Morgunblaðið - 22.10.1940, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.10.1940, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐ HB Þriðjudagur 22. október 1940 6 ■-< Frásögn Pjeturs Pjeturssonar PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. daga hafði útvarp og blöð hald- ið því fram, að herinn stæði sig, Þjóðverjum væri viðnám veitt. Alt væri í góðu gengi. En alt reyndist lýgi og skrum. Þýski herinn var að nálgast borgina. Við lögðum þrír af stað í litl- um bíl klukkan fimm að morgni þess 15, Svíi, Norðmaður og jeg. Bílinn átti finski konsúll- inn. Og við fengum sendisveit- arvegabrjef. Bíllinn var lítill. Við höfðum farangur okkar á þakinu og tróðum í bílinn því, sem komst. Fórum við sem leið liggur til Genth, 50 km. frá Antwerpen og áfram til landamæranna, en ér þangað kom urðum við að þvælast þar fram og aftur, því landamærunum var þá lokað þar sem við komum að þeim, en komumst lokst til Dunkerque á laugardagskvöld, eftír 2 daga ferð. Á landamærunum, þar sem við loks komumst 1 gegn, var mikið þvarg. Þar sem landa- fnærin voru lokuð ætlaði fólk að æða áfram og urðu hermenn að ota byssustingjum til þess að aftra því, að fólkið færi það sem það ætlaði sjer. En þar sem fólki var hleypt yfir, þar gengu HoHendingar og Belgir fyrir. Og með þeim kómst jeg. Jeg sagðist vera frá íslandi og landamæravörðurinn virtist kannast við það, sem part af Hollandi, að jeg held, víst einhver hollensk eyja með því nafni. Báða þá daga höfðum við verið í flóttamanna þvögum, þar sem þúsundir og hundruð þúsunda manna drógst áfram eftir vegunum, hungrað, hrætt, örvinglað. Það var hræðilegt. Og verra varð það. 1 Dunkerque. Við ætluðum að gista í sænska sjómannaheimilinu í Ðunkerque. En þegar þangað kom, var það lokað. Fólkið flú- ið, og þá fórum við í enska sjómannaheimilið. Þar var fult ar hermönnum. En þar áttum Við að fá svefnpláss í skálanum. Qg þar fengum við að þvo okk- ur, og mat. Það voru ágætar viðtökur. Við þóttumst nú vel staddir, og fórum að spila billiard. En er við erum að byrja á því, kemur sprengja niður rjett hjá sjómannaheimili þessu, gler- þakið yfir billiardstofunni hryn- ur niður á okkur. Allar rúður í. húsinu brotna. Þetta var nið- tfr við höfn. Flugvjelarnar höfðu komið alveg að óvörum. Éngin loftvarnamerki gefin. Og við vissum ekki betur en eng- ar loftvarnabyssur hefðu verið þar í borginni, neraa á herskip- tfm í höfninni. En flugvjelarn- ar voru 70. Flugvjelarnar ætluðu sýni- lega að hitta 7 herskip, er þar voru. Þær hittu ekkert þeirra þá nótt. Við vorum í kjallara sjó- mannaheimilisins alla nóttina. Þar var á annað hundrað manns. Þar kyntumst við fyrst hvernig það er að heyra hvin- Landsvæðið þar sem Pjetur Pjetursson og fjelagar hans lentu í hrakningum. Borgirnar Etaples, Touquet og Berck, eru á ströndinni milli Abbeville og Boulogne. inn í sprengjunum sem er svo hár, að manni finst þær ein- mitt vera að koma yfir mann. Um morguninn, er árásinni linti fórum við út. Þá sást, að hús rjett hjá sænsku kirkjunni hafði farið í rúst, og veggurinn einn úr kirkjunni. En þar ætluð- um við að vera, og þangað hefðum við farið, ef við hefðum komist inn um kvöldið. Bornar voru leifar af 14 líkum inn í enska sjómannaheimilið. — Það voru menn, sem höfðu verið á torginu þar fyrir utan, er sprengjan kom niður, og orðið of seinir að leita sjer skýlis Við fórum um morguninn út í norskt skip, sem var við hafn- argarð þar skamt frá. Það hafði legið utan á öðru skipi kvöldið áður, en það skip flutti sig, og komst norska skipið þá upp að garðinum. En sprengja kom niður um nóttina utan við norska skiuið á staðinn, þar sem það hafði legið áður. Þar munaði litlu þar. England lokað. Þann 19. maí fórum við frá Dunkerque í bílnum, en gistum um nóttina hjá bændafólki þar í nágrenninu, sem tók ágætlega á móti okkur og lofaði okkur að liggja á eldhúsgólfi sínu. — Þetta fólk hugsaði sjer ekki að flýja. Þangað heyrðum við þungan sprengjugný frá árás- um á Dunkerque. Og daginn eftir hjeldum við til Calais. Hjeldum við að