Morgunblaðið - 09.10.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1940, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. okt. 1940 Kjöt- og mjólkurveröiö Greinargerð Páls Zophóníassonar Það hefir upp á síðkastið talsvert verið ritað í blöð um verðlag á innlendum nauðsynjum, þar á meðal kjöti og mjólk. Morgunblaðið hefir alvarlega varað við kapp- hlaupinu, sem nú er háð milli verðlags og kauplags, með þeim augljósu afleiðingum, að dýrtíð og kaupgjald hlýtur að skrúfast upp jafnt og þjett, sem raun ber vitni. Formaður kjötverðlagsnefndar og mjólkurverðlags- nefndar, Páll Zophoníasson alþm., hefir sent Morgun- hlaðinu eftirfarandi greinargerð og óskað að hún yrði birt í blaðinu til þess að almenningur í hænum hafi tækifæri til að kynnast sjónarmiðum þeirra, er ákveðið hafa verðið á kjöti og mjólk. Með því að hjer eiga í hlut hálf-opinberar nefndir, þykir sjálfsagt að birta greinargerðina, svo að almenn- ingur sjái hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem ákveða verðlag á þessum nauðsynjavörum og á hverju þeir kyggja sínar ákvarðanir. $ I JWorcpttiMa&fd Otgef.: H.f. Árvakur, ReykJaTlk. ! Rltstjörar: J6n KJartanaaon, Valtýr Stefánason (ábyreSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, augl-Ýsingar og afgreiOsla: Austurstræti 8. — Sissl 1*00. j Áskriftargjald: kr. 8,60 á m&nuBi innanlands, kr. 4,00 utanlands. t lausasölu: 20 aura eintakiB, 26 aura meti Lesb&k. Kaupgjaldið að er sýnilegt hvert stefnir í kaupgjaldsmálnnnm. Laga- ákvæði þau, sem binda kaupgjald- 3ð í ákveðnu hlutfalli við dýrtíð- ;3na, gilda aðeins til áramóta. Verklýðsfjelögin eru þegar far- í3n að undirbúa uppsögn á samn- ingum. Sjómannafjelag Reykja- VÍkur lætur fram fara allsherjar- • atkvæðagreiðslu á togurunum og verslunarfrotanum um það, hvort segja skuli upp samningum. Hin stærri verklýðsfjelög eru einnig :.farin að undirbúa uppsögn. Ganga má út frá því sem gefnu, að öll verklýðsfjelög segi upp samningum frá áramótum og er :því rjett að gera sjer strax ljóst, ,hvað við tekur. Svo sem kunnugt er, hefir alt kaupgjald verið löghundið síðan 'í aprflmánuði 1939. í gengislögun- mn var kaup verkamanna fast- skorðað í ákveðnu hlutfalli við ■dýrtíðina. Verkamenn fengu ekki fnlla uppbót á kaup sitt, miðað við dýrtíðina, og uppbótin kom ■ aldrei fyr en 3 mánuðum á eftir ■dýrtíðmni. Þetta kom þó ekki mjög að sök hjá verkamönnum, því að þeir hafa á þessu ári haft meiri og stöðugri vinnu en mörg nndanfarin ár, vegna mikillar vinnu hjá setuliðinu. Bn þetta : fyrirkomulag kom harðara niður á láglaunafólki hjá ríki, bæjar- fjelagi og einkafyrirtækjum. En hvað tekur nú við frá ára- mótum? Allir ættu að geta orðið sammála um, að forðast heri kaup ■deilur og verkföll á þessum alvar- legu tímum. Morgunblaðið hefir þráfaldlega varað við því kapphlaupi) sem háð hefir verið milli verðlags og 'tauplags. Bn það virðist hafa ver ið þegjandi samkomulag um það á hærri stöðum, að gefa dýrtíð- inni að mestu lausan tauminn og :lofa kaupgjaldinu að skrúfast npp. Vjer erum áfram þeirrar skoðunar, að þetta sje röng og hættuleg stefna og hljóti að hefna sín síðar, enda eru fyrstu afleið- ingarnar auðsæar. Á næstu áramótum hlýtur alt kaupgjald að hækka í rjettu hlut- falli við dýrtíðina og þannig á- fram, að kaupgjaldið fylgi jafnan ■ dýrtíðinni. Úr því sem komið er, er ekki til neins að ætla að sporna við þessu. Er því rjett, að láta kauplagsnefnd halda áfram að reikna út dýrtíðina til áramóta, því að kaupgjaldið á áramðtum á að reiknast í rjettu hlutfalli við hana og fylgja henni úr því. Auðvitað verður ekki hjá því komist, að kaupgjaldið fylgi dýr- tíðinni fastara eftir frá áramót- nm og heldur þá kapphlaupið ~milli verðlags og kauplags áfram í