Morgunblaðið - 22.10.1940, Síða 3
Þriðjudagur 22. október 1940
MORGUNBLAÐIÐ
3
— Þrír af Esju- —
farþegunum
verða fluttir til
Englands
Til|framhaldsrann-
sóknar þar
Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fekk í gær-
kvöldi hjá utanríkismálaráðherra, hefir nú verið á-
kveðið, að þrír farþeganna úr Esju, sem nú eru um borð í
Ægi á ytri höfninni, verði fluttir til Englands, til áfram-
haldandi rannsóknar þar. Eftir að sú rannsókn er um garð
gengin, verður tekin ákvörðun um heimkomu þeirra.
Þessir þrír menn eru: Sjómennirnir tveir, sem komu um
borð í Esju í Þrándheimi og Bjarni Jónsson, læknir.
Úm hina þrjá farþega, sem einnig eru í haldi um borð
í Ægi (kona Bj. J. læknis er þar líka, en ekki kyrsett), sagði
ráðherrann, að ekki væri á þessu stigi hægt að segja, hve-
nær þeir kæmu í land, en það stæðu yfir samningar um þá.
Mundi ríkisstjórnin ræða það mál á fundi fyrir hádegi í dag.
Skipshðfn ,E$ju'
þakkað
Stofnaður „Petsamo-
klúbbur"
Asunnudaginn hjeldu Petsamo
farar Ásgeiri Sigurðssyni
skipstjóra og skipshöfninni á
Esju samsæti í OddfelloWhöllinni.
Jafnframt var stofnaður „Petsa-
mo-klúbburinn“, með 162 stofnfje-
lögum.
Skúli Skúlason ritstjóri stjórn-
aði samkomunni af miklum skör-
ungsskap, og var hún öll hin á-
nægjulegasta.
Margar hlýlegar ræður voru
fluttar og þakkarofð þeim til
handa, er höfðu unnið að Petsamo
ferð Esju, Fjörugur söngur var
og viðræður meðan setið var að
kaffidrykkju, og síðan var dans
stiginn fram eftir kvöldi.
Boðsgestir voru auk skipshafn-
ar Esju: Stefán Jóh. Stefánsson
ráðh., Sveinn Björnsson sendiherra
og Pálmi Loftsson forstj. Tóku
þeir allir til máls og mæltist vel.
Einnig talaði Ásgeir Sigurðsson
ekipstj., undir miklum fögnuði
fundarmanna, og Ólafur Davíðs-
son útgerðarm. mælti fyrir þjón-
ustufólkinu á Esju og þakkaði
fyrir alla þess miklu hjálp og ó-
sjerplægni á ferðalaginu.
Petsarao-ljóð og sjóður.
Annað gerðist það markvert á
fundinum, að fram fór afhending
verðlauna, fyrir hesta Petsamo-
ljóðið, en efnt hafði verið til sam-
kepiii meðal Esjufarþega um það
á leiðinni, og Hólmj. J. Hólmjárn
gefið kr. 50.00 í verðlauna sltyni.
Yerðlaunin hlaut loftskeytamað-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Bóíiísetníng
barna gegn
barnaveíkí
Landlæknir hefir skrifað
bæjarráði og farið fram á
að bæjarsjóður greiði þriðjung
kostnaðar við anatoxinbólusetn-
ingu 4000—5000 barna gegn
bamaveiki.Gerir landlæknir ráð
fyrir að kostnaðurinn nemi um
6000 krónum.
Bæjarráð hefir samþykt til-
»lögu landlæknis.
Vilmundur Jónsson land-
læknir skýrði Morgunblaðinu
svo frá í gær, að farið hefði
verið fram á að Sjúkrasamlagið
greiddi þriðjung og ríkisstjórn-
in þirðjung af kostnaðinum. —
Svar er ekki komnið nema frá
bæjarráði.
Samskonar bólusetning og sú
em nú er fyrirhuguð fór fram
hjer í bæ 1935, sagði land-
læknir. Þá var barnaveiki í upp
siglingu hjer í bænum, en tal-
ið var, að bólusetningin hefði
stöðvar faraldurinn.
Barnaveiki er engin hjer í
bæ nú, en bæði er langt síðan
að bólusetning fór fram, svo
sjeð er að fjöldi óbólusettra
barna hefir bæst við, og búast
má við að bólusetningin sje
orðin ónýt í þeim, sem bólusett
voru fyrir fimm árum. Þá hefir
og dvöl setuliðsins aukið á far-
aldarhættu í bænum.
Talið er bólusetningin kosti
um 1 krónu á hvert barn, sem
bólusett er.
Námskeið í uppeldisfræði og
barnasálarfræði í háskólanum. Þeir
kennarar og kennaraefni, sem ætla
að taka þátt í námskeiði dr. Sím-
onar Jóh. Ágiistssonar, eru beðn-
ir að koma til viðtals við kennar-
ann í 3. kenslustofu háskólans kl.
6 í dag. Kenslan er ókeypis.
I flótfamannastraum^
vjelbyssuskolhríð
og spreogfuregni
Pjetur Pjetursson.
Sóknarnefndlr
kosnar I nýu
prestaköllín
O afnaðarfundir voru haldnir í
hinum nýju prestaköllum,
Laugarnes- og Hallgrímssókn s.l.
sunnudag. í gærkvöldi var hald-
inn safnaðarfundur í Nespresta-
kalli. Á öllum fundunum voru
kosnar sóknarnefndir og safnað-
arfulltrúar.
í Laugarnesprestakalli voru
kosnir í sóknarnefnd:
Jón Ólafsson, eftirlitsmaður hif-
reiða, Carl Olsen stórkaupmaður,
Emil Rokstad bóndi, Tryggvi
Guðmundsson hústjóri og Kristján
Þorgrímsson hifreiðarstjóri.
