Morgunblaðið - 11.02.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. fehrúar 1941 MORGUNBLAÐIf) 3 fyrslu hernaðaraðgerðlr á Islandi . Vjelbvssuskothríö úr þýskri flugvjel við Olfusá Þýsk flugwjel yfir Keykjavík, og víðar y fir Kcykjanesskag'a ÞÝSK SPRENGJUFLUGVJEL, „Heinkel 111“ flaug yfir Selfoss, Revkjavík og víða yfir Reykjanesskaga kl. 11—12 á sunnudagsmorg- un. Yfir Ölfusárbrú flaug flugvjelin mjög lágt og var skotið úr vjelbyssu flugvjelarinnar á hermenn og særðust tveir þeirra. Þýska flugvjelin flaug hjer umhverfis Reykjavík laust eftir klukkan 11, en flaug ekki yfir sjálfan bæinn, heldur meðfram ströndinni og suður yfir Skerjafjörð, til Hafnarfjarðar og móts við Keflavík. Þar sneri flugvjelin við og flaug austur á bóginn. Sást lækka flugið yfir Sand- skeiði, en flaug síðan austur yfir fjall og hvarf sjónum á haf út. Ekki varpaði flugvjelin niður sprengjum og olli engu tjóni á mannvirkjum. Þó má sjá för eftir vjelbyssukúlur í stöplum á ölfusárbrú og vjelbyssukúlur lentu í hermannaskálum. Loftvarnamerki var gefið hjer í Reykjavík kl. 11,12, en mínútu áður heyrðu bæjarbúar skothríð mikla úr loftvarnabyss um setuliðsins utan til í bæn- um. Fyrsta loftvarnamerkið var gefið með símahringingum og síðan svo að segja í sömu mund með rafmagnslúðrum. Hingað höfðu fregnir borist um ferðir flugvjelarinnar frá Selfossi til setuliðsstjórnarinnar hjer, en hún gerði lögíeglustöð inni aðvart og var svo um tal- að, að ekki skyldi gefa hættu- merki fyr en ef byrjað yrði að skjóta úr loftvarnabyssum. Veður var ágætt, stilt og heiðskírt,, en þó var svartur reykjarmökkur yfir bænum, einkum yfir höfninni. Margt manna var á ferli á götunum og leituðu margir til loftvarna- skýla, en aðrir ekki. Víða í bænum kom fólk að hinum opinberu loft- vamakjöllurum lokuðum, vegna þess að vörður sá, er þeirra átti að gæta og sjá um að opin væri, kom ekki á sinn stað. Fyrír utan suma loftvarna- kjallarana mátti sjá konur með hvítvoðunga á örmum sjer og smábörn við hlið sjer. Hefði þetta skeytingarleysi varðanna getað haft hinar alvarlegustu afleiðingar, ef um loftárás á bæ inn hefði verið að ræða. Um 20 mínútum eftir að hættumerki hafði verið gefið hjer í bænum, var enn á ný gefið hættumerki, en það var er þýska flugvjelin hafði snúið við aftur norðaustur á bóginn. Laust fyrir klukkan 12 var svo gefið merki um að hættan væri liðin hjá. Almenningur mun ekki hafa FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. u , „Heinkel 111“ flugvjel af sömn gerð og var hjer yfir bænum á sunnudaginn. Engar þýskar flugvjelar við ísland í gær Allskonar sögusagnir voru á lofti hjer í bænum í gær um að sjest hefði til þýskra flugvjela við suðurströndina. Morgunblaðið hefir það hinsvegar frá áreiðan- legum heimildum, að engar þýsk- ar flugvjelar voru á ferð hjer við land í gærdag. Breskar hernaðarflugvjelar voru á sveimi víða við suðurströndina í gær og er sennilegt að sögnrn- ar um þýsku flugvjelarnar hafi spunnist frá því, að þessar ensku flugvjelar sáust á flugi. •FlugvjelasÖgurnar í gær voru hinar furðulegustu. Þær áttu ým- ist að vera 2, 4, 6, 12 eða 16 sam- an og ein sagan var um það, að árás héfði verið gerð á breskan flugvöll hjer í nágrenninu. Gott dæmi um, hve fólk getur búið til fáránlegar sögur, þegar fát kemur á það, er maðurinn, sem kom inn í loftvarnabyrgi hjer í bænum á sunnudagmorgun og sagði frá því, að hann hefði með eigin augum sjeð 30—40 þýskar flugvjelar yfir bænum og að hann hefði sjeð tveimur sprengjum varpað á höfnina! Infíúensan fer fremttr hægt yfir I NFLÚENSAN breiðist ekki * mjög ört út hjer í Reykja- vík, sagði hjeraðslæknir Morg- unblaðinu í gær. Læknir sá, er vakt hafði á sunnudag, varð var við 100 ný tilfelli. Samkomubannið hefir vafa- laust haft sín áhrif, að diaga úr útbreiðslu veikinnar oe var það áheiðanlega vel ráðig, að setja samkomubannið á s/ona Lmanlega. HJALP SKÁTA. Hjeraðslæknirinn í Revkja- vík biður þetta tilkynt bæjar- búum: Skátar bjóða aðstoð til skyndihjálpar á heimilum, sem eru ósjálfbjarga vegna inflú- ensu. ' Skátavörður verður því fyrst um sinn á skrifstofu hjeraðs- læknis í Mjólkurfjelagshús- inu, herb. 23—25, frá kl. 9 árdegis til kl. 9 síðdegis, sími 5054. Þau heimili, sem eru svo nauðulega stödd vegna inflú- ensu, að þeim sje bráð nauð- syn skyndihjálpar, svo sem til sendiferða eða nauðsynlegrar heimilisaðstoðar, mega því leita þangað. Munu skátar