Morgunblaðið - 24.09.1940, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. sept. 1940.
Fontenay seradiherra
wgpt. . .. .. . ^ #. ,r
FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU.
bláum lit eru bæði mörg og óvið-
jifnanleg. Jeg hefi lært það á
ferðum mínum um landið, að þetta
er eðlileg afleiðing af hinni list-
rænu tilfinning hans.
En skáld er jeg ei. Samt get
jeg orðið svo gagntekinn af fögru
útsýni, að það líður mjer ekki úr
minni. Jeg get horft á það í hug-
anum og notið sýnarinnar hvað
eftir annað árum saman.
Hagstofunnar upp í Þjórsárdal;
og jeg var með í þeirri ferð, rjett
eins og jeg hefði verið starfsmað-
ur Hagstofunnar í mörg ár.
Á slíkum dögum, sagði sendi-
herrann, get jeg, nærri gleymt, að
jeg sjálfur er ekki íslendingur. Á
þann hátt kynnist maður þjóð-
inni, og finnur vináttu og bræðra-
þel, sem hlýjar manni um hjarta-
rætur. V. St.
Vötnin hans
Fontenay.
I»að sem jeg vissi minst um, er
hingað kom fyrir 16 árum, var
stórfengleg fegurð landsins.
Henni hefi jeg kynst. Jeg hefi
ferðast um öræfi og sveitir, lært
að skilja hið undursamlega sam-
spil í náttúru landsins og lyndis-
einkennum þjóðarinnar. Jeg hefi
fengið þann heiður að vera af
Rangæingum talinn meðal „vatna-
karla“, en svo eru þeir nefndir,
sem lagt hafa leið sína til Fiski-
vatna. Og vötnin tvö upp við vest-
urbrún Vatnajökuls, nálægt Kerl-
ingum, er jeg rakst á sumarið
1926, er mjer sagt að gangnamenn
kalli „Vötnin hans Fontenay".
?3 mflj. kg. sprengjum
varpað yfir England
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Það vekur athygli, að Þjóðverjar
eru nýléga farnir að tala um dagárás-
ir sínar á England, sem könnunar-
flugferðir. Er eins og þeir sjeu famir
að leggja aðaláhersluna á næturárás-
irnar.
Öflugar þýskar flugsveitir fóru í
hrönnunum í „könnunarflug“ yfir
England í gærdag.
Þjóðverjar segjast síðustu sex vik-
urnar hafa varpað 23 milj. kg. af
sprengjum yfir England, þar af 8
milj. á háfnir Bretlands og 15 milj. á
verksmiðjur og flugvelli.
Á heppilegum
tíma.
Að endingu barst talið að starfi
sendiherrans hjer á landi. Komst
hann þá m. a. að orði á þessa
leið:
— Jeg kom til ísland á heppi-
legum tíma. Þessi 16 ár, sem liðin
erú síðan, hafa á margan hátt ver-
ið skemtilegt tímabil í sögu þjóð-
arinnar. Framfarir hafa orðið hjer
meiri en mann gat grunað á ýms-
um verklegum sviðum, ekki síst á
sviði samgangnanna. Reykjavík
hefir á margan hátt skift um
svip. Innilokunarstefnan, sem jeg
varð var við hjer á fyrstu árun-
um, er horfin. Þá kom það fyrir
að þess varð vart, að menn kunnu
því illa er talað var um að leita
menningaráhrifa utan að. Nii er
nauðsyn gagnkvæmra menningar-
áhrifa hjer alviðurkend.
Er jeg var nýkominn hingað
hafði jeg eitt sinn tækifæri til
þess að tala opinberlega um menn-
ingarsamband Danmerkur og ís-
lands, og benda m. a. á hve mik-
illa áhrifa gætti frá íslenskum
fornbókmentum í ritum róman-
tísku skáldanna dönsku. En eins
og áhrifin hjeðan koma öðrum að
gagni eins, og ekki síður er ís-
lenskri menning nauðsyn á and-
Iegri frjóvgun erlendis frá.
Alla stund sem jeg hefi verið
hjer, hefi jeg kunnað vel við mig.
