Morgunblaðið - 31.10.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1940, Blaðsíða 5
Fhritudagur 31. okt. 1940. j JptofBimMa&td | Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. | HitetjOrar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). f Auglýsingar: Árni Óla. i Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. i Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánutSi innanlands, kr. 4;00 utanlands. £ 4 lausasölu: 20 aura eintakitS, 25 aura með Lesbók. Harður skóii PÁ er röðin komin að Grikk- landi. Nú á að liremja þetta smáríki undir járnhæl einræðisins iítalska. Það mun vera þrisvar sinnum á tæpu ári, sem Mussolini hefir .gefið Grikkjum hátíðlegt loforð nm, að virða í öllu núverandi landamæri Grikklands. Hann hef- ir lofað G'rikkjum, að ekkert skyldi aðliafst af hálfu ítala í þá átt, að skerða frelsi og sjálfstæði Grikklands. Það stendur sjaldnast á slíkum loforðum frá einræðisherrunum, -smáríkjunum til lianda. Ekki vant- .aði loforðið til Dana. En hvað :skeði 9. apríl? Ekkí stóð heldur á loforðum til Norðmarma, Hollendinga og Belg- íumanna. Einhverntíma heyrðist líba rödd frá einræðisherranum í Moskva um það, að Eystrasalts- ríkin þyrftu ekkert að óttast. Þannig hefir þetta gengið síð- nst.u árin. Einræðisherrarnir hafa kepst um að lofa smáríkjunum, að þau skyldu fá að halda frelsi sínu og sjálfstæði, livað sem fyrir kæmi. Samningar hafa svo verið undirskrifaðir og inusiglaðir, til að undirstrika loforðin. Og þessi loforð hafa verið gefin, án þess . að um væri beðið. Efndirnar þebkjum víð. Ilinir sömu einræð- ísherrar, sem gáfu hin hátíðlegú loforð, hafa sent volduga heri tii ; árása á varnarlaus smáríkin og lagt þau undir sig. Það er ekki við að búast, aó . ástandið sje gott, þegar siðferði þeirra, sem jnest A-iild hafa, er á svo lágu stigi, að þeir hika ekki v?ið að rjúfa gefin loforð og samn- Inga. Við vitum hvers virði samn- ingar eru í einkaviðskiftum manna og hvaða þýðingu það hefir, ef þeir eru rofnir. Þjóðfjelag, sem •ekki virðir gerða samninga í -einkaviðskiftum manna í millum, -getur ekki talist rjettarríki. Eu hvað verður þá sagt um ríki, sem • ebki virðir milliríkjasamninga? Er hægt yfir höfuð að tala um ríki, þar sem slík sþilling er ráðandi ? Nei, það er naumast liægt; enda hljóta afleiðingarnar að verða þær, ef ekki er grípið í taumana, að <511 þjóðmenmng líður undir lok. Þjóðirnar éiga vafalaust eftir að læra margt af þessu stríði, 'hæði gott og m. En ef þær læra •ekki það af Stríðinu, að virða lof- • orð og gerða samninga, þá er allri menningu ’búin augljós tortíming. Við skúlum Arona, að mannkyn- ið komí betra út úr þessari styrj- ;öld. En ékki er það glæsilegt, að þurfa skúli styrjöld, með öllum '|)eim hörmungum og eyðilegging- nm sem 'henni fylgja, til |>ess að leiðtogtir þjóðanna læri einföld- nstu arj'iSi ssiðfratðÍnnaT. Sjera vistarf sjera Magnúsar Helgasonar varð svo afdrifaríkt fyrir líf og menningu þjóðarinnar, að fátt verður þar um sag’t í einni dægurgrein, sem hrip- uð er í flýti. Ætt hans er alkunn orðin; að honum hafa staðið sterkir stofu-- ar íslenskrar alþýðu í báðar ætt- ir; líkamsburði, karlmensku í vexti og fasi, karlmannslund, á- gætar gáfur, viðkvæmni, fegurð- arþrá og drengskap, forsjá og búvit og kurteisi, alla þessa kosti ættar sinnar hlaut hann í ríkmn mæli og traustu jafnvægi. Sjera Magnús Helgason var fæddur að Birtingaholti 12. nóv. 1857. Hann kom í latínuskólann 14 ára gamall og útskrifaðist á venjulegum tíma, 6 árum, og varð stúdent á 20. árinu. Einar H. Kvaran segir, að hann hafi staðið „ofar öllum þorra skólabræðra sinna að andlegum þroska, þegar hann kom í skóla“. En á frum- vaxtarárum hans, seinustu skóla- árunum, lýsir hann honum svo: „Enn eru ótalin þau einkenni á þéssum skólapilti, sem jeg get hugsað mjer, að ýmsum þyki mest um vert; sú festa skapgerðarinn- ar, sem undantekningarlaust mátti reiða sig á; sú prúðmenska, sem skaut loku fyrir öll Ijót orð, all- ar ruddalegar athafnir; sú van- þóknun á öllu lausungartali og lausungarathöfnum, sem gerði vart við sig, hvenær sem því var að skifta, alveg eins í æskugleð- inni eins og þegar meiri alvara var á ferðum“. * Magnús Helgason var tvö ár við kenslu heima í foreldrahúsum áð- ur en hann gekk inn í prestaskól- ann; hann útskrifaðist þaðan 24 ára gamall. Hann var glæsilegur námsmaður alLa tíð. Og aftur gerð- ist hann kennari um tveggja vetra skeið, síðari veturinn í Flensborg- arskóLanum. En ]>að átti fyrir honum að liggja að koma þar aft- ur löngu síðar, er hann skifti mn lífsstarf. Á þessmn árum kvæntist hann, vorið 1882, Steinunni Skviladóttur Thorarensen læknis. Þá voru liarð- indaárin byrjuð, og því kvað Mátt- hías í brúðkaupi þeirra; „Að vísu liafa dagar dýrðarlegri með drott- ins hendi málað þessi fjöll Þau hjón lifðu saman í miklu ást- rílii alla tíð, en hin unga hús- freyja beið áfall af sjúkdómi og )rarð þeim ekki barna auðið. Ef til vill var það eini skugginn á lífsbraut þeirra hjóna og þessa liamingjusama manns. Sjera Magnús vígðist að Breiða- bólssta.ð á Skógarströnd vorið 1883. Þar var hann prestnr í tvö ár, en flutti þá austnr, nær átt- liögum sínum, að Torfastöðum í Biskupstungum, og segist hafa gert það mest fyrir bæn föður síns, því að vel undir hann á Skóg- arströnd. Þegar jeg var að komast til vit < og ára í Helgafellssveit fyrir alda- mótin, lifði þar enn í nágranna- sveitinni eitdurminningin um sjera Magnús. Hann hafði messað á Helgafelli í forföllum Eiríks Kúld og uimið nokkur prestverk; hanti hafði skírt bróður minn, sem var 5 Magnús Helgason skólast jóri elsta harn foreldra minna. Meðal minna fyrstu minninga er fáorð að- dáun föður míns á þessum unga, glæsilega kennimanni, sem fór aftur á hurt um langan veg, en móðir mín var þá dáin. Sjera Magnús var prestnr á Torfastöðum í 19 ár. Hann hús- aði jörðina, reisti veglega kirkju, gerði jarðabætur, kom á vátrygg- ingu stórgripa í hreppnum að fornum sið, rjómabúi, jarðabóta- fjelagi, gekst fyrir stofnun Kaup- fjelags Árnesinga, keypti fyrstu skilvinduna í Árnessýslu, stofnaði lestrarfjelag í sveitinni, sem keypti bækur á haustin, en seldi allar á vorin, svo að þær ui'ðu óhjákvæmilega eign heimilanna. Hann var alt í senn -. kennimað- ur ágætur, búhöldur góður og stjórnsamur, forvígismaður í hjer- aðsmálum, garpur til ferðalaga og harðræða, ef því var að skifta, ástsæll og elskaður fræðari barna og ungmenna, Það hefur verið um hann sagt, að hann hafi þar aldrei ókennandi verið. Einar H. Kvaran hef-ur ]iað eftir gömlum manni, sóknarbarni hans, að eitt af því, sem frábært þótti itm hann, var málfar hans og frásagnarsnild. „Þó að hann hefði ekki annað að segja en daglegar frjettir, og þó að menn hefðu heyrt þær áður, þá hefði verið sá yndisleikur yfir frásögninni, að fólkinu hefði fund- ist frjettirnar ósagðar, þangað til síra Magnús hafði sagt þær“. Þannig liðu árin. Alt benti til þess, að sjera Magnvis Helgason mundi eldast við góðan hag og óvenjulega ástsæld sóknarbarna sinna að Torfastöðmn, án þess að til byltingar drægi í Iífi hans. En sumarið 1904 sækir Jón Þórarins- son hann heim og leg-gur fast að honum, að gerast kennari við Flensborgarskólann, fyrir 1600 kr. árslaun, og það með, að verða forstöðumaður kennaraskólans, ef hann kæmist upp. Hann fjekk stuttan frest til svara. Hann fvlgdi Jóni npp lijá Geysi; þar kvaddi hann vin sinn og geklt aleinu upp á Laugarfjall, að hugsa sitt ráð. Þaðan liefur hann sjeð yfir hinar mildu graslendur hjer- aðsins, fljótin, víðáttuna, alla feg- urð átthaga sinna. Hann skifti um lífsstarf, eða öllu heldur: þá hófst ævistarf hans. ★ Fræðslulögin frá 1907 marka stórfeld tímamót í menningarlífi þjóðarinnar, hvernig sem menn annars kmnia að skoða þá menta- stefnu, sem bygð er fyrst og fremst á „almennri uppfræðslu“. En engiu slík aldahvörf í þjóðlíf- inu verða sje'ð ljóst, nema af þeim kynslóðmn, sem síðar koma. Það fjell að langmestu leyti í hlut tveggja maima að koma fræðslulögunum í framkvæmd j'aunverulega. Annar var Jón Þór- hrinsson, sem með liófsemi og þrautseigju og frábærri trú- mensku vann að hinni ytri hlið málanna, og vann þar jafnvel stórvirki, þegjandi og ldjóðalaust,. Sjera Magnús Helgason. Það hafði mikla þýðingu fyrir hann sjálfan og öll fræðslumálin, að hann var náinn samverkamað- ur og triinaðarvinur ráðherrans, Hannesar Hafstein. Hinn maður- inn var Magnús Helgason. Hans hlutskifti varð það, að kenna ný- liðunum, sem senda skyldi út með- al þjóðarinnar, til þess að boða hinn nýja sið, við þau vanefni öll, sem þá voru. Þegar nýr skóli er stofnaður, og þó að sjerskóli sje, koma þaugao jafnan ýmsir ungir menn, sem einungis ætla að „menta sig“, án þess að þeir liugsi til að taka að sjer starfið, sem verið er að kenna til. Og þannig var líka áreiðanlega um kennaraskólann frá upphafi. Margir, sem þangað komu, ætluðu einungis að „ment- ast“, en ekki að verða kennarar. En langflestir eða allir urðu þeir það samt, lengur eða skemur. Svo fer að vísu nokkuð alment. En þetta sýnir þó, að Magnús Helga- son gerði skóla, sinn þegar frá uppliafi að „kennaraskóla“ ; hann gerði nemendur sína að kennur- um. Hann var sjálfur kennarinn af guðs náð, maðurinn, sem ekki ein-‘ asta elskar fróðleik og þekkingu, heldur nýtur og hvorugs sjálfur, nema að miðla öðrum af ríkdómi sínum. Þetta er sameiginlegt öll- um afbragðsmönnum, með ýmsum hætti. Þetta er líftaugin í gáfu listamannsins, athafnamannsins, sem knýr aðra til framkvæmda, stjórnmálamannsins, sem einskis svífist til þess að fá menn til að lifa eftir sínum kenningum; til hvers skrifar hugsuðurinn rök sín, nema til þess að fá aðra til