Morgunblaðið - 11.02.1941, Qupperneq 2
2
MORGUMBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. febrúar 1941
Rússar sagðir hafa samþykt her-
flutninga Þjóðverja yfir Búlgaríu
Churchill seglr
að þýskt fluglið
sje f Búigarfu
Og herlið e. t. v.
á leiðinni
Mr. Churchill flutti ‘Yg tíma
útvarpsávarp til bresku
þjóðarinnar, það fyrsta um 5
mánaða skeið, á sunnudags-
kvöldið. í ávarpi sínu dró hann
upp mynd af liðna tímanum
og af Jþví sem unnist hefði með
tilliti til væntanlegra hernað-
araðgerða i nánustu framtíð,
og lauk máli sínu með því að
skýra frá orðsendingu þeirri,.
sem Roosevelt hefði sent hon-
um með Willkie, en í orðsend-
ingu þessari hefði Roosevelt
skrifað með eigin hendi vísu-
brot eftir Longfellow, sem var
á þá leið, að ,,<>11 framtíðin
veltur á örlögum yðar“.
Mr. Churchill mælti: Hverju
á jeg aS svara þessari orðsend
ingu þessa mikla forseta í yð-
ar nafni. Jeg ætla að svara
henni á þessa leið: Við mun-
um aldrei láta neitt buga þrek
okkar og úthald. Gefið okkur
verkfærin, og við munum ljúka
verkinu‘‘.
Hjer fer á eftir stuttur út-
dráttur úr ræðu Churchills:
Eftir ósigur sinn í lofti yfir
Englandi í ágúst og septem-
ber, hefði Hitler ekki þorað að
héfja innrásina, eins og hánn
hefði ætlað sjer.
1 stað þess hefði Hitler hina
dimmu vetrarmánuði reynt að
buga þrek bresku þjóðarinnar,
með grimmilegum næturárás-
um, en þessar árásir hefðu að-
eins orðið til að stæla þjóðina.
Hann hefði getað varpað njður
3—4 smálestum af sprengjum
fyrir' hvefja eina smálest, sem
Bretar hefðu getað varpað yfir
Þýskaland. En þessu myndi nú
verða snúið við með hjálp
þpirri, sem kæmi frá Banda-
ríkjunum. i
í október hefðu gerst tíð-
indi, sem sýndu, að veldi hins
„slægvitrá, ófyrirleitna og sam-
viskulausa“ („crafty, cool-
headed and blackhearted“)
leiðtogá fasista, sem hefði ætl-
að sjer að fá ódýran sigur, stóð
á leirfótum. Grikkir hefðu sýnt
að með þeim býr enn forn.
hreysti. Handan við Miðjarð-
arhaf, í Líbyu, hefði Wavell
hershöfðingi og Wilson hers-
höfðingi tvístrað % hlutum
hersveita þeirra, sem Italir
höfðu í Cyrenaica og tekið borg
FRAMH. Á SJÖUNDU SÖ)U.
_ *
Franco og Mussolini hitt-
ast á landamærum Frakk-
lands og Italíu
Darlan skipaður „krón-
prins“ Frakklands
SEINT í GÆRKVÖLDI bárust fregnir, sem
benda til vaxandi ókyrðar á Balkanskaga.
í Associated Press fregn er skýrt frá því, að
Soboleff, fulltrúj rússnesku stjórnarinnar hafi tilkynt
búlgörsku stjórninni, að Sovjet-stjórnin væri því samþykk
að Þjóðverjar fengju að flytja herlið yfir Búlgaríu, ef þeir
ákvæðu að hefja árás á Grikki og Tyrki til þess að hjálpa
með því ítölum. Búlgarska stjórnin er sögð hafa leitað
fyrir sjer hjá sovjet-stjórninni um það, hvaða afstöðu hún
myndi taka til þess, ef Þjóðverjar færu fram á að flytja
heiiið yfir Búlgaríu.
RÚMENÍA.
