Morgunblaðið - 17.10.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBIsAÐIÐ | ÚR DAGLEGA i | LlFINU f «00000 OOOCKXX Yigfús Kristjánsson, sjómaður skrif ar: í MorgTinblaðinu, þriðjudaginn 8. |>. m., sá jeg grein með fyrirsögninni „Allsberjar atkvæðagreiðsla meðal sjómanna". .Teg hafði enga hugmynd um að fundurinn var haldinn sunnudaginn 6. þ. m. fyr en jeg sá greinina. Jeg vil setja hjer fram þá Spurn- ingu til stjórnar Sjómannafjelags Reykjavíkur af hvaða ástæðum hún auglýsir ekki í fleiri blöðum en Al- þýðublaðinu, þar sem vitað er að menn úr öllum flokkum eru í fjelag- inu. Er það máske hið gamla góða ráð stjórnarinnar að halda fundina ein- göngu fyrir" sig og sína fylgifiska, svo hinir komist ekki að, sem eru þeim ekki sammála í öllu ? — Hvað líður tillögu minni, er jeg bar fram á aðalfundi 28. jan. 1940, um 500 kr. styrk til Slysavamafjelags Islands, samtímis og stjómin fjekk samþykta 500 kr. gjöf til Finnlandssöfnunar- innar, sem engin vissi til hvers gagns væri? Allir vita að Slysavamafjelag ís- lands hefir það takmark að vinna að öryggi sjómanna á sjó með bættum tækjum og á landi með því að draga úr slysahættuuni. - Athugasemd formanns Dagsbrúnar FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. ■upp framannefnd steypumót, og spurt hvort þeim væri heimilt að vinna að uppsetningu steypumót- anna, og að þeim hafi verið tjáð að þeim væri heimilt að vinna að henni. Þetta eru bein og vísvit- andi ósannindi hjá verkfræðingn- um, og væri ekki úr vegi að hann færði betri sönnur á þenna fram- burð -sinn. Með línum þessum vildi jeg að- eins gera grein fyrir afstöðu stjórnar Dagsbrúnar til þessa máls, en læt missagnir og rang- hermi í kærunni að öðru leyti af- skiftalaus. En einkennilegt er, hvað verkfræðingurinn byggir meir á einkasamtölum en því, sem hefir skriflega farið á milli, en allar munnlegar umræður hafa verið í fullu samræmi við fram- anskráð brjef, enda ber innihald þeirra þess fult vitni. Sigurður Halldórsson. Kæra trjesmíða- ffelagsíns FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU fram ábyrgð á hendur firmanu Höj- gaard & Schultz fyrir að láta ófag- lærða verkamenn vinna fagvinnu trje- smiða og á hendur fyrgreindum verka- mönnum fyrir að vinna slíka vinnu, enhfremur að sjeð verði til þess að brot sem þetta endurtaki sig ekki hjá firmanu. Loks er Oddgeir Bárðarson kærður fyrir fyrgreint hegningarlaga- brot. Með von um -að þjer hraðið af- greiðslu þessa máls hið mesta. Virðingarfylst. Esjufarþegarnir koma I land FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. mikil og fer harðnandi. Þó er hún ekki eins mikil og sagt er að hún sje í Noregi. Því þar fá blöðin greinarnar frá Þjóðverjum alveg eins og þær eiga að vera, með fyrirsögnum og öllu saman, og má þar engu breyta. En í Danmörku eru blaðamenn kallaðir á ráðstefnur og þeim sagt fyrir í aðalatriðum hvernig þeir eigi að skrifa — og um hvað þeir megi ekki skrifa. Loftárásir og duflalagnir. T. d. um flugferðir Breta yfir Danmörku og loftárásir þeirra. Um tíma í sumar voru loftvarna- merki gefin í Höfn nótt eftir nótt. En árásir á borgina voru ekki gerðar, ekki nema á flugvelli. E11 hver spell þær hafa gert vissi al- menningur ekki. Fekk ekkert um það að vita. Aðalerindi breskra flugvjela þar um slóðir mun hafa verið að dreifa duflum kringum strendurn- ar, á siglingaleiðirnar. Og því hjeldu þeir áfram. Enda frjettist við og við um að skip yrðu fyrir tundurduflum í dönsku sundunum. En blöðin mintust aldrei á slíkt. Sagt var að þetta væru seguldufl. Þögn blaðanna um ýmislegt, sem fólk frjettir á skotspón, eykur mjög á óhug almennings þar í landi. T. d. er það vitað, að á- rekstrar hafa orðið milli þýska setuliðsins og danskra manna, sem orðið hafa til þess, að danskir þegnar hafa látið lífið. En ekki er minst á slíkt einu orði í