Morgunblaðið - 17.12.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1940, Blaðsíða 8
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. des. 1940. VENUS RÆSTIDUFT drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. Nauðsynlegt á hverju heimili. HÚSGÖGNIN YÐAR mundu gljáa ennþá betur, ef þjer notuðuð eingbngu Rekord húsgagnagljáa. KÆRKOMNUSTU jóla- og tækifærisgjaflrnar eru íslenku veggteppin og borð- dreglarnir í Bankastræti 4. Enn fremur íslensk húsgagnaáklæði. GÓLFTEPPI frekar lítið, nýtt eða lítið not- að, óskast keypt. Tilboð merkt: „Gólfteppi", sendist afgr. Mgbl. NÝR KVENPELS TIL SÖLU með tækisfærisverði A. v. á. BARNAVAGN óskast til kaups. Sími 1241. JÓLAGJAFIR Hanskar, Lúffur^ Töskur, Gull- og silfurskinns-belti og Blóm. Silkisokkar. Ódýrast í Hanska- gerð Guðrúnar Eiríksdóttur, Austurstræti 5. FLAUEL margir litir handa fullorðnum og börnum. Kjólaefni margs- konar. Blúnduefni margir litir. Silkii^ndirsett og margar hent- ugar og fallegar jólagjafir. ódýrast í verslun Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. GERFIBLÓM í miklu úrvali. Blóma^körfur Skreytum einnig körfur og blómílát, sem komið er með. Lítið í gluggann. Hanskagerð Guðrúnar Eiríksdóttur, Austur- stræti 5. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið I síma 1616. Við sækjum. Lauga vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, ?lös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 6395. iækjum. Opið allan daginn. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR blússur og pils altaf fyrirliggj- andi. Saumastofan Uppsölum. Sími 2744. HARÐFISKSALAN Þvergötu, selur góðan og þurk- aðan saltfisk. Sími 3448. Kaupum notaðar loðkápur. MAGNI, Þingholtsstræti 23. Sími 2088. TUSKUR Kaupum hreinar tuskur gegn staðgreiðslu. Húsgagnavinnu- stofan Baldursgötu 30. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. HAMINGJUHJOLIÐ 20. dagur teldi smábörn einskonar engla með gullna lokka. En sjálf hafði hún ekki slíkar hugsjónir um börn. Enda var hún elst af sex barna hóp og hafði oft þurft að gæta barna, sem ekki voru ávalt sannkallaðir englar. En þegar hún sagði Kester frá því, varð hann himinlifandi og sagði það strax hverjum sem heyra vildi, með barnslegri hreinskilni. Hann var fagnandi eins og lítill drengur, sem hefir fengið loforð um nýtt leikfang. Hann fór upp á háaloft og sótti litla vöggu úr út- skornum rósaviði. í þessari sömu vöggu höfðu öll böm ættarinnar legið og spriklað og skælt síð- ustu öldina. Og henni stilti Kest- Eftir GWEN BRISTOW KALDHREINSAÐ þorsaklýsi. Sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. Þúsuxidir vila að ævilöng gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4 STÚLKA getur fengið atvinnu við ljettan iðnað. Uppl. kl. 9—11 og 2—5 í Ingólfsstræti 21 C. FLÖSKUVERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- stöðina), kaupir altaf tómar flðskur og glös. Sækjum sam- stundis. Sími 5333. KÁPUR og FRAKKAR fyrirliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, dömuklæðskeri - ,• Kirkjuhvoli. UNGUR MAÐUR með Samvinnuskólaprófi og einnig bílprófi, óskar eftir ein- hverskonar atvinnu við verslun Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardagskvöld merkt: „At- vinna“. FATAHREINSUN Þið, sem hafið pantað hjá mjer hreinsun á frökkum og fötum fyrir jól, vinsamlegast gerið svo vel og komið með það sem fyrst. Virðingarfylst, Sigrún Þorvaldsdóttir, Fischers- sundi 3. Sími 5731. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. i. o. G. T. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8: 1. Irntaka nýliða og almenn fundarstörf. 2. Bindindisþáttur (B. Sigv.) 3. Einsöngur (kl. 9i/£): K. Sigurjónsson. 4. Erindi og upplestur (Sig. Magn.) er inn. í barnaherbergið, heilum sex mánuðum áður en útlit var fyrir, að not yrðu fyrir hana. ★ Hinar nýju kunningjakonur Eleanor komu í heimsókn til þess að óska henni til hamingju og færðu henni ýmsar gjafir, eins og silfurfingurbjörg og efni í barna- föt í metratali. En hún geymdi það niðri í skúffu og pantaði sjer barnaföt frá New Orleans. Henni gramdist það hálfvegis, að vera meðhöndluð eins og brothætt gler, en skemti sjer þó yfir því, og kunni því þrátt fyrir alt ágæt- lega. Það var indælt að láta dekra og stjana við sig, og Kestar blátt áfram dýrkaði hana í hamingju sinni. Hann keypti alt mögulegt milli himins og jarðar handa henni, án þess að hugsa um, hvort hún þyrfti að nota það eða ekki. 0g hann ljet leggja síma upp í svefnherbergi hennar, svo að hún þyrfti ekki að ómaka sig niður, ef símað yrði til hennar. Auk þess spurði hann hana daglega, hvort það væri ekki eitthvað, sem hún óskaði sjer. 0g loks fjekk Elea- nor kjark til þes að láta í ljós ósk, sem hún hafði haft í huga síð- an þau komu heim úr brúðkaups- ferðinni. Það fór í taugarnar á henni, hve Kester var óreglusamur, svo að alt var á ringulreið í kringum hann, og hún vissi, að það fór í taugarnar á honum, þegar hún var stöðugt að taka til eftir hann. Hún sá því fyrir, að það myndi enda með ósköpum, ef þau ættu að hafa sama svefnherbergi til frambúðar. ★ „Mjer er mjög á móti skapi, að rífast við þig um smámuni, Kest- er“, sagði hún. „En jeg þoli ekki til lengdar að búa í herbergi, sem lítur út eins og kínverskur her hefði farið þar um. Ef það gæti ekki öðru vísi verið, myndi jeg sætta mig við þar. En nú höfum við níu svefnherbergi í húsinu. Er þjer ekki sama ,þó að jeg fái eig- u$-fUncUð LÍTIÐ KVENVESKI svart, með 30—40 krónum tap- aðist í Miðbænum í gær. — Finnandi vinsamlegast geri að- vart í síma 2608. SKRIFSTOFA MÆÐRASTYRKSNEFNDAR Þingholtsstræti 18 (sími 4349) tekur þakksamlega á móti hverskonar gjöfum, sem gleðja mættu fátækar mæður og börn. Skrifstofan opin daglega frá 4—6. ^Citsn^œ^L HERBERGI yantar strax. Tilboð merkt ,XX6“ sendist blaðinu. ið svefnherbergi út af fyrir mig?“ Þau ætluðu að fara að sofa. Manchettskyrta Kesters hjekk í ljósakrónunni, og fötin hans lágu á víð og dreif um gólfið. Eleanor stóð úti á miðju gólfi og var svo örvnætingarfull á svip, að Kester fór að hlæja og sagði, að auðvitað gæti hún fengið svefnherbergi fyr- ir sig. En hún fjekk ekki að flytja Það vildi hann sjálfur gera. Hann gat fært sig í svefnherbergið hin- um megin á ganginum. Það var vistlegt herbergi, þó væri það ekki eins viðhafnarmikið og þetta. Ilann sagðist líka vera feginn að sleppa við þessa sífeldu reglusemi hennar. Og Eleanor þakkaði hon- um innilega fyrir. Þannig var síðasta ásteitingar- steininum rutt úr vegi fyrir Elea- nor og hinir heitu sumardagar liðu hver af öðrum í sama hamingju- sæla aðgerðarleysinu hjá henni. ★ Tvisvar í viku kom ungur lækn- ir og leit til Eleanor. Það var Bob Purcell, bróðir Violet, sonur Pureell gamla læknis, sem hafði tekið á móti Kester og pabba hans í þenna heim. En hann kom frek- ar í heimsókn eins og hver annar kunningi en læknir í sjúkravitjun. Hann og Kester sátu og röbbuðu saman yfir ísköldum drykkjum. Eleanor kunni vel við Bob Purcell. Hann var bæði greindur og skemti legur, og hún komst altaf í gott skap, þegar hann kom. Durham „ungfrúrnar" komu að heimsækja hana og