Fyr í gær höfðu borist fregnir um að Bretar hefðu slitið
stjórnmálasambandi við Rúmena. Sir Reginald Hoare, sendi-
herra Rúmena, fór í gær á fund Antonescus ríkisleiðtoga og
bað um vegabrjef sitt.
Gert er ráð fyrir-að hann leggi af stað frá Rúmeníu með
50 manna starfssveit sína með fyrstu ferð eftir n. k. laugardag.
Sú skýring er gefin í London á því, að sendiherrann hafi
verið kallaður heim, að Þjóðverjar sjeu að útbúa þýskan leið-
angursher í Rúmeníu, og draga þar saman vistir af hergögnum
og olíu, án þess að nokkur mótmæli hafi komið frá rúmensku
stjórninni. Aðstaða breska sendiherrans sje því orðin þannig,
að ekki sje lengur fært að hafa hann í Búkarest.
Fregnir bárust frá Búkarest í gær, um að alger myrkvun
hefði nú verið fyrirskipuð þar, Rafmagnsauglýsingar á götum
úti hafa verið teknar niður og strangar aðvaranir hafa
verið birtar um að hafa ekki ljós í gluggum, frá og með deg-
inum í gær.
FRANCO OG MUSSOLINI.
Samtímis þessum fregnum um viðbúnað Þjóðverja
til að hjálpa ítölum, bárust fregnir í gærkveldi um
harðar orustur á öllum vígstöðvum í Albaníu (skv.
Associalted Press). En orustur stóðu enn sem hæst, svo
að ekki var hægt að.segja hvor hefði betur.
Frá hinum enda Miðjarðarhafsins bárust fregnir (skv.
A. P.) um að Franco hershöfðingi og Serrano Suner væru á
leiðinni um hið óhernumda Frakkland til landamæra Frakk-
lands og ítalíu, til þess að ræða við Benito Mussolini og Ciano
greifa.
DARLAN EFTIRMAÐUR PETAINS.
Frá Vichy bárust þær fregnir yfir helgina, að Jean Darlan
hefði verið gerður utanríkismálaráðherra í stað Flandins, og
einnig vara-forsætisráðherra. Hann heldur þó áfram að vera
flotamálaráðherra.
í gær voru gefin út lög í Vichy, sem gera Darlan að.rík-
isleiðtoga og forseta frönsku stjórnarinnar, ef eitthvað gerist,
sem hindrar að Petain marskálkur geti gegnt þessum störfum.
Darlan hafi þar með verið fengin sama staðan og Pierre
Laval hafði, áður en honum var vikið frá.
Laval hefir þannig veriÖ gerður .homreka. Fregnir hafa borist
ti’l New York um að breyting þessi á'? Vichy-stjórninni hai'i verið gerð
með samþykki Þjóðverja. Er á það hejit, að í tilkynnmgu, sem birt
var í \richy á surmudagmn, að vænta mætti árangurs innan skams á
samningum þeim, sem farið hefðu fram nndanfarið milli Þjóðverja
eg Frakka í anda þess samtais, sem Hitler og Petain áttu í vetur um
fransk-þýska samvinnu.
Erlendir blaðamenn, sem spurðu fulltrúa þýsku stjórnarinnar í
gær, hvað samninguntim í Vichy liði, svaraði, að þeim miðaði áfram.
„Vopnaðar þýskar
könnunarflugvjelar
alla leið til lslands“
Tilkynning þýsku herstjórn-
arinnar í gær fer hjer á eftir.
Dýskar langferðaflugvjelar und
ir stjórn Fliegels kaptéins
rjeðnst í gær á skiþaflota, Varinn
af herskipum. mii 500 inílnr vest-
ur af strönd Portúgals.
Samkvæmt fregnum þeim, sem
fyrir liggja. var kaupskipum að
burðarmagni samtals 24.500 smá-
lestir, sökt. Fjögur önniir kaup-
ski]> voru alvarlega löskuð. Skipa-
flotanum var algerlega tvistrað.
Vopnaðar þýskar könnunarflug-
yjelar komust alla leið til ís-
lands og skutu af vjelbyssúrh á,
flugvölí, sém Bretar hafa umráð
yfir.
Undan austurströnd Skotlands
rjeðist þýsk sprengjuflngvjel með
góðum árangri á varðskip.
Árásir þýskra flugvjela "í gær-
kvöldi voru gerðar á hernaðarlega
mikilvæga staði í London og í
suð-austur Englandi.
Fáeinar breskar flugvjelar vörp
uðu sprehgjum á tveim stöðum
norð-vestur Þýskalandi í gær-
kvöldi. Sveitabýli var laskað. í
loftbardaga nndan Noregsströndn
voru tvær breskar sprngjn-
fingvjelar skotnar niður i gær.
Fjórir breskir festarloftbelgir
yoru skotnir niður í gær.
Tveggja þýskra flugvjela er
saknað.
Þegar með er talin hin árang-
ursríka árás á breskan skipaflota
í vestur frá ströndum Portngals,
h efir ein þýsk sprengjuflugvjela-
deild sökt h. u. b. 350 þús.: smá-
lestum af kaupskipastól óvinanna,
frá 1. ágúst 1940, og hefir auk
þess.laskað alvarlega- fjölda, skipa.
★
í þýskri fregu útvarpað til
Bandarík.janna í nótt er vakin
sjerstök athygli á því afreki þýsku
flugvjelanna. að hafa flogið alla
leið til íslands.
í fregninnj var lögð áhersla á,
að „allar þýsku fJugvjelamar
komu. aftur heilu og höldnu“.
------» --------
Danskir tundurskeytabátar.
IjI regnir hafa borist til Londou
um, að Þjóðv.erjar hafi tek-
ið 10 danska tundurskeytabáta í
þjónustu sína.
Sókn
í Tripoli
— fregn frá New York.
INew York er litið svo
á, að Wavell hershöfð
ingi muni halda áfram
sókn sinni inn í Tripoli,
alla leið að landamærum
Tunis.
Fregnir, sem birtar hafa
verið vestan hafs, herma,
að franski herinn í Tunis
hlakki til þeirrar stundar,
er þeir geti tekist í hendur
við hersveitir frjálsra
Frakka yfir landamæri
Tunis og Tripoli.
Orustan um
Benghazi stóð
I þrjá daga
Fregnir bárust til London í gær
um að bardagar hefðu stað-
ið í þrjá daga fyrir sunnan Beng-
hazi, áður en yfirhershöfðingi ít-
ala í Cyrenaica, Berganzoli hers
höfðingi, sá að frekara viðnám var
tilgangslaust. Orusturnar voru
háðar hjá Soluch, en það er enda-
stöð járnbrautarinnar frá Beng-
hazi suður á bóginn.
Fyrstu tvo daga orustunnar (It-
alir skýrðu frá þessari orustu
sama dag og Bretar tilkyntu að
þeir hefðu tekið Benghazi) voru
60 ítalskir skriðdrekar eyðilagðir.
Á þriðja degi reyndu 34 skriðdrek-
ar, sem þá vofu eftir, að brjót.ast
í gegnum herlínu Breta og kom-
ast suður til Tripoli, en þeir strönd
uðu á stálvegg bresku skriðdrek-
anna.
Bresku skriðdrekarnir höfðu
með hinni hrÖðu framsókn sinni
fró Mechili. komist suður fyrir
herlínu ítala, og með því rofið
úndanhaldsleiðir ítölsku hersveit-
anua., Breskir frjettaritarar segja,
að það hafi komið Berganzoli al-
gerlegn á óvart, hve hratt bresku
skriðdrekasveitunum hafði tekist
að sækja fram, enda höfðn ít-
ölsku flugvjelarnar ekkert tilkynt,
um að þær væru á næstu grösum.
Skriðdrekasveitimar voru 2
klukkustnndir á undan ftölum, að
taka s.jer stöðu fyrir sunuan
Soluch.
ítölsku, hersveitirnar börðust
hraustlega og gáfust ekki upp fyr
en þær áttu aðeins hálfrar
klukknstnndar skotfærabirgðir
éftir.
Berganzoli og her haps gafst
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.