Morgunblaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 5
r \ ' i ■ v *' „Sveitadrengur að uppruna mjer það til gildis“ Fr. le Sage de Fontenay sendi- Fr. le Sage de Fontenay. T>riðjudagur 24. sept. 1940. \ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áakriftargjald: kr. 8,60 & snAnUBi innanlands, kr. 4,00 utanlands. : f lausasölu: 20 aura elntakiB, 25 aura meB Leabðk. Sovjet Mjög alvarlegir samningar standa yfir milli ríkis- tstjórnarinnar annarsvegar og lierstjórnarinnar bresku hins- vegar, útaf loftskeytatækjum á fiskiskipum. Fulltrúar Breta ihjer á landi geta sennilega ekki _gengið frá þessum samningum og munu úrslitin velta á undir- tektum í Bretlandi. Á meðan samningar þessir standa yfir, verða opinberar umræður um málið til þess eins að torvelda aðstöðu þeirra manna, sem halda á hinum íslenska málstað. En ríkisstjtórnin mun að sjálf- sögðu leggja fram í þessu máli öll þau rök til stuðnings málstað okkar, sem fyrir hendi eru. Það skaðar ekki þó almenn- ingur í landinu fái að vita, að hjer á landi eru menn að v^rki, sem vilja gera aðstöðu okkar sem erfiðasta, sem vilja að ;sem flestir landar missi atvinnu sína og lífsframfæri, og sýna þennan vilja sinn í verki, með því, að skrifa um þessi loft- . skeytamál þannig, að það geti spilt fyrir haganlegri lausn : málsins. Þessir menn eru kommúnist- ar. En eina bótin er, að mátu- ' lega mikið mark er tekið á þeim. Og ennþá minna mark verður tekið á þeim, en nokkru sinni áður, eftir greinina sem birtist I málgagni þeirra nýlega. Þar gera þeir að umtalsefni ummæli þau, sem komu á loft um afskifti Ameríkumanna af íslandi og afstöðu íslands til hernaðarins. Þeir kommúnistar telja, eins og áður hefir verið vikið að hjer í blaðinu, að íslenska stjórnin eigi og geti sett stór- þjóðum beggja megin Atlants- "hafsins stólinn fyrir dyrnar. Og með því varðveitt sjálfstæði vort. En áður en greininni sleppir kemur greinarhöfundurinn upp um sig, og hið sanna innræti sitt og þeirra kommúnista allra með tölu. Þar er það beinlínis sagt, að við Islendingar eigum að leita sambands við Sovjetríkin(!) — Rússar, Stalin og mennirnir, er tekið hafa að sjer hýenu hlut- verkið í styrjöldinni, eiga að dómi Þjóðviljans að vera „verndarar" Islands. Það er rjett að skrifa þessa uppástungu kommúnsta bak við eyrað. Af henni verður best ráðið, hve mikil er flærð þeirra og fláttskapur, er þeir bykjast vilja vinni þjóð sinni gagn. — Alþýðublaðið ymprar á því, að blaðaskrif kommúnista verði bönnuð. Slíkt væri mjög illa farið. Þeir þurfa að hafa blöð, til þess að þjóðin læri sem best ; að þekkja þá. og tel ¥ sextán ár hefir Fr. le Sage de Fontenay ver- ið sendiherra Dana hjer á landi. í dag á hann sextugs- afmæli. Eitt kvöld í fyrri viku kom jeg heim til hans og spurði hann að því hvort hann vildi ekki halda upp á afmælið sitt með því ao seg-ja lesendum blaðsins eitt og annað um kynni sín af íslandi og íslendingum. Um það gæti hann best sjálfur talað. Annað mál væri það að ótal margir gætu skrif- að um hann það sem ótal margir vissu, um starf hans í þágu viðskifta og gfóðrar viðkynningar milli Dana og íslendinga, um .' ’æðimensku hans, um þekkingu hans á íslenskum bókmentum o. s. frv. Við tókum síðan tal saman nm fyrstu kynni hans af íslandi og íslendingum. En þegar jeg spurði hann hve kynni hans af íslandi væru löng, þá gekk hann að ein- um af hinum miklu og fjölskrúð- ugu