Morgunblaðið - 22.10.1940, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Boris konungur
Búlgara og
öxulrikin
Viðbótarsamningur sá við þýsk-
júgóslafneska viðskiftasátt-
málann (sem vjer gátum um á
sunnudaginn) opnar leiðina til
pólitískrar samvinnu milli Þýska-
lands og Jugoslafíu, að því er
Markowitc utanríkismálaráðherra
Júgóslafa hefir skýrt frá. í Lon-
don er litið svo á, að Júgóslafar
hafi með þessum samningi beygt
sig undir vilja öxulsríkjanna.
Það er búist við að viðnám það,
sem Boris Búlgaríukonungur hef-
ir leitast við að veita gegn áhrif-
'ttm öxulsríkjanna, til þess að geta
varðveitt algert hlutleysi Búlgaríu,
verði nú brotið á bak aftur, eftir
að Júgóslafar hafa beygt sig.
Landbúnaðarráðherra Búlgara, M.
Bagrianov, sem er vinsælastur ráð
herranna í búlgörsku stjórninni og
nýtur mikils trausts konungs,
verði látinn mynda nýja stjórn.
Bagrianov hefir undanfarið verið
í heimsókn í Berlín og Rómaborg
í boði öxulsríkjanna.
Fyrir stuðning sinn við öxuls-
ríkin er Búlgörum heitið að fá
sneið af Grikklandi með hafnar-
borginni Saloniki, sem Búlgarar
þafa altaf gert kröfu til.
Tass-frjettastofan rússneska
hefir borið til baka fregn, sem
mikið hefir verið gert úr í ame-
rískum og breskum blöðum, um
að Stalin hafi veitt sendiherra
Trykja í Moskva áheyrn.
Himmler
á nautaati
f Maclrid
Spánverjar skemtu Heinrich
Himmler, yfirmanni þýsku
ríkisleynilögreglunnar (Gesta-
po) með því, að bjóða honum
á nauta-at í Madrid á sunnu-
daginn. Þar var Himmler hylt-
ur og þegar þýski þjóðsöngur-
inn var leikinn, tóku margir á-
heyrendur undir og sungu
með.
Á leiðinni frá leikvanginum
til aðalstöðva spönsku lögregl-
unnar í borginni, hafði fjöldi
manns safnast saman til að
hylla þýska Gestapoforingjann.
Á sunnudagskvöld sat Him-
mler veislu hjá Serrano Suner,
hinum nýja utanríkismálaráðh.
Spánverja og voru þar viðstadd-
hfí auk spánskra stjórnmála-
manna, þýskir, ítalskir og jap-
anskir áhrifamenn í Madrid.
I Berlín er á það bent, að
þegar Serrano Suner var í
Þýskalandi, hafi hann verið
innanríkismálaráðherra og hafi
þá byrjað viðræður við Himml-
er um öryggismál og skipulag
þeirra, og þessum viðræðum sje
nú haldið áfram í Madrid. Er
vakin athygli á hve nauðsynlegt
sje að öryggismálum þjóðanna
sje vel skipað, einkum á sfríðs-
tímum.
Þriðjudagur 22. október 1940
Winston Churchill ávarp-
ar frönsku þjóðina
Fjértánda
loftárásin
á Berlin
1941 munum við
hafa forustuna
í loftinu
> _ ■
Látlausar „refsiárásir"
Þjóðverja
FJÓRTÁNDA LOFTÁRÁSIN á Berlín var gerð
í fyrrinótt, en í öllum fjórtán loftárásunum
hefir verið varpað á borgina (að því er skýrt
er frá opinberlega í London) 200 smálestum af sprengj-
um úr samtals 225 flugvjelum.
Loftárásin stóð yfir frá klukkan 10 um kvöldið til klukkan
4 um morguninn. Merki um að hættan væri liðin hjá, var gefið
um miðja nóttina, en þegar fólkið var á leiðinni úr loftvarna-
byrgjunum kom önnur bylgja breskra flugvjela, svo að fólk
var að leita skýlis aftur.
IÁVAPI til frönsku þjóðarinnar, sem Mr. Churc-
hill flutti í breska útvarpið í gærkvöldi, gat
hann þess, að hún myndi fá hlutdeild í sigri
Breta og sagði: „Ef þið getið ekki hjálpað okkur, þá setj-
ið þó ekki tálmanir í veg fyrir okkur“.
