Morgunblaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. sept. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
3
verðhækk-
un á fiski
iskimálanefnd hefir ákveð-
ið gífurlega verðhækkun á
fiski og þarafleiðandi hækkar
fiskverðið hjer í bænum að
miklum mun, þó ekki sje sú
verðhækkun hlutfallslega eins
tnikil eins og í heildsölunni.
Verð fiskjar hjer í bænum
mun verða, sem hjer segir, eft-
irleiðis:
Nú
Áður
Rauðspretta (ófl.) kr. 1,60 — 1,00
Ýsa
Þorskur
Smálúða
— 0,60 — 0,60
— 0,60 — 0,40
— 1,50
1,20
Nætursalt. fiskur
Reyktur fiskur
Reykt ysa
0,70 — 0,60
— 1,00
— 1,30
0,80
1,10
Ýsa beinl. m. roði — 1,25 — 1,00
— beinl. og roðfl. — 1,50 — 1,20
Þorskur beinl. m. roði— 1,10 — 0,80
Þorskur beinlaus og roðfl.
— 1,30 — 1,00
Verð í heildsölu verður sem
hjer segir:
Nú Áður
Rauðspretta 1 fl. kr. 1,60 — 1,10
2. f 1.— 1,00 — 0,65
3 fl. — 0,50 —- 0,20
Þorskur — 0,25 — 0,15
Ýsa — 0,35 — 0,20
Nú Áður
Smálúða kr. 1,10 — 0,80
Sólkoli . 1,60 — 1,00
Nr. 2 —- 1,00 — 0,60
Nr. 3
0,50
0,20
Verð á öðrum tegundum hef-
ir Fiskimálanefnd ekki enn á-
kveðið, en búist er við, að það
verði hlutfallslega sama hækk-
un.
Hraðfrystihús um alt land eru
nú að taka til starfa og kaupa
fisk fyrir heildsöluverð það, sem
greint er hjer að framan.
Cmferðar-
dagarnir
I sambandi við umferðardaginn
■ í gær leiðbeindu lögregluþjón-
og nokkrir skátar fólki í um-
ferðarreglum á götum úti og munu
gera það aftur í dag.
Líkan það af miðbænum, sem
sýnt er í glugga J. B. & Co. í
Bankastræti, vakti mikla athygh
vegfarenda. Er það smíðað af Ax-
el Helgasyni í Arnarhvoli, en lög-
regluþjónarnir Axel Helgason og
P.jetur Kristinsson skreyttu það
°g smíðuðu girðingar, gatnamerki
o. fl.
Námskeiðið fyrir hjólreiðamenn-
ina byrjar í kvöld kl. 9 á lög-
reglustöðinni og geta ennþá nokkr
lr piltar komist að á námskeið-
inu.
Sjötug verður í dag, 24. þ. m.
ekkjan Anna Soffía Jósafatsdótt-
lr, Hvammi, Sandgerði. Er hún
Húnvetningur að ætt, en hefir
dvalið í Miðneshreppi 50 ár og er
þú að heimili Jennýar dóttur
sinnar.
34 menn hafa farist
í umferðarslysum
í Rvík síðastl. 10 ár
Brot á uraferðarregl-
um aðal slysaorsökin f
A SÍÐASTUÐNUM 10 árum (1930—1939) hafa
34 manns farist hjer í Reykjavík og nágrenni
af völdum umferðarslysa.
Á þessum árum hafa orðið 758 umferðarslys, sem
haft hafa í för með sjer mikíl meiðsl eða dauða og meiðst
hafa 866 manns.
Þetta skiftist þannig, að meiðst hafa 441 karlmaður,, þar af dá-
ið 14, 175 konur og 5 þeirra dáið, 250 börn og þar af 15 dáið.
Langsamlega flest þessara slysa hafa orsakast af brotum
á umferðarreglum, óvarlegum akstri, vegna ölvaðra bílstjóra, gálausri
ferð yfir þverar götur o. s. frv.
Monrokenning
fyrir .bandarfki
Þessar tölur eru teknar úr
skýrslum Guðlaugs Jónssonar lög-
regluþjóns, sem undanfarin ár
hefir safnað skýrslum um umferð-
arslys.
Guðlaugur, sem starfar hjá
rannsóknarlögrglunni, hefir nnn-
ið mikið og merkilegt starf með
skýrslusöfnun sinni.
