Morgunblaðið - 17.12.1940, Blaðsíða 5
J»riðjudagur 17. des. 1940.
JPforgisttblitötð
, Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
: , Rltatjörar:
Jön Kjartanaaon,
Valtýr Stef&nsaon (ábyrKOarm.).
Aug-lýsingar: Árnl Óla.
i Ritatjórn, auglýaiugar oe afgrelOaia:
Austurstræti 8. — Slaai 1800.
Áakriftargjald: kr. 8,50 á aaánuBI
innanlands, kr. 4,00 utanlanda.
: I lausasölu: 20 aura elntaklB,
25 aura meB læabök.
Hvar strandar?
ÞAÐ fer ekki vel á því, að blöð-
in fari að rífast um hita-
'veituna, eins og það mál er kom-
ið nú. Hitt væri nær, að blöðiu
gerðu nú alt sem í þeirra valdi
stendur til þess að greiða fyrir
framgangi málsins og stæðu þar
.eiríhuga og samtaka.
Svo sem kunnugt er, hafa
framkvæmdir hitaveitunnar strand
að á því, að ekki hefir tekist að
fá flutt hkrgað efni, sem liggur í
Danmbrku, og hefir legið þar síð-
; an Eteunmörk var hernumin í apríl
í. á., en þá stöðvuðust allar skipa-
samgöngur milli landanna, sem
kunnugt er.
Ríkisstjórnin hefir stöðugt ver-
íð að vinna að því, að fá málið
leyst. Stundum hefir heyrst orð-
rómur um það, að málið myndi
leysast — ’)að ófriðaraðiljarniv
myndu leyfa, að efnið yrði flutt
hingað. En svo hefir altaf einhver
snurða komið á þráðinn og ekk-
•ert orðið úr framkvæmdum.
Eftir að sendiherra Breta, Mr.
Howard Smith kom hingað, ljet
hann svo um mælt í viðtölum við
blöðin, að hann myndi gera alt,
sem í lians valdi stæði, til þess að
greiða fyrír hitaveitunni. Þessi
timmæli sendiherrans glöddu mjög
Reykvíkinga, því að þeir treystu
jþví, að með slíkum liðsmamii
mýndi málið leysast giftusamlega.
En vikur, mánuðir liðu og ekk-
•ert greiddist úr málinu. Svo loks,
í síðastliðnum mánuði samþykkir
hæjarstjórn að leita fyrir sjer
annarsstaðar um kaup á efni. Að
vísu fvlgdí ])að með, að }>ett<i
foæri ekki að skllja þannig að bú-
íð væri að gefa upp alla von með
: að fá efnið frá Danmörku og
vaeri enn unnlð að því.
Þannig horfir málið við, í stór-
Tim dráttum, frá sjónarmiði al-
mennings í hænum. Bæjarbúar
vita hinsvegar ekkert um það, á
hverju málið stramlaí^. í rauu og
vern. Strandar það á því, að ekki
fæst samþykki ófi’iðaraðilja, aím-
ars eða beggja, fyrir því, að efn-
ið sje flutt hingað frá Danmörku ?
Eða strandar það á hinn, að það
sje raunverulega ómögulegt, að fá
efnið flutt? Skip sje ófáanlegt;
vátrygging sje svo dýr, að ekki
sje af þeirn sökum kleift að fá
^efnið, eða þvíumlíku.
En, sem sagt, alt er þetta óljóst
fyrir almenningi. Hinsvegar er
jbetta mikla hagsmunamál Reyk-
•víkinga og þjóðarinnar í lieild nú
■komið í það öngþveiti, að fylsta
ástæða er að krefjast þess, að gerð
sje full grein fyrir því opinber-
lega, hveniig málið stendur í
raun og veru, og á hverju það
strandar, að ekki hefir tekist að
ífá efnið flutt frá Damnörku.
fÞess er að vænta, að ríkisstjórn
..i.n ]>essa skýrslu, því að þjóð-
ín á heimting á að fá að vita hið
rjetta og sanna.
5
Higarður Nordal
LtF OG DA17DI
Sennilega hefir eng’inn er-
indaflokkur, sem flutt-
ur hefir verið í Ríkisútvarp-
ið, vakið jafnmikla athygli
og fyrirlestrar Sigurðar
Nordals prófessors um líf og
dauða.
Er hvorttveggja, að efnið sjálft
er engum manni, hvort sem hann
er lærður eða leikur, óviðkom-
andi, en hins vegar er Sigurður
Nordal sjálfsagt snjallasti fyrir-
lesari, sem nú er uppi með þjóð-
inni. Menn væntu mikils, en urðu
hvergi vousviknir. Erindi þessi ero
nú komin út, með all-löngum eftir-
mála, þar sem ýms atriði eru nán-
ar skýrð en kostur var á í fvrir
lestrunum.