Churchill sagði, að Bretar hefðu nú, á árinu 1940,
þrátt fyrir minniháttar töp, yfirhöndina á sjónum. En ár-
ið 1941 myndu þeir hafa yfirhöndina í lofti, sagði Churc-
hill og bætti við: „Munið, hvað það mun hafa í för með
sjer“.
ChurchiII talaði til Frakka sem sætu nú við arineldinn
heima hjá sjer og tók upp orðin úr bæninni: Guð varðveiti
Frakkland. Hjer á Englandi, sagði Churchill, sitjum við undir
eldi Þjóðverja.
Gleymið ekki að við höldum áfram baráttunni fyrir frelsi
og rjettlæti, í viðskiftum þjóða, sem við hófum með ykkur. Þeg-
ar góðir menn lenda í vandræðum, þá verða þeir að gæta þess
að verða ekki saupsáttir. Oviijir þeirra munu reyna að spilla
vináttu þeirra og þegar óhappið er yfir þeim, þá er hætt við
að óvinunum verði nokkuð ágengt.
Hjer í London sjést engipn bilbugur á neinum. Flugfloti
vor hefir gert betur en að verjast. Við bíðum innrásarinnar og
það gera fiskarnir líka.
Hitler hefir tekist með skriðdrekum sínum, og fimtu her-
deildarmönnum að undiroka um stundarsakir nokkra bestu
kynflokka í heiminum. Litli bandamaðurinn hans í Italíu fylg-
ir í fótspor hans, en að vísu þreytulega og hikandi. Markmið
þeirra er að búta í sundur Frakkland eins og fugl. Einn á að fá
vængina, annar ef til vill brjóstið. Á þeim að takast þetta?
Eiga Elsass og Lothringen, Nizza, Savoien, Korsíka — Korsíka
Napoleons, að falla undir járnhæla þeirra?
Amerískir frjettaritarar í Ber-
lín segja, að sprengjum hafi
verið varpað á nokkra staði í
borginni, en geta ekki um mann
tjón.
Þeir segja að ein bresk flug-
vjel hafi verið hæfð af kúlu
úr einni af loftvarnabyssum
borgarinnar og splundrast í all-
ar áttir. Hlutar úr henni fjellu
niður á eina af aðalgötum
borgarinnár.
í tilkynningu Breta er ekki
getið um flugvjelatjón, en hins
vegar segir, að kúla úr loft-
varnabyssunum hafi hæft loft-
belg og að hann hafi hrapað í
björtu báli á borgina.
í tilkynningu Breta segir, að
sámtímis árásinni á Berlín hafi
verið gerð árás á Hamborg, Wil-
helmshafen (þar sem álitið er að
herskip hafi verið hæft), Essen,
Köln, Rotterdam, Antwerpen og
Vlissingen, og auk þess Ermar-
sundsborgirnar.
í fregn frá London. segir, að
fólk á suðurströnd Engiands hafi
sjeð eldana á Frakklandsströnd,
og að eldar þessir hafi logað enn
í dag.
Bretar gerðu einnig árás á
Turin og Milano, þ. á. m. á Pirelli
verksmiðjuna og á Fiat verksmiðj-
urnar. Bresku flugvjelarnar, sem
fóru til Ítalíu, flugu yfir Sviss, að
því er fregnir frá Berlín herma,
og var loftvarnamerki gefið bæði
í Bern og Zúrich.
Þjóðverjar hjeldu enn uppi loft-
árásum á England dag og nótt
yfir helgina og í gærkvöldi hófst
næturárásin á venjulegum tíma. í
loftárás á London í fyrrinótt var
blaðahverfi horgarinnar hæft, og
urðu m. a. byggingar „The Tim-
es“, „Daily Express", „Daily
Telegraph“, „Evening Standard"
o. fl. fyrir skemdum _ (skv. þýsk-
um frjettum).
Þjóðverjar segjast á einum sól-
arhring hafa varpað 500 smál. af
sprengjum yfir England.
