Morgunblaðið - 17.10.1940, Page 5

Morgunblaðið - 17.10.1940, Page 5
Fimtudagur 17. okt. 1940. JplorjgimMafctd Útg-ef.: H.f. Árrakur, Heykjavlk. Rltatjðrar: Jön RJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Áuglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiCsia: Austurstrœti 8. — Siasl 1800. Aakriftargjald: kr. 8,60 á m&nuBl innanlands, kr. 4,00 utanlanda. f lausasölu: 20 aura elntaktt), 26 aura meO Iieabök. • • ,Olmusugjafir“ SÍÐASTLIÐINN sunnudag birti Morgunblaðið viðtal við Ólaf 'Thors, formann Sjálfstæðisflokks- ins, um skattamálin. í þessu við- tali taldi Ólafur rjettmætt og sanngjarnt, að almenn endurskoð- on færi fram á skattalögunum á næsta þingi óg það enda þótt að með því yrði gengið á rjett út- ■ gerðarinnar, sem heitið er með sjerstökum lögum ívilnun í skatt- greiðslu vist árabil. Yildi Ólafur ]áta arð útgerðarinnar fyrir 1940 sæta sjerstakri meðferð, en að skattalögin í heild yrði þannig sniðin, „að hægt væri að byggja hjer upp heilbrigðan atvinnurekst- ur, án undanbragða“. Út af þessu ræðst Alþýðublaðið með heift mikilli á Ólaf. Það er «inkum sú uppástunga Ólafs, að ríkið innheimti ekki tekjuskatt af arði útgerðarinnar á þessu ári, gegn því að útgerðin leggi fram fje til að reisa veglegt híis handa sjómannaskólanum, sem Alþýðu- • blaðinu finst svo ósvífin, að'með 'henni sje verið að biðja um ölmusu til handa útgerðinni. Sleppum því hugarfari, sern hjer kemur fram í garð sjómanna. En hitt, að tala um ölmusugjafir í þessu sambandi, er nokkuð djarft. Veit ekki Alþýðublaðið, að útgerðin nýtnr nú að lögnm íviln- unar um skattgreiðslu fyrir arð yfirstandandi árs ? Og þó að allir verði sammála um, að þessi lög beri að endurskoða þegar á næsta þingi, dettur víst engum óbrjáluð- nm manni í hug, að skattleggja þær skuldagreiðslur, sem farið liafa fram á þessu ári. Sennilega verða þeir einnig margir, þótt Al- þýðublaðsmenn virðist ekki í þeirra liópi, sem vilja að útgerðir. leggi fje til hliðar, fyrir væntan- legri endurnýjun flotans og að það f je nyti einhverrar ívilnunar í skatti. En þegar þetta hvorttveggja hefir verið gert, greiddar skuldir útgerðarinnar og lagt til hliðar hæfileg fúlga til endurnýjunar skipastólsins, hvað er þá orðið af- gangs af arðinum 1940, sem til skatts kemnr? Yrði sú fúlga mik- ið meiri en kostaðLað reisa veg- legt skólahús handa sjómanna- gtjettinni? Það er vitanlega mjög auðvelt fyrir þá menn, sem eru andvígir því að reist verði slíkt skólahús, að segja sem svo, að þessi aðferð við öflun fjárins til byggingarinn- ar sje ekki viðeigandi. Ríkið eigi að leggja f.jeð fram úr hinum al- menna sjöði, ríkissjóði, en ekki á þann hátt, sem hjer er lagt til. Er ekki ástæða til að óttast, að -dráttur kúnni að verða á því, að ríkið leggi fram fjeð.? Og hafa ekki sjómennirnir til þess unnið, • að fá skólana einmitt nú? 5 Halldér Jénsson Sellátrum skrifar efffirff*»randi * opið brfef til Jénasar Gullmundssonar: SPOR AFTUR Á BAK Alþýðublaðið flytur í 158. og 159. tbl. þessa árs grein, sem þjer hafið ritað um* Eskifjörð. I grein þessari gerið þjer meðal annars að umtalsefni búskapinn i jörðnnum Svínaskála og Svína- skálastekk í Helgustaðahreppi og segið, að á annari jörðinni sje einn maður, en enginn á hinni. Jeg sje af ummælum greinar- Niðurstaðan verður, að rjett sje að taka jarðir þessar eignarnámi