Morgunblaðið - 31.01.1941, Síða 3

Morgunblaðið - 31.01.1941, Síða 3
j?'OBtudagur ii. januar 1941. M U KCi U N BLAÖlt) 3 Fjáihagsáæflunfln afgrefldd i bæjarsfjórn Ríflegur styrkur til húsmæðrafræöslu Tekur því ekki að leiðrjetta „Timann" um Háskólabíóið Ileimild fil fullrar verðlagsuppbófar FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkur fyrir yfir- standandi ár var til síðustu umræðu á bæjar- stjórnarfundi í gær. Fundurinn stóð fram á nótt, og var ekki lokið, er blaðið fór í prentun. Bæjarráð og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru fram nokkrar breytingartillögur við hið upprunalega fnmiyarp, og gerði Bjarni Benediktsson borgarstjóri grein fyrir tillögum þessum á fundinum. Árshátíð Sjálfstæðismanna á Eyrarbakka Sjálfstæðisfjelag Eyrarbakka hjelt árshátíð sína síðast- liðinn laugardag í samkomu- húsinU á Eyrarbakka, með sam- eiginlegri kaffidrykkju, ræðu- höldum, söng, dansi og fleiri skemtiatriðum. Formaður Fjelagsins, Jóhann Ólafsson, setti hátíðina með ræðu og stjórnaðj henni. — Skýrði hann nokkuð frá starf- semi fjelagsins og stofnun Sjálf stæðisfjelaganna í Árnessýslu 1 fyrra. Ræður fluttu Jakob Möller fjármálaráðherra, Eiríkur Ein- arsson alþm., Gunnar Thorodd- sen lögfr., Sig- Kristjánsson oddviti Eyrarbakka og Bjarni Júníusson bóndi í Syðra-Seli við Stokkseyri, flutti k veðju Stokkbekkinga. Var gerður hinn besti rómur að ölíum ræð- um manna. Ágúst Bjarnason og Jokob Hafstein sungu tvísöngva, bæði .•úr ,,Gluntarne“ og íslenska söngva. Brynjólfur Jóhannes- son skemti með gamansöng og öðrum leikaraskap. Þótti aði öllu þessu hin besta skemtun. Setið var að borðum fram yfir miðnætti og tóku þátt í borðhaldinu um 130 manns. — Síðan var dansað lengi nætur. Þessi árshátíð Eyrbekkinga þótti takast með afbrigðum vel Formenn iþrótta- ráða skipaðir Stjórn Iþróttasambands ís- lands hefir nýlega skipað formenn íþróttaráðanna hjer í bænum, en aðrir nefndarmenn eru skipaðir til tveggja ára og voru skipaðir í fyrra. Formenn eru: íþróttaráð Reykjavíkur, Stefán Runólfs- son, Sundráð Reykjavíkur: Er- lingur Pálsson. Skíðaráð Rvík- ur: Steinþór Sigurðsson. Formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur var kosinn á knattspyrnuþinginu í hapst, Pjetur Sigurðsson. Tillögur bæjarráðs voru þær helstar, að lagðar yrðu fram 65 þús. kr. til húsmæðrafræðslu, að frú Ólöfu Björnsdóttur, ekkju Pjeturs heitins Halldórssonar borgarstjóra verði greiddar 3600 kr. á ári í eftirlaun, að borgar- stjóra sje heimilt að taka 500 þíis. kr. rekstrarlán á árinu, og að gas- verðið verði hækkað úr 3Q aurum í 35 aura ten.metri. Húsmæðra- fræðslan. Um húsmæði’afræðsluna komst borgarstjóri að orði á þessa leið: — Konur bæjarins af öllum flolckum hafa vakið sterka hreyf- ingu til þess að knýja fram hús- stjórnarskólamálið. Vill bæjar- stjórnin að sjálfsögðu ekki láta sitt eftir liggja til þess að styðja þetta mál. Augljóst er, að það er bæði til leiðinda og fjártjóns fyrir bæjarbúa að hússtjórnarkenslan skuli -ekki vera komin hjer í betra horf. Því grundvöllurinn að hag- sýni húsmæðranna er hagnýt þekk ing þeirra, sem þær geta fengið á góðum hússtjórnarskólum. Síðán fjárhagsáætlunin var sam- in, er málið komið nokkuð lengra áleiðis. Forstöðukonur þessa máls eru nú í þann veginn að festa