þá eftir fremsta megni reyna að leysa þeirra vandræði. Þess er einkum vænst, að læknar tilkynni skátaverðinum, ef þeir telja nauðsyn skjótrar hjálpar. VEIKIN ÚTI UM LAND. Morgunblaðið átti í gær tal við landlækni og spurði hann um útbreiðslu veikinnar út um land. Landlæknir sagði að veikin væri komin á þessa staði: Ár- nes- og Rangárvallasýslur, Isa- fjörð, Bíldudal, Stykkishólm og Ólafsvík. Samkomubann hefir verið fyrirskipað á þessum stöðum: Reykjavík, ísafirði, Bíldudal, Ólafsvík, Árnes- og Rangár- vallasýslum. - Fjögur hjeruð hafa fengið leyfi til að setja á samkomu- bann, er þeim sýnist. Þessi hjeruð eru: Akureyri, Stykkis- hólmur, Eskifjörður og Seyð- isfjörður. Nokkur hjeruð ætla að reyna að verjast veikinni og hafa því sett á samgöngubann. Þau eru: Dalahjerað, Reykhóla-, Flateyjar-, Svarfdæla- og 3i Unglingspiltur ferst af bílslysi Annar hlaut alvar- leg meiðsl u ~ M klukkan 2% á sunnudag varð hörmulegt bílslys skamt fyrir ofan Baldurshaga. Vöru- bíllinn R 951 ók þarna út af veginum, en 6 piltar úr Svifflugfjelaginu stóðu á palli bílsins og köstuð- ust fimm þeirra af bílnum. Tveir piltanna hlutu stórmeiðsl og annar þeirra, Guðmundur Eiríksson, ljest á sunnudags- kvöld. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fekk í gær hjá Sveini Sæmundssyni yfirlögregluþjóni rannsóknarlögreglunnar, hafa tildrög slyssins orðið þau, er nú skal greina: Um kl. 8 á sunnudagsmorgun fóru nokkrir piltar úr Svifflug- fjelaginu upp á Sandskeið, en ætlun þeirra var, að hafa æfingu þar efra, eins og venja þeirra er í góðu veðri á sunnudögum. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hús hristust og rúður brotnnðu er tundurdufl sprakk Kl. 8% á sunnudagskvöldið sprakk rekdufl á fjörunni skamt frá Harðbak á Sljettu. Sprakk duflið 400 metra frá bæn- um. Tvö íbúðarhús eru þar og brotn- uðu rúður í-báðum húsunum, mynd ir hrundu af- veggjum og annað smávegis raskaðist. Annað húsið, sem var steinhús, hristist svo mik- ið, að t. d. skrifborð, sem var við vegg, er að sjónum sneri, rann tvo metra inn á gólf. Glugga tók alveg úr öðru húsinu. Það var kjallaragluggi. Fólk, sem var í herbergjum þeim, þar sem rúður fuku úr, sak- aði ekki. Ekki er talið að húsin hafi orðið fyrir neinum teljandi skemdum umfram rúðubrotin. Frá Harðbak að Raufarhöfn er 7 km. f jarlægð — loftlína. Á Rauf arhöfn heyrðist dynkur mikill, er duflið sprakk, og þeir sem lágu í rúmum, fundu titringinn. í f jörunni þar-sem duflið sprakk er stórgrýti. Myndaðist þar dæld. Grjótið sentist um 300 metra frá sprengingarstaðnum, en sprengju- brot fundust 400 metra þaðan. Skíðaferðir. Allmargt bæjar- manna fór í skíðaferðir um helg- ina á venjulegar skíðaslóðir. Snjór var frekar lítill, en veðrið var svo dásamlegt, að það bætti úr snjóleysinu. Piltarnir fóru á tveim bílum upp á Sandskeið. Var annár bíllinn R. 951, sem er vörubíil Áfengisversl- unar ríkisins, sem piltarnir fengu lánaðan í þessa ferð. Ekkert far- . þegarúm er á bílnum og engar grindur um pallinn, en á pallin- um stóðu 6 piltanna, en tveir voru inni í stýrishúsinu og stýrði ann- ' ar bílnum. .Járnslá var fest efst , á stýrishúsið að aftanverðu og hjeldu piltarnir á pallinum sjer í hana. Gengu á Vífilsfell. Er piltarnir komu á Sandskeið- ið gat ekkert orðið úr æfingu, vegna þess hve veður var kyrt. í stað þess tóku þeir sjer göngu á Vífilsfell. Laust fyrir kl, 21/; hjelt bíllinn R 951 af stað heimleiðis. Einn pilt- anna, Léifúr Grímsson stýrði bíln- um. Hjá honúm í stýrishúsinu sat Hörður Jónsson efnafræðingnr, en sex piltar stóðu á pallinum. Misti stjórnina. Bíllinn er kominn langleiðina niður að Baldurshaga. Bílstjórinn og Hörður, er hjá honum sat, telja að ekið hafi verið með ca. 50—60 km. hraða. Þeir sjá nú hvar enskur her- flutningabíll kemur á móti þeim, en all-langt burtu. Þeir óku eftir miðjum veginum, en nú var ætl- unin að rýma fyrir breska bíln- um. Bílstjórinn kveðst hafa dreg- ið úr ferðinni og vikið út á vinstri vegarkantinn. En alt í einu byrjar bíllinn að „skrolla“ og skifti nú engum tog- um: Bflst jórinn misti stjórn á bílnum og bfllinn rann út af veg- arkantinum, sem er þarna 1.10 m. á hæð. Bfllinn valt þó ekki, en rann áfram eftir reiðveginum, sem liggur samhliða akveginum. Renn- ur bfllinn svo á stein við norður- brún reiðvegarins og breytir þá stefnu, rennur upp litla brekku FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.