Morgunblaðið - 07.01.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1941, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. janúar 1941. Tilkynning til inntljftjenda frá Gjaldeyris- ng innflutniogsnefnd TTjer neð vill nefndin vekja athygli innflytjenda veínaoarvöru, búsáhalda og skófatnaðar á því, að úthlut- un leyía fyrir ofangreindum vörum stendur nú yfir og er því nauðsynlegt að þeir, sem ekki hafa þegar sent umsókn- ir sínar til nefndarinnar, geri það nú þegar. Það skal tekið fram, að leyfi fyrir vörum þessum verða, af gjaldeyrisástæðum, bundin við kaup frá Bret- landi. Afgreiðsla á leyfum fyrir öðrum vörum frá Bret- landi fer nú einnig fram og verða umsóknir afgreiddai* jafnótt og þær berast. Að því er snertir leyfi til vörukaupa frá Ameríku skal þess getið, að slík leyfi verða ekki veitt fyrir lengri tíma- bil í senn, heldur aðeins fyrir einstökum pöntunum eða sjerstaklega tilteknum kaupum og verða ákvarðanir um slíkar leyfisveitingar teknar að undangenginni rækilegri athugun. Þurfa umsækjendur því að gera nefndinni ræki- íega grein fyrir öllum umsóknum um gjaldeyris- og inn- fiutningsleyfi fyrir vörum frá Ameríku og eru innflytj- endur stranglega ámintir um að gera engar ráðstafanir til vörukaupa þaðan nema að fengnu leyfi. Reykjavík, 3. janúar 1941. Gialdeyris- og innflutningsnefnd. Tilkynning fil bifreiðaeigenda. Athygli bifreiðaeiifenda i Reykfavík skal vakin á því, að ábyrgðarlrygging- argjöld fyrir timabilið frá 1. janúar til I. júli 1941 eru fallin i gjalddaga. Ber bifreiðaeijgendum að sýna á Iðgreglustoðinni ■ Pósthússtræti 3, fyrir V 14. þ. m. kvittanlr fyrir greiðslu iðgjaldanna. Lðgreglusfjórlnn í Reykjavík. 6. jan. 1941. Agnar Kofoed-Hansen. Reykjavík - Alflaues Fastar bílferðir 9 sinnum á viku. Að fengnu leyfi póst- og símamálastjórnar verða áætl- unarferðir þannig til marsloka: Frá Reykjavík: Sunnudaga og laugardaga kl. 12.30 og kl. 20.00, miðvikudaga kl. 17.00, alla aðra daga kl. 12.30. Frá Bessastaðagranda: Alla daga kl. 9 og auk þess sunnu- daga og laugardaga kl. 19.00. Gunnar Stefánsson. Eyþór Stefánsson. Afgreiðsla Bifreiðastöð ísiands. Faust-sýning Stúdentafjelags Reykjavíkur Stúdentafjelag Reykjavíkur efndi á nýársdag til leik- sýningar í Hátíðasal Háskólans Sýning þessi var í alla staði merkileg og athyglisverð, ekki aðeins af því að hjer er um að ræða algera nýung á sviði leiksýninga hjer á landi, heldur og af því, að leikritið sjálft er stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir og að fram- kvæmd sýningarinnar var hin prýðilegasta, listræn og áhrifa- mikil. Var raunar undravert hvílíkum áhrifum mátti ná með þessum fremur frumstæðu leik- brúðu-marionettu-leikaferðum. En það sem mestu hefir valdið um þetta er, að stjórnari þess- arar leiksýningar er í flokki bestu fagmanna hjer í álfu á þessu sviði. En þótt leiksýfhingin væri þann veg hin listrænasta er þó ekki minna vert um hitt, að þessi Faust-leikur bregður upp skýrri og glöggri mynd af hug- myndaheimi miðaldanna. Bar- áttan milli hins illa og góða hefir átt sjer heimilisfang inn- an sagna frá upphafi vega mannkynsins. Nægir að vísa til um það til grískra og norrænna goðsagna. Úr þessum jarðvegi uxu fram sagnstofnar um ofur- menni, er risu gegn hinum guð- legu máttarvöldum. Þessum ofurmennum eða töframönnum tókst oft að ná sambandi við djöfulinn, gerðu við hann samn- ing eða sáttmála og undirrituðu með blóði. Blóðið var því það band, er tengdi mennina við 'iöfðingja myrkravaldsins. Töfr ar þessir voru að vísu tvenns- konar, hvítir og svartir, en svarti-galdur, • ‘eða i.ambandið við illu 'andana veitti meiri þekkingu /og því meiri áhrif og völd. Samband við djöfulinn var algengt í skáldskap miðaldanna og þó miklu lengur. Dr. Faust, sem leikrit þetta er kent við, var einn þessara frægu töframanna og ofur- menna, er að framan greinir. Talið er að hann hafi fæðst uni 1480 og var þjóðverskur að kyni. Er sagt, að hann hafi stundað guðfræðinám og lækn- A U O A Ð hvílúst með gleraugnm frá THIELE JÖ rLjöií hoffiá’ meá RITS rafibEEÍisáu^i isfræði við háskólann í Witten- berg. En hugur hans hafi hneigst síðar að dulspeki og fjölkyngi. Þau fræði á hann að hafa numið í Krakau og víðar. Hann mun hafa andast um 1540 og var þá talinn mestur fjölkyngis- og