til afnota fyrir Eskifjarðarlirepp innar, að yður eru ekki kunnar staðreyndir viðvíkjandi þe^ssum jörðum og vil því skýra þetta meo nokkrum orðum, sjerstaklega hvað snertir Svínaskálastekk. ★ Búskapur okkar á Svínaskála- stekk byrjaði á þann hátt, að við hræður fluttumst þangað með for- eldrum okkar árið 1886, og höf- um við búið þar síðan. Tiinið á jörðinni var þá bæði lítið og þýft. Allar stundir afgangs öðrum störfum voru notaðar til að sljetta og færa út túnið, og var þannig haldið áfram til ársins 1909, að nóg þótti að gert á ann- ars manns eign. Leituðum við þá eftir að fá jörðina keypta og fengum það með því að bjóða fimtán hundruð krónur fyrir jarðarhundraðið. Þetta litla kot var aðeins tvö hundruð að fprnu mati og kost- aði þrjú þúsund krónur. Axel Tulinius, sýslumaður á Eskifirði sagði, að þetta væri hæsta verð, sem hann vissi til að greitt hefði verið á Austurlandi fyrir jarðar- hundrað í hlunnindalausri jörð. TJm þessar mundir tóku for- ystumenn í búnaðarmálum og stjórnmálum að hvetja hændur til að rækta ábýlisjarðir sínar sem hest. Yið bræður á Svínaskála- stekk fórum bókstaflega eftir þessum fyrirmælum forystumanna þjóðarinnar og lögðum talsvert af peningum og óteljandi svitadropa í jarðabætur á Svínaskálastekk. Árin liðu og alt gekk þetta að óskum til ársins 1935. í septem- ber það ár gerði stórrigningu, og kom þá mikið aurklaup, sem lenti á túninu og skemdi það mikið. Tvisvar áður höfðu komið hlaup úr sama læk og skemt túnið tals- vert, en þetta síðasta sýndi, að bæði það, sem enn vaj; óskemt aí túninu, og einnig bæjarhúsin voru í yfirvofandi hættu, svo að ekki þótti verjandi að hafa fólk í hús- unum til frambúðar. Til mála kom að rífa bæinn og byggja aftur á öðrum stað. Frá því var horfið vegna aurhlaupahættunnar á tún- ið, því að við hefðum ekki haft á neinu að lifa í nýja húsinu, ef meiri hluti timsins hefði lent und- ir aur. Niðurstaðan varð sú, að við keyptum jörðina Sellátur, sem er svo skamt frá Svínaskálastekk, að kleift er að hafa húsaskjól á Sellátrum, en heyja og hirða fje á Svínaskálastekk, því að vega- lengd á milli landamerkja jarð- anna er tæpur hálfur kílómeter. Árið 1936 fluttum við frá Svínaskálastekk að Sellátrum. Það ár lánuðum við fjölskyldu- mönnum alt túnið á Svínaskála- stekk. Næsta ár, 1937, lánuðum við fjölskyldumönnum á Eskifirði jafnmikið af túninu á Svínaskála- stekk og það tún reyndist, sem við vorum nú búin að fá til af- nota á Sellátrum. Þannig hefir þetta verið haft síðan. Á þessn sumri hafa átta fjölskyldumenn á Eskifirði tíu dagsláttur úr tún- inu á Svínaskálastekk til afnota. ★ Yður til frekari skilningsauka á viðhorfi mínu vil jeg skjóta inn dálítilli skýringu. Við bræðurnir bjuggum altaf saman á Svínaskálastekk. Samt voru fjölskyldurnar tvær. Þetta sjest glögt á fasteignamatsbók- inni frá 1932, því að þár er talið tvíbýli á Svínaskálastekk. Þessar fjölskyldnr búa saman ennþá og eru jafnt eigendur að Svínaskála- stekk. Önnur fjölskyldan mundi geta lifað af landinu á Sellátr- um en alls ekki báðar. Þess skal getið, að búið var að byggja grasbýli úr Sellátralandi, þegar við, keyptum jörðina. Við þurftum þrjátíu ár til að koma túninu á Svínaskálastekk í þá rækt, sem það nú er,' og tit þess að afla okkur fljótvirkari áhalda, syo sem sláttuvjelar, rakstrarvjelar og áburðardreif- ara, en