Morgunblaðið - 07.01.1941, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1941, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 7. janúar 1941. HAMINGJUHJÓLIÐ I. O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýliða. i 2. Blástakka lausatríóið syng- ur. S. Óákveðið. 4. Bindindisþáttur: B. Sigv. ÍÞRÓTTAFJELAGIÐ. Æfingar fyrir pilta hefjast aft- ur í kvöld kl. 8 á Hringbraut 33. VENUS RÆSTIDUFT drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. Nauösyniegt á hverju heimili. hOsgögnin yðar mundu gljáa ennþá betur, e: þjer notuðuð eingöngu Rekorc húsgagnagljáa. hOs óskast til kaups Tilboð merkt: „7“, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 10. janúar. ,NÝA FORNSALAN, Aðalstræti 4, kaupir allskonar húsgögn ný og notuð og karl- mannafatnað. Sækjum heim. Sími 5605. Sama gildir fyrir Hafnarfjörð. STÓRT TIMBURHOS rjett við miðbæinn til sölu. Leigutekjur ca. 15% af sölu- verði. Fyrirspurnir merktar: Timburhús, afhendist blaðinu fyrir 12. þ. m. KAUPUM FLÖSKUR etórar og smáar, whiskypela, ylös og bóndósir. Flöskubúðin, 3ergstaðastræti 10. Sími 5395. 5ækjum. Opið allan daginn. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR blússur og pils altaf fyrirliggj- andi. Saumastofan Uppsölum. Sími 2744. HARÐFISKSALAN f»vergötu, selur góðan og þurk- aðan saltfisk. Sími 3448. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. KÁPUR og FRAKKAR , fyrirliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, dömuklæðskeri - - Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ðna og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- -vegs Apótek. Islenskustu barnabækurnar koti og Sæmundur fróði. «ru Trölli, Ljósmóðirin í Stöðla- NÁTTÚRUFRÆÐIFJELAGIÐ Ihefir samkomu í kvöld kl. 8V& 5 Háskólanum, 1. kenslustofu. SMÁB ARN ASKÓLI tainn byrjar aftur 7. jan. Lára jGuðmundsdóttir, Vífilsgötu 2. f!ími 5732. ^r- ^ — ^ ~ &*£Jí*fnningac 28. datíur Eleanor, dóttii Fred Upjohn, yfir- verkfræöings, er gift Kester Larne, óðalseiganda að Ardeith óðali. Þau eru ólík að upplagi og uppruna, og foreldrar beggja hafa verið á móti giftingu þeirra. Þau hafa þó verið mjög hamingjusöm tii þessa — uns banki Kesters hótar að taka Ardeith óðal upp í skuldir. — Eleanor of- býður kæruleysi Kesters í fjármálum og þeim verður sundurorða. Hún á- kveður að fara til New Orleans og tala við bankastjórann, en Kester fer í veislu. Loks leit hún upp og mætti augnaráði hans. En hann sneri þá talinu að öðru og sagði: „Þau verða fyrir miklum vonbrigðum heima, ef þau fá ekki að sjá hig, úr því að þú ert hjer á ferð. Má jeg ekki síma til Molly og segja, að þú komir ,til miðdegisverðar í kvöld ?“ Eleanor kærði sig lítið um að hitta nokkra manneskju, eins og á stóð, en gat ekki fengið af sjer að neita bón hans, svo að hún kinkaði kolli til samþykkis, en sagði síðan: „En við minnumst ekki einu orði á það við neinn, í hvaða erindum jeg er hingað kom- in“. „Nei, auðvitað ekki“, . svaraði hann innilega. „Þú getur átt mörg erindi í bæinn. Langar þig ekki að koma og drekka kaffi með mjer einhversstaðar ?“ „Nei, þakka þjer fvrir. -Teg verð að flýta mjer heim til Cornelíu, og síðan þarf jeg að tala við Mr. Robichaux“. „Jæja, eins og þú vilt. Við sjá- umst þá í kvöld“. Eleanor fór heim á liótelið og beið þar, uns tími var kominn til þess að fara í bankann, en þang- að fór hún seinni hluta dagsins og hitti Mr. Robichaux að máli. ★ Robichaux var eldri maður, gráhærður og gæðalegur á svip. Hann varð mjög alvörugefinn, er hún spurði um Ardeith lánið og æskti þess að fá að vita, hve stór skuldin væri og hvenær rentur og afborganir fjelli. Robichaux ræslcti sig vandræða- lega. Hann hafði verið neyddur til þess að senda Kester all hvast brjef Faðir hans hafði að vísu oft feng- ið lán út á bómullaruppskeruna, en hafði verið nákvæmari með af- borganir, þó að hann reyndar — — og Robichaux ræskti sig aftur og sneri talinu að nútíðinni. Jú, það hafði verið vanrækt í seinni tíð að greiða rentur og afborgan- ir. Það var eins og Kester væri farinn að sljófgast. Auk þess var plantekran orðin — all niðurnídd og vanhirt, og var því ekki leng- ur jafn góð trygging fyrir lán- inu og upphaflega“. „Já, jeg skil það“, sagði Elea- nor. „En hve mikið fje skuldum v*> stOlka óskast í vist nú þegar. Gott kaup! Elín Hólm, Vífilsgötu 6. STÓR IbOÐ óskast frá 14. maí. Tilboð merkt: „G“, sendist Morgun- blaðinu. fctttir GWEN BRINIOW við bankanum og hvenær falla lánin í gjalddagaf' Robichaux kallaði á skrifara sinn og hann kom að vörmu spori með heilan hlaða af skjölum. ★ Áður en ein klukkustund var liðin vissi Eleanor, að þau bjuggu aðeins á Ardeith fyrir náð bank- ans. Kester hafði augsýnilega ver- ið fús til þess að skrifa nafnið sitt á hvaða miða sem var, til þess að sleppa við peningaáhyggjur í svip. Hún skrifaði tölurnar niður hjá sjer og bætti við> upphæðinni á reikningunum, sem hún hafði fund ið í skrifborði Kesters. Lauslega reiknað taldist henni svo til, að Kester skuldaði samtals nær hundrað þúsund dollara. Mr. Robichaux benti Eleanor líka á það, að Kester hefði smátt og smátt selt jörðina á leigu í siná bútum, svo að óðalið væri að eyðieggjast af ljelegum ræktunar- aðferðum. Eleanor þakkaði honum fyrir allar upplýsingarnar og fór heim á hótelið. Síðan skifti hún um föt og bað Dilcv að gæta Cornelíu, meðan hvin sliryppi til móður sinn- ar. ★ Það var glatt á hjalla undir borðum. Og um kvöldið komu Tonelli systkinin í heimsókn, með Guy Rickert, unnusta Lenu. Elea- nor kunni mæta vel við sig í þess- um glaða hópi, og fanst sem hefði hún aldrei skilið við þessa kunn- ingja sína. Þetta var alt heiðar- legt fólk, sem hægt var að treysta til hins ýtrasta. Ekkert þeirra hefði grunað, að hún væri í nein- um vandræðum. Guy og Lena fylgdu henni heim á hótelið í einkabifreið sinni. Elea- nor stóð um stund og horfði á eftir þeim, angurvær í bragði. Henni fanst sem tækju þau með sjer hið mikla sjálfstraust henn- ar, svo að hún stæði slypp og snauð eftir. ★ Það fyrsta, sem Eleanor sá, þeg- ar hun opnaði hurðina inn í her- bergi sitt, var Kester. Hann sat þar og var að lesa dagblað, en stökk á fætur og fleygði blaðinu á gólfið, þegar hún kom inn. „Manstu hver jeg erf‘ sagði hann brosandi. Eleanor gekk rak- leiðis til hans, og Kester breiddi faðminn út á móti henni. Hún hallaði höfðinu að barmi hans og furðaði sig á ]>ví, að jafnvel nú fann hún hjá Kester þetta sama indæla. ö'rugga skjól og ávalt áð- ur. Hún leit upp til hans og spurði: „Ertu reiður yfir, að jeg skvldi fara, Kester?“ „Hvað þýddi það að verða reið- ur?“ svaraði Kester. „Hvernig leið Cornelíu á ferðalaginu ?“ „Ágætlega“. „Já, mjer sýndist það. Jeg Ijek við liana, uns hún sofnaði“. Hann hjálpaði Eleanor úr yfir- höfninni, og Eleanor gat rjett að- eins bjargað hattinum sínum, áð- ur en hann fleygði honum á rúm- ið. Þetta var dýrindis flauelshatt- ur. Það gat liðið langur tími, áð- ur en hun hafði efni á að kaupa sjer annað eins höfuðfat. ★ „Jæja , sagði Kester brosandi, meðan hún Ijet hattinn í öskju, „hvað hefir þú svo tekið þjer fyr- ir hendur, þú framgjarna kona?“ Eleanor var enn með hálfan ; hugann við æskuheimilið og ekki í því skapinu að gera að gamni sínu. Hún svaraði því heldur hvast og formálalaust: „Jeg hefi gert upp skuldirnar. Þú skuldar samtals nær liundrað þvisund dollara“. „Hundrað þúsund — — nei, Eleanor, komdu ekki með svona heilaspuna‘ ‘. „Það er enginn heilaspuni. Þú vissir ekki, hve há upphæðin var orðin, og því aflaði jeg mjer uþp- lýsina um það“. , Kester blístraði lágt, hallaði sjer aftur í stólnum og einblíndi á ljósakrónuna. Eleanor sagði honum frá sam- tali sínu við Mr. Robichaux. „Augnablik!“ sagði Kester alt í einu. ,,-Jeg skrepp snöggvast nið- ur ,og síma til hans“. „Svona seint?“ „Klukkan er ekki orðin 12. Jeg síma heim til hans“. ★ Kester fór út til þess að síma, sannfærður um, að ekkert ilt gæti hent hann, en Eleanor fór inn til ! Cornelíu. Hún laut niður að vögg: unni. Cornelía liafði sofnað með hringlu í hendinni, og Eleanor tók hana af lienni, svo að húiz meiddi sig ekki á henni í svefu- inum. Þegar hún kom aftur inn í her- bergi sitt, uppgötvaði hún, að hringlan ‘var ný, og fleygði henni frá sjer í reiði. Kester hafði aug- sýnilega haft hana með sjer. Með- an skuldirnar steðjuðu að honum tir öílum áttum, hafði hann sann- arlega ekki leyfi til þess að> fleygja iit peningum fyrir leik- föngum handa barni, sem átti þegar meira en nóg af ógreiddunr hixusmunum. En Kester kom að vörmu spori aftur í besta skapi. Hann átti að hitta Mr. Robichaux ld. 3 næsta dag. Og h.ann kysti Eleanor og fullvissaði hana um, að hamr. skyldi víst bjarga þessu. Eleanor brosti, lítt trúuð á það„ og spurði: „Finst þjer ekki slæmt að veras , svona skuldugur ?‘ ‘ Fram h. NÝKOMIÐ: Kvenullarsokkar á 5.50 Kvensilkisokkar á 6.75 Kvensilkisokkar, lakari, á 3.75 Verslunin DYNGJA Laugaveg 25. NÝBÓK: DR. EINAR ÓL. SVEINSSON: Sturlungaöld Drög um íslenska menningu á þrettándu öld. Verð kr. 6.50 heft, kr. 8.50 í bandi og kr. 12.75 í skinnbandi. . (Nokkur tölusett eint. á betri pappír í skinnbandi kr^O.OO) - AÐALÚTSALA: Bóksverslun Sigíúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.