enn ríkara mæli. En það er bú- íð að marka þessa stefnu og verð ~nr þá að taka afleiðingunum. ær nefndir, sem hafa það hlutverk að ákveða út- söluverð á kjöti og mjólk og mjólkurvörum, hafa fengið margt hnjóðsyrðið í haust. Bændunum þykir verðið hafa verið ákveðið of lágt og sjer gert órjett með því. Kaupstaðar- búunum sumum hverjum þykir verðið hafa verið sett svo hátt, að með öllu sje óviðunandi, og í því sambandi tala sumir um, að „bændurnir okri á kjötinu“. Bæjarblöðin taka yfirleitt undir kvartanir bæjarmanna, og sum gera það með miklum hávaða og kröfum og jafnvel hótunnm. Og þeir, sem eru nógu biblíufróðir, sækja sjer fyrirmynd þangað og kalla um hið háa verð á strætum og gatnamótum, svo það verði sem flestum ljóst hversu hinir óvitru ráðamenn bændanna í Kjöt,- verðlagsnefndinni settu kjötverðið hátt, og hve heimskulegt það sje að leggja sjer þá vöru til munns. Nii veit jeg ekki hve mikið menn leggja upp úr því, sem hróp- að er á strætum og gatnamótum. ,Mjer sýnist oft að það orðið falli í grýttan jarðveg. En þó gæti • maður ætlað, að öll skrifin og alt talið um hið óhæfilega háa verð gæti orðið til þess að ein- hver tryði og keypti sjer heldur eitthvað annað en kjöt í matinn. Og ef sú yrði raunin á, þá væri illa farið. Það hefir verið siður margra mætra manna, að kaupa að haustinu nokkurn forða til vetrarins. Bæði er að vissar vör- ur er vart að fá nema þá, og aðrar eru þá ódýrastar, en svo hafa líka ýmsir meiri1 auraráð að haustinu, eftir sumaratvinnuna, en aðra tíma árs, og vilja þá kaupa vörurnar, áður en peningarnir fara í annað. Þessi siður er góð- ur og lofsverður og jeg vildi vona að blaðaskrifin um háa verðið á innlendu vörunum hindruðu menn ekki í því að kaupa nokkurn vetr- arforða, því það horgar sig altaf Kjötið er þá ódýrast, slátur er ekki að fá nema þá og grípa skal gæsina þegar jhún gefst. Án þess í þessari grein, að ætla að tala uni sláturverð, þá vildi jeg biðja þá, sem mest tala um háa verðið á slátrunum, ag vega mat- inn á hausnum, vega lifrina, vega hjartað, vega garnmörinn, og þeg- af þeir hafa gert þetta, þá vildi jeg mælast til þess að einhver þeirra ritaði um hið háa verð á siátrunum, og rökstyddi það með þunganum á hinum viktuðu hlut- um slátursins og næringargildi þeirra samanborið við annað mat- arkyns. Jeg hefði gaman af að sjá þann samanburð; því sannleikur- inn er sá, að slátrið er, þrátt fyrir þá hækkun sem á því hefir orðið, einhver allra ódýrasti matur sem 'menn geta fengið, en matreiðslan á því er aftur dýr ef hana þarf 'að kaupa sjerstaklega eða borga með tíipakaupstaxta. Og þá getur slátrið orðið dýrt ef matreiðslan er reiknuð. En verðákvörðun slát- ursins er ekki ákveðin af neinni nefnd, svo ekki þarf það að vera hátt þess vegna. T sambandi við verðákvörðun kjötsins^ og mjólkurinnar vil jeg henda mönnum á það, að þær vörur hafa hækkað minna í verði en flestar aðrar lífsþarfir manna. Þegar núverandi verð á mjólk og mjólkurvörum og kjöti var ákveðið var verðlag á vörum í Reykjavík sem hjer segir miðað við haustið 1938: Mjólkin og^ mjólkurvörurnar voru 0—29% dýrari, en urðu 25 —50% dýrari. Nautakjöt og svínakjöt var 43% dýrara; ltindakjötið var ákveðið 67% dýrara. Fiskur var 62—116% dýrari, en hefir hækkað síðan. Feitmeti annað en smjör var 62 ^-116% dýrara, og er því alt hækkað meira en smjörið. Brauðvörur voru 46—110% dýr- ari, og smákökur mikið meir. Síð- an hefir brauðaverð verið lækkað lítilsháttar. Mjölmatur var 49—151% dýr- ari. Síðan hafa sumar tegundir hans verið lækkaðar, svo hann er nú 49—143% dýrari en 1938. Sykur var 108—151% dýrari, en sumar tegundir hans hafa lækkað síðan. | Eldsneyti var 59—156% dýrara en 1938 og hreinlætisvörur voru liðlega 135% dýrari. Af þessu