Morgunblaðið - 11.02.1941, Page 4

Morgunblaðið - 11.02.1941, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. febrúar 1941 Sendisveinn úskast Upplýsingar á afgreiðslu Morgunblaðsins. m t-O^ ■ ■ -'y: ■'■■■■ l£*** - • ^ap'.v- * * * '*’• i . í. Nýkomið: Gardínutau. Kjólatau. Satin og Crepe í peysuföt. Herra- silki í upphluta. Borðdúkar. Blúndur. Silkiljereft. Nær- fataflúnel. Náttfatasatin. Versl. Dyngja, Laugav. 25 Flutningur til íslands Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret- lands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega liagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist Culliford & Clark Lt.i. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða (■cir H. Zoega Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. Seiidisveiii vantar nú þegar. Kjötbútf Ausíurbæjar, Njálsgötu 87. Ferðir þýsku flugvjelarinnar B. S. í. Simar 15-10. þrjár linur. Cóðir hílar. Fljót ftfgreílV! > FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. áttað sig fyllilega á hættu- merkinu, og er seinna merkið var gefið, þustu margir út á göturnar. Lögreglan reyndi að leiðbeina fólki í loftvarnaskýl- in, en; víða fór alt í handaskol- um hjá fólki að leita sjer hælis. FLUGVJELIN YFIR SELFOSSI. Sjónarvottar á Selfossi, sem sáu er flugvjelin kom þar fyrst og fylgdust með ferðum henn- ar þar til hún hvarf til vesturs, í áttina til Reykjavíkur, segja svo frá: Laust fyrir klukkan 11 birt- ist stór þýsk flugvjel yfir þorp- inu á Selfossi. Enginn gat raun verulega áttað sig á, hvaðan flugvjelin kom. Hennar varð ekki vart á Stokkseyri eða Eyr- arbakka eða rieinsstaðar austan Selfoss, svo vitað sje. Flugvjelin flaug ofur lág yf- ir Selfossi, svo að segja alveg yfir húsþökunum. Hún flaug vestur yfir þorpið og yfir brúna í þessari sömu hæð. Síðan sneri hún við á ný og beygði suður yfir ána og flaug enn yfir Öl- fusárbrú. En í þetta slnn var skot- ið af vjelbyssum úr flug- vjelinni og hófsí skothríð- in um leið og flugvjelin flaug yfir brúna og stóð yfir þar til hún hafði flog- ið fram hjá hermannaskál- um, sem eru vestan brúar- innar. Á hól fyrir vestan brúna, og sk$mt fráhermannaskálunum er vjelbyssustæði, og frá vjelbyss- um þar var skotið á þýsku flug- vjelina. Hermenn, sem voru inn í skálum sínum, er flugvjelin flaug yfir í fyrra skiftið, þutu út úr skálunum, og tveir her- menn, sem voru að koma út úr skálunum, er flugvjelin flaug yfir í seinna skiftið, urðu fyrir vjelbyssukúlum og særð- ust, annar þeirra mjög alvar- lega. Engar opinberar fregnir liggja þó fyrir um meiðsli á mönnum, aðeins sagt að her- menn hafi særst. Ein vjelbyssuskyttan taldi sig hafa hæft flugvjelina. Fiugvjelin flaug nú ekki oft- ar yfir þorpið, heldur hjelt í vesturátt og hækkaði flugið, þar til hún hvarf vestur yfir Ingólfsfjall. Fólk á Selfossi sá greinilega hakakrossmerki á vjelinni, og sumir telja sig hafa sjeð hring málaðan á vjelina og innan í þessum hring norsku fána litina. En sennilegt er, að hjer sje um missýnir að ræða og að það hafi verið svartur haka koss í hvítum og rauðum feldi, sem vilti fólki sýn. FLUGVJELIN YFIR REYKJAVÍK. Um 12 mínútur yfir 11 sást fyrst til þýsku flugv.ielarinnar yfir Reykjavík og kom hún að bænum úr austurátt. Ekki Uaug vjelin yfir sjálfan bæinn, heid- ur þræddi strandlengjuna í um 2000 feta hæð og virtist flug- Imaðurinn gæta þess vel, að koma ekki í skotfæri við loft- varnabyssur, þó fór eitt skot rnjög nálægt vjelinni. Þýska flugvjelin fór nú. sem fyr segir, suður yfir Hafnar- fjörð og lækkaði þar ílugið. Einnig þar var skotið af loft- varnabyssumb en ekkert merki gefið um hættu. SKlÐAFÓLK SJER VJELINA. Skíðafólk, sem v.tr i Skála- felli, í Bláfjöllum og Hengli, varð alt vart við hina þýsku flugvjel, en fæstir gáfu henni neinn gaum, þar sem þeir töldu víst að um enska flugvje! væri að ræða, þar til skothríðin úr loftvarnabyssunum sást yfir Reykjavík. Ármenningar í Bláfjöllum urðu einnig varir við flugvjel- ina, er hún fór austur aftur, en þá var ensk orustuflugvjel komin á loft og elti þá þýsku, Ekki tókst hinni ensku flugvjel að nálgast þá þýsku svo, að I hægt væri að skjóta á hana, eða til loftorustu kæmi, og hvarf þýska flugvjelin á haf út austur með landi. UM LOFTVARNA- BYRGIN. Vegna þess hve hrapallega tókst til með loftvarnakjallar- ana á sunnudagsmorguninn, að fólk kom í tugum að þeim læst- um og lokuðum, átti blaðið tal við framkvæmdastjóra loft- varnanefndar, Pjetur Ingi- mundarson slökkviliðsstjóra, í gær, og spurði hann hvernig á þessu hefði staðið. Slökkviliðsstjóri sagði, að vegna veikinda í bænum og vegna fjarveru úr bænum hafi verðir nokkurra loftvarna- byrgja ekki mætt á sínum stöð- um til að opna loftvarnakjall- ara. Hinsvegar sagði slökkvi- liðsstjóri, að ráðstafanir myndu nú gerðar til þess að hafðir yrðu 2—3 verðir til að sjá um hvern loft- varnakjallara í framtíð- inni, þannig að örugt yrði, að þó einn eða tveir for- fölluðust vegna veikinda eða af öðrum orsökum, þá yrði altaf einhver til taks að opna kjallarana. Slökkviliðsst.jóri sagði hins- vegar, að nauðsyn bæri til þess að brýna fyrir fólki að hlaupa ekki úr heimahúsum út á göt- ur til að Ieita í loftvarnakjall- arana, heldur ætti fólk að halda sig heima í sínum eigin húsum og vera búið að ákveða hvar öruggasti staðurinn í hús- inu væri, ef til loftárásar kæmi. Loftárásarkjallararnir væru fyrst og fremst ætlaðir því fólki, sem væri á götunum, fjarri heimilum sínum, þegar hættumerki væri gefið. Það er síður en svo heppí- legt að fólk hópist saman á eínn stað ef til árásar kemur, sagði slökkviliðsstjóri, það er einmitt best að fólk sje sem dreifðast og leiti sjer skjóls í sínum eigin íbúðum eða kjölí- urum í húsum þeim, sem það býr í. Loftvarnanefd mun hafa komið saman á fund í gær, en ekki er blaðinu kunnugt um, hvað þar fór fram, en vonandi er, að nefndin hafi gert ráð- stafanir til þess að í framtíð- inni verði ákveðið kerfi notað til að gefa almenningi merki um, ef hætta er á ferðum, þannig að ekki lendi alt í handaskolum á ný og að al- menningur komi ekki að hinum opinberu loftvarnakjöllurum læstum, þegar á þeim þarf að halda. YJELBÁTURINN „TJALDUR“. I T egna greinar, er hirtist í blaði " yðar þann 9. þ. m. og vald- ið gæti nokkrum misskilningi, vil jeg biðja yður fyrir eftirfarandl athugasemd til birtingar; Þegar við, sem í flugvjelinni vorum, komum auga á vjelbátinn „Tjaldur“, nokkrum mílum undan Krísuvíkurhrauni s.l. laugardag, var þangað komið breskt skip, er var í þann veginn að koma taug í bátinn. Hann var því úr allri hættu, er okkur bar að. Hið breska skip mun hafa dregið bátinn eitt- hvað áleiðis til Eyja eða þangað til það mætti „Ægi“, er farið hafði þaðan fyr um morguninn til að leita. Vegna annara ummæla í nefndri grein þykir mjer rjett að geta þess, að það er föst regla hjá Flug- fjelagi Islands h.f., að láta leit að bátum og sjúkraflutninga ganga fyrir öllum öðrum flugferð- um. Með þökk fyrir birtinguna. Örn Ó. Johnson. EF LOFTl'R CETFR Þ\D KKKT - M TTVFT? Auglýsing. Vegna inflúensufaraldurs hefi jeg, samkvæmt ósk hjeraðslæknis, ákveðið að banna alt skólahald og allar al- mennar samkomur hjer í umdæminu frá og með deginurn í dag, uns öðruvísi verður ákveðið. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 10. febrúar 1941. Bergur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.