voru mjög for- vitnar að heyra um allan undir- búning undir fæðingu barnsins. Eleanor hafði aldrei hitt svona vinalegar, eldri konur, sem tóku sjer ekkert gagnlegt fyrir hend- ur, og reyndi að vera eins vin- gjarnleg við þær og hún gat. Ein þeirra færði henni ísaumaðan hökusmekk, önnur heklaða skó, en sú þriðja sagðist ekki þola að bogra við sauma og kom með myndabók. Smátt og smátt skild- ist Eleanor á systrunum, að þær hefðu allar viljað selja sál sína til þess að eiga lítið barn, og þá varð hún svo hrærð, að hún kysti þær allar. En þær sögðust gleðj- ast innilega yfir því, að Kester hefði fengið svona yndislega konu. Þetta var í fyrsta sinn sem Elea- nor var kölluð yndisleg. ★ Það var aðeins einu sinni, að Eleanor rumskaði af værðarmóki sínu og áttaði sig. Það var þegár Fred átti erindi þangað í hjerað- ið og dvaldi nokkra daga á Ar- deith. Þegar hann sá Eleanor liggja á legubekknum í herbergi sínu í hvítum silkislopp, varð hann ótta- sleginn, faðmaði hana innilega að sjer og spurði, hvers vegna húa hefði ekki sagt sjer, að hún væri veik. Eleanor lýsti yfir því, að húa væri hreint ekki veik, og spurði,, hvað Kester hefði eiginlega sagt honum. En Fred horfði steinhissa á hana, og spurði, hvað þetta ætti þá að þýða, ef hún væri ekki veik. Og þá sá Eleanor sjálfa sig alt í einu í anda og fór að skellihlæja. En Fred hjelt áfram að einblína á hana. „Elsku besti pabbi minn“, sagði hún loks. „Þú skilur þetta víst ekki. Jeg er blóm á gömlum suð- rænum stofni og mun bráðum, eignast erfingja!" „En ertu vel frísk?“ spurði hann og var enn órólegur. Hún kinkaði kolli í ákafa. „Jeg varð strax hræddur, þegar þú komst ekki í bílnum með Kest- er á járnbrautarstöðina að taka á móti mjer“. „Á stöðina?“, sagði hún og ljet sem henni ofbyði. „Kæri, herra Upjohn! Þjer haldið þó ekki, a'<$ hefðarfrú láti sjá sig utan hallar- garðsins svona á sig komin?“ „Áttu við, að þú fáir ekki a& fara út. Hreyfirðu þig ekkert?" „Jú, jeg tíni blóm“, sagði húa ertnislega. „Og ein af stúlkunum hleypur á eftir mjer og sjer nm, að engispretturnari geri mjer ekki bylt mið“. A HERBERGI fyrir einhleypan, með eða án hugsgagna, óskast strax. Uppl. í síma 4003. Tengdamamma hefir verið í heimsókn í hálft ár. Frúin: Hvað eigum við að gefa mömmu í jóla- gjöf? Eiginmaðurinn: Yæri ferða- taska ekki vel til fallin? ★ Tveir heyrnardaufir tala sam- an; — Jeg sje að þú ert með pípu- hatt. Yarstu við jarðarför? — Nei, ónei, jeg var við jarð- arför. — Jæja, jeg hjelt, að þú hefð- ir verið við jarðarför! * Á grímudansleik: Hvað á jeg að gera, svo að kærastinn þekki mig ekki? — Þvo af yður allan analits- farðann! ★ Eiginmaðurinn: „Jeg þakka yð- ur fyrir meðalið, sem þjer gáfuð konunni minni, læknir góður. Áð- ur en hún fjekk það, var hún hás. En nú kemur hún ekki upp nokkru orði. Viljið þjer ekki láta mig fá nokkur glös í viðbót handa henni? ★ — Ætlarðu nú enn út á kenderí? Þú veist, að þú verður að borga húsaleiguna eftir eina viku. •— Já, en jeg verð kominn heim fyrir þann tíma! ★ Betlarinn: Gefið mjer veslings fátækling lítinn skilding. Auðmaðurinn: Jeg hefi ekki smærra en 100 krónur. Betlarinn: Jeg get skift! ★ — Jeg var ekki búinn að tala við hann í stundarfjórðung, þeg- ar hann kallaði mig asna. — Þurfti hann svo langan tíma til þess að finna hið rjetta heiti á yður? ★ Hún: Þegar við erum gift máttu ekki skrifa fleiri ástarsögur. Þá verð jeg afbrýðissöm. Hann: Nei, vertu viss. Þegar við erum gift, skrifa jeg bara sorgarsögur um hjónabandið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.