í skýrslum Guðlaugs má enn-
fremur sjá eftirfarandi:
Á árunum 1930—1939, að báð-
um árum meðtöldum, hafa orðið
slys á 2859 stöðum hjer í bæn-
um og nágrenni. 4791 farartæki
hafa lent í slysum þessum.
Langsamlega flest slys hafa orð
ið á hjólreiðamönnum og gang-
andi fólki.
Umferðarslys
1939.
Árið sem leið (1939) urðu 383
umferðarslys hjer í bænum. Er
það heldur lægri tala en 1938
(424), en þó hefir slysum á gatna-
mótum fjölgað úr 168 árið 1938
upp í 181 árið 1939.
Meiðsli urðu 117 árið 1939, og
skiftast þau þannig:
68 karlmenn, þar af 2 dauða-
slys.
19 konur. Ekkert danðaslys.
30 börn. Ekkert dauðaslys.
Tjón á eignum og farartækjum
voru samtals 425 þetta eina ár.
Slysstaðirnir voru þessir;
Gatnamót, innanbæjar 181
Götur 111
Vegir, utanbæjar 59
Vegamót 6
Bryggjur og bólvirki 11
Óvissar staðarákvarðanir 8
Þetta eru mjög alvarlegar tölur,
sem tala sínu skýra máli, um hætt-
ur þær, sem eru á vegi vegfarenda
og stjórnenda ökutækja.
Menn geta gert sjer nokkra hug-
mynd um þá gríðar miklu umferð,
sem orðin er í bænum, þegár at-
hugaður er fjöldi þeirra farar-
taskja, sem daglega fara úm götur
bæjarins.
Umferðin í
bænum.
Guðlaugur Jónsson hefir nýlega
talið f jölda þeirra farartækja, sem
fara um krossgöturnaf, þar sem
mætast Lækjargata, Bankastræti
og Austurstræti. Þar koma farar ■
tæki úr þremur áttum.
Samkvæmt talningu Guðlaugs
fara 8—10 þúsund farartæki
um þessar krossgötur frá kl. 8
að morgni til kl. 12 á miðnætti.
Langsamlega mest er umferðin
þarna þegar mikið er að gera við
höfnina.
í austur og vestur hjá Vatns-
þrónn á Laugávegi aka á hverj-
um degi, frá kl. 8 f. h. til mið-
nættis, 3500—4000 farartæki.
Talningin fór fram eftir að er-
lendum farartækjum fjölgaði í
bænum.
Pe ts amof arþegar
frá Noregi
Talið er, að alt að 10 fslend-
ingar, sem dvalið hafa í Nor-
egi, vilji komast heim með Esju
frá Petsamo.
Vitað er um að þessi hafa beð-
ið um far heim: ungfrúrnar Ingi-
björg Skarphjeðinsdóttir, Jónína
Guðmundsdóttir, Svanborg Sæ-
mundsdóttir, Sigurlaug Jónsdótt-
ir, Jóhann Thorsteinsson og
Skúli Skúlason ritstjóri.
Oddfellowar
á Abuieyri
baupa bús
Frá frjetatritara vorum á
Akureyri.
Oddfellowar á Akureyrihafa
keypt eitt vandaðasta hús
bæjarins, Brekkugötu 14, áður
eign ekkjufrúar Arnesen.
Fór fram vígsla á húsinu s.l.
föstudagskvöld að viðstöddum
flestum æðstu mönnum Odd-
fellowreglunnar í Reykjavík.
Evrópu' og Afrlku
Joachim von Ribbentrop kom
frá Rómaborg til Berlín i
gærkvöldi. Hann ók beint til rík-
iskanslarahallar Hitlers frá járn-
brautarstöðinni.
í gær kom einnig til Berlín frá
vesturvígstöðvunum Serrano Sun-
er, innanríkismálaráðherra Spán-
verja. Hann mun ræða við von
Ribbentrop í dag og fá fregnir af
því, sem gerðist í Róm.
Það verður nú stöðugt greini-
legra á skrifum þýskra og ít
alskra blaða, að þau gera ráð fyr-
ir þátttöku Spánverja í átökun-
um um yfirráðin við Miðjarðar-
haf og í Afríku. „Hamburger
Fremdenblatt“ talar um að Spán-
verjar muni fá hlutdeild í yfir-
ráðum yfir Afríku, sem þeir sjeu
vel að komnir, þegar búið sje að
eyða áhrifum Breta þar.
