Morgunblaðið - 10.10.1940, Side 7
Fimtudagur 10. okt. 1940.
M 0 R GUNBLAÐIÐ
oooooooo<xxx>ooooo<>
4 hellu Rafha
eldavjel, nýleg, með hitá-
skúffn og tvöföldum bakara-
ofni, sjerstaklega hentug fyr-
ir rekstur í stærri stíl, er til
sölu. Upplýsingar Kaffisaln-
um Hafnarstræti 16.
0
oooooooooooooooooo
Cerebos
BORÐSALT
er þekt heimsend-
anna á milli. Alstað-
ar reynist það jafn-
gott og altaf fer notk-
un þess vaxandi.
Fæst í öllum búðum.
Bergur Jónsson skip-
stjóri 75 ára
B
Dagbók
Uppboð
verður haldið að Miðdal í Mos-
fellshreppi í dag, fimtudaignn 10.
okt. og hefst kl. 2 e. hád.
Selt verður: Sauðfjenaður, kýr,
hey, verkfæri, búslóð o. fl. —
Greiðsla fari fram við hamars-
högg.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, 10. október 1940.
Bergur Jónsson.
Hreinleetisvörur:
Sunlight sápa
Radion
Rinso
Lux-sápuspænir
Vim-ræstiduft.
VÍ5IR
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
írnmniiinnmnmmnntMiiniimiimiimiiiiiiiiiiimmiiimiiiii
luiiiimumiiiumimiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiuummiiiiiimui
Starfskrá
Morgtmblaðsíns
er fyrflr alla
fla^menn.
Biftist á sunnudögum
ergur Jónsson skipstjóri er 75
ára í dag. Hann er einn af
þessuni bjargtryggu, gömlu og
góðu mönnum, sem öllum er hlýtt
til og allir bera virðingu fyrir,
ef þeir hafa nokkur kynni af
manninum. Hann er Mýramaður
að ætt og uppruna, fæddur í
Sanddalstungu í Norðurárdal, og
ólst upp í Dalasýslu og Borgar-
fjarðarsýslu* til tvítugsaldurs; en
þá flutti hann til Keykjavíkur.
Mentun fengu fátækir unglingar
litla á þeim árum, og skrift lærði
Bergur af sjálfum sjer og lánaðri
forskrift. Hrærði hann sót út í
vatni og notaði sem blek, og skar
sjálfur fjöðurstaf til þess að æfa
sig með.
I Reykjavík stundaði Bergur
sjó á árabátum og skútum, en
var þó hneigðari fyrir smíðar en
sjómensku. En þá voru engin tök
á að komast að smíðanámi, og
varð hann því að láta sjer nægja
með sjómenskuna. Vorið 1891 var
hann ráðinn háseti á Geir til há-
karlaveiða, en á Önnu Matthildi,
sem einnig var eign Geirs Zoéga,
vantaði frammámann (er færi
fram „Klyverbómuna" þegar losa
þurfti „Klyverinn“ eða gera hann
fastan), og fjekst enginn fyr en
Bergur bauð sig fram. Þar var
stýrimaður Marteinn Teitsson
(faðir Guðmundar Marteinssonar
verkfræðings) og hvatti hann
Berg til þess að fara á Stýri-
mannaskolann, er var stofnaður
um haustið 1891, og kendi hann
Bergi reikning undir skóla. Var
Bérgur í skólanum part úr vetrin-
um, byrjaði seint og hætti snemma,
til þess að komast í skiprtim á
vetrarvertíðinni. Næsta sumar var
Marteinn skipstjori á Ilaraldi og
rjeði Berg sem stýrimann hjá
sjer. Þar var þá Jón heitinn banka
stjóri Ólafsson háseti.
Þegar Bergur hafði lokið skip
stjóraprófi, varð hann skipstjóri á
„Solid“, skipi er Gunnlaugur
Briem átti ,næst stýrði hann skip
um fyrir þá Jón heitinn Norð
mann og Tryggva heitinn Gunn-
arsson. En lengst var hann skip
stjóri á „Surprise“ Einars Þor
gilssonar. og átti hlut í skipinu
sjálfur. Tók hanu við því skipi ár-
ið 1901 og var á því til 1921, að
hann hætti sjómensku.
Allan þann tíma, er Bergur var
a sjó, hvort sem hann var háseti,
stýrimaður eða skipstjóri, hlektist
skipi hans aldrei á og aldrei slas-
aðist þar maður. Má það vissu
lega heita gæfa góðum manni
enda telur Bergur sjer það hina
mestu hamingju, jafnhliða því að
hafa eignast góða konu (frú Þóru
Magnúsdóttur frá Miðseli), gott
heimili og góð börn.
Bergur bjó í Hafnarfirði meðan
hann hafði atvinnu sína þar, en
fluttist til Reykjavíkur árið 1931
og hefir búið hjer síðan, á Bók
hlöðustíg 6 C.
Þrír fjórðu aldar, og „strikið
óbreytt. Það er vel gert, vinur.
mHiiniiiiiiuiiiiiiiiiiiitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiitiifliiini
Dansleik ætlar mótanefnd Val:
og Víkings að ha.lda í Oddfellow
höllinni n.k. laugardagskvöld.
I. O. O. F. 5 = 12210108‘/2 =9 II
Næturlæknir er í nótt Theodór
Skúlason, Vesturvallagötu 6. Sími
4411.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Næturakstur næstu nótt annast
Bifreiðastöðin Geysir. —r- fsími
1633.
Tungumálanám við Háskólann.
Þeir stúdentar, sem hafa í hyggju
að leggja stund á tungumálanáiu
við Háskólann, með framhaldsnám
síðar erlendis fyrir augum, eru
beðnir að koma til viðtals við
rektor í Háskólanum kl. 11 á
morgun.