Ber margt til þess. M. a. það, að
jeg hefi fundið að samúðin milli
Dana og íslendinga hefir farið
vaxandi. Persónulega hefir mjer al
staðar verið vel tekið. Hvar sem
jeg hefi komið, hvort sem það
hefir veyið í kaupstað eða á kot-
bæ til sveita, hafa allir verið sam-
tafea um að vilja greiða götu
mípa og gera mjer ánægju, er þeir
hafa heyrt, að „sendiherra Dana'*
væri á ferðinni.
Það sem hefir verið þýðingar-
meist og ánægjulegast alla tíð
hjer, er hve vel jeg kann við
mjg meðal íslendinga í starfi
þeírra og gleði. Mjer var fyrir
nokkrum dögum boðið að taka
þátt í skemtiferð með starfsfólki
Barnaskípí sðkt
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
211, eða alls. 294 fullorðnir og börn.
Þeir sem björguðust komust eftir
mikla hrakninga um borð í bresk
herskip sem skunduðu á vettvang,
og eru nú komnir til hafnar í Englandi.
Frásögn um þenna hræðilega atburð
var ekkl birt fyr en í gær, svo að
foreldrar, sem áttu önnur börn á sjón-
um á leið vestur um naf, þyrftu ekki
að óttast um afdrif beirra.
Það eru hræðilegar lýsingar, sem
fólkið, sem bjargaðist hefir gefið á
því, er björgunarbátarnir veltusr á
sjónum, í alt að því sólarhring, með
börnin dauð eða nær dauða úr kulda
um borð. Umhverfis gátu menn sjeð
lík barna og fullorðinna, sem drukn-
að höfðu.
Kona, sem var meðal þeirra, sem
komust lífs af, segir frá því, að í
björgunarbát hennar hafi verið um 30
manns. Gekk sjór inn í bátinn og sat
fólkið í hnipri í sjó upp undir mitti.
Sjö menn af þeim, sem í bátnum
voru, biðu bana.
Cordell Hull, utanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna ljet svo um mælt við
blaðamenn í gær, „að enginn maður
í Bandaríkjunum gæti haft nema eina
skoðun hm þenna þrælmannlega
verknað“.
ÞJÓÐVERJAR
MÓTMÆLA
í Berlín- er borið á móti því, að
þýskur kafbátur hafi sökt skipinu og
látið i veðri vaka, að ef fregnin sje
rjett, að skip með börnum
um borð hafi spkkið, þá hljóti það
að hafa rekist á breskt tundurdufl.
Er á það bent, að enginn þýskur
kafbátur hafi verið á umræddum
slóðum þenna dag, og engar fregnir
hafi borist um að þenna dag hafi
nokkru skipi verið sökt af þýskum
kafbát.
Ennfremur er á það bent, í Berlín,
að Bretar hafi hvorki getið um nafn
skipsins, stterð þess nje nákvæmlega
tiltekinn staður skipsins. Loks er á
það bent, að skip þetta geti ekki
rjettu nafni heitið barnaflutninga-
skip, þar á því hafi verið fullorðið
fólk þ. á. m; enski ofurstinn Baldwin
Webb, sem eigi að halda fyrirlestra
í Bandaríkjunum, og eins þinn þýski
flóttamaður Rudolf Eulen.
Orustan í Dakar
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
hel'dur sje Dákár yíggirt flotahöfn með mörgum fallbyssum á
landi.
í London er á það bent að flotahöfn þessi sje hernaðarlega
mjög mikilvæg, vegna legu sinnar við aðalsiglingaleiðina suður
með vesturströnd Afríku, og því er haldið fram, að það hafi
vakið nokkurn óhug í Bandaríkjunum að borg þessi, sem er við
annan enda á stærstu siglíngaleiðinni yfir Atlantshaf, skuli vera
i höndum Þjóðverja.
ÞJÓÐVERJAR OG DAKAR.
1 Dakar er aðalaðsetur stjórnar frönsku Vestur-Afríku, og
í borg þessari er aðal-útflutningshöfn Senegalíu.
