Morgunblaðið - 24.09.1940, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. sept. 1940.
/
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík.
Funður
verður haldinn annað kvöld kl. 8%> í Varðarhúsinu. —
Ólafur Thors atvinnumálaráðherra hefur umræður um
stjórnmál, síðan verður rætt um önnur mál.
STJÓRNIN.
Sira Trýkgvi H. Kvaran
Linoleum
fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali.
J. Þorláksson & Norðmann.
Bankastræti 11. — Sími: 1280.
Agætt bögglasmjðr
Samband isl. samvinnufjelaga
Símft 1080.
Reykjavík - Akureyri
t ' - > —*ör,r SZT'- z*""0 '
iHraðferðir alla daga.
* ' ■**■•£*
- r t
Biíreiðastóð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs
Bifreiðarstjóri
með meira jprófl og bílaviðgerfl-
armaður, geta fengið atvinnu. —
Afgr. vísar á.
Fasteigna- & VerObriefasalan
(Lárus Jóhannesson, hrm.)
Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294
KAUPIR :
veðdeild arbr j ef,
ríkisskuldabr j ef,
kreppulánasjóðsbrjef,
bæjarskuldabrjef og
vel trygð fasteignaveðskuldabrjef.
Hús I Hafnartirði til sðlu.
Huseignin nr. 28 við Austurgötu í Hafnarfirði er til sölu.
Tilboð sendist undirrituðum.
Jón Ásbjörnsson og Sveinbjörn Jónsson
hæstarjettarmálaflutningsmenn.
Morgunbiaðið með morgunkaffinu
F. 31. maí 1892. D. 5. ág. 1940.
Oíra Tryggvi H. Kvaran, pres’t-
' ur á Mælifelli, andaðist á
sjúkrahúsinu hjer á Sauðárkróki
þann 5. ágúst síðastliðinn og var
jarðaður heima á Mælifelli þann
16. sama mánaðar að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Síra Tryggvi var fæddur á
Undirfelli í Vatnsdal þann 31. maí
1892 og voru foreldrar hans þau
sfórmerku prófastshjón, síra Hjör-
ieifnr Einarsson og síðari kona
hans, frú Björg Einarsdóttir, sem
enn er á lífi háöldrúð og á heima
á Mælifelli. Stúdentsprófi lauk
síra Tryggvi árið 1913 og em-
bættisprófi í Guðfræði 1918 og
vígðist sama ár að Mælifelli og
dvaldi þar altaf síðan og þjónaði
þaðan Glaumhæjarprestakalli, er
hann fekk veitingu fyrir að af-
stöðnum kosningum árið 1938.
Mun hann hafa hugsað vel til
þess að flytja út í Glaumbæjar-
prestakall og helst að Varmahlíð
og sjá þar rísa npp vinnuskóla
og mennngarmiðstöð þessa tijer-
aðs. Hann var í stjórn Varma-
hlíðarfjelagsins og hafði mikinn
áhuga fyrir viðgangi þess, enda
mun hann hafa orðið einna fyrst-
ur manna til að henda á Varma-
hlíð sem skólasetur fyrir mörgum
árum síðan.
Síra Tryggvi var kvæntur Onnu
Grímsdóttur Thorarensen frá
Kirkjnbæ, hinni mestn ágætis-
konu. Lifir hún mann sinn ásamt
tveim uppkomnum dætrnm.
Er óhætt að segja það, að þau
hjón hafi verið samhent í gestrisni
og greiðvikni og voru ekki smá-
tæk, þegar því var að skifta.
Þannig tóku þau tvö fósturhörn
af fátækum foreldrum og ólu upp,
en auk þess var það ekki óal-
gengt, að unglingar um og innan
við fermingu dveldu þar árlangt
eða meir, er þeir mistn foreldri,
eða þeim var sjerstök þörf alúð-
ar og kærleika.
Heimilinu á Mælifelli bárust
margir hlýir hugir, þegar síra
Tryggvi var kvaddur. Það sýndi
hin fjölmenna jarðarför hans. j
Þangað komu fornvinir vestan úr
Vatnsdal og annarsstaðar úr
Húnavatnssýslu. Og sóknarbörnin
og, aðrir hjeraðsbúar fjölmentu,
svo að jarðarförin varð ein hin
fjölmennasta, sem sjest hefir hjer
utan kaUpstaðar.
Þegar hugsað er til heimilis
síra Tryggva og þegar hugsað er
um hann sjálfan, verður auðskil-
ið, hve vinsæll hann var. Hann
dró menn að sjer með hlýjum,
sterkum petsónuleika og batt
trygga vináttu við menn. Hann
bjó yfir einhverju seiðmagni og
um leið myndugleika, svo að menn
hlíttu ráðum hans og tóku tillit
til þess, sem hann sagði, hvort
sem var í fámennnm hópi eða
stórum. Það gat ekki farið hjá
því, að eftir honum yrði tekið á
mannfundum, svo var hann mikill
að vallarsýn og afbragðs vel máli
farinn.