að vita þau með sjer og fylgja þeim? Það er alkunna, að skólastjórn Magnúsar Helgasonar var með þeim ágætum, að ekki mun hafa komið fyrir eitt einasta „vanda- máT‘ í skólannm alla hans skóla- stjóratíð. .Hann f jekk að vísu yf- irleitt góða nemendur, frá þessu sjónarmiði, unglinga, sem voru engu eftirlæti vanir af lífinu, en þyrsti eftir fróðleik og menningu, báru virðingu fyrir takmarki sínu og höfðu yfirleitt verið nógu fá- tækir til þess að vera lausir við allan gikkshátt. Og jeg hygg, að enginn sá mað- ur hafi verið til hjer á landi, sem betur hafi verið til fallinu að taka við keiHiaraskólanum og móta hinar fyrstu liðsveitir fræðsíu- starfsins, eins og þá stóð á. Þvi að vandsiglt var milli hins gamía og hins nýja, og leiðtoginn þurfti að standa föstum fótum í fortíð- inni. Það má að vísu segja, að mentun Magnúsar Helgasonar og nienning hans öll væri nokkuð einhæf, en hún var sterk og hrein og íslensk. Eðli hans og upp- fræðsla var í svo römmu samræmi. að fágætt er. Samur hefir han» verið, þegar hann sat ungnr sveinn með þjóðsögurnar við knje móður sinnar, og þegar hann sat síðar við helgar ritningar í presta- skólanum, allra manna niestur og vasklegastur, og í vissum skiln- ingi allra manna heiðnastur. Það er hyggja mín, að fátt hafi orð- ið örlagaríkara fyrir íslenska þjóð heldur en það varð á sínum tíma, hversu henni auðnaðist að sam- ræma heiðna menningu og kristna. Magnús Helgason var, níu hinidr- uð árum síðar, persónuleg ímyndl þessa samruna. Jeg hef engan mann þekt, sem væri í senn heið- inn og kristinn eins og hann. Ekki með hálfhyggju Ilelga magra, heldur af heilu og heitu hjarta — og enn með þeim mun, að í hinm mestu raun treysti hann Kristi einum. Nemendur hans vildn tákn.v þennan meginþátt í eðli lians, er þeir ljetu marka stafateikn Krists á aðra stólbrík hans, en haraar Þórs á hina. Það var heiðríkja heiðninnar, eins og hann hafði skilið hana og metið, sem gerði hann einn af frjálslyndustu mönn- um kirkjunnar, þó að hann vsbtí um leið hinn trúasti þjónn og hið ástríkasta barn í söfnuði Jesú frá Nasaret. Frjálslyndi Iians og víðsýni var ekkert hjal. Einn af fáum mat hann Þorstein Erlings- son, þegar allir „bestu menn þjóð- arinnar“ ofsóttu hann og for- smáðu og ætluðu að forða land- inu frá þeim voða, sem stóð af skáldskap hans. Magnús Helgason hefði getað gert að sínum orðum það, seav Matthías segir til sinnar móðurt „Enginn kendi mjer eins og þú, hið eilífa, stóra, kraft og tnV *- Það er fyrst og fremst húsfreyj- an í Birtingaholti, sem kendi fyrsta kennaraskólastjóranunv undir ævistarfið. Sjálf hafði hún orðið að kenna sjer skriftina í æsku sinni, skorið sjer fjaðra- penna með eigin hendi og búið sjer til sortublek. Hennar menta- saga er saga íslenskrar alþýðu- mentunar, og vír slíkum jarðvegi átti hann að vaxa, fyrsti kenn- araskólastjórinn, ef vel skyldí fara. Og úr þessum jarðvegi koro hann. Áhrif Magnúsar Helgasonar k nemendur sína voru án efa rík og varanleg. Hógværð hans og hjarta- hlýja var mikil, en allir máttu þó finna, að miklir skapsmunir bjuggu undir. Samúðin var rik, en ást hans á þjóð og landi og FHAMH. A 5JÖTTX7 8ftMJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.