I tilkynningu, sem birt var frá aðalaðsetursstað de Gaulles í
London í gærkvöldi var sagt, að síðustu vikurnar hefðu borist fregn-
ir um að mikill fjöldi manna í Dakar vildu styðja hina „frjálsu
Frakka“ og að de Gaulle hefði farið til að hlýða kalli þeirra um að
veita þeim aðstoð. Þessa hefðí verið þeim mun meiri þörf, sem Þjóð-
verjar virtust hafa haft mikinn hug á að ná Dakar undir sín yfirráð
og eitt með öðru því til sönnunar væri, að þeir hefðu leyft frönsku
herskipunum að fara þangað frá Toulon.
Það er greinilegt á fregnunum frá London, að með aðgerðunum
í Dakar gera Bretar og „hinir frjálsu Frakkar“ sjer vonir um að
örva aðrar nýlendur Frakka til að ganga undan merkjum Vichy-
stjórnarinnar.
í Vichy er reiðin yfir aðgerðum Breta ekki síst látin bitna á de
Gaulle, sem er stimplaður sem hinn svæsnasti landráðamaður. En eins
og kunnugt er dæmdi dómstóll í Vichy de Gaulle til dauða að honum
fjarverandi, fyrir nokkru.
# """ 1
Ræða Brefakonungs
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
rásir óvina okkar. Og jeg vil
nota þetta tækifæri til að láta
í ljós samúð mína við þær allar.
En í bili er það London, sem
ber þungann af illsu óvinanna.
Jeg tala til ykkar frá Bucking-
ham höllinni.
Jeg tala til Lundúnabúa, en
einnig til allra annara borga,
sem orðið hafa að þola hörm-
ungar loftárásanna. Drottning-
in og jeg höfum sjeð marga þá
staði, er harðast hafa orðið fyr-
ir sprengjum og marga menn, er
þjáðst hafa. Hugir okkar eru
hjá þessu fólki í kvöld. Hug-
rekki þeirra og trygð við föður-
land sitt, er okkur hvatning
um að verjast. Jeg vil og sjer-
staklega þakka loftvarnastarfs-
mönnunum, slökkviliðsmönnun-
um og öðrum, sem staðið hafa
í stríðu undanfarið. Menn þess-
ir og konu eru samboðin öðr-
um hlutum herafla okkar, flot-
anum, sem við getum treyst að
mun vernda strendur okkar,
verslunarflotanum, sem siglir
um höfin, landher okkar og
heimavarnaliði okkar, sem bíða
þess að geta hrundið innrásar-
her, og flughernum, sem hefir
aðdáun alls hersins.
Við stöndum vörð.
í dag stöndum við vörð og
berjumst. Hvert starf, hversu
lítið sem það er, er jafn mikils
virði og starf sjómannanna, her-
mannanna og landhersins. —
Menn og konur, sem án nokkurs
tillits til hættunnar, sm yfir
þeim vofir, viðhalda öllum
greinum hinnar sameiginlegu
herlínu okkar, og gera herafla
okkar mögulegt að vera á sín-
um stað, verða að berjast með
hetjum stríðsins og einnig það
fólk, sem þola verður óþægindi,
þjáningar og hættu á heimilum
sínum og í loftvarnaskýlum.
Nýtt heiðursmerki.
Til þess að hetjudáðir þessa
fólks verði viðurkendar fljótt
og eins og sæmilegt er, hefi
jeg ákveðið að gera nýtt heið-
ursmerki fyrir óbreytta borg-
ara, menn og konur og jeg
ætla að gefa þessu merki mitt
nafn. — Georgskrossinn mun
verða næstur Victoríukrossinum
sem heiðursmerki. Auk þess
verður sjerstakur Georgsheið-
urspeningur.
Þegar við lítum í kringum
okkur, þá sjáum við að móður-
borg okkar er bygð eins og
borg, og eindrægnin sjálf. Það
eru ekki borgarmúrarnir, sem
gera borg, heldur fólkið, sem
hana byggir. Það er hægt að
lagfæra borogarmúrana, en
hugur Lundúnabúa er einbeitt-
ur og óskelkaður. Fagrar bygg-
ingar kunna að vera sprengdar
í London og öðrum hlutum
landsíns, og íbúðarhús fátækl-
inganna lögð í rústir. En það
mun altaf verða til England,
sem vakir fyrir heiminn, eins
og öflugt tákn frelsisins og okk-
ar eigið dýrmæta heimili.