reyndandi væri að komast það- an til Englands. Þar var fjöldi manns í þeim erindum. En þar frjettum við hjá enska konsúln- um, að Errgland væri með öllu lokað; þangað kæmist engir.n lengur frá Calais. Þarna var fólk frá ýnisum þjóð- um — og, ekki síst Englendingar. Þeir voru þar hundruðum saman. Jeg sá þar bæði unga og gamla Englendinga, konur og karla, er grjetu fögrum tárum, er þeir sáu strönd ættlands síns yfir sundið og var neitað um að komast yfir um hvað sem í boði væri. En við hjeldum áfram suður með strönd- inni til Boulogne og ætluðum til Le Havre eða Rouéit? og reyna að komast þar í Ameríkuskip eða eitthvað. Við vorum vongóðir, því við vissum ekki betur, en við vær- um altaf að fjarlægjast vígstöðv- arnar og hinn þýska innrásarher En það reyndist á annan veg. Kviksögur gengu að vísu fjöll- unum hærra á þessum slóðum, að Brússel væri skotin í rúst og Ant- werpen í rústum. En það reyndist ekki rjett, sem betur fór. Þegar til Boulogne kom, og við ætluðum að hitta enska konsúlinn þar, var hann að flýja þaðan með alt, sem hann gat tekið með sjer. Gistum við næstu nótt á bóndabæ nálægt Boulogne. Við vorum þar 10 saman og fengum að sofa á fjölum yfir svínastíu. Það var góð nótt. Nema fyrir einn okkar. Hann bylti sjer til um nóttina, svo fjal- imar brotnuðu og hann datt nið- ur á svínin. Fallið var ekki hátt, svo enginn meiddi sig. Við feng- um mjólk og egg um morguninn. Það vom dýrðlegar veitingar. En brauð fjekst ekki. Skothríðin á vegunum. Nú var 21. maí. Við lögðum af stað í bílnum kl. 5 og ætluðum til Rouen. Um hádegi vomm við komnir til borgarinnar Bereh. Þar rjett hjá er brú á ánni Authne. Þá brú höfðu Þjóðverjar sprengt. Lengra varð ekki komist þessa leið. Nú versnaði útlitið. Þúsund- ir ef ekki miljónir flóttamanna voru þarna við ána, matarlausir, húsnæðislausir, örvita af hræðslu. Því þegar hjer var komið sögu voru árásirnar á flóttafólkið á vegunum komnar í algleyming. — Var skotið á flóttafólkið ? — Já. — Urðuð þið oft fyrir slíku? — Já. Oft á dag. Og altaf var það jafn ógurlegt. Flugvjelarnar flugu lágt yfir vegunum. Þær flugu oft lægra yfir okkur en húsin eru há hjerna í Austurstræti. Vjelbyssukúlnahríðin dundi á veg- unum, á farangrinum, á fólkinu. Ekkert var annað að gera, en fleygja sjer niður, helst í vega- skurðina, ef þeir vora nokkrir. Einu sinni fleygði maður sjer nið- ur við hliðina á mjer. Það var Belgíumaður. Hann fjekk skot í handlegginn. Framhandleggurinn flettist sundur. Við bundum snæri um handlegginn á honum til að stöðva blóðrásina. Þetta var jeg næst því að særast sjálfur, svo jeg vissi til. En fjöldinn allur var skotinn til bana þarna á vegunum. Líkin voru dysjuð við vegina, oft mörg saman. Oft vissu menn, sem að því unnu, ekkert hvaða fólk þetta var. Það þurfti að dysja líkin sem fyrst. Hitinn var svo mikill þarna. Settur var trjerkoss yfir hverja dys. Einu sinni sá jeg mann vera að skera nafn á slíkan lítinn trje- kross. Hann var að setja nafn litlu dóttur sinnar á krossinn. Hann sagðist vera frá Brússel. Það er rjett að taka það fram, að flugmennirnir, sem skutu á flóttafólkið, voru druknir, eða af einhverjum orsökum viti sínu fjær. Það sást á þeim, sem náð- ust lifandi úr flugvjelum þeim, sem skotnar voru niður. Sumir ar einhverjar sprautur tii að gera þá ærða. Jeg veit það ekki. En alls gáðir menn gátu ekki fram- kvæmt það, sem fyrir þá var lagt. Það þori jeg að fullyrða. lnnikróaðir. Um sama leyti og við stöðvuð- umst við Berch frjettum við að þýski herinn væri sama sem kom- inn til strandar fyrir sunnan okk- ur, eða til Abbeville. Og þá viss- um við, að, við vorum á innikró- uðu svæði. í Bérch fengum við ekki gisting og hvorki vott nje þurt og hring- sóluðumst þar allan daginn, en hjeldum síðan norðureftir til hafn- arborgarinnar Etaple. Þar rjett hjé er stór brú, sem Þjóðverjar höfðu líka hitt ineð einni spreng.ju sinni. En sprengjan sprakk ekki. í Etaple lentum við í loftárás. En þar urðum við fyrir því happi að geta keypt 3 stór franskbrauð á 20 franka stykkið. Það var mik- ilí fengur. 