Morgunblaðið - 17.10.1940, Side 2

Morgunblaðið - 17.10.1940, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 17. okt. 1940. 200 smál. af sprengj- um varpað á London Bresk herskip skjóta á Dunkerque luaniiiiimuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiiimiiiiiiuiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHnuiii ' ' 1 Skotið. sem aldrei var skotið I NÆTURÁRÁSIR þýskra flugvjela á London hafa farið harðnandi síðan um helgi, og í fyrrinótt gerðu þýskar flugvjelar einhverj- ar skæðustu árásir á London síðan stríðið hófst. I Lundúnafrjettum er svo skýrt frá, að loft hafi verið skýjað og skýin legið lágt. Þjóðverjum hafi tekist að kom- ast með 250 flugvjelar inn yfir borgina og samtals hafi þeir varpað niður 200 smálestum af sprengjum á borgina. Þó sprengjumagnið hafi verið þetta mikið telja Bretar að tjónið hafi orðið minna en í hörðustu árásunum í byrj- un september s.l. Á sama tíma, sem Þjóðverjar voru að varpa niður sprengj- um sínum á London, skutu bresk herskip á Dunkerqueborg og ollu þar miklu tjóni. Einnig hjeldu breskar flugvjelar uppi loftárásum á þýskar iðnaðarborgir. Breska flotamálaráðuneytiS telur, að skot- hríðin á Dunkerque hafi valdið stórskemdum á borginni og víða komu upp miklir eldar. Breskar flugvjelar gerðu árásir á olíustöðvar í Kiel og Hamborg, innrásarhafnirnar svonefndu við Ermarsund og iðnaðarborgir í Ruhrhjeraði. Einnig hjeldu bresk herskip uppi skothríð á Brest og tóku flugvjelar “flotans þátt í þeirri árás. Að árásinni lokinni loguðu 5 stórir eldar í borginni. ________ Á meðan bjart var í gær höfðu þýskar flugvjelar sig lít- ið í frammi yfir Englandi, og uð eins á tveimur stöðum í landinu voru gefin aðvörunar- merki um að loftárás væri yfir- vofandi. Var það í borg í Skot- landi og í hjeraði einu í Suð- ur-Englandi. I London var dagurinn sá ró- legasti, sem Lundúnarbúar hafa haft nú um langan tíma. Þjóðverjar segjast í fyrra- kvöld hafa gereyðilagt flug- völl einn hjá Liverpool og gert loftárás á herflutningajárn- brautarlest. Hafi eimreið lest- arinnar og 6 fyrstu vagnarnir runnið út af brautarteinunum. I enskum fregnum er vikið að árás á járnbrautarlest, en þar sagt að það hafi verið vöruflutningalest. NÆTURÁRÁSIN Á LONDON. Bretar halda því fram að í hinni miklu loftárás á London í fyrrinótt hafi þýsku flug- mennirnir sökum slæmrar veð- urskilyrða alls ekki getað átt- að sig á hvar sprengjur þeirra lentu. Sprengjurnar hafi aðal- lega lent á íbúðarhúsum. Lundúnafregnir segja, að í fyrrinótt hafi sprengjur lent á 4 skólum og 3 sjúkra- húsum. Er einkum óttast um mikið manntjón í einum þess- ara þriggja skólahúsa. Á nokkrum stöðum varð manntjén þar sem sprengjur lentu á loftvarnabyrgjum. Erlendur frjettaritari í London segir, að það hafi verið átakan- leg sjón, að sjá fólk, sem kom upp úr einu loftvarnabyrginu, eft- ir að merki hafði verið gefið um að hættan væri liðin hjá. Flest þetta fólk bjó í sama borg- arhverfi, en þar höfðu svo að segja öll íbúðarhús í tveimur göt- um verið lögð í, rústir. Hafði kvenfólkíð einkanlega borið sig illa er það sá heimili sín í rústum. Flugvjela- tjónlð: 71 þýsk, 53 breskar T3 reska flugmálaráðu- ^ neytið birti í gær töl- ur um flugvjelatjón beggja ófriðaraðila, vikuna 7. til 14. október. Samkvæmt þeim heim- ildum voru á þessari einu viku skotnar niður 71 þýsk flugvjel. Um flugvjelatjón Breta er það sagt, að þeir hafi mist 45 orustuflugvjelar og 8 sprengjuflugvjelar. \ Munurinn á flugmanna- tjóni hernaðaraðila er þó meiri samkvæmt þessum sömu heimildum, því 27 flugmenn Breta björguð- ust úr þeim flugvjelum, sem skotnar voru niður fyrir þeim og mistu þeir að eins 42 flugmenn. Hinsvegar fórust eða voru teknir höndum á sama tíma 141 þýskur flugmaður. Bretar eyða 9.000.000 £ ð dao 17 jármálaráðherra Breta, Sir L Kingsley Wood, skýrði frá því í neðri málstofunni í gær, að dagleg útgjöld bresku stjórn arinnar væru nú 9.000.000 sterlingspund. Þar af fara til hernaðarþarfa eingöngu 7^2 miljón sterlings- punda og er það 3 milljón sterlingspundum meira en í júlímánuði s. 1. Fjármálaráðherrann skýrði frá þessu um leið