Samúð.
Jeg vil gjarna votta hjer
hve djúp samúð okkar er með
foreldrunum, sem mistu börn
sín fyrir skömmu, er skipð, er
þau voru á varð fyrir tundur-
skeyti fyrirvaralaaust út í miðju
Atlantshafi. Vissulega sýnir
ekkert betur, gegn hvaða öfl-
um við berjumst, en þessi sví-
virðilegi verknaður. Við lifum
á örðugum tímum, og framtíðin
kann að bera enn meiri örðug-
leika í skauti sjer. Við eigum
vetur fyrir höndum. En við
skulum vera hughraust, því að
á eftir vetrinum kemur vorið.
Við getum verið viss um, að
eftir þjáningar þær, sem við
verðum að bera nú, kemur sig-
urinn. Við skulum setja traust
okkar, eins og jeg geri, á guð
og á hið óbuganlega lífsmagn
þjóðar okkar.
Afrfkustríðið að byrja
7 þúsund Italir
handteknir
I Kairo
FTI regn frá Kairo í gærkvöld*
hermdi að lögreglan þar
hefði í gær tekið höndum 7 þús.
ítalska þegna, sem verða kyr*
settir. Einnig hafa mörg þúsund
ítalskir þegnar verið teknir
höndum í öðrum borgum.
Um helgina sögðu 4 ráðherr-
ar í egyfsku stjórninni af sjer
og gáfu upp þá orsök í brjefi
til forsætisráðherrans, að síð-
ustu aðgerðir Itala leiddu greini
lega í ljós, að þeir ætluðu að
ráðast inn í Egyftaland, þrátt
fyrir allar yfirlýsingar sínar um
að gera það ekki. Ráðherrarnir
álitu heiðri Egyfta best borgið
með því, að þeir verðu sjálfir
land sitt, en fælu ekki öðrum
að gera það, jafnvel þótt það
hefði í för með sjer að hörm-
ungar styrjaldar yrðu leiddar
rfir egyfsku þjóðina.
Forsætisráðherrann hefir svar-
að brjefi þeirra á þá leið, að
kvíði þeirra um fyrirætlanir ít-
ala sje ýktur og að hann og aðr-
ir ráðherrar líti svo á, að hags-
munum Egyfta sje best borgið
með því að reyna í lengstu lög að
forðast styrjöld.
Bandaríkin
hóta Japönum
refsiaðgerðum
Cordell Hull, utanríkismálaráð
herra Bandaríkjanna, sagði
við hlaðamenn í gær, að með samn
ingi þeim, sem Japanar hefðu með
ofbeldi þvingað Frakka til að
gera um Indo-Kína, væri raskað
jafnvæginu í Austur-Asíu. Ráð-
kerrann boðaði að Bandaríkja-
stjórn myndi grípa til áþreifan-
legra ráðstafana til að undir-
strika mótmæli sín út af þessari
röskun.
Gert er ráð fyrir, að stjórnin
geri enn torveldara en nú er fyr-
ir Japana að fá olíu og gamalt
járn í Bandaríkjunum.
Japanar hafa samkvæmt hinum
nýja samningi við Frakka leyfi til
að hafa 3 flugvelli með 6 þús.
manna setuliði í Norður-Indo-Kína
og auk þess að flytja herlið nw
landið.
Japanskt herlið lagði af stað
eftir að samningar voru undirrit-
aðir, frá Suður-Kína inn í Indo-
Kína og sló þá í bardaga við
franskt herlið, sem ekki hafði
fengið fregnir af samningunurn-
Japanar segja að orustunni hefði
lokið kl. 11 í gærmorgun og að
franska herliðið hafi verið af-
vopnað.
En seint í gærkvöldi bárust
fregnir um, að bardagar stæðn
enn yfir á landamærunum.