200 grömm á dag. Síðan fórum við til baðstaðar ins Toquet. Þar eru mikil sjúkra- hús. Þeijji stað var þyrmt fyrir loftárásum. Þar voru langar rað- ir af bílum við hvert sjúkraskýli með særða menn. Þangað voru fluttir bæði Frakkar og Þjóðverj- ar. Það þótti mjer einkennilegt. Þarna vorum við í fjóra daga. Þar fengum við inni í skólahúsi og lágum þar á bekkjum eða borð- um. Þarna var flóttafólki gefið kaffi á morgnana, eða vökvi, sem kallaður var því nafni, og súpa á daginn, eða annarskonar vökvi með þyí nafni. Kl. 10 á morgn ana gat maður farið á ráðhús stað arins og fengið brauðkort uppá 200 grömm af brauði. Það tók 2—3 klukkutíma að fá kortið. Og aðrar 2—3 klukkutíma að fá brauð ið hjá bakaranum. Brauðið var klest og vont. En hvað xun það. Fyrir peninga fjekst ekkert, nema helst rauðvín. Nóg til af því. Þó sást aldrei vín á neinum. Einu sinni henti mig það happ, að jeg komst til karls, sem hafði búðarholu, og fjekk að gera hreint í búðinni og fjekk fyrir það of- urlitla klínu af smjörlíki. Hann sagði að jeg mætti eiga það, ef jeg fyndi eitthvað ætilegt í rusla- kompu á bak við búðina. Og þar fann jeg nokkrar kartöflur í poka. Flóttatilraun. En við ætluðum ekki að deyja ráðalausir eða láta fjrrirberast þarna lengi. Niður við ströndina vaf mikið af bátum. Við ákváð- um að stela einum þeirra og freista að komast á honum yfir Ermar- sund. Það var að vísu glæfraför. En við hugsuðum sem svo, að við værum þar aldrei í meiri lífs- háska en við værum vanir. Við út- sáum okkur bát. Hann var með seglum. En hann var áralaus. Við tókum árar úr öðrum bát. Og svo var það nestið. Við át- um ekki 200 gramma brauðskamt- inn þann dag, sem þetta var í undirbúningi. Fengum okkur vatn á flöskur og dálítið af rauðvíni. Svo um kvöldið, þegar við ætluð- um að ganga frá þessu og alt var til, til þess að strjúka um nótt- í fjöru. Og hvað hittum við þar? Þýska her- deild. Þjóðverjarnir vorú þá komnir þarna norður með strönd- inni. — Tóku þeir bæinn, án þess þeim væri viðnám veitt? — Við urðum ekki varir við- það. Þá var barist norður undir Boulogne. Þjóðverjarnir spurðu, hvað við værum að gera þarna. Við sögðumst vera að leita okk- ur áð húsaskjóli. Síðan hörfuðum við úr fjörunni og upp í okkar skóla, dauðsvektir af þessari út- reið. En við fengum tvöfaldan brauðskamt þann daginn. Þegar Þjóðverjarnir voru komn- ir til Toquet, tóku þeir bílinn af þeim fjelögum, enda þá ekki til neins að hafa bílinn, því ekkert bensín var að fá. Þá nældu þeir sjer í reiðhjól og fóru á þeirn til Antwerpen. Það tók 9 daga. Lentu þeir í miklum hætt um og erfiðleikum á þeirri ferð. Um miðjan ágúst fjekk Pjetur að fara með 37 Dönum, sem send- ir voru frá Belgíu og Frakklandi heim til sín. Petsamo-klúbburinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. urinn á Esju, Friðrik Halldórs- son. En áður en fundi var slitið, gaf hann upphæðina sem fyrsta tillag til „Petsamo-sjóðs“, er þar með var stofnaður, og þótti vel til fallið. Að kaffidrykkju lokinni söng Petsamokórinn nokkur lög og tóku allir undir er kyrjað var Petsamoljóðið, og sunginn ísl- þjóðsöngurinn, ó, guð vors lands. Petsamo-farar skoða Háskólann. Er „ballið“ stóð sem hæst, var öllum Petsamoförum af Stúdenta- ráði boðið að skoða Háskólann þá þegar. En þeirri för var frestað til næsta dags, og fjölmentu þá Pet- samofarar suður í Háskóla, með stúdentaráð í broddi fylkingar. ★ í bráðabirgðastjórn Petsamo- klúbbsins voru kosin: Ásgeir Sig- urðsson skipstj., Ólafur Jóhann- esson læknir, Regína Þórðardóttir leikkona, Lárus Pálsson leikari og Þórunn Hafstein blaðam. „Lagarfoss11 fer hjeðan annað kvöld (miðvikudagskvöld) vestur or norður. FARFUGLAFUNDUR fyrir alla ungmennafjelaga, hvaðanæfa af landinu sem er, verður haldinn í Kaupþingssaln- um í kvöld kl. 8y%. Þar heldur Helgi Hjörvar rithöfundur er- indi, er hann nefnir; Æskan og framtíðin. Þar verður kvæða upplestur og annar gleðskapur. hjeldu að þeim hefðu verið gefn- ina, fórum við niður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.