galdramaður sinnar samtíðar. Eins og altítt er mynduðust margvíslegar þjóðsagnir um slík- an mann og voru með allmiklum kynjablæ. Bækur, sem gefnar hafa verið út um þetta efni, eru hinar merkilegustu heimildir um hjátrú og hindurvitni þeirra tíma. En auk þess er vafið inn í efni þeirra hinu dramatíska í örlögum Fausts. Þetta dramatíska efni heillaði brátt hugi leikritaskáldanna. Frægust Faust-leikrit eru eftir enska skáldið Christoph Marlowe: The Tragical history of Doctor Faustus frá því um 1592 og svo hið stórmerka og víðkunna leikrit Goethes. En mjög margii' aði'ir Faust- leikir rirðu til. Leikrit Marlowes var sýnt víða á Þýskalandi á 17. öld og munu þær sýningar hafa orðið til þess að margir þýskir Faust-leikir voru samdir, einkum fyrir leikbrúður (Marionettes). Eru þeir um margt á annan veg en leikur Marlowes. Er það hinn ágætasti þessara marionettn-leika, er Stúdentafjelag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir í hátíða- sal Iláskólans. Ekki var laust við, að þeirra töfra gætti undir áhrifum sýning- arinnar, að dregið hefði verið tjald. fyrir nútímann, en því hinu þykka tjaldi, er skyggir á lífssvið mið- aldanna, hefði verið svift frá og j áhorfandinn væri augliti til 'aug- ’litis við hugmynda- og trúarheim miðaldanna. Ahorfandinn sá þar í , Ijósri mynd hjátrú og hindur- ! vitni þeirra tíma. Hann sá hversu I helvítistrúin og eilíf fordæming hafði þá heltekið hugi manna. Hann sá hversn vakl hins illa hafði dáleiðslukend áhrif á manns sálirnar og hversu foringi myrk- urs og kvalræðis færðist í auk- ana, af því að helvíti skygði á himnaríki í trúarskoðunum þátíð- armanna. En þegar tjaldið að þessu lífs- sviði miðaldanna var að síðustu dregið fyrir og áhorfandinn gekk á braut, skaut þeirri hugsun upp í hugann, að lífseigla trúarhug- myndanna væri mikil, og hvorr, sólskin k guðstrúarinnar og hiu bjarta trú himnanna hefði náð til allra afkima í trúarheimum nú- thnamanna. En það er kapituli út af fyrir sig. P.t. Reykjavík, 2. jan. 1941. Eiríkur Albertsson. Jajtuð-furulið STOKKABELTI tapaðist frá Elliheimilinu að Fjölni&veg 7. Uppl. í síma 2740. Fjölmenn samkoma Sjðlf- stæðismaona aö Stórólfshvoli Sjálfstæðisfjelögin í Rang- árvallasýslu hjeldu fjöl- menna samkomu að Stórólfs- hvoli síðastl. laugardag. Ární Jónsson frá Múla og Gunnar Thoroddsen fóru austur af hendi miðstjórnar flokksins, en með þeim fór Jakob Hafstein framkvæmdarstjóri til að skemta með söng. Formaður Sjálfstæðisfjelags Rangæinga, Guðm. Erlendsson hreppstjóri á Núpi í Fljótshlíð, setti samkomuna og stjórnaði henni með alkunnum myndar- brag. Hófst hún með því, að Jakob Hafstein söng nokkur einsöngslög og var honum ó- spart klappað lof í lófa. Fyrstur tók til máls Árni Jónsson og- rakti í snjallri og rökfastri ræðu nokkur þau mál, sem nú eru helst notuð til áróðurs gegn Sjálfstæðismönnum, fjármálin, skattamálin, kaupgjaldsmál, af- urðasölumálin o- m. fl. Ræddi hann stjórnarsamstarfið og þann skort á heilindum, sem þar hefði komið fram á marga lund af hendi Framsóknar- manna. Gunnar Thoroddsen talaði næstur. og sneri sjer einkum að útlitinu í sjálfstæðismálinn. Ræddi hann um helstu rök er mæltu annarsvegar með fulln- aðarlausn þess á þessu ári, og hinsvegar þau er styðja frestun málsins. Sýndi hann fram á hættur þær, sem sjálfstæði voru væri búnu, bæði frá nasistum, kommúnistum og Snæbirning- um. Hvort sem sjálfstæðismál- ið yrði leyst nú í sumar eða frestað, þá ættum vjer að stefna örugt að því að vera engum háðir, og það væri þjóð- háskaleg starfsemi að mæla fram með því að ísland yrði hjálenda annara þjóða, hvort sem það væru Rússar, Þjóðverj- ar eða Bretar. Af Rangæingum tóku til máls Guðm. Erlendsson bóndi á Núpi, Ingólfur Jóns^on kaup- f jelagsstjóri á Hellu, Páll Björgvinsson á Efra-Hvoli og "'’-lendur Erlendsson bóndi í Teigi. Voru umræður fjörugar og fróðlegar. Að fundinum loknum var dansað. En öðru hvoru skemtu þeir Jakob Hafstein og Árni frá Múla með einsöng og tví- söng. Auk þess söng þingheim- ur ættjarðarsöngva. Sóttu sam- komuna eins margir eða fleiri en húsið gat rúmað. Samkoma þessi var hin á- gætasta og öllum sem hana sóttu til gagns og gleði. Xími 1388. LITLt BILtTÖðM UPPHITAÐIR BÍLAR. Er aokkuS at*r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.