sjá menn, að þegar undan er tekið hveiti og fransk- brauð, þá eru allar vörur hækkað- ar mikið meir en þessar innlendu vörur, sem mest er talað um, og það væri mjjög slæmt, ef þeim sem hæst gala um hækkun þeirra gæti tekist að fá einhvern til þess að kaupa minna af þeim, en aftur í staðinn einhverja hina erlendu aðfluttu vöru sem mikið meir hefir hækkað að tiltölu. Jeg vildi að svö færi ekki, og jeg held nú. eftir reynslu minni, að menn sjeu yfirleitt skynsamari en svo, að þeir trúi því sem sagt er, án þess að rannsaka það sjálf- ir. Og rannsaki þeir hækkun vöru- verðsins sjálfir, þá er engin hætta á að þeir ekki kaupi innlendu vör- urnar. Þeim fer þá eins og bænd- unum, sem eru ákveðnir í því að nota þær meira í bú sín en und- anfarin ár, af því að þær eru til- tölulega ódýrari en erlendi korn- maturinn. Það er talað úm „kapphlaup milli vöruverðsins og kaupgjalds- ins“ og að það sje óheppilegt. Það er rjettilega hent á það, að með verðfellingu krónunnar í fyrra, hafi verið ákveðið í „geng- islögunum" að kaupgjald, verð á kjöti og mjólk skyldi ekki breyt- ast, heldur vera eins og það var 1938. Þegar lögunum síðan var breytt voru ákvæðin um kjötið og mjólltina tekin út úr, en ákvæðin um kaupið látin standa til 1. jan. 1941. Sumir hafa viljað halda því fram, að þó ákvæðin um kjötið og mjólkina hafi verið tekin út úr lögunum, þá hafi verið samkomu- lag um það milli flokkanna, að það skyldi fylgjast að, og borið Framsóknarflokknum á brýn svik á því samkomulagi nú þegar hlut- fallinu milli kaups og vöruverðs hefir verið raskað. Jeg geri ráð fyrir því að mjer, sem formanni beggja þeirra nefnda er ákveða verðlagið á þessum innlendu vör- um, hefði verið eitthvað kunnugt um slíkt samkomulag, að minsta kosti að mjer hefði verið sagt frá því, en því fer fjarri að svo hafi verið. Því inn slíkt samkomulag var ekki talað, og það af þeirri einföldu ástæðu að í því var og er ekkert vit að hugsa 'sjer að milli kaupgjalds annarsvegar og verðs á vörum sem ekki eru ein- göngu seldar á innlendum mark- aði, geti gilt sama hlutfall frá ári til árs. Það er ólík atriði sem hafa áhrif á það hvað hægt er að borga í kaup hjer í Reykjavík, og hvað t. d. Englendingar eða Norðmenn vilja gefa okkur fyrir kjöt eða osta. Kaupið og vöru- verðið hækkar og lækkar ekki eftir sama lögmáli eða lögmálum, og getur því ekki fylgst að. Það hefir þá líka aldrei fylgst að hjer á landi eins og sjest á töflu þeirri er hjer fylgir, og sýnir tímakaup í Reykjavík á ári hverju síðan 1914, og jafnframt verð á mjólk í lausu máli, kjöti í heilum skrokkum til einstaklinga, og framfærsluvísitölu 5 manna fjöl- skyldu eftir Hagtíðindum. En þó þær vörur sem seljast á erlendum markaði samhliða og þær seljast hjer hljóti að hlýta öðrum lögum um hækkun og lækkun en kaup- gjald, þá gildir öðru máli með þær sem bara 'seljast á innlendum markaði eins og t. .d. mjólk. Það væri eðlilegt að milli verðs henn- ar og kaupgjaldsins væri ákveðið hlutfall, en eftir að finna hvað það ætti að vera. í Noregi og víðar erlendis er talið hæfilegt að verkamaðurinn geti fengið 2.4— 2,6 lítra af mjólk fyrir tímakaup- ið .Hvað það hlutfall ætti að vera hjer er ekki fullrannsakað, og um það er engu slegið föstu, en gott væri, ef hægt væri að finna hlut- fall milli kaupgjaldsins og mjólk- urverðsins í framtíðinni. Meira. Stöðugt ftugsamband við Þýskaland... Breska Ilampden-sprengjuflugvjelin, sem sjest hjer á flugi, er að koma úr leiðangri frá Þýskalandi og á flugvellinum er önnur sprengjuflugvjel tilbúin að leggja af stað í annan leið- angur til Þýskalands. Þannig má segja að breski flugherinn haldi uppi stöðugu „flugsambandi" milli Englands og Þýskal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.