og hann fór fram á heimild þingsins til að taka 1000 miljóna sterlings- punda lán. Var heimildin veitt með samhljóða atkvæðum þing- manna. Sir Kingsley skýrði frá því, að það væri lífsnauðsyn fyrir bresku þjóðina að menn legðu sem mest af fje sínu í ríkislán. BRETAR HAFA NÆGILEGAN MATARFORÐA. Matvælamálaráðherra Bret- lands hjelt einnig ræðu í gær og skýrði frá því, að breska stjórnin hefði nú þegar gert kaup á og greitt fyrir mat- væli, sem nægja mundu í heilt ár, þó svo ólíklega færi að að- flutningar teptust til Bretlands- eyja. Hann skýrði frá því, að í Bandaríkjunum einum hefðu verið fest kaup á matvælum fyrir um 600 miljónir sterlings- punda. Ráðherran gaf í skyn að bráðlega myndi ’ ríkisstjórnin sjá sje fært að hækka aftur skömtun á tei. Því var lýst yfir í gær að Bretar hefðu gert ráðstafanir il þess að hjálpa nýlendum Frakka, sem fylgja de Gaulle að málum. Þessi hjálp myndi aðallega verða fólgin í því að kaupa afurðir nýlendanna og selja þeim innflutningsvörur, sem þær vanhagaði um. Breskt beitiskip laskast Itilkynningu breska flotamála- ráðuneytisins í gærkvöldi er frá því sagt, að beitiskipið „Liver- pool“ hafi laskast í viðureign við óvinaskip á Miðj^rðarhafi. Liverpool er komið til bæki- stöðva sinna. Nokkrir menn fórust og særðust á skipinu. s Breskur hermaður skoðar skot úr þýskri flugvjelabyssu, 1 sem fanst skamt frá þýskri Messerschmidt 110 orustu- flugvjel, sem skotin hafði verið niður í Englandi. uniimiiHmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Stjórnarbreyt- ing á döfinn í Jugóslafíu FREGNIR frá Júgóslavíu í gær herma, að stjórn- málamenn í Belgrad hafi haft mikið að hugsa undanfarna daga og að búast megi við stjórn- arbreytingu í Júgóslavíu. Ekki er talið að þessi stjórnarbreyting hafi mikil áhrif á stjórnmálaviðhorfið innanlands í Júgóslavíu, þar sem að eins sje um að ræða heppilegri verkaskiftingu innan stjórnarinnar vegna hins alvarlega ástands á Balkanskaga. Breytingar á stjórnum • bæja og hjeraða f Noregi Blað Quislings majórs í Noregi, „Fritt Folk“, boðar að bráð- lega muni verða gerðar stórfeldar breytingar á stjórnum bæja og hjeraða í Noregi. „Fritt Folk“ segir m. a. í þessu Æmbandi; „Það er ekki lengur nein ástæða til þess að þola, að með stjórn bæjar- og hjeraðsmálefna fari þeir Inenn, sem tilheyra niðurrifsöflun- úm‘ í þjóðfjelaginu. Tjndir stjórn þeirra manna, sem nú fara með völd í flestum bæjum og sýslum í Noregi, hefir þrifist spilling sem er óþelandi". „Nýr Noregur er að rísa upp“, segir blað Quislings ennfremur, „og þróunin hlýtur að verða ör og markviss í hinu samvirka þjóð- fjelagi“. í sænskum frjettum er á það bent, að í flcstum bæjum og hjer- uðum Noregs hafi sósíaldemokrat- ar farið með völd, en nú muni fylgismenn National Samling hafa í hyggju að beita aðstöðu sinni til þess að ná stjórn bæjanna og hjeraðanna í sínar hendur. Næsta erindi Gretars Fells í er- indaflokkinum „Hamingjuleiðin“ verður á fundi í Septímu annað kvöld og fjallar um rjetta breytni. Þjóðverjar halda áfram að búa um sig í Rúmeníu og bresk- ir þegnar þar í landi hraða sjer sem óðast heim. 70 breskir borg arar fóru í gær frá Konstanza áleiðis til Istambul. Þjóðverjar segja að Bretar bíði mikið fjárhagslegt tjón vegna atburða síðustu daga í Rúmeníu. Þar á meðal tapi þeir 20 miljón sterlingspunda láni, sem þeir nýlega veittu Rúmenum. í breska þinginu lagði einn þingmannanna þá spurningu fyrir ríkisstjórnina hvort ekki væri rjett, að bæta Rúmeníu við þau Evrópulönd, sem Bret- ar ættu engin verslunarviðskifti við og legðu hafnbann á. Aðstoðarutanríkismálaráð- herran, Butler, sagði að breska stjórnin hefði það mál til at- hugunar. RÚSSAR MÓTMÆLA. Sendiherra Rússa í Búkarest mótmælti því í gær, að nokkur fótur væri fyrir því að Rússar hefðu sent 12 herdeildir til landamæra Rúmeníu. 50.000 kínverskir hermenn inni- króaðir Japanar halda því fram, að þeir hafi innikróað 50.000 manna her í bæ einum um 200 kílómetra vestur af Shanghai. Ennfremur segjast Japanar hafa rekið á flótta 60 þúsund kínverska hermenn á öðrum vígstöðvum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.