Blaðið talar um að lagður hafi
Verið grundvöllur í Rómaborg að
því að skapa eina heild úr Ev-
rópu og Afríku. í „Frankfurter
Eeitung“ er talað um að verið sje
að gera hugmyndina um Banda-
ríki Evrópu að veruleika, og að
bandaríkin muni hafa Afríku að
bakhjalli.
„Hamhurger Fremdenblatt“ tal-
ar í þessu sambandi um Monroe-
kenningu fyrir Evrópn og Afríku.
Breytingar
á olíuverðinu
væntanlegar
Ut af ummælum Alþýðublaðs-
ins um væntanlegar verð-
breytingar á olíu og bensíni spnrð
ist Morgunblaðið fyrir nm það í
gær, hvaða ákvarðanir hefðu verið
teknar í því máli, og fjekk eftir-
farandi upplýsingar:
Verðlagsnefnd hefir undanfarn-
ar vikur lialdið nokkra fundi með
forstjórum olíufjelaganna til að
ræða um verðlagsbreytingar á olíu
og bensíni.
í gær fengu olíufjelögin tillög-
ur verðlagsnefndar um það, hvern
ig verðið skyldi vera í næstu
framtíð. Voru tillögurnar þær, að
bensín skyldi lækka úr 50 aururn
í 47 aura lítrinn, og hráolía lækka
úr 27 aurum í 26% eyri, en Ijósa-
olía hækka úr kr. 395 í kr. 400
fatið.
Um undirtektir olítífjelaganna
undir tillögur þessar er blaðinu
ekki kunnugt.
Siglfirðingar
veiða þorsk
í háfa |
■
Einkennilegar
eftirhreitur eftir
síldveiðarnar
T óhann Þ. Jósefsson alþm. er ný-
^ kominn norðan af Siglufirði.
Sagði hann blaðinu í gær frá ó-
venjulegum þorskafla, sem þar
hefir verið nú undanfarið. Hafa
einir 30 trillubátar stundað þær
veiðar, þar innfjarða.
Þegar veiðistöðvanir urðu í sum
ar meðal síldveiðiskipanna varð
oft að fleygja mörg hundruð mál-
um af síld í sjóinn. Söktu síld-
veiðimenn síld þessari þar í fjörð-
inn, og varð af því mikill niður-
hurður.
En hrátt kom í ljós, að þorskup
lagðist mjög í þetta æti, og varð
alveg óvenjulegur þorskafli, iþarí
sem síldarhrannirnar voru í hotn-
inum. Svo þjettar voru þorsktorf-
urnar þarna á tímabili, að notað-
ir voru stundum háfar til þess að
moka þorskinnm upp í bátana. ,
En nú er farið að draga úr
þessari óvenjulegrt veiði.
Þorskur þessi, sem þarna veidd-
ist, var smár. Var mest af honum
flakað. En þegar ekki var hægt
að hafa undan með flökun, var
sumti af honum saltað.
Síldartunnu fimtungar
til heimiliskaupa
C* íldarútvegsnefnd hefir tekið
N-' sjer fyrir hendur að gera
heimilunum auðveldara fyrir en
áður að kaupa saltsíld, með því
að selja síld á innanlandsmark-
að í hentugum ílátum.
Hefir nefndin látið gera kúta,
er taka % úr venjulegri síldar-
tunnu, og eru þeir nú komnir
hjer á markaðinn .
Hefir oft verið að þessu fund-
ið, að húsmæður gætu ekki
keypt síld til heimila sinna,
nema í heilum tunnum, ellegar
í stykkjatali. En nú er ráðin bót'
á þessu.
Þessar litlu síldartunnur kosta
kr. 20,00. Kann að vera að ein-
hverjum þyki verðið of hátt.
En þessa er að gæta, að fyrst
hefir þurft að salta síldina í
venjulegar tunnur, og síðan
setja hana í þessar umbúðir,
sem eru tiltölulega dýrar. Á
síld þessa hefir lagst aukinn’
vinnukostnaður, dýrari umbúð-
ir og flutningsgjald.
En kúta þessa kaupir nefnd-
in aftur, ef þeir eru vel með
farnir. Annars segir ,Jöhann Í>.
Jósefsson, sem er heimildarmaðÁ
ur blaðsins, að síldarútvegs-
nefnd muni framvegis leggja
áherslu á að taka við ílátum frá
heimilum, isem kaupa vilja síld
' il neyslu, og salt í þau og selja
innihaldið sem sanngjörnustu
verði.
Það er vel farið að síldarút-
vegsnefnd skuli hugsa um að
örfa síldarneyslu almennings.