★
Efni þessara erinda er almenn-
ingi svo kunnugt, að þess gerist
ekki þörf að rekja það hjer í heild,
og mun jeg því frekar stikla á
nokkrum aðálatriðum. Markmið
fyrirlestranná er að greiða úr eft-
irfarandi spurningum: „Hvað get-
um við vitað’ eða hugsað rjettast
um tilgang mannlegs lífs og hvern-
ig þeim tilgangi verði náð ? Hvað
eigum við að meta mest í lífinu ?
Hverjar eru leiðirnar til þess að
verða sem farsælastir, til sem
mestrar gæfu sjálfum okkur og
öðrum?“ í þessum spurningum
felst reyndar viðfangsefni allrar
siðfræði og lífsspeki, en höfundur-
inn takmarkar brátt svið sitt, vel-
ur eitt aðalsjónannið: „Hvaða þýð-
ingu hefir viðhorf okkar við dauð-
anum, trúin á annað líf fyrir sið-
ferði okkar og persónuþroská ?
Hann „skoðar lífið frá sjónarmiði
dauðans og dauðanu frá sjónar-
miði lífsins“.
Höfundur er sanufærður um, að
við lifum eftir dauðann. Megin-
uppistaða í lífsskoðun hans er sú,
að oltkur farnist þetta líf best, ef
við skoðum það sem undirbúning
annars lífs. Þessa skoðun styður
hann með morgum rökum, og er
síðasti fyrirlesturinn, „Ferðin, sem
aldrei var farin“, niðurstaða og
kjarni hugleiðinga hans. Dæmi-
saga þessi er frábærlega vel rituð,
og frá listrænu sjónarmiði má hik-
laust telja hana í r<’»ð fremstu
smásagna, sem skráðar liafa verið
á íslenska tungu. Höfundur gerir
sjer vel grein fyrir því, að hjer
er ekki um hlutlæga, vísindalega
sönnun fyrir öðru lífi að ræða,
heldur aðeins leiðsögutilgátu, sem
menn verða að prófa með sínu
eigin lífi. Við eigum að lifa lífinu
upp á djörfustu leiðsögutilgátuna,
því að annars getur farið svo, að
við finnnm aldrei hið sanna gildi
lífsins.
★
Aður en jeg ræði frekar þessa
meginhugmynd bókarinnar, vil jeg
drepa á nokkur atriði í lífsskoðun
höfundar, eiiis og hún kemur fram
í þessari bók: Höfundur er víð-
sýnn trúmaður, sem ekki getur
felt sig við kenningakreddur neins
sjerstaks trúarflokks. Hann vegur
á báðar hendiir. Hann greiðirþung
högg hinni vfirborðslegu efnis-
hyggju, sem er nú vfirleitt
löngu úr sögunni meðal vís
indamanna og heimspekinga, en
á enn mikil ítök hjá almenn-
ingi og stjórnmálastefnum,
sem löngum hafa bjargast við lje-
legar og úreltar heimspeltikenn-
ingar. Hins vegar veitist hann að
kirkjunni. t’irðist honum hún láta
kjarna og anda trúarinnar kafna
í fjarstæðum kennisetningum, sem
stríða á móti heilbrigðri skynsemi
og jafnvel prestarnir sjálfir veigra
sjer við að halda á lofti og leggja
áherslu á í ræðum sínum. 11öf-
undur er svo frjálslyndur, að hann
viðurkennir tilverurjett hvers trú-
arflokks, þó með tveim skilvrðum:
að þeir ofsæki ekki aðra menn
fyrir trúarskoðanir þeirra, og að
trú þessara manna nái settu tak-
marki. Hann tekur hina víðsýnu
trúmenn langt fram yfir hina
þröngsýnu. Leið trúarbragðanna á
að vera svo bein, að enginn mað-
ur þurfi að hika við að leggja
út á hana af skynsamlegum nje
siðférðilegum ástæðum. Hlutverk
spámanna og siðbótamanna er á-
valt í því fólgið, að skilja liismið
frá kjarnanum, að greiða veg
drottins, gera beinar brautir hans.
Þykit1 böfundi íslenska kirkjan
eiga f’áft Slíká leiðsögumenn.