blöð- unum. Einn af þeim sem blaðið átti tál við í gær var t. d. sjónar- og heyrnarvottur að því, að unglings- piltur Ijet sjer um munn fara hnjóðsyrði í garð þýsks hermanns. Það var á Ráðhústorginu í Höfn í sama vetfangi voru komnir tveir þýskir hermenn er tóku manninn höndum, og að vörmu spori var þar komin lögreglubifreið og mann inum ekið á brott. En fólkið, sem eftir var á torginu, muldraði í barm sjer, að piltur sá, sem tekinn var, hafi ekki sagt annað en það sem öllum almenningi bjó í brjósti. Gremjan ólgar í öllum. En ró- lyndi þjóðarinnar og skapfesta kemur í veg fyrir, að hún beri hugarfar sitt utan á sjer. Breytt um svip. Þjóðin hefir breytt um svip. Höfuðborg hennar Höfn sömuleið- is. Þó ekki sje nema vegna myrkv- unarinnar. Myrkvunin varð ákat'- lega þreytandi þegar leið á haust- ið og dagarnir fóru að styttast. Að sjá hvergi ljós. Að þurfa að sitja í innibyrgðum herbergjum og hafa yfir sjer augu lögregl- unnar til að gæta þess að hvergi sleppi út ljósglæta. Þetta hefir mikil áhrif á skap manna og. taugastyrk. Og svo alt sparnaðartalið. Öll þjóðin býr sig undir hallæri. Alt þarf að spara. Þó ekki sje minst á það í blöðum, segja þeir sem til þekkja, að Þjóðverjar merg- sjúgi fjárhagsmátt þjóðarinnar. Þeir flytja svo mikið úr landi, t. d. af matvælum. Og greiðslan er ónýtir seðlar. Mjög er gengið á bústofn bænd^ Og dýrtíð fer vax- andi. Vöruskortur fyrirsjáanlegur, og því mikil eftirspurn, meðan vörurnar eru til. Enn er ekki skortur á mat- vælum. Mesti hörgullinn er á bensíni og olíu. Og svo er elds- neytið. í sumar var brýnt fyrir öllum að tryggja sjer sem mest af við til eldsneytið og mó. Öll ósköp tekin upp af mó. En samt verður erfitt í vetur með upphitun. Skipið með fyrsta hópinn. Uppskerubrestur var ekki í Dan mörku í sumar að heitið gæti. En mjög ljeleg uppskera var í Sví- þjóð, og eins víðast í Mið-Evrópu. En sagt var að uppskera hafi verið skárri eða veðurlag hag- stæðara í Rússlandi. Mikið hafa hinir dönsku naz- istar haft sig 1 frammi, síðan landið var hernumið. Blöð þeirra hafa verið stækkuð og aukin. Og í þýska útvarpinu er talað um, að þau birti vilja og skoðanir al- mennings. En sannleikurinn er, að sárafáir lesa þau, og ennþá færri sem taka mark á þeim. Allur almenningur fylgir fram þeirri reglu, að hafa sem minst samband við setuliðið. Þegar þýsk- ir hermenn sjást á veitingahúsum t. d. er það segin saga að danskir gestir halda sig sem fjærst þeim. Um viðskifti stjórnarvaldanna við hin þýsku yfirvöld veit al- menningur næsta lítið. Því blöðin birta sem minst um það. En margt bendir til þess, að þýsk yfirráð komi til greina á fleiri og fleiri sviðum og fari vaxandi í landinu. Og það er altalað og viðurkent, kð gagnvart hinu þýska valdi sje Kristján konungur X. Dönum mesta brjóstvörnin. Hefir þjóðiu sameinast uin hann meira en nokkru sinni áður, og er lýðhylli hans ákaflega mikil. Það kom best fram á sjötugsafmæli hans. Esju-farþegarnir fóru frá Höfu daginn áður. En mikill viðbúnaður var þá víðsvegar um borgina, skreyting á götum úti o. fl. Með- an ferðafólkið var í Stokkhólmi var þar sýnd kvikmynd af há- tíðahöldum Hafnarbúa á konungs- afmælinu. En þar var mest við- höfnin er konungshjónin óku um göturnar og voru hylt af miklum mannfjölda um alla borgina. Allir Esju-farþegarnir, er frá Iíöfn koma, róma mjög starfs- fólk sendiráðs íslands í Höfn fyr- ir dugnað og árvekni. Þar var alt gert fyrir Islendinga, sem hægt var að vænta — og vel það. Sömu sögu hafa þeir að segja frá við- tökum Vilhjálms Finsen í Stokk- hólmi er þangað kom. Fimtudagur 17. okt. 1940, Þeír skrífa fyrír þá blíndií C* YRIR hverja skyldu þeir *■ skrifa sínar pólitísku hug- leiðingar, Tímamenn, og hvað eru þeir að fara með skrifum sínum ? Það er að vísu rjett, að til eru í landinu nokkrir svo hreinræktaðir Tímamenn, að