Sigurður Sigtryggsson, sem
hefir úndarifárið verið yíirkenn-
ari latínuskólans í Kaupmanna-
höfn, var frá 1. ágúst s.l. skipað-
ur rektor við ríkisskólann í Lyng-
by (rjett við Kaupmannahöfn).
375 nemendur eru í skólanum.
Vitneskjan um þetta kom í brjefi
frá Sigurði til síra Bjarna Jóns-
sonar vígslubiskups. Brjefið er
skrifað 17. júlí og sent í flug-
pósti yfir ftalíu og Ameríku, eu
kom til viðtakanda 8. okt., svo
að margar hafa orðið hindranirn-
ar á vegi þess. Sigurður Sig-
tryggsson á marga vini og kunn-
ingja hjer og munu þeir gleðjast
yfir þessum frama hans.
Bamavinafjelagið,, Sumargjöf"
ætlar að starfrækja heimili fyrir
böm í Vesturborg í vetur. Það
verður ekki hægt að taka nema
tiltö’lulega fá börn og ættu því
>eir, sem þurfa að koma börnum
sínum fyrir, að senda umsóknir í
dag eða á morgun. Bryndís
Zoéga forstöðukona veitir allar
upplýsingar í Vesturborg kl. 3-5
daglega.
Konur í kvennad. Slysavarna-
fjel firi| beðnar að skila sem
tyrst andvirði happdrættismiða,
sem þær kynnu að hafa undir
höndum. Aðrar konur í deildinni,
sem ekki hafa tekið miða til sölu,
eru góðfúslega beðnar að gera
það sem fyrst, þar sem bráðlega
verðnr dregið. Konur geta skilað
eða tekið miða ,á skrifst. Slysa-
varnafjel. í Hafnarhúsinu.
Samsæti verður haldið fyrir
Arna Thorsteinsson tónskáld,
tilefni af sjötugs afmæli hans
þriðjudaginn 15. þ. m. Samsætið
hefst stundvíslega kl. 7 með borð-
haldi í salarkynnum ■ Oddfellow
hússins. Væntanlegir þátttakend-
ur eru vinsamlegast beðnir að
skrá nöfn sín og vitja aðgöngu-
miða í Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar fynr laugardags-
kvöld.
Rauði Kross íslands. Þeir,
hafa haft happdrættismiða, er
seídir hafa verið í sumar til ágóða
fyrir sumardvöl barna í sveit, eru
vinsamlegast beðnir aS gera þeg-
ar í st-að grein fyrir sölunni og
skila peningum og óseldum mið-
um í síðasta lagi fyrir 12. þ. m.
á skrifstofu R. K. í. kl. 1—4.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ
frá T. Da. 5 ,kr„ N. N. 5 kr.
Til kirkjunnar á Skólavörðuhæð-
inrii: frá B. 2 kr. Áheit frá S. J.
10 kr., afh. síra Fr. Hallgríms-
syni.
lítvarpið í dag :
1-8.05 Áttundi dráttnr í happ-
drætti háskólans.
20.30 Fiðlu-tvíleikur (Þórarinn
Guðmundsson og Þórir Jóns-
son): Tvíleikur eftir Mendel-
sohn o. fl.
21.10 Útvarpshljóirisveitin: Laga-
flokkur eftir Coates.
21.45 Frjettir.
Síra Arnbjörn ólafsson er ný bók, sem menn ættu að
kaupa og lesa. Frásögnin virðist vera þrauthugsuð, efnið
varðar alla hugsandi menn. Verð kr. 2.00.
Fæst í prentsmiðjunni Viðey.
x**x**x-x->*x-x**:-x**x-x-x**x-x-x-x*<-x*<-x~x*<**:**x-x*,x**x-x**x*<*«^
v r
Umbúðapappír
nýkominn.
HeifdversEun Garðars Gíslasonar.
><—:—x—x—x~x—x-:—x*<—x—x—x—x—x—x~x—x—x—x—x—x—x—x—x—:—x*<->
Tilkynning
frá loffvarnanefnd
Skrifstofa loftvamanefndar er flutt í
Slökkvistöðina Tjamargötti 12.
Skrifstofan er opin daglega kl. 2—4 síðd.
hvern virkan dag. Sími 1100.
LOFTVARNANEFND.
Dóttir mín
ANNA SIGRÍÐUR EYÓLFSDÓTTIR
andaðist á Vífilsstöðum að morgni þess 9. október.
Pálína Jónsdóttir.
Móðir mín
SIGURBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR
andaðist 7. þ. m. á heimili dóttur sinnar, Víðirgerði í Eyjafirði.
Haraldur Hagan.
Maðurinn minn elskulegur
GRÍMÚLFUR ÓLAFSSON
yfirtollvörður
andaðist að heimili sínn í gærmorgun.
Stefanía Friðriksdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
MARGRJET JÓNSDÓTTIR
frá Leiðvelli í Meðallandi, verður jarðsungin föstud. 11. þ. m.
Athöfnin byrjar með bæn að heimili dóttur hennar, Grettis-
götu 38, kl. 10 f. h. Kirkjuathöfnin fer fram í dómkirkjunni
og verður henni útvarpað. Jarðað verður í Fossvogi.
Blóm og kransar afbeðnir.
Fyrir mina hönd og annara vandamanna
Gissur Erasmusson.
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
HAFLIÐA M. SÆMUNDSSONAR kennara
fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 11. þ. mán. og hefst
með hæn í Austurbæjarskólanum kl. iy2 e. hád.
Kirkjuathöfninni verður útvarpað.
Bjarnheiður Þórðardóttir og börn.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu við andlát og jarð-
arför
GUÐBJARGAR GUNN LAUGSDÓTTUR.
Einar Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn.