Morgunblaðið - 02.11.1940, Blaðsíða 8
r
Laugardagur 2. nóv. 1940L
Æ6*m»**
BLANKO
fíegir alt. — Sjálfsagt á hvert
heimili.
Hin vandláta húsmóðir notar
BLITS
í stórþvottum.
REMINGTON RITVJEL
ný, til sölu. Uppl. í síma 2086.
Ferð til Kanaríeyja ....
ö
GLÆNÝ ÝSA
©g þorskur. — Fiskbúðin, Bald
ursgötu 31. .— Sími 5785. —
Fiskbúðin, Mánagötu 18. —
Sími 4172.
Kaupum notaðar loðkápur.
MAGNI, *
Þingholtsstræti 23. Sími 2088.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395
Sækjum. Opið allan daginn.
FLÖSKUVERSLUNIN
á Kalkofnsvegi (við Vörubíla
.-töðina) kaupir altaf tómar
flöskur og glös. Sækjum sam
-tundis. Sími 5333.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið
síma 1616. Við sækjum. Lauga
vegs Apótek.
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi
HARÐFISKSALAN
Þvergötu, selur góðan þurkaðan
saltfisk. Sími 3448.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi. Sent um allan bæ.
Bjðrn Jónsson, Vesturgötu 28
Bíml 3594.
KÁPUR og FRAKKAR
fyrirliggjandi. Guðm. Guð-
mundsson, dömuklæðskeri —
Kirkjuhvoli.
UÍMUMr
HÁSKÓLASTÚDENT
vanur bókhaldi og erl. brjefa-
skriftum óskar eftir vinnu hálf
an daginn. — Tilboð merkt:
„Bókhald“, sendist Morgunbl
FJÓRIR UNGIR
garðyrkjumenn óska eftir að
komast í kynni við stúlkur, ef
til vill getur hjúskapur komið
til greina. Tilboð ásamt mynd,
leggist inn á auglýsingaskrif-
stofu blaðsins, merkt: „Þag-
mælska“.
££usrusz£L
STÚLKU
1 fastri atvinnu vantar lítið her-
þergi. Má vera í kjallara. Upp-
lýsingar í síma 5863.
SZCkynnbngac
K. F. U. M.
iFómarsamkoma annað kvöld
W. 8,30. Knud Zimsen talar.
iAllir velkmonir.
62. dagur
Litlu seinna spurði Harvey:
„Og þú? Hvað verður um þigf‘
Corcoran var drjúgur og tók í
nefið. En ekki einu sinni það, að
taka í nefið gat dulið hversu á-
nægður hann var. Hann stakk
þumalfingrinum í handarkrikann
og ljet lítio yfir sjer.
„Það er nú þegar ráðstafað með
mig. Jeg er fastráðinn í höllinni.
Eftirmaður Don Balthasar. Jeg
ræð nú yfir tylft af kynblendiug-
um og jeg læt þá vinna, þessa
hunda. Jeg kom lagi á staðinn á
svipstundu. Kom akandi til hæj-
arins með eigið múlasnaeyki. Jeg
get sagt þjer, að þetta er heldri
manna líf, sem jeg hefi lent í. Og
svo jeg segi frómt frá, þá hefi
jeg sjálfur potað mjer í stöðuna“,
. Dauft bros Ijek um varir Har-
veys, en hann gladdist mjög innra.
„Það er ágætt, Jimmy. Það
gleður mig mjög“..
Corcoran þandi út brjóstið og
stóð á fætur.
„Þú átt nú eftir að verða glað-
ari‘ *, sagði hann. „Komdu, það er
kominn tími tií þess. Nú liefi jeg
glaðst og tími til kominn að þú
gleðjist lílía. Komdu yfir í gisti-
húsið“.
„Oistihúsið ?“
„Hvern fjandann annað! Held-
urðu kannske að þú ætlir að sitja
á þessum heilaga bekk þar til skip
ið kemur? í guðanna bænum,
reyndu að nota skynsemina einu
sinni!“ Svo þreif hann í hand-
legginn á Harvey og dró hann
með sjer hálfnauðugan yfir torg-
ið.
Þeir gengu inn í gistihúsið og
Corcoran kallaði með miklum
hávaða á dyravörðinn: „Spyrjið
þjer Sir Michael Fielding, hvort
EflirEA. J. CRONIN
I
I
Fimleika og
íþróttaæfingar K. R.
eru nú að hefjast. —
Fyrsta æfing verður í kvöld kl.
8—9 í Miðbæjarbarnaskólan-
um. Er það fyrsti flokkur
kvenna sem byrjar. Á morgun
verður auglýst í Morgunblaðinu
aðal æfingatafla fjelagsins.
Hefjast svo æfingar af fullum
krafti á mánudag. Stjórn K.R.
AÐALFUNÐUR
fjelagsins verður
haldinn í Varðar-
húsinu fimtudaginn
7. nóv. kl. 81^ e.h.
Stjórnin.
hann vilji heiðra mig með nær-
veru sinni. Eftir hans hentugleik-
um, skilurðu. Segðu honum, að
það sje dálítið áríðandi“.
Harvey stökk upp eins og hann
hafði verið stunginn. Slenið rauk
af konum.
„Þau eru hjer? Hjerna — í
Santa Cruz? Þau eru ekki farin?“
Corcoran varðist með því að
geispa lítilsháttar. „Rólegur. ró
legur. Rjúktu ekki svona upp eins
raketta' ‘.
Varir Harveys voru alveg hvít-
ar.
„En jeg — hjelt — tvær vik-
ur —
„Þau eru ennþá hjerna. Held-
urðu að jeg bæði manninn um, að
finna mig, ef hann væri ekld
hjer?“
Það varð þögn.
„Jeg vil ekki hitta hann og
hann vill ekki hitta mig“.
„I því hefir J)ú rangt fyrir þjer,
drengur minn“, sagði Jimmy,
hallaði sjer aftur á bak og skoð-
aði skóna sína. Einn af ky.' blend-
ingunum hafði burstað bá, svo
það lýsti af þeim. „Það veit sá
sem alt veit, að hann er að deyja
úr löngun eftir að hitta þig. Og
því þá ekki? Bjargaðir þú kann-
ske ekki lífi konunnar? Hann hef-
ir leitað að þjer um alt rjett eins
og jeg. Það veit sá sem alt veit,
að þetta er besti náungi. Og hann
er að springa af þakklæti“.
„Láttu hann halda þakklætinu
fyrir sjálfan sig“.
„Vitlevsa", sagði Jimmy'. „Vertu
ekki svona stór upp á þig. Viltu
ekki komast heim? Þú ætlar þjer
þó ekki að byrja á því að verða
lassaróni núna?“ Hann leit snögg-
lega upp og gaf manni nokkrum
merki, sem komið hafði inn í and-
dyrið.
Harvey stirðnaði þegar liann
leit á Fielding -— mannimi, sem
Mary var gift. Hár, herðabreið-
ur, frekar laglegur, með reglulegt
andlit. Svipur hans bar vott um
mikla góðvild og það virtist á-
valt vera bros í augum haus.
Hann kom nær og virtist mjög
ákafur og ánægður. Hann rjett.i
út hendina og næstum steypti sjer
yfir Harvey.
„Ágætt! Fyrirtak! Nú er alt í
lagi“. Það varð þögn, en svo leyfði
Harvey honum að taka í hendi
sjer.
„Þetta er það besta“, hjelt
Fielding áfram, lagaði brotin i
buxum sínum og settist. „Segið
mjer, hafið þjer borðað hádegis-
verð ?‘ ‘
Hádegisverð! Harvey hallaði
sjer aftur. Sagði maðurinn það í
alvöru ? Hann leit á hann grimd-
araugum.
„Já“, sagði hann og laug vís-
vitandi, „jeg hefi borðað liádeg-
isverð“.
„Hvaða vandræði — en þjer
borðið þá með okkur miðdegis-
verð. Hvað er jeg að segja! Þjer
verðið með okkur altaf. Jeg neita
að sleppa yður úr augsýn, það er
svo ánægjulegt að fá að hitia yð-
ur að lokum. Mary verður ákaf-
lega glöð. Jeg veit að hún hefir
haft áhyggjur út af yður“.
Harvey gat ekki- skilið þessa
vinsemd, sem var alt annað en
hann hafði tmist við. Yissi Field-
ing ekki — hafði enginn sagt lion-
um? Iíann var í vandræðum og
það gerði hann reiðan. Svo sagði
hann alt í einu hrottalega: „Hefir
ekki Carr vinur yðar sagt yður
um mig?“
„Carr!“ sagði Fielding hlægj-
andi. „Jeg skifti mjer ekkert af
hvað Wilfred segir. Hann er á-
gætur að sínu leyti, en getur gert
skissur. Skevtin hans — þau gerðu
mig hálfhræddan“.
„Jeg er ekki að tala um slceyt-
in“, sagði Ilarvey. „Jeg á við alt
annað“.
Það varð þögn og ITarvey beið
þess, er verða vildi. En Fielding,
niðursokkinn í hugsanir sínar,
virtist athuga hann gaumgæfi-
lega.
„Flibbarnir“, sagði hann að
lokum. „Já, það verður dálítið
erfitt, sjerstaklega flibbarnir.
Ilvaða stærð notið þjer? Jeg þori
að veðja, að það er einu númeri
minna en jeg. Jeg nota númer 17,
er það ekki andstyggilegt! En
þjer getið fengið alt annað hjá.
mjer — föt, sem jeg hefi aldreí
farið í — það var svei mjer.gott
að Martin setti þau með — rak-
vjel — nærföt, tannbursta, svamp
og alt sem þjer þurfið, en það
versta er með flibbana“.
Þetta var ekki nein uppgerð.
Harvey lá við að stynja. Ilana
hafði búist Við öllu öðru en þessw.
„Jeg hefi ekki þalckað yðuir
fyrir ennþá. Drottinn minn!“
Fielding brosti mjög elskutega.
„Þetta er alveg einstakt með
Mary og batann. Jeg er yður
mjög þakklátur. Það er ekki hægt
að koma orðum að því/ Hún er
farin að stíga í fæturna og verð-
ur brátt fær um að - ferðast —
nátiúrlega aðeins í flugvjel. Ilúu
jafnar sig í sveitaloftinu á Buck-
den. Mjer þætti gaman að sýna
yður rósirnar, sem jeg rækta þar_
Jeg ætla að setja þær á garð-
yrkjusýningu í ár“.
Harvey trúði varla sínum eigin
eyrum. Fielding hlaut að vita —
og samt sem áður ljet hann eins
og ekkert væri um að vera. Hann
vildi helst hata Fielding, en gat
það ekki. Hann var svo vingjarn-
legur og yfirlætislaus, að það var
ómögulegt annað en að Iáta sjer-
geðjast að honum:
Loksins sagði Harvey:
„Mjer þykir leitt að geta ekki
tekið á móti boði yðar. Þjer farið
með flugvjel, eu jeg með skipi.
Það er ósennilegt að við hittumst
aftur í Englandi".
„A’inur minn“, sagði Fielding“.
„Hvaða vitleysa. Þjer vitrð ekki
hvað þjer eruð að tala um. Þjer
farið ekki með skipi heim. Þjev
farið í. flugvjel — með okkur“’>
Ilann Ijet sem það væri þá þegar
ákveðið. „Komið með mjer njina,
því það er enginn tírni til að vera
með neitt rnálæði. Jeg hefi her-
bergi hana yður og þjer þurfið
að fara í bað og hrein föt. Svo
skulum við skjótast inn til Mary“.
Framh.
Best að auglýsa
í Morgunblaðinu.
SKÍÐAFJELAG REYKJA-
VÍKUR
ráðgerir skíðaferð á Langjökul
sunnudagsmorgun eld-
snemma. Upplýsingar og á-
skriftarlisti hjá L. H. Múller,
til kl. 6 í kvöld.
I. O. G. T.
ÍÞRÓTTAFJEL. TEMPLARA
?eir sem hafa tekið að sjer að
safna munum á hlutaveltuna,
skili þeim í Varðarhúsið kl. 5 í
dag. Þeir, sem vildu styrkja
fjelagið með gjöfum, eru beðn-
ir að hringja í síma 3355.
nermJ
Karl, tíu ára gamall, var að
skýra yngra bróuðr sínum frá því,
að það væri ekki rjett að vinna
á sunnudögum.
— Já, en strætisvagnabílstjór-
arnir, þeir vinna á sunnudögum.
Komast þeii* þá ekki í himnaríki ?
— Nei, sagði Karl, þar eru eng-
in not fyrir þá. Englarnir hafa
vængi.
★
Mjög þektur listmálari stóð fvr-
ir mörgum árum síðan við höfn-
ina í litlu þorpi og málaði útsýn-
ið. Honum til mikillar skapraun-
ar stóð hópur af sjómönnum og
horfðu á. Alt í einu sneri listmái-
arinn sjer að gömlum sjómanni
og spurði,-
— Kannske náttúran hafi opn-
að sína guðdómlegu bók fyrir yð-
ur Kka? Hafið þjer nokkurntíma
sjeð loga kvöldroðans líða yfir
blýhvíta austrið, og hinar rauð-
blettóttu, brennisteinslöguðu eyj-
ar í eldhafinu í vestri, og skýin
svört eins og hrafnsvængi lyfta
blæju sinni frá tunglinu?
— Nei, svaraði sjómaðurinn,
ekki síðan jeg varð bindindismað-
ur.
★
Frúin* hafði verið flutt á spít-
alann vegna meiðsla á fætinum.
Vinnukonan er heima og skúrar
gólfin. Húsbóndinn kemur heim
og hún opnar fyrir honum og
spyr, hvernig frúnni líði.
— Já, segir húsbóndinn, það er
mjög alvarlegt, það þarf að taka
fótinn af. Það verður ekki nema
lítið ,eftir af hægra fætinum.
— Hamingjan góða!, hrópar
vinnukonan. Er það efri eða íaeðri
parturinn ?
★
Fyrir nokkrum árum síðan kom
maður í London inn á verkstæði,
þar sem búin voru til gerfiaugu
og bað um sjerstaklega útbúin
augu. Hann fjekk það.#Svo lei5
ár, en þá kom maðurinn aftur og
gaf framleiðandanum demant.
Hann sagði svo frá, að hann hefði
unnið við demantsnámu og með
hjálp gerfiaugans hefði honuirt
tekist að smygla demöntum. Eng-
inn hafði rannsakað gerfiaugað.
★
— Hversvegna er alt þetta sag
á gólfinu, Grjeta? sagði móðirin.
— Brúðan mín var að megra.
sig, sagði Grjeta.
★
„Hvar fæddist þú, pabbi?“'
spurði Nonni litli eitt kvöld.
„Jeg fæddist á Seyðisfirði".
„En hvar fæddist mamma?“
„Á Akureyri“.
„Og hvar fæddist jeg?“
„Hjer í Reykjavík".
„Það er nú annars einkennilegt,.
að það skuli hittast svona á, að
við skulum búa saman“.