bókaskápum, sem hylja vegg- ina í skrifstofu hans, og tók þar út Eftirmæli 18. aldar, eftir Magn- ús gamla Stephensen. Fyrir 200 árum. Ef við eigum, sagði hann, að tala um það hve fyrstu kynni for- feðra minna af íslandi eru gömul. þá eru þau rjett um 200 ára. Því langá langa langafi minn var sjó- liðsforingi í danska ‘ flotanum og hafði yfirstjórn á dönsku „línu- skipi“, sem sent var hingað til Is- lands árið 1741. Af honum er myndin sú arna, sem hangir þarna á veggnum, sagði sendiherrann og benti á stóra mynd af virðulegum manni í glæsilegum aðmírálsbún- ingi. Ekki hefi jeg getað grafið það upp, heldur sendiherr- ann áfram, hvort herskip þetta, hafi haft hingað nokkuð sjerstakt erindi. Skip voru send hjer norður um höf altaf við og við á þeim árum. Seinna hafði þessi forfaðir minn afskifti af fs- landsmálum, er hann va*r skipað- ur í nefndina sem dæma skyldi í máli Hörmangara, og sem dæmdi þá í stórsektir fyrir svik í ís- landsversluninni. Annars var ætt mín til þess að gera nýkomin til Danmerkur á hans dögum, fluttist þangað 1686 frá Normandie, er fjöldi Ilugen- otta varð að flýja land. Þessi franska aðalsætt hefir nú átt heim kynni í Danmörku í 250 ár, og hafa margir ættmanna minna ver- ið þar embættismenn. Afi minn var „departementschef“ í fjármála ráðuneytinu. En faðir minn var stórbóndi (Herregaardsejer) á Norður-Sjálandi, átti jörð nálægt Tisvilde, sem var um 200 „tunnur lands“ að stærð. Svo búskapur hans var ekki sjerstaklega mikill. Sveitadrengur. — Eruð þjer þá sveitadrengur að uppruna? — Já, og tel mjer það til gildis. Jeg gekk í Fredriksborgar latínu- skólann. Svo jeg lærði ungur jöfn- um höndum að þekkja sjóinn heima við Tisvilde og skóginn í Ililleröd. Faðir minn var einn af þeim mönnum, ,sem aldrei gerði sjer neinn mannamun. Hann var að því leyti eins og Sigríður í Skarfa- nesi. Af honum lærði jeg það ungur að umgangast alla sem jafn- ingja í hvaða stöðu sem þeir eru. Frá uppvaxtarárum mínum fjekk jeg það vegarnesti, sem hefir orð- ið mjer ómetanlegt í lífinu, að geta gert mjer jafna grein fyrir kjörum og hugsunarhætti verka- manna sem embættismanna, í stuttu máli allra þeirra er jeg mætti á leið minni gegnum lífið. Uppeldisáhrif íslendingasagna. — En hver voru fyrstu per- sónuleg kynni yðar af íslandi? — Yið skólapiltar í Fredriks- borgarskóla fengum allir nokkur kynni af íslendingasögum. Flestir okkar höfðum okkar „sögutíma- bil“, þegar við sóttum umhugsun- arefni í áhrifamikla viðburði ís- lendingasagna. Sögurnar frjóvg- uðu ímyndunarafl okkar. Frændi minn einn, er var pipar- sveinn, yfirgaf aldrei þetta „æfi- skeið“ sitt.Heimili hans stóð okkur skólapiltum opið. Þegar hann gaf okkur tækifæri til þess að njóta lífsreynslu sinnar, og benti okkur á ýms lífsins sannindi, þá tók hann altaf fyrst og fremst dæmi úr íslendingasögum. Sáttfýsi kendi hann okkur samkvæmt for- dæmi Tngimundar gamla. Og vís- dómsorð Njáls og annara forn- manna voru honum altaf hin töm- ustu. Þegar jeg varð stúdent fjekk jeg vist á Garði, sem einn hinna fátæku stúdenta, enda varð jeg að mestu leyti að sjá fvrir mjer sjálfur. Þar kyntist jeg eðlilega Islendingum er þar voru. Því í skóla hafði jeg tekið mjer fyrir hendur að pæla gegnum kenslu- bók Wimmers í íslensku, með fornkvæðum og öllu saman. Jeg hefi altaf verið það sem menn kalla hjer „skorpumaður“, tók í mig að leggja stund á íslenskuna að