Morðinginn, sem kom
a( stað Gyöinga-
ofsóknunum
Framselduff til
Þýskalands
q amkvæmt fregn frá Vichy
3 hefir franska stjórnin ákveð-
ið að leyfa að Grúnspahn, pólski
Gyðingurinn, sem myrti þýska
sendiráðsfulltrúann í París, von
Rath árið 1938, verði fluttur til
Berlínar og dreginn þar fyrir
rjett.
Morðið á von Rath leiddi á sín-
um tíma til hinna ægilegu Gyð-
ingaofsókna í Þýskalandi í nóvem-
ber 1938, er Gyðingar voru dregn-
ir út úr íbúðum sínum og drepn-
ir, synagogur brendar o. s. frv.
Þjóðverjar lögðu 1800 miljón
króna skatt á alla Gyðinga bit-
setta í Þýskalandi
Grúnspahn, morðvargurinn, var
dæmdur í 20 ára fangelsi af
frönskum dómurum, en franska
stjórnin neitaði þá að framselja
hann til Þýskalands.
Verður Lupescu
framseld?
O amkvæmt fregn frá Bukarest
^ hefir rúmenska stjórnin far-
ið þess á leit við spönsku stjórn-
ina, að hún framselji Madame Lu-
peseu (hjákonu Carols fyrv. Rú-
meníukonungs) og hirðmarskálk
Carols, sem bæði eru landflótta á
Spáni.
Bæði eru sökuð um að hafa átt
drýgstan þátt í lífláti Codreanus,
rúmenska járnvarðaliðs (fascista)
foringjans.
En Hitler ætlar ekki aðeins
að stela hluta af Frakklandi.
Jeg segi ykkur og þið verðið að
trúa mjer, að þessi illi maður,
þetta afkvæmi haturs og ósig-
urs, ætlar sjer að þurka út
frönsku þjóðina.
Þið verðið að fyrirgefa mjer,
að jeg tala hreinskilnislega. Það
eru ekki tímar til þess að tala fag-
urlega. Það er ekki ósignr ykkar,
sem hann vill, heldur tortíming.
Her ykkar, floti, flugher, trú,
lög, stofnanir, saga og erfðavenj-
ur, alt á þetta að hverfa fyrir sig-
ursælum her og vísindálegum að-
ferðum ófyrirleitinnar lögreglu.
Frakkar, herðið upp hugann.
Minnist orða Napoleons: „Aldrei
mun jeg trúa því, að sál Frakk-
lands sje dauð“.
Við munum taka hefnd á Hitl-
er og við munum lifa það að sjá
þessa hefnd. Sagan er ekki á enda.
Við erum á hælunum á honum,
við og vinir okkar — og vinir
ykkar — handan hafsins. Þótt,
hann geti ekki sigrað okkur, þá
munum við leggja hann að velli.
Verið vongóðir, alt mun fara vel.
Hvers er það, sem við biðjum
af ykkur, til þess að íijálpa okk-
ur til að vinna sigur, sigur, sem
þið fáið hlutdeild í. Ef þið getið
ekki hjálpað okkur, þá setjið þó
ekki hindranir í leið okkar. Síðar
getið þið stutt höndina, sem legg-
ur Hitler að velli.
Við munum aldrei hætta bar-
áttunni. Við leitumst við að sigra
Hitler og Hitlerismann. Við sækj-
umst ekki eftif neinn frá öðrum
þjóðum fyrir sjálfa okkur, annars
en virðingar þeirra.
Churchill sagði, að Frakkar í
þeim hluta Frakklands, sem ekki
væri hernuminn, gætu hjálpað
með því að andæfa Þjóðverjum.
Ilina, sem byggju í hinum her-
numda hluta Fralcklands, minti
Churchill á orð Gambetta frá ár-
inu 1870: „Hugsið altaf um það,
talið aldrei um það“.
Churchill lauk ræðu sinni með
orðunum: „Vive la France (Lengi
lifi Frakkland) og lengi lifi hinar
óbreyttu þjóðir á göngu sinni til
frelsis“.
Innrásin
T íK af þýskum fótgönguliðs-
manni í fullum herklæðum
hefir rekið á land á suðurströnd
Englands.
í sambandi við þenna líkfund
rifja Bretar upp fregnina um aS
Þjóðverjar hafi ætlað að gera inn-
rás í England 16. sept., en að hún
liafi farið út um þúfur, vegná
loftárása breska flugflotans.