Einkum þótti mönnum þó mikið
til hans koma í prjedikunarstóli.
Þar naut sín best persónuleiki
hans og lífskraftur. Eru ýmsum
ógleymanlegar sumar ræður hans.
Þar fór saman svipmikill flutn-
ingur og fagur ræðubúningur.
Síra Tryggvi Kvaran.
Hann vandaði ræður sínar mjög
og báru þær skáldlegan blæ, sem
vænta mátti, og þær vorn bornaf
uppi af bjartri, lifandi eilífðar-
trú.
Ekki mun mikið vera til aí
Ijóðum eftir síra Tryggva, en
ýmsar af lausavísum hans hafa
fiogið víða um land og eiga eftir
að lifa lengi á vörum þjóðarinn-
ar. Og jeg er ekki í neinum vafa
um það, að alþýða manna muu
lengi geyma nafn hans og tengja
við það minningar um stórbrot-
inn gáfumann, afbragðs snjallan
hagyrðing og heppinn ræðumann.
Þannig hefir þjóðin geymt öld-
um saman nöfn þeirra manna, seni
henni þótti eitthvað kveða að, og
þessi orð Þorsteins Erlingssonar
eru orð íslensku þjóðarinnar
sjálfrar:
„Og þegar að eitthvert af þús-
undum har,
þá þreyttist jeg aldrei að mæna“.
Og hvað hefir orðið vinsælla
með þjóðinni en fyndin tilsvör og
smellnar vísur ? Og höfundar
þeirra hafa átt hlýrri ítök í hug-
um vina sinna en aðrir, og þeir
hafa haldið áfram að eignast vini,
jafnvel öldum saman, eftir að þeir
voru horfnir.
Lífið gaf síra Tryggva örlát-
lega. Ilann var óvenju vel gefinn
maður til sálar og líkama og hvers
konar viðfangsefni lágu opin fyr-
ir honum söknm skarprar greind-
ar hans.
Hann nant ríkulega góðra vina.
Og nú á hann eftir að hljóta þá
gjöf, sem mörgum þykir eftir-
sóknarverðust, en hún er sú, að
fá að lifa á vörum þjóðar sinnar,
þó að moldirnar rotni.
Um lífið eftir dauðann efaðisr
síra Tryggvi ekki. Hann hafði
eignast örugga, hjarta trú á lífið
og kærleiksríkan gnð og sambana
mannssálarinnar við uppsprettu
kærleikans, samband alheimsins.
Og nú, þegar hann er horfinn
burt af heimilinu sínu, þar sem
ástvinirnir sitja eftir í sorg, horf-
inn burt úr verkahring sínum, og
þessi einkennilega tilfinning gríp-
ur okkur, sem er samfara fregn-
inni um komu dauðans í næsta
hús og við hugsnm um þann, sem
horfinn er, þá hygg jeg, að mörg-
nm fari líkt og mjer og finnist
óvenjn bjart og hlýtt um nafn síra
Tryggva Kvaran á Mælifelli..
Sauðárkróki, 9. september 1940.
Helgi Konráðsson.
Maccaroni
Núðlur
vmn
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
□
1B
oinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiinim
= 3
Fyrir vinsamlegar heimsóknir, gjafir og kveðjur á 80 ára 1
E afmæli mínu 16. sept. 1940, þakka jeg hjartanlega.
Sigurþór Ólafsson, smiður.
ÍMIMIIIIIMIIIinilllllllllllllllllllllllllllllllMMIIMMIMIMMMMMMMNNIillllllllliMMMMMMMMMMMINIMMMMIMMMMMMMMMMMIIMIIMiff
MiiimiiiiMiiiiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiiiMiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiintiiMiRnnHti^
Hjartans þakkir kunnum við hjónin öllum vinum okkar =
1 fjær og nær, sem sýndu okkur vinarhug og virðingar á sjötugs j§
= afmæli mínu, með veglegu samsæti, dýrum gjöfum, skeytum og H
§ blómamergð. Þá þökkum við einnig þeim, sem sent hafa okkur Í
j§ þöglar en hlýjar hugsanir við þetta sama tækifæri.
Jónas Kristjánsson, læknir.
s S
MIIMIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMMMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllMIIIMIIIIMIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIlll
Vísitala.
Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er vísitala
framfærslukostnaðar í Reykjavík að meðaltali mánuðina
júlí til september 1940, miðað við 100 mánuðina janúar til
mars 1939, 136.
Kaupuppbætur samkvæmt lögum um gengisskráningu
og ráðstafanir í því sambandi verða því:
í 1. flokki 27,0%
í 2. flokki 24.0%
I 3. flokki 19.3%
Viðskiftamálaráðuneytið, 21. sept. 1940.