þeir lesa aldrei annað blað en Tímann. Skyldu þeir, sem skrifa blaðið, hugsa ein- göngu um þessa menn? En lítilsvirðingin sem þeir með þessu sýna hinum, sem fylgjast sæmilega með því sem gerist, hún ríður ekki við einteyming. SENNILEGA hefir ekkert ís- lenskt blað varað eins á- kveðið við þeirri stefnu, sem virðist hafa fengið að festa rætur í okkar þjóðlífi, stefn- unni, sem lýsir sjer í því lát- lausa kapphlaupi, sem nú er háð milli verðlags og kaup- lags, og einmitt Morgun- blaðið. — Afleiðing stefn- unnar hefir verið sívax- andi dýrtíð og síhækkandi kaupgjald. AÐVARANIR Morgunblaðitts hafa byggst á því, að þessi stefna myndi fyr eða síðar koma atvinnuvegunum í koll. Því að einhverntíma kæmi hrunið, þar sem verðlag framleiðslunnar stórfjelli. En þá sætu framleiðendur með hið háa kaupgjald og kynni svo að fara, að erfiðlega gengi að klifa niður stigann. TÍMINN, blaðið, sem virðist vera skrifað fyrir örfáa blinda flokksmenn, hefir ’ialdrei Tengist til að rök- ræða þetta vandamál. En nú kemur þetta blað og hróp ar: „Morgunblaðið heimtar hækkun á kaupgjaldinu“! Skyldi Tíminn, í einfeldni sinni halda, að þeir rjett- trúuðu, sem blaðið er skrifað fyrir, viti alls ekki, að kaup- gjaldið hefir alt þetta ár ver- ið að hækka, jafnt og þétt, í visfeu hlutfalli við vöxt dýr- tíðarinnar? Ef einhverjir af lesendum Tímans eru svo fá- fróðir, að þeir ekki viti þetta, verður sennilega á engra meðfæri, að veita þeim fræðslu. Þeir eru ekki mót- tækilegir. \ Á NÆSTU áramótum falla úr gildi þær hömlur, sem nú eru lagðar á kaupgjaldið. Hvað tekur þá við? Veit Tíminn ekki, að verklýðsfjelögin eru þegar farin að segja upp • samningum? Og veit hann ekki, að allsherjar Vindir- búningur er hafinn innan, allra stærri verkalýðsfjelag- anna til þess að segja upp samningum? Heldur Tíminn virkilega, að þetta þýði það, að kaupgjaldið eigi að lækka frá áramótum? Nei, upp- sögn á samningum þýðir á- reiðanlega hitt, að kaup- gjaldið á eftir að hækkh enn FR4MH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Minning Önnu Sigríðar Eyjólfsdóttur Aina sigríður eyjólfs- DÓTTIR var fædd á Stokkseyri 3. okt. 1897, en fluttist með foreldrum sínum t'i'eggja ára til Reykjavíkur. Hún var elsta barn þeirra hjóna Eyjólfs Ófeigssonar frá Ejalli og Pálínu Jónsdóttur, systir Jóns sáluga frá Vaðnesi óg þeirra systkina. Eru það kunnar ættir austanfjalls. Anna fjekk í vöggugjöf ást- ríka foreldra, prýðilegar gáfur til munns og handa, frábæran líkamsþokka og örláta og trygga lundu. — Hún var suðræn á brá og með sterka fegurðar- þrá. Ójöfnuður og yfirdreps- skapur voru henni þyrnar í aug- um. Varð henni því vel til vina og þeim ógleymanleg. Hún þráði mikið af lífinu og fram yfir tvítugt var bjart í kringum hana og hún ein hin glæsilegasta s-túlka í sjón og reynd, en úr því fer að draga fyrir sólu, því 1920 missir hún yngri bróður sinn, Guðmund, augastein heimilisins og fram- tíðarvon, skömmu síðar kennir hún sjúkleika þess, er hún átti í þrotlausri baráttu við í 18 ár og oft með áralangri sjúkrahús- veru. Föður sinn misti hún fyrir þrem og hálfu ári, eftir sex ára vanheilsu, er var henni mikill harmdauði. Seinasta ár- ið lá hún rúmföst sárþjáð á sáV og líkama, uns hún ljest 9. þessa mánaðar. Er við vinkonur hennar heyrðum lát hennar varð okk- ur hugrórra, því ékki einungis henni sjálfri mátti dauðinn vera kærkominn, heldur einnig hinni umhyggjusömu og þreyttu móður hennar, er svo mjög mikinn þátt tók í þjáningum hennar og öðrum vandamönn- um. Um leið og jeg þakka þjer Anna fyrir allar samverustund- irnar, kveð jeg þig með þess- um orðum. Hittumst heilar. S. M. Ó. Ilreinlæíisvörur: Sunligfht sápa I Radion Rinso Lux-sápuspænir Vim-ræstiduft. VÍ5III Laugaveg 1. Fjölnigveg 2. a 0 nu—-■—==1I--IVII. .. ,111— 1...JSIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.