Þótt höfuiidur telji trúhneigð-
ina eðlisnauðsyn flestra manna, e?
liann fjarri því að vamneta sltyn-
semi og þekkingu, svo langt sem
þær ná. „Það er ekki hlutverk
trúarbragðanna að bæla niður vit
okkar og þekkiiigu, heldur að taka
þar við, sein þeklíingin nær ekki
til .... Enginn maður getur ver-
ið heill og einlægur í trú sinn>,
tiema hann láti skynsemina lýsa
sjer eius langt og hún nær“. Trú-
in á að taka við, þar sem örugga
þekkingu þrýtur; trúin er fyrir
utan vísindin, en ekki á móti
þeim, ultra scientiam, non contra,
svo að vikið sje við einkunnar-
orðum Ilelga Pjeturss að Nyali.
Nordal hefir trú og ást á lífinu.
Hann er enginn meinlætamaður og
vill að menn njóti lífsins í allri
]>ess fyllingii. En í nautn jarð-
neskra gæða vill hann að menn
gæti meðalhófs, þessa gullna veg-
ar, sem flestir spekingar heimsins.
frá upphafi söguiinar til þessa
dags, hafa jafnan hent meðbræðr-
um sínum á. Hamingjan er þó
ekki markmið lífsins, heldur að-
eins merki um það, að við sjeura
á rjettri leið.
★
En víkjum nú aftur að þunga-
miðjunni í bókinni, skoðum lífið
frá sjónarmiði dauðans og dauð-
ann frá sjónarmiði lífsins. Jeg
dreg ekki eitt augnablik í efa,
að trúin á annað líf hafi gildi
fyrir persónuþroska og siðferði
margra manna, að þeim sje um-
hugsunin mn annað líf besta vega-
ljósið til að greina á milli sannra
og falsaðra gæða lífsin, og loks,
að skynsamlegur undirbúningur
amiars lífs komi ekki í hága við
sanna velferð í þessu lífi. En trú-
in á annað líf þarf eklci ein út af
fyrir sig að leiða til aukinnar á-
byrgðartilfinningar gagnvart líf-
inn. nje heldur til góðs lífernis.
Hún getur jafnvel orðið einskonar
skálkaskjól; tíminn er nógnr fram
undan, enginn segir flýttu þjer.
hinum trúaða kæruleysingja fer
líkt og lötum nianni, sem hefir
sig ekki að verki, en huggar sig
við það, að nógur sje tíminn fram-
undan til að ljúka því. Jeg hygg,
að á vegi Norals hafi orðið menn,
engu síður en á mínum, sem hafa
verið mjög trúaðir og eklti hafa
efast um, að annað líf væri til,
en sennilega myndum A’ið báðir
hika við að telja suma þeirra í
hóp hinna hestu manna, sem við
höfum kynst, og e. t. v. hvorki
telja þá góða drengi eða göfuga
menn. Þeir eru trúaðir, en „eitt-
hvað vantar þarna“, eins og Jón
fiá Iilíð sagði. Eins og Nordal
bendir líka rjettilega á, voru sið-
ir og siðferði manna síst betri en
nú á þeim tímum, er trúin á ann-
að líf var almennari og Sterkari
en nú virðist vera. Reyndar má
varpa fram þeirri spurningu, hvoi't
þessum mönnurn hefði ekki verið
enn meira siðferðilega áfátt, ef
þeir liefðu ekki trúað á annað
líf. Hvað sem því líður er hitt
þó víst, að trúin á annað líf
nægði ekki til að gera hugsunar-
hátt þeirra göfugan og breytni
]>eirra góða.
Mjer virðast rökin fyrir þeirri
lífsskoðun, senl þarf að styðjast
við ódauðleik sálarinnar eða tni
á annað líf, vera aðallega tvenns-
konar; Manninnm’ er nauðsynlegr
að trúa á annað líf til þess að
geta lifað fullu siðferðis- og menn-
ingarlífi, og í öðru lagi er þessi
trú nauðsynleg til að fá einhvern
tilgang í lífið. Skal jeg nú stutt
lega athuga þessi rök.
★
Þar sem ekki er enn fengin
hlutlæg sönnun fvrir öðru lífi, eru
margir menn til, sem ekki triia á
það, en flestir gera þó sjálfsagt
ráð fyrir þyí sem möguleika. Ýms-
um þessum mönnum farnast á eng-
an hátt illa í þessu lífi, lífsstjórn
þeirra er í besta lagi, þeir eru
góðir og göfugir menn. Nægir í
þessu sambandi að benda á Step-
han G. Stephansson og menn, sem
svipaða lífsskoðun hafa og hanu.