Safnaðarfulltrúi var kosinn Jón
ólafsson.
í Hallgrímsprestakalli voru
kosnir í sóknarnefnd:
Sigurhjörn Þorkelsson kaup-
maður, Gísli Jónasson yfirkenn-
ari, Ingimar Jónsson skólastjóri,
Stefán Sandholt hakarameistari
og Felix Guðmundsson, umsjónar-
maður kirkjugarða.
Safnaðarfulltrúi var kosinn
Guðmundur Ásbjörnsson.
í Nesprestakalli var haldinn
safnaðarfundur í Háskólanum í
gærkvöldi. Um 40 greiddu atkv.
Safnaðarfulltrúi var kosinn Ás-
mundur Gíslason præp. hon. í
sóknarnefnd: Sigurður Jónsson
skólastjóri, Guðmundur Ágústsson
verkstjóri, Lárus Sigurhjörnsson
rithöf., Helgi Tryggvason kennari
og Guðjón Þórðarson skósmíða-
meistari.
Sfra Magnús Helgason
skólastjóri, látinn
Síra Magnús Helgason fyrver-
andi skólastjóri Kennara-
skólans, ljest í gærkvöldi á heim-
ili sínu hjer í bænum.
Þessa merka manns verður síð-
ar getið nánar hjer í blaðinu.
í Belgíu og frakk-
landi I vor
Ungur íslendingur Pjetur Pjetursson
segir írá því sem fyrir hann bar
AF öllum þeim farþegum, sem heim komu með
Esju, hefir Pjetur Pjetursson sennilega ratað
í mestu raunir og æfintýri. Hann er ungur,
gerfilegur piltur, sonur Pjeturs heitins Gíslasonar stýri-
manns sem var á Gullfossi, fór í fyrra til Antwerpen til
að læra þar ýmislegt, er að gleriðnaði lýtur, glerslípun,,
speglagerð o. m. fl.
Pjetur fór frá Antwerpen morguninn, sem Þjóðverj-
ar tóku borgina, flúði til Frakklands, lenti í mesta flótta^
mannastraumnum, komst aldrei nema stutt suður í Frakk-
land, og við illan leik til Antwerpen aftur eftir þrjár vikur.
Pjetur er athugull maður, stiltur og gætinn. Jeg hitti hann
1 gær að máli, og sagði hann mjer í fám orðum frá hrakningum
sínum.
Vopnaburður
hermanna
TTlins og getið var um í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins
hefir breska herstjórnin ákveðið
að hermenn hjer á Íandi hætti að
bera riffla í frístundum sínum.
Reglurnar eru þannig, að her-
xnenn, sem eru í fríi, eiga ekki að
bera riffla eftir klukkan 6 á kvöld
in. Liðsforingjar halda þó áfrain
að hera skammhyssur og hermenn,
sem eru á verði eða í erindum
hersins, halda áfram að .bera.
riffla.
Einnig verður herlögreglan á-
fram með skammbyssur.
Hermennirnir munu áfram hera
byssustingi við helti sín.
Eldsvoði útfrá
tjörusuðu
Eldur kom upp í eldhúsi á
neðri hæð hússins við Hverf-
isgötu 47 í fyrradag.
Maður nokkur, sem var að hera
tjöru á þak hússins, hafði skilið
eftir málningarkrús með tjöru 1 á
gasvjel í eldhúsinu á meðan hamr
var að drekka kaffi í öðru her-
bergi.
Kom eldur upp í tjörunni og
breiddist út um eldhúsið.
Tókst greiðlega að slökkva eld-
inn, en allmiklar skemdir urðu á
eldhúsinu og um alt hiisið af
reyk.
Slökkviliðið var kvatt á vett-
vang, en húið var að vinna hug
á eldinum að mestu er það kom
á vettvang.
10. maí.
Föstudaginn 10. maí kl. 5,
vaknaði jeg í rúmi mínu við
flugvjeladyn mikinn. Áttu
menn sjer þá einskis ils von
þar í borg. Jeg bjó í sænsku
sjómannakirkjunni. í sambandi
við hana er ágætt gistihús. —.
Mjer var sagt að flugvjelarnar
hafi verið 33. Skotið var á þær
púðurskotum. Þær vörpuðu eng-
um sprengjum.
Jeg flýtti mjer til finska
konsúlsins í borginni, Sasse,
þekti hann vel. Hann sagði
mjer, að Hollendingar væru
komnir í ófriðinn, og Belgía
myndi lenda í styrjöldinni á
næstu augnablikum.
Allan þann dag var uppi fót-
ur og fit í borginni, og loftárás
um kvöldið, en ekki nema á
höfnina, og flugvelli í útjaðri
borgarinnar.
Strax þann dag fór fólk að
búa sig undir að flýja suður á
bóginn. Sagt var að Gyðingam-
ir í borginni hefðu orðið einna
fyrstir til.
Daginn eftir byrjaði flóttinn
úr borginni fyrir alvöru. Alla
bila hafði stjórnin tekið til
sinna umráða að heita mátti. —.
Fólkið varð að fara gangandi.
Ungbörn borin eða flutt í smá-
kerrum. Fólk bar það, sem þáð
gat, aðallega teppi til skjóls,
og eitthvað af nesti. ömurleg-
ar lestir voru þetta þegar í upp-
hafi, en ömurlegri eftir því, sem
lengra leið.
Frá Antwerpen.
Hvenær fórum þjer á stað?
Þann 14. maí var gefin út
tilkynning um það, að eftir kl. 6
að morgni þess 15. mætti eng-
inn maður í borginni fara út
í tvo daga. — Þá sá maður
hvers kyns var. Undanfarna
FRAMH. Á SJÖTTU SÉÐU.