Morgunblaðið - 02.11.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1940. Itölum verður lítið ágengt í Grikklandi Hata sótt tram 10—15 kílómetra á 5 dögum Auknar loftárásir Itala á grískar borgir ITALIR viðurkenna, að sókn þeirra í Grikklandi hafi verið stöðvuð á vesturvígstöðvunum við ána Kanas(?), en sú á er 10—15 kílómetra fyr- ir innan grísku landamærin. Á norðurvígstöðvunum, þar sem ítalir sækja að Phlorina, virðist þeim ekki verða neitt ágengt heldur. í gær voru gerðar loftárásir á Korfu, Saloniki og bæ skamt frá Aþenuborg. Aþenuborg sjálf hefir ekki orðið fyrir loftárás og var tilkynt í ítalíu í gær, að ítalir myndu ekki gera áa»ás á Aþenu nema að Rómaborg yrði fyrir loftárás. Loftárásir ítala á grískar borgir voru meiri en nokkru sinni fyr, síðan innrásin hófst, og virðist tiltölulega mikið mann- tjón hafa orðið, en Grikkir segja, að tjón á mannvirkjum hafi verið lítið. 1 Saloniki fórust 40 manns. Komu árásarflugvjelarnar í þremur „bylgjum“. Fyrst fimm saman og síðan sjö og sjö í seinni skiftin. - , Á Korfu fórust 5 manns og 26 særðust. Talið er að ítalir muni nú leggja^negináhersluna. Á að brjótast í gegn um varnarlínur Grikkja á norðurvígstöðv- unum, þar sem þeir sækja fram í áttina til Phlorina. Tyrkir standa meö Grikkjum og Bretum Verða þó hlutlausir fyrst um sinn Ismet Inönii herforingi, for- seti Tyrklands helt ræðu í gær og markaði afstöðu Tyrkja til Grikklandsstyrjaldarinnar. Forsetinn sagði, að Tyrkir myndu ekki að svo stöddu ger- ast ófriðaraðili, en Tyrkir myndu standa við allar sínar skuldbindingar við vinaþjóðir sínar. Inönii sagði að Tyrkir væru bundnir órjúfandi vináttubönd- um við Breta og þar yrði engu hægt að hagga. Forsetinn sagði, að Tyrkjy hefðu ekki í hyggju neina land- vinninga og þeir vildu lifa í sátt við alla sína nágranna, Þeir hefðu mikla samúð með Grikkj- um, en myndu fyrst um sinn ekki verða þátttakandi í styrj- öldinni („nonbelligerent") eins og Ítalía var áður og Spánn er nú gagnvart Þjóðverjum) að svo stöddu. Hinsvegar myndu Tyrkir standa við þær skuldbindingar, sem þeir hefðu við Grikki og Breta. Inönú mintist á Sovjet-Rúss- land og kvaðst með ánægju skýra frá því, að vinátta Tyrkja og Rússa færi nú aftur vax- andi éftir að vinátta þessara tveggja ríkja hefði orðið fyrir ýmsum áföllum undanfarið. jOgóslafía hlutlaus. Það var opinberlega tilkynt í Belgrad, höfuðborg Júgóslafíu í gærkvöldi, að Júgóslafar von- uðust til þess að fá að vera í friði í þeim átökum, sem nú ættu sjer stað á Balkanskaga. Júgó- slafía óskaði einskis frekar en að verða hlutlaus áfram, sem hingað til, í þessari styrjöld. Manntal i Dan- mörku Manntal á að fara fram í Danmörku 5. þ. m. Eru nú p ár liðin síðan að allsherj- ar manntal fór fram þar í landi. Búist er við að mann- talið leiði í ljós að 8.850.000 íbúar sjeu í Danmörku. Mann- tal þetta verður mjög ná- kvæmt. Ekki er búist við að úrslitatölur verði birtar fyr en í byrjun desember. Það virðist augljóst, að ítöl- um hefir "gersamlega mishepn- ast leifturstríðið í Grikklandi. í nótt voru liðnir 5 sólarhringar frá því, að þeir rjeðust á Grikk- land, en árangurinn er ekki nema 10—15 km. landsvæði unnið af Grikkjum. Hinsvegar bera breskar frjett ir það með sjer, að Bretar gera sjer Ijóst að herstyrkur ítala er miklu meiri en Grikkja og einkum eru ítalir sterkari í loftinu. Tilkynt hafði verið í Ítalíu í fyrradag, að ítalskar hersveit- ir myndu leggja undir sig hina hernaðarlega mikilvægu borg Yannina í gær, en sú borg er um 50 km. frá landamærunum. ítalir hafa teflt fram hersveit- um með Ijettum brynvörðum hervögnum á vesturvígstöðvun- um, riddaraliði og fótgönguliði, sem mest var skipað albönskum hermönnunl undir stjórn ít- alskra liðsforingja, en Grikkir hrundu öllum áhlaupum þeirra. Skýring ítala. ítalska herstjórnin afsakaði í gærmorgun hve ítölsku hersveit unum gengi seint með því, að þær hefðu tafist við að gera við vegi og brýr, sem Grikkir hefðu eyðilagt á undanhaldinu, en í FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Loffárás á Neapel Breskar flugvjelar gerðu loftá- rás á hina heimsfrægu og fögru horg Neapel í gærmorgun. Er þetta í fyrsta sinn, sem loft- árás er gerð á þá borg síðan ítalir fóru í stríðið. Bretar segja að 'íarpað hafi ver- ið sprengjum á olíubirgðastöðvar í borginni og að eldar miklir hafi komið upp. Allar flugvjelar Breta komu heilu og liöldnu til bæki- stöðva sinna. tjón hafi orðið á eignum. Miklar loftárásir í Afríku. Breska herstjórnin í Kairo seg- ir í tilkynningu sinni í gærkvöldi að breski flugherinn hafi gert miklar loftárásir á hernaðarstöðv- ar ítala í Afríku bæði Libyu, Abyssiníu og Eritreu. Segjast Bretar hafa valdið miklu tjóni, einkum á flugvjelum ítala. Bretar segjaSt hafa mist tvær flugvjelar í árásum þessum. 14 bresktím skípum sökt í Ermarstmdí í gær (Þ,6ðevirjar) I-'* ýska frjettastofan skýrði *• frá því í gærkvöldi að þýskar flugvjelar hefðu í gær ráðist á tvær breskar skipa- lestir í Ermarsundi og sökti þar 14 skipum er voru um 37 þúsund smálestir samtals. Þar á meðal hafi verið enskt beitiskip. Þá segir í þýskum fregnum, að þýskar flugvjelar hafi í gær gert loftárásir á tvo flugvelli í Englandi og valdið þar gríðar- miklu tjóni. í breskum fregnum er vikið að árás þýsku flugvjelanna á skipalestarnar, en gert lítið úr tjóni. Bretar segjast hafa skotið niður 1Q þýskar flugvjelar í gær, en mist sjálfir sex, en tveir flugmenn hafi bjargast lifandi í fallhlífum. Loftárásir á England voru með minsta móti í fyrrinótt, en hófust aftur í dögun og stóðu í allan gærdag. Gerðu Þjóðverj- ar árásir á London, Mið-Eng- land og borg í Austur-Skot- landi. Bretar telja að í októbermán- uði hafi loftvarnabyssur þeirra skotið niður 26 þýskar flugvjel- ar og að ein þýsk sprengjuflug- vjel hafi farist eftir árekstur á loftvarnabelg. Er þetta tveimur flugvjelum færra, en eyðilagðar voru á sama hátt fyrir Þjóðverjum í september. En þar eð loftárásir Þjóðverja hafa ekki verið eins miklar í októbermánuði eins og í september, telja Bretar þetta vott þess að loftvarnabyssu- skyttum þeirra hafi farið mjög fram í skotfimi. Roosevell viss um sigur i ————— IBandaríkjunum er nú um ekkert meira talað eða hugsað en forsetakosningarnar í næstu viku. Roosevelt ljet svo um mælt í gær, að fyrir mánuði síðan hefði hann athugað gaumgæfi- lega möguleikana fyrir því, að hann yrði endurkosinn. „Jeg hefi nú aftur í dag athugað möguleikana á ný og jeg er FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. — Tekinn af llfl — fyrir að bafa Ijðs Amerískur frjettaritari í Berlín símar í gær: „Hjer var í morgun líflát- inn þýskur maður. Sök hans; Maðurinn hafði brotið reglur um myrkvun, vegna loftárása hættu' ‘. Ekki hsgt aO þröngva nazism- anum upp á Norðmenn — Greln í Tlmes Norskur háskólakennari, sem nýlega komst undan frá Noregi til Englands ritar grein í „Times“ í gær um sambúð Norðmanna og Þjóðverja. Prófessorinn álítur, að stærstu mistök Þjóðverja sjeu árásir þeirra á Hákon Noregskonung. Með árásum á konunginn hafi öll norska þjóðin verið særð, því um vínsældir konungsins sje ekki að villast meðal Norð- manna. „Það verður ekki hægt að þrvöngva nazismanum upp á norsku þjóðina“, segir greinarhöfundur. Hann heldur því og fram, að Þjóðverjar fremji skipulags- bundin rán í Noregi og segir-að hungursneyð sje óumflýjanleg og sje þegar farið að sverfa all- mjög að almenningi. Þjóðverjar taki alt smjör, egg og flesk, sem þeir komist yfir til eigin þarfa. Norskar húsmæður kvarta þó ekki. Eftirfarandi sögu segir greinarhöfundur um það. Tvær húsmæður voru að ræða sam- an um ástandið og sagði þá önnur: „Jeg veit, að við eigum eftir að svelta og okkur verður kalt í vetur, en það gerir ekkert til“, sagði húsmóðirin. „Það verður bara til þess að þjóðin sjer bet- ur hvernig það er að vera und- ir stjórn Þjóðverja“. Loks segir prófessorinn í grein sinni, að það hafi að minsta kosti einn kost, að Þjóð- verjar hernámu Noreg, og hann sje sá, að Norðmenn hafi fengið að kynnast af eigin reynd stjórnarfari hjá Þjóð- verjum. Norðmenn hafa kynst öllum skelfingum leifturstríðs- ins. Jafnvel heitustu aðdáendur nazista, nazistaunglingarnir, sem óskuðu þess að nazisminn kæmist á í Noregi eru nú farn- ir að sjá að sjer. Laval, utanríkismála- og vara- forsætisráðherra Frakka, fór frá París til Yichy í gær, eftir að hafa rætt þar við þýska stjórn- málamenn um þátttöku Frakka í hinni nýju skipan í Evrópu. í ítölskum fregnum er viður- I kent að þessi 'loftárás á Neapel I hafi átt sjer stað og að 5 menn hafi farist í loftárásinni, en lítið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.