Það er því hægt að ná háum sið-
ferðis- og persónuþroska án þess
að trúa á annað lif. Fyrir mitt
levti ]>vkir mjer þessi lífsskoðnn
hin fegursta og karlmannlegasta,
á meðan ]>ekking okkar á þessum
málum er ekki lengra komin. Lífið
hefir ýms þau verðmæti, sem h’afa
gildi í sjálfu sjer, hvort sem per-
sónuleiki mannsins lifir eftir dauð-
ann eða ekki. Og það eru þessi
verðmæti, sem gera lífið þess virði
að því sje lifað. Viðleitni manna
til liærra siðferðis og menningar
mvndi ekki missa gildi sitt,
þótt annað líf væri ekki til.
Mjer virðist Nordal líka hall-
ast nokkuð að þessari lífs-
skoðun. Hann segir til dfflm-
is, að ráðvendnin hafi sitt eigið
takmark, að siðferðisþroskinn beri
í sjer sín eigin laun, en það þýðir.
að siðferði og menning mannsins
þarf ekki að styðjast við trúna á
annað líf. Og í „Ferðinni, sem
aldrei var farin“, lætur liann
I.ueius spyrja sjálfan sig: „Elsk.i
jeg Jiennan dag af því að hann
flytur mig nær ferðinni, sem er
takmark lífs míns, eða er slíkur
dagur nóg takmark í sjálfu sjer?“
Fæst mi nokkuð fyllri tilgang-
ur í lífið, þótt því sje trúað, að
það sje óendanlega langt, ef ekfei
sjest neinn tilgangur með þessn
stutta lífi eiiistaklingaiina
manntegundarinnar lijer á jörð-
unni? Jeg veit ekki, hvort mann-
lífið, lífið yfirleitt og heimurinn
í heild hafa nokkurn tilgang, nje
heldur, liver sá tilgangur kynni
að vera. Lífið hefir ef til vill ekkr
annan tilgang en þann, er við
sjálfir setjum því. En hitt er víst,
að hver hugsandi maður leitast
við að sjá einhvern tilgang með
lífi sínu, þótt svörin við spurn-
ingunni, hver er tilgangur lífsins,,
sjeu harla mörg og ólík. Tniin á
framhaldslíf persónuleikans eftir
dauðann ér að mmiii reynslu ekfei
nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að
sjá tilgang með lífinu, ]iví að öll
eilífðin er jafnfánýt og tilgangs-
laus, ef mannsævin hefir ekkert
innra gildi eða tilgang. Aðeins trú
á gildi lífsins er naúðsynleg til
að sjá t-ilgang með því, og þessi
trú og reynsla gera lífið þess virði
að því sje lifað. Að minni skoðnn
liefir leitin að hinu fagra, góða og
sanna sjálfsgildi, tilgang og mark-
mið í sjálfu sjer, laun þessarar
viðleitni eru í henni sjálfri fólgin,
ogj ef hún hefði ekki sjálfsgildi,
væri líf okkar jafntilgangslaust og
fánýtt, þótt það væri óendanlega
miklu lengra.
í stuttu máli: eleg sje livorki,
að trúin á annað líf sje nauðsyn-
legt til að lifa fullu siðferðis- og
menningarlífi, nje að þessi trú
leysi gátuna um tilgang lífsins.
Loks fæ jeg Heldur ekki sjeð, að
trúin á annað líf, eða jafnvcl
hlutlæg sönnun fvrir öðru lífi,
þurfi nauðsynlega að hafa mikil
bætandi áhrif á hugarfar og
hreytni manna og auka ábyrðgar-
tilfinningu þeirra. Fyrir þá, sem
hafa ekki „fundið lífið“, fundið
liin æðstu gildi þess, myndi þessi
þekking vera dauður bókstafur og
því sáralítil áhrif hafa á breytni
þeirra og hugarfar.
★
Bókin er ritnð af mikilli sann-
léiksást, alvöru og lireinskilni, í
hverju atriði ber hún svip per-
sónuleika höfundar og sjálfstæðr-
ar umhugsunar. Ef það á fyrir
okkur að liggja, að enn syrtt
meira í lofti, og ófrelsi og þræls-
hugsun herði enn tökin í þjóðlífi
oltkar, mnn þetta rit verða óbrot-
gjarn minnisvarði frjálsrar og víð-
sýnnar hugsunar hjer á Islandi á
þessari öld. En ef til vill- má vona
að þessi bók sje árroði þeirrar
aldar, sem hefir það hlutverk að
„skapa hreiitna siðferði, spaklegri
lífsskoðun og trúarbrögð, sem
skírð eru í eldi allrar þeirrar
reynslu og efasemda, sem við ráð-
um yfir, í fullu samræmi við alt
eðli okkar og hugsun“.
Símon Jóh. Ágústsson.