kaup á húsi fyrir skólann, svo nú ef þægilegra en áður að gera sjer grein fyrir stofnkostnaði skólans. Frumvarp hafa þærl og samið til laga um væntanlegan hússtjórn- arskóla. Er gert ráð fyrir því, að ríkissjóður taki á sig 2/3 af stofn- kostnaði skólans og bærinn 1/3, og’ er það í samræmi við það, sem annarsstaðar hefir verið. En sam- komulag um þetta er ekki fengið enn. Til reksturskostnaðar skólans fer tiltölnlega lítið þetta ár, því skólinn getur ekki starfað nema- 'síðustu mánuði ársins. Gasverðið. Tillagan um að hækka gasverð- ið stafar af því, að fyrirsjáanlegt er, að kolaverðið verður hærra en ætlað var, vegna þess hve farm- gjöld fara hækkandi. Hækknnin á gasverðinu er þó ékki miðuð við hina miklu verðhækkun á kölum, heldur er hún gerð til samræmis við verð á rafmagninu. Rekstrarlán. Um heimildina fyrir horgar- PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Hvað miðar bíómálinu áleið- is?, spurði blaðið Alex- ander Jóhannesson háskólarek- tor í gær. Heyrst hafði, að ein- hver afturkippur væri kominn í J>að. — Sjerstök nefnd hefir mál- ið með höndum, sagði rektor- inn, og er jeg ekki ínefndinni, Níels Dungal er formaður, og með honum Gunnar Thorodd- sen og Jón Hjaltalín. En í mál- inu er enginn afturkippur. — Síður en svo. Nú er fyrst að athuga hvað byggingin muni kosta. Hefir nefndin fyrst skrif- ati byggingarnefnd og spurt hvort nokkuð væri sje því til fyrirstöðu, að kvikmyndahús sje reist á lóð þeirri, er Há- skólinn hefir keypt við Aust- urstræti. Síðan þarf að fá bygginga- meistara til þess að spreyta sig á að gera útlits uppdrætti af húsinu. Og þegar einhver þeirra hefir verið valin, þá kemur til að gera vinnuuppdrætti. — Ef rannsókn leiðir í ljós, að það sje fjárhagslega gróðavænlegt að reisa húsið nú sem fyrst, þá verður gengið að því. — Hvað um fjárútvegun til byggingarinnar ? — jMálið er ekki komið svo langt, að nokkuð sje farið að hugsa um það enn. — Tíminn flutti þá fregn nýlega, að einhver Ónafngreind- ur maður hefði boðið Háskól- anum 700 þúsund króna lán til byggingarinnar. ---Já, jeg hefi heyrt frá því sagt, sagði rektorinn, að Tím- inn flutti þá fregn. En hún er helber uppspuni. Jeg átti tal við ritstjóra Tímans í gær, Þór- arinn Þórarinsson, og sagði honum frá því að enginn fót- ur væri fyrir þessari fregn hans. — Leiðrjettir hann. það þá í blaði sínu? — Það veit jeg ekkert. Jeg fór ekki fram á það við hann sjerstaklega. Jeg vildi aðeins vera viss um, að hann. vissi að fregnin væri ósönn. En Tíminn flytur hvort sem er einhverjar lygar um Háskólann svo að segja í hverju blaði. Það endist enginn til að vera að leiðrjetta það alt saman. Almenningur getur gengið að því nokk-jrn- veginn vísu, að það, sem Tím- inn segir um Háskólann sje ósatt. Næturakstur: Litla Bílstöðin. Sími 1380. liimniiiniimiuinnnnnniimiiniimninmiiHminniniiiiniif EE — ( Roosevelt 1 I 59 ára 1 I í gær | Franklin Delano Roose- velt, forseti Bandaríkjanna varð 59 ára gamall í gær. í Bandaríkjunum var haldið upp á afmælið, með því að hef ja söfnun í sjóð, sem verja á til baráttu gegn lömunarveikinni. En Roosevelt sýktist af þess- ari veiki árið 1922, og hefir hann ekki náð fullri heilsu siðan. Skjaldarglima Ármanns fer fram i kvöld T1 in árlega skjaldarglíma Á Ármanns fer fram í kvöld kl. 9 í