gamni mínu meira en náms- skylda bauð. Og þegar jeg kom í sambýli við íslenska stúdenta á Garði var eðlilegt að jeg leitaði hjá þeim freliari þekkingar á ís- lensku og íslenskum högum. Þar battst . jeg vináttuböndum við marga jafnaldra mína, ,sem ihafa reynst mjer traustir vinir a; síðan. í utanríkis- ráðuneytinu. — Hjelduð þjer sambandi við Islendinga eftir að þjer komuð frá Garði? — Það var að vísu ekki mikið. Jeg var á Garði árin 1899—1903. íslenskir kunningjar mínir fóru heim til Fróns, og kynni mín af íslendingum og íslandsmálum urðu lítil á tímabilinu frá 1903— 1918. Þegar ísland fjekk fullveldi sitt var jeg starfsmaður í utanríkis- málaráðuneytinu. Jeg vona að það verði ekki skoðað sem neitt sjálfshól þótt jeg segi frá því, að þegar fullveldi fs- lands var viðurkent, þá var jeg í þeirra hcp, sem hófu máls á því í ráðuneytinu, að nú hvíldi rík skylda á okkur til þess að sýna íslandi allan þann sóma sem frekast væri unt, og m. a. auglýsa fullveldi landsins sem best út á við. Sennilega hefir þessi áhugi minn eða frumkvæði, ef svo mætti kalla það, orðið til þess að Neergaard, þáverandi forsætisráðherra, var bent á mig og k»Ilaði hann mig á sinn fund, er sendi- herraembættið losnaði hjer 1924 og bauð mjer stöðu þessa. Það hafði líka sín áhrif, að jeg var frá fornu fari nokkuð heima bæði í íslenskum bókmentum og tungu. Þrennskonar menning. — Hvernig samsvaraði nútíma- veruleikinn, er hingað kom, þeim hugmyndum sem þjer höfðuð gert yður um ísland? — Þótt jeg hefði aðallega kynst fornbókmentunum, þá var það ekki svo að skilja að jeg væri ókunnugur íslandi nútímans. Jeg hafði lesið bók Valtýs Guðmunds- sonar um íslenska menningu um aldamótin. Og fjelagar mínir á Garði höfðu sagt mjer mikið af högum þjóðarinnar. Kvæðum nokkurra nútímaskálda hafði jeg kynst, svo sem Ilannesar Hafstein og Gríms Thomsen. Því fór fjarri að jeg ætti von á að mæta hjer mönnum og lífsskilyrðum Söguald- arinnar. Frá æskuárum mínum vandist jeg á að gera greinarmun á þrennskonar menningarbrag í landinu, sveitamenning, kaupstaða menning og höfuðstaðarmenning. Hjer á landi má vafalaust skil- greina svipaða þrískifting. Eu Reykjavík sem höfuðstað verður vitanlega ekki líkt við stórborg meðal fólksfleiri þjóða. Jónas Hallgríms- son elskaði bláa litinn. — Hvaða íslenskt skáld teljið þjer fremst? — Tvímælalaust Jónas Hall- grímssoni Jeg kyntist ekki kvæð- um hans fyrri en jeg kom hingað. Jeg hafði skamma stund verið hjer er jeg fór í bókabúð Sigfús- ar Eymundssonar og keypti þar kvæðabækur nokkurra skálda. — \ Varð mjer brátt ljóst, að Jónas Hallgrímsson var þeirra langmest- ur. Jeg hefi lagt nokkra stund á að grandskoða kvæði hans og finna fagurfræðilegt listgildi þeirra. Þeim mun lengur sem jeg les og kynnist ljóðum Jónasar, þeim mun meiri mætur hefi jeg á þeim, þeim mun betur get jeg t. d. notið þess hvernig hann í einu vísuerindi getur gefið manni fullgilda lifandi mynd af dásam- legri fegurð landsins. Samin hefir verið doktorsrit- gerð um litalýsingar danska skálds ins I. P. Jacobsen. Það var vand- að o£ mikið verk. Niðurstaðan varð sú, að guli liturinn hefði verið eftirlætislitur hans. Ef sama rannsókn færi fram á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, myndi niðurstaðan verða sú, að hann hefði haft mest dálæti á bláa litn- um. Tilbrigðin í lýsingum hans á FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.