nú ætlið þjer að taka þetta frá okkur á einum degi. Svo miklum mun fljótvirkari eru hin eyðandi öfl en hin skapandí. Jeg vil taka það fram, að nú er ekki til í landi Svínaskála- stekkjar neitt af ræktanlegu landi annað en það, sem fullrækt- að er eða girt. Jeg vil því biðja yður að blekkja hvorki yður sjálfan eða aðra með skrifum, sem gefa í skyn, að Svínaskálastekkur væri hvorki fullræktaður eða fullnot- aður. f grein yðar teljið þjer að enginn maður sje á jörðinni og látið þess ógetið, að hún er not- uð af átta fjölskvldum af Eski- firði og tveimur úr Helgustaða- hreppi. Jeg teldi það mjög ófagran leik af forystumönnum þjóðarinnar, gagnvart okkur eigendum Svína- skálastekkjar. ef þeir ljetu taka. jörðina eignarnámi af okkur, þeg- ar við höfum eftir hvatningu þeirra lagt þrjátíu ára erfiði í ræktun hennar. Þá teljið þjer í grein yðar, að á Svínaskála búi einn maður og að jörðin sje hentug sem tún- stæði. Hvorugt þetta er rjett. TJt- an túns er þar ekkei’t af ræktan- legu landi og túnið er fremur lítið. Aftur á móti eru þar mjög vönduð og dýt’ bæjarhús: Ef að sú jörð vrði keypt aðallega til að ná í túníð, myndi hver dagslátta með húsunum kosta rúmar eitt Jnisund krónur. Heimilisfólkið er fimm að tölu, sem stæði eftir at- vinnulaust, ef jörðin væri tekin frá því, og yrði því samkvæmt tillögu yðar að fá Hfeyri úr rílc- issjóði. Hólmar í Reyðarfirði, sem Eski- fjarðarhreppur hefir nú til afnota, er ein af þeim mörgu góðu jörð- um, sem framtíð og fjölgun ís- lensku þjóðarinnar hlýtur að byggjast á. Jeg veit ekki hvað mörg hundruð dagsláttnr þar eru af ræktanlegu landi, en jeg veit að það er lítill hluti af landinu, sem húið er að taka til ræktun- ar. Alt hið óræktaða land bíður eftir því, að dugandi hendur noti sjer þau ógrynni af lieyi og öðr- um gæðmn, sem hægt er að fram- leiða þar. Aðeins ef menn heimta ekki ofhátt taxtakaup í bvrjun Þnngavöru má flytja milli Ilólma og Eskifjarðarþorps, jafnt á bíl- um sem bátum. Lendingarstaðir eru ágætir á Hólmum. • Þjer leggið til að Eskfirðingar hætti að afla sjer heyja á Hólm- um. Jeg lít svo á, að þjer hefðnð átt að segja við lireppsnefndina á Eskifirði: „Umfram alt leggið kapp á jarð- ræktina á Ilólmum, svo að þjer getið fullnægt öllum beiðnum um túnbletti þar. Þjer hafið alt, sem til þess þarf. Nóg af ræktanlegu landi, vinnukraft eftir þörfum, dráttarvjel, með öllum fullkomn- ustú verkfærum. Hikið ekki við að verja árlega einum fjórða til einum þriðja af styrknum fra rík- inu til arðberandi framkvæmda fremur en í beina framfærslu- styrki. Þegar þjer svo eruð bún- ir að brjóta og rækta nægilega mikið af landinu, þa skal jeg koma og hjálpa yður til að mynda fjelag meðal þeirra, sem vilja nota liið ræktaða land. Hinu ný- stofnaða fjelagi mun jeg svo hjálpa til að útvega sjer mótor- sláttuvjel, svo að einn maður geti slegið fyrir alla. Þurkun heysin'í annast svo kvenmenn, unglingar og einstaka aldraðir karlmenn. Til flutninga útvega jeg fjelag- inu fjögurra tonna bíl, sem fje- lagið verður að eiga sjálft. og hafa öll umráð yfir. TJm heyannir get- ið þjer látið bílinn fara fastar ferðir kvölds og morgna milli Eskif jarðar og Hólma og getur þá lieyskaparfólkið valið um að búa í tjöldum eða vera heima. Allir karlmenn á besta aldri tel jeg víst, að sjeu þá við þorsk- eða síld veiðar, í vegavinnu eða kaupa- vinnu í sveit og geri því ekki ráo fyrir þeim við heyskapinn“. Þetta áttuð þjer að segja. Til- laga yðar í þessu máli, að liætta við að rækta, land á Hólmum, en taka heldur túnbletti af smábænd- um, sem ekki hafa neitt annað til framfæris sjer og sínum, er lengsta skref, sem jeg hefi vitað nokkurn mann stíga aftur á bak, TJmmæli yðar um kostajörðina Vattarnes tel jeg rjett. Jeg trúi því, að þar geti myndast dálítið þorp með góðum skilyrðum til að lifa. En þetta gerist ekki á skömmum tíma. Ekki er til neins að flytja þangað „landkrabba“. Aðeins „sjóúlkar“, sem vilja vera á sjó, geta lifáð á Yattarnesi. Þjer finnið Eskifirði margt til foráttu og einnig það, að fjörð- urinn sje of langur. Best er að sleppa öllum fullyrðingum og at- huga málið. Þjer kannist við, að yst við fjörðinn sje einhver besti útræðisstaður á Austfjörðuni (Vattarnes). Lítið eitt innar við fjörðinn ern tveir ágætir útræð- isstaðir, Litla Breiðuvík og Hafranes. Mörg undanfarin sum- ur hafa Færeyingar komið að Vattarnesi og fiskað þar á trillu- bát og gefist vel. í sumar voru trillubátar á Suðurlandi fluttir í aðra landsfjórðunga til fiskveiða. Mundi það þá ekki geta blessasv, að trillubátar af Eskifirði stund- uðu fiskveiðar frá Vattarnesi og hinum nefndu verstöðvum, sem geta veitt viðtökn 20 trillubátum eða fleiri. Jeg sje ekki annað en við höfum þarna komið auga á sæmilega atvinnu handa 80 körl- um og tíu konum. Fjórir menn á bát, kvenmaður með bverjum tveimur bátum til að hirða íbúð- ina, matreiða og' fleira. Fyrir útgerð stærri vjelbáta finst mjer Eskifjörður hafa eins góða aðstöðu að bjóða eins og Norðfjörður eða Fáskrúðsfjörður. Höfnin á Eskifirði er miljónar virði og góð og örugg höfn er besti kostur, sem fiskiþorp getur veitt flota sínum. Atbugum málið méð því að taka dæmi: Gerum ráð fyrir að 10—12 bátar 15—20 tonna gengu til veiða frá Eskifirði. Tveir og tveir fylgdust að og stunduðu á vetrarvertíð veiðar frá Hornafirði eða einhverjum stað við Faxaflóa, en væru svo tveir um nót að síld- veiðum fyrir Austur- eða Norður- landi um síldveiðitímann. Getið þjer sjeð nokkra ástæðu til þess, að arður af þessum veiðum yrði meiri, ef bátarnir ættu heima 4 Norðfirði eða Fáskrúðsfirði? Heiman frá Eskifirði færu þess- ir báta'r að líkindum eina 20 róðra milli vertíða. Jafnvel þó að þeir eyddu þá í hvern róður tveimur lítrum af olíu meira en Fáskrúðs- fjarðarbátar, vegna lengri inn- og útsiglingar, þá munar slíkt engu. ★ í nefndri ritgerð yðar um Eski- fjörð víkið þjer að því, að ef um fjárhagsörðugleika Eskifjarðar- hrepps megi kenna einum eða öðr- um pólitjskum flokki, þá sje vissu- lega fleiri en einum flokki um að kenna. Væri nú svo, að þólitísk stefna, sem hefði för með sjer margvísleg gæði, meðan henni er stilt í hóf, hafi þar lent út í öfg- ar og orsakað vandræði, þá er algerlega rangt að vera að kenna lengd fjarðarins eða liæð Hólma- haldsins um vandræðin. Þjer nefnið einnig, að á Eski- firði sje margt dugandi manna, sem hjálpi sjer sjálfir. Jeg þekki marga slíka menn á Eskifirði og þar á meðal trillubátaeigendur og vjelbátaeigendur. Þessir menn fljóta ekki ofan á vegna þess, að þeir hafi betri kúahaga og nær- teknari slægjur, og ekki bafa þeir heldur fundið styttri leíð út fjörð- inn. Halldór Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.