Iðnó. Glíma þessi er ann- ar mesti glímuviðburður ársins. enda kept um nafnbótina „Glímukappi Reykjavíkur". Að þessu sinni keppa níu vaskir og ágætir glímumenn, eriu sjö þeirra úr Glímufjelag- inu Ármann, einn úr íþrótta- fjelagi Kjósarsýslu og einn frá U. M. F. Hvöt. Meðal keppenda frá Árm. eru Kjartan B. Guðjónsson, hinn prýðilegasti glimumaður, enda hefir hann nú nafnbótina glímpsniliingur íslands. Énn- fremur Jóhannes Ólafsson, Sig- urður Hallbjörnsson, Guðni Kristjánsson og fleiri snjallir glímumenn. Frá Hvít keppir Sigurður Ingvarsson og frá í. K. Grímur Norðdahl. Hin síðasta Islandsglíma þótti að mörgu leyti marka nýtt spor í rjetta átt með glímuna, vonandi verður þessi skjaldar- glíma Ármanns framhald að þeirri ágætu glímu sem þá sást. Allir hafa þessir glímumenn nú um nokkurt skeið æft undir ^stjórn glímukennara Ármanns, Jóns Þorsteinssonar. Þær eru orðnar margar skjaldarglímurnar, sem hafa komið glímuskjálfta í Reykvík- ina og skfemt þeim vel á liðnun árum við að horfa á skemtilega keppni í þessari fögru þjóðar- íþrótt vorri. Þeir. sem áhuga hafa fyrir glímu eða fögrum íbióttum, ættu ekki að setja sig úr færi að sjá þessa skjald- arglímu. Utilegubátar hafa fiskaö fyrir 75 þús. krónur ð mánuðf Hásetahlutur 1500-2000 kr. töðugar gæftir hafa verið ^ hjer í Faxaflóa í 20 daga samfleytt og er mjög sjaldgæft að gæftir sjeu svo langan tíma í einu í janúarmánuði. Morgunblaðið átti í gær tal við Óskar Halldórsson útgerð- armann um aflabrögðin og sagðist honum frá á þessa Ieið: Afli hefir verið ágætur á útilegubáta, en tregari á land- róðrarbáta. Útilegubátarnir hafa aðal- lega verið að veiðum í Jökul- djúpi og hafa hæstu skipin afl- að fyrir um 75 þúsund krónur síðan um jól. Hásetahlutur á þessum bátum er á rúmurft mánuði 1500—2000 krónur. Stærri bátarnir hafa allir, eða langflestir komið með afla sinn hingað til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar og selt hann í skip til útflutnings. Aflinn hjá landróðrabátun- um í verstöðvunum við Faxa- flóa hefir hinsvegar verið treg- ari. Fyrir nokkrum dögum var góður afli í 3—4 daga í Sand- gerði og Keflavík og fiskaðist þá 5—8 smálestir á bát í róðri 4 miðað við nýjan fisk inanúr- tekinn með haus, tilbúinn til útflutnings. Nú hefir dregið úr þessum afla og verið tregari síðustu daga. 2—4 smálestir í róðri. Svipaður afli hefir verið á Akra nesi og Suðurnesjum. Mest allur afli landróðrabáta hefir verið seldur nýr til út- flutnings í útflutningsskipin, eins er með hrognin, þau hafa verið seld til ísunar, fyrir 50 aura líterinn. Nokkrir bátar hafa saltað lítilsháttar af aflanum, 20-— 30 skpd. á bát. Það var þegar engin skip hafa verið til að láta fiskinn í. . Hæsti afli á bát á Suðurnesj- um mun vera um 200 skpd. á bát, síðan um jól, og hæsti há- setahlutur á sama tíma um 1000 krónur. BEITUSKORTUR YFIRVOFANDI Svo að segja allir bátar hafa fiskað með línu og beitt síld. Tregur afli hefir verið hjá þeim bátum, sem veiða með botn- vörpu. Fyrirsjáánlegt er að beituskortur verður, er kemur fram á vertíðina, því nú þegar er orðið erfitt að fá síld til beitu. Stafar þessi beituskortur af góðum gæftum og einnig af því, að aldrei hafa jafnmargir bátar stundað veiðar hjer við Faxaflóa sem í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.