — við skulum sjá um að saga yðar komist sem1 best fyrir á prenti. Yfirmaður minn býður yður þrjú hundruð dollara fyrir endurminningar yðar um Big Bill — það er nú aðeins byrjunin. Hvað ætlist þjer fyrir þegar þjer losnið út úr þessari stíu?“ „Það sem mig hefir inest lang- að til, er að komast á leiksvið“, svaraði Lillian án umhugsunar. Meira að segja undir hvítum ull- arteppum sjúkrahússins var hægt að sjá hve mjaðmir hennar voru vel lagaðar. „Jeg vil gjarnan verða rík og fræg — jeg á fá- tæka foreldra og tvo ung syst- kini“. himni. Þetta var einmitt efni fyr- ir Evening Star. „Kæra barn“, sagði hann hátíðlega. „,Fr*á degin- um í dag hækkið þjer í tigninni. Eftir þrjú ár verða cigarettur látnar heita í höfuðið á yður“. Magniumljósinu var hleypt af og hvítur reykur sveif burtu efst undir hvítmáluðu lófti sjúkrastof- unnar. Lengi lifir í gömlum glæðum. „Hver er næstur?“ spurði herra Crosby ritara sinn. Ritarinn leit á stundatöflu sína óg svaraði: „Frú Bengtson, herra Crosby“. Crosby stóð upp og gekk með- fram risarúðunum fjórum á skrif- stofunni. Frá þeim öllum sá hann samskonar svartlitan snjó, sem hlóðst niður og gerði New York einna líkasta slæmu afriti af dag- blaði með risabókstöfum. Bæði fljótin og hæðirnar í kring yoru ósýnileg og frá vestri voru send út neyðarmerki. Þar var flóð eins og á hverju ári í mars. Þrátt fyr- ir alt var hann broshýr og í góðu skapi, því hlutabrjefin í Central liöfðu hækkað örlítið og sykur- sýki hans lækkað um 0,3 prósent. „Látið frú Bengtsn koma inn‘, sagði hann. Einkaritarinn sagði í símann: „Frú Bengtson má koma“. í herberginu fyrir framan sátu þrjá stúlkur, svefnlegir ritarar, viðbúnir að taka boðum frá hinu allra helgasta. Ein þeirra stóð á fætur og kallaði xit í biðstofuna: „Frú Bengtson“. Rödd hennar var eins og rifinn ostur. Nína. stóð upp og kom inn. Hún var ennþá óstyrk í hnján- um, því Erik litli hafði verið 9 pund og tekið hann tuttugu og átta klukkutíma að komast í heún- inn. En án þessarar ástæðu myndi hún hafa verið óstyrk í hnjánum þegar hún færi að tala við stór- mejmið. Hún var í dökkbláa frakk anum sínum og greifafrúin hafði Sanders hraðritaði í sjöunda 'rrwS Prestur nokkur ferðaðist tií Palestínu og flutti fyrirlestra um þá ferð þegar hann kom heim heim aftur. Þóttu þeir miður skemtilegir, svo að á- heyrendur tíndust út, áður en lokið var. Skömmu síðar bar svo til að þjófur braust inn til prests á næturþeli. Prestur var karlmenni, nær þjófinum og kemur undir sig. „Hann lá þá alveg flatur“, sagði hann er hann var að segja kunningjun- um frá viðskiftunum. „Jeg hjelt OTTO B. ARNAR öggiltur útvrapsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. REYKHÚS larðfisksölunnar við Þvergötu, tekur lax, kjöt og fisk og aðrar vörur til reykingar. honum svo að hann gat ekki hrært legg nje lið“. „Það var laglega gert“, svar- aði einn kunningjanna, en bætti þessu við: „En það ljómandi tækifæri sem hefir verið að flytja yfir honum fyrirlesturinn þinn um- landið helga“. ★ Gamall maður bað ungrar stúlku. ,,Jeg á nú talsvert á bankabók. Jeg á meira að s?gja mikið af peningum. Jeg lifði í farsælu hjónabandi með konu minni í 35 ár. Viljið þjer eiga mig, jómfrú góð?“ Stúlkar. vjek sjer undan, nokkuð feimin og segir: „Eigið þjer ekki son?“ ★ Læknir kemur til sjúklings, er legið hafði fyrir dauðanum og segir þegar hann sjer hann: „Hann er dáinn veslingurinn“. En það dettur ofan yfir alla er „hinn látni“ rís upp og segir: „Ónei, það er jeg reyndar ekki“, — nema konuna; hún segir: „O-sussu, sussu, þegiðu maður. Heldurðu að læknirinn vita það ekki betur en þú“. ★ Tveir íþróttamenn töluðu einu sinni um afreksverk sín. „Ertu góður að stökkva hátt?“ spyr annar. „Já, heldur er jeg það“, svaraði hinn. „Jeg stekk svo hátt, að mjer fer stundum að leiðast í loftinu“. ★ Dómarinn: „Hvernig fóruð þjer að því að komast í pen- ingaskápinn? Sökudólgur: „Jeg held það þýði ekki neitt að jeg segi yður það, þjer leikið það ekki eftir mjer“. ★ Hann: „Haldið þjer að þjer mundið geta látið yður lítast á mig? ‘ Hún (feimin) : „Ekki skal jeg fortaka það, en jeg er hrædd um, að það verði örðugra að kenna honum föður mínum það“. lánað henni hvítu hanskana sína, sem voru heldur stórir henni. „Hjer er frú Bengtson, herra: Crosby“, sagði ritarinn og bauffi henni sæti á óþægilegum stól gegnt forstjóra Central. „Góðan daginn, frú Beng-tson‘% sagði herra Crosby, án þess að líta á hana. Hann sat og blaðaði í skjalabunka, sem ritarinn hafði sett fyrir framan hann. Þegar því var lokið stundi hann hátt, gekk einu sinni út að risagluggununs. og svo sneri hann aftur að risa- skrifþorðinu. „Þjer liafið sótt um að fá aftur- stöðu yðar hj«á okkur, frú Bengt- son“, sagði hann og horfði snögg- lega framan í hana, svo hún fanu fyrir hverri freknu í andlitinu á sjer. | „Já, jeg hefi gert það, herra, Crosby“, sagði hún og settist framan á stólinn. „Frú Bradley hefir sagt mjer að það eigi að ráða sextíu nýjar afgreiðslustúlk-. ur í Central —“ „Frú Bradley? Frþ Bradley?“ sagði herra Crosby, blaðaði í skjöl um sínum og kipraði augun sam— an. „Hún hætti að vinna í Central .þegar Skimpy erfði peningana eftir Philipp gamla, en hún leigir fólki sem vinnur í Céntral her- bergi og þar frjett-ist —“ Herra Crosby gerði hreyfingu með hendinni til þess að koma í veg fyrir fleiri útskýringar. „Jeg bað yður að lcoma hingað, því að vinur'minn Thorpe skrifaði mjer frá París og bað mig að hugsa* til yðas“. Nína roðnaði. I „Það virðist svo sem liann meti yður mikils“, Iijelt herra Crosby áfram. Skelfing var það fallegt af Steve, hugsaði Nína, að hann skyldi ekki gleyma henni á ann- ari brúðkaupsferðinni, sem, kom í seinna lagi, sem áreiðanlega var ekki neinn dans á rósum. „Það getur verið, herra Cros- by“, sagði hún fe'imin. „Thorpe skrifar að jég eigi líka* að veita manninum yðar atvinn- una aftur. En þjer sjáið það sjálf- ar, að það er ekki liægt“, sagði. Crosby. „Það er víst alveg rjett hjá yð- ur, herra Crosb.y11, hvíslaði Nína og kverkar hennar voru skresL þurrar. „Central hefði getað tapaðr hundrað þúsundum vegna ónær- gætni mannsins yðar, ef Philipps gamli, hetjan, hefði ekki. Jeg segi ónærgætni — þar sem ekki var- hægt að sanna neitt verra. Nína leit niður á skóna sína. „Maðurinn minn hefir þurft. að borga vel fyrir yfirsjón sína“, sagði hún. „Hann hefir líka breyst mikið eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu. ITerra Crosby ræskti sig með- óþolmmæði. Hann vildi ekki benda á neinar sálfræðilegar skýringar. Framh. A U G A Ð hvílist með gleraugum